Helgarpósturinn - 08.01.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 08.01.1987, Blaðsíða 25
LEIKLIST * I smásjá ■a.íi-wk. y \i\ ^ \ „Ég held að persónusköpunin sé Akkilesarhæll leiksins" segir Sigurður m.a. I um- sögn sinni um verk Þórunnar. Teikning Árni Elfar. Höfundur: Þórunn Sigurdardóttir. Leikstjóri: Þórhaltur Sigurdsson. Leikmynd og búningar: Gerla. Tónlist: Arni Hardarson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guömundsson. Þjóðleikhúsið hélt hátíðlega opnun Litla sviðsins nýja í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu 30. desember með blysför flugeldum og frumsýningu á nýju leikriti eftir Þórunni Sigurðardótt- ur sem hún nefnir / smásjá. Hefur aðstaða fyrir smærri sýningar til muna batnað með tilkomu þessa nýja sviðs. Hljómburður í salnum er góður, halii sætaraða hæfilegur og sjálf sætin þægileg, þannig að ytri aðstæður ættu ekki að aftra mönnum frá að njóta sýninga í hinum nýju húsakynnum. Þórunn Sigurðardóttir er löngu landskunn sem ieikari og leikstjóri og hefur áður samið eitt ieikhús- verk, Guðrúnu, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1983. Fjallaði það um ástarþríhyrninginn í Lax- dœla sögu og þótti tíðindum sæta, var frumlega og fagmannlega unnið. / smásjá er ómengað nútíma- verk, fjallar um tvenn læknishjón og baráttu við banvænan sjúk- dóm, en kjarni þess er andleg átök yfirlæknis og konu hans, tillitsleysi og sjálfhverfa vísindamannsins. ófullnægja og beiskja eiginkon- unnar sem lifir í tilfinningalegu svelti og sér á bak draumum sín- um um frama og skapandi hlut- verk í lífinu. Hin hjónin, sem bæði eru læknar, gegna veigaminni hlutverkum í harmleiknum, eru i senn samstæður og andstæður yf- irlæknishjónanna, en ljá atburða- ráðsinni fjarvídd og nauðsynlegt hreyfiafl. Vettvangur leiksins er afar þröngur og viðfangsefnið svo stökkt og viðkvæmt að einna helst minnir á kóngulóarvef. Þórunn Sigurðardóttir hefur auðheyrilega vandað mjög til text- ans. Samtölin eru lipurlega orðuð, knöpp og ydduð og víða hnyttin, bygging leiksins traust og rökvís frá upphafi tii enda. Eiaðsíður virt- ist sýningin vera of löng og með köflum bláþráðótt; það vantaði þá undiröldu, þá spennu eða eftir- væntingu sem einatt er svo snar þáttur í góðum leiksýningum. Næsta fátt kom manni á óvart og stundum fullmikið sagt um efni sem áhorfandinn skynjaði án orðalenginga eða kannski væri réttara að segja að í þeim tilvikum hafi vantað lyftingu eða flug á textann. Eg held að persónusköpunin sé Akkillesarhæll leiksins, þósvo persónurnar séu skýrt mótaðar frá hendi höfundar og túlkun þeirra á sviðinu einsog best verður á kosið. Þær áttu í miklum erfiðleikum með að tengja sig við áhorfendur. Höfuðástæðu þess tel ég vera, hve þröngt sjónarhornið er, hve ein- þættar persónurnar eru hver fyrir sig, hve lítið við fáum í rauninni að vita um þeirra innri mann. Höf- undur kemst þannig að orði í leik- skrá: „Ég hef ekki leyft þessum persónum í verkinu að komast upp með neina frekju og hef písk- að þær af mikilli grimmd." Hér kynni að vera skýringin á því, hve fjarlægar þær eru áhorfendum og tilfinningakaldar allar með tölu. Að sjálfsögðu getur markvís og miskunnarlaus einbeiting að höf- uðþema verks verið góðra gjalda verð, gert það heilsteyptara og samfelldara en ella, en verði hún á kostnað persónumótunar getur árangurinn orðið sá að áhugi leik- húsgesta á viðfangsefninu dofni. Að sönnu verða hvörf seint í leikn- um og þrjár af persónunum taka ótvíræðum breytingum, en þau umskipti láta mann einkennilega ósnortinn og hlýtur að stafa af því, að kynni áhorfenda af persónun- um framanaf leiknum hafa ekki gert þær nægilega nákomnar eða hjartfólgnar. Nú er það alkunna að leiksýn- ingar eru misjafnar frá einu kvöldi til annars, að leikhúsgestir eru sömuleiðis misjafnlega móttæki- legir og örvandi fyrir leikarana, og hver einstakur áhorfandi misjafn- lega fyrirkallaður. Ég sá fyrstu og aðra sýningu leiksins og verð að gera þá játningu, að frumsýningin lét mig að mestu ósnortinn, en önnur sýning var mun nærgöng- ulli og ýfði með köflum tilfinning- arnar svo um munaði. A þessu kann ég ekki aðra skýringu en þá, að önnur sýningin hafi verið áhrifasterkari og fyrri kynni af verkinu hafi gert mér auðveldara að njóta blæbrigða þess og undir- tóna. Einsog fyrr segir skiluðu allir fjórir leikendur hlutverkum sínum með prýði undir öruggri leikstjórn Bragösterkt nýársleikrit „Líf til einhvers" eftir Nínu Björk Árnadóltur. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd/búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Myndataka: Einar fíáll Einarsson. Sjónvarpsleikritið „Líf til ein- hvers“ fjallar um þrjár mæðgur, Birnu móður Mörtu og ömmu Sifj- ar, og um Harald, sambýlismann Mörtu og um verkakonuna Bryn- dísi. Loksins fengu sjónvarpsáhorf- endur að sjá íslenskt leikverk sem bragð er að. Marta (Hanna María Karlsdóttir) og Bryndís (Guðlaug María Bjarnadóttir) sýndu óvenju skemmtilegan leik. Hönnu Maríu var mikill vandi á höndum, því hún þurfti að sýna mikla breidd í sínu hlutverki, allt frá því að sýna dýpstu ástartilfinningar, til þess að sýna taugaáfall. Hún þurfti ýmist að sýna ískalda hörku eða geisla af gleði og hamingju. Hanna María tók stóra áhættu með þessu hlutverki, því hefði hún ekki vald- ið hlutverkinu, hefðu menn að- eins munað eftir samförunum og ekki séð neitt annað og talið hæfi- leikana alla þar. í þessu leikverki sannar Hanna María óvenjulega leikræna vídd. Mér finnst ég hafa séð Guðlaugu Maríu í þessu hlutverki áður. Það er hættulegt fyrir leikara með metnað að festast um of í ákveðn- um hlutverkum eins og t.d. sem volandi kvensa, sem hefur glatað sjálfsvirðingu sinni. Guðlaug María leysir hlutverk sitt mjög vel af hendi, og það virðist eins og hún hafi kynnt sér hlutverk sitt til hlítar. Kolbrún Erna Pétursdóttir lék Sif, dóttur Mörtu. Kolbrúnu tókst að draga fram vansæld dótt- urinnar. Það er misjafnt hvert leik- arar sækja fyrirmyndir að þeirri persónu sem þeir eiga að túlka. Flestir leikarar eru ómeðvitaðir um hvert þeir sækja fyrirmyndirn- ar. Sumir leita í eigin reynsluheim, aðrir leita að fyrirmyndum í raun- veruleikanum, t.d. búa í sveit í nokkurn tíma til að kynnast af eig- in raun lífi sveitakonu sem þeir eiga að túlka. Enn aðrir leita á mið leikhúsa og kvikmynda. Túlkun Kolbrúnar minnti á túlkun Guð- rúnar Gísladóttur á unglingsstelpu í leikritinu Stundarfriður. Engu að síður var túlkun Kolbrúnar með ágætum. Birna var leikin af Bríeti Héðinsdóttur. Oþarfi er að fjöl- yrða um hæfileika Bríetar, þeir eru löngu kunnir. Ömmuhlutverk- ið er enn ein rós í hnappagat Bríet- ar. Henni tókst að opinbera þessa einmana og viðkvæmu sál Birnu og draga fram beiskju fortíðar- innar. Haraldur er leikinn af Arnóri Benónýssyni. Það verður að segj- ast eins og er að Arnór féll í skugga kvennanna. Hlutverk hans bauð ekki upp á mikil leiktil- þrif. Arnór dró upp myndir og voru þær vel útfærðar. Það er langt síðan ég hef séð eins úthugsaða leikmynd og í þessu verki, og vöktu litirnir sér- staklega athygli mína. Svefnher- bergi Mörtu var í fjólubláum og svarrauðum lit, og rúmteppið var blátt. Fjólublái liturinn var einnig í stofunni, auk bláa og rauða lits- ins. Aður en fjólublái liturinn komst í tísku, var hann talinn tákna kalt hjarta eða tilfinninga- eftir Sigurð A. Magnússon og Steinþór Ólafsson Þórhalls Sigurðssonar. Hefur hann tekið þá stefnu að láta sýninguna líða fram með hægð og ljá and- rúmi leiksins mikið svigrúm. Reynir þessi hægð óneitanlega stundum á þolinmæði leikhús- gesta, einkanlega þareð ófyrirséð atvik eru fátíð, en hún veldur því að öll blæbrigði njóta sín hið besta. Tónlist gegnir veigamiklu hlutverki í framvindu leiksins og hefur Arni Harðarson haft veg og vanda af henni, bæði samið eigin tóna og fellt inn brot úr verkum eftir Bach, Mozart og Vivaldi, auk- þess sem Simon & Garfunkel, Madonna og Gary Moore koma við sögu. Er varla ofsagt að tónlist- in sé eitt af leiðarstefjum leiksins og Ijái honum það tilfinningalega inntak sem sterkast orkar. Arnar Jónsson leikur Bjarna prófessor og yfirlækni af miklum myndugleik og sannfæringar- krafti, en persónan er þannig vax- in andlega að hún vekur litla sam- úð hjá áhorfendum nema rétt und- ir lokin. Tillitsleysið er næstum takmarkalaust og ákaflega frá- hrindandi. Hvörfin í leiknum breyta honum að vísu rækilega fyrir augum áhorfenda og afhjúpa viðkvæma sál sem hefur brynjað sig til að lifa af í hörðum heimi sjúkrahússins, og vissulega verður hann snöggtum manneskjulegri og geðfelldari, nánast brjóstum- kennanlegur, en þessi sinnaskipti eru svo illa undirbyggð í fyrri hluta leiksins að þau verka nánast eins- og deus ex machina. Anna Kristín Arngrímsdóttir lék Dúnu konu Bjarna af ríkri innlifun og fágætu öryggi, jafnt í beiskju hennar og ófullnægju sem í kvöl hennar og örvæntingu. Dúna er langsamlega áhugaverðasta per- sóna leiksins og býr yfir fleiri vídd- um en hin þrjú. Samt var einsog vantaði herslumuninn að hún yrði verulega hugtæk. Það var ekki sök leikkonunnar sem skilaði hlut- verkinu með öllum þeim blæ- brigðum sem það bauð uppá, heldur er sjálf persónugerðin of einhæf, beiskjan og lífsþreytan svo yfirþyrmandi að aðrir eigin- leikar njóta sín ekki sem skyldi. Sigurður Skúlason lék Alla að- stoðarlækni, lingert og litlaust góðmenni sem leitað hefur á náðir Bakkusar til að losna við vanda- mál heimsins og sársauka lífsins. kulda. Þessi sami litur varð ein- kennislitur kvenna í kvennabar- áttunni. Marta var klædd í sömu liti og voru innanstokks hjá henni. Sif var gulklædd og herbergið hennar var einnig gult. Herbergi Haraldar var grátt og sá litur var leiðandi í fataskáp hans. Allt leik- ritið er fullt af táknum, smáatrið- um, sem skipta þó miklu máli. Leikritið er kjörið fyrir þá sem hafa gaman af táknfræði (semiot- ik). Sjónvarpsleikritið „Líf til ein- hvers“ byrjar á frægu tákni úr kvikmyndaheiminum. Alfred Hitchcock notaði vatn sem tákn um lífskraft og ástríður. Þungt brim táknar lífsólgu og ástríður holdsins. Kristín Jóhannesdóttir notar sama táknið, þ.e. fossandi vatnið í byrjun leikritsins. Vatnið er notað til að undirstrika ástríður þeirra, sbr. þegar Sif fer til sjávar þegar pirringurinn í kroppnum er orðinn illþolanlegur. Leikrit án boðskapar er lítils virði. Boðskapurinn er ef til vill að hið svokallaða frelsi er ekki endi- lega leið til að ná hamingjunni. Harjnsaga mæðgnanna er sam- Alli er metnaðarlaus og velviljað- ur, þægilegur í umgengni ogallra hugljúfi. Það hefur löngum reynst vandasamt að gæða algóðar per- sónur marktæku lífi, en Sigurður berst góðu baráttunni og lánast framar öllum vonum að ljá þessu duglitla Ijúfmenni sannfærandi líf. En miklu hefði hlutur Alla í leikn- um orðið merkilegri ef hann hefði haft einhverjar þær víddir sem ekki lágu í augum uppi strax í upp- hafi. Ragnheiður Steindórsdóttir lék Hildi konu Alla, aðstoðaryfirlækni og helsta samverkamann Bjarna við vísindarannsóknir. Ragnheið- ur gerði Hildi furðusannfærandi skil í allri sinni ótrúlegu einhæfni, samviskusemi, húsbóndahollustu og tilfinningasleni. Hef ég sjaldan séð jafnlitlausa persónu öðlast sannfærandi líf á leiksviði og hlýt- ur að teljast hinni fjölhæfu leik- konu til tekna. Af næmu formskyni hefur Gerla búið sýningunni umgerð sem nýt- ist mætavel í hinum ýmsu atriðum leiksins, hvort sem er á heimili yf- irlæknishjónanna eða á sjúkrahús- inu. Helsta nýmælið eru tveir sjón- varpsskermar ofarlega á ferhyrnd- um súlum, sem hagnýttir eru með ýmsu móti og kalla fram hughrif og stemmningar. í fyrsta lagi birta skermarnir sjónvarpsviðtöl þar sem fjórir þekktir sjónvarpsmenn koma fram. 1 annan stað minna þeir á glugga þarsem birtist lands- Iag eða öldur við sjávarströnd og eru nokkurskonar spegiun sálar- ástandsins hverju sinni. I þriðja lagi eru skermarnir, annar eða báðir, notaðir sem tæki á lækna- stofu þarsem blóðrás og aðrar hræringar líkamans koma fram. Allt varð þetta til að magna sýn- ingunni líf. Búningar Gerlu voru smekklega hannaðir, ekki síst klæðnaður Dúnu sem undirstrik- aði persónuleika hennar. Björn Bergsteinn Guðmundsson stjórnaði lýsingu sem gegndi áhrifamiklu hlutverki í sýning- unni, og verður ekki að henni fundið. Ég er enn að velta |úví fyrir mér, hversvegna svo velsamið og vel- leikið leikrit skildi ekki meira eftir, og finn þá skýringu eina að innvið- ir persónanna séu of grannir og veikburða. S.A.M. bandsleysi, skortur á ást, um- hyggju og tillitssemi. Ást og um- hyggja krefjast fórna á frelsinu. Helstu hnökrar þessarar sýning- ar eru hve sálfræðilegur grunnur leikritsins er illa unninn. Leikar- arnir og leikstjórinn bæta þó úr þessu eins og hægt er. Éinnig grunar maður Nínu Björk um að hafa ekki kynnt sér aðstæður og kjör einstæðrar móður eins og til- efni hefði verið til. Orfæri Bryndís- ar er í engu samræmi við aðstæð- ur hennar. Kona sem ekki les ann- að en textann á sjónvarpsskermin- um, hefur varla þennan fágaða og ríka orðaforða sem Bryndís notar. Myndatakan á Þingvöllum, eftir að Marta rýkur á dyr var ekki nógu góð og stakk mjög í stúf við annað i leikritinu. Þessi Þingvalla- sena var langdregin og langt frá því að vera sannfærandi. Einnig er speglasenan hjá Birnu of löng. Þessi mistök skrifast á leikstjór- ann. Þrátt fyrir vissa galla, þá verður að telja þetta sjónvarps- leikrit til hins athyglisverðasta, sem sést hefur á þessu leikári. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.