Helgarpósturinn - 08.01.1987, Blaðsíða 9
við endurskipulagningu á verð-
bréfamarkaði sínum svo sem greint
var frá í HP á sínum tíma að stæði til.
Stofnaður hefur verið Verðbréfa-
sjóður Ávöxtunar hf og mun hann
gefa út skuldabréf á sjóðinn, sem
fyrirtækið rekur. Þar verður lögð
áhersla á sömu þætti og fyrirtækið
hefur áður gert, þ.e. að ná hæstu
ávöxtun hverju sinni. I auglýsingum
sem birtar verða um næstu helgi,
segir ekki alveg húmorslaust:
„Ahyggjulaus ávöxtun á óöruggum
tímurn". Þetta fyrirkomulag er í
samræmi við það sem fyrirtækið lét
uppi við ríkissaksóknara á sínum
tíma. Fyrirtækið hermir að það hafi
náð rúmlega 31% ávöxtun í fyrra á
sínum bréfum eða 14% umfram
verðbólgu. í stjórn þessa nýja sjóðs
ávöxtunar sitja Ármann Reynis-
son, Pétur Björnsson forstjórar í
fyrirtækinu og Páll Sigurðsson
dósent við Lagadeild Háskóla
íslands...
N
■ ú sitja RLR og Ríkissak-
sóknari í súpunni. Eftir að Hæsti-
réttur úrskurðaði að vinna þessara
Borðapantanir
í síma 11340.
aðila að okurmálinu hefði verið
óþörf verður framganga þeirra litin
öðrum augum. Ekki er ólíklegt að
spurt verði um ástæður þess að ekki
var tekið veð í Hótel Borg til trygg-
ingar greiðslu Sigurðar
Kárasonar á 170 milljóna króna
tékkanum. Hugsanlegt er að
Hermann Björgvinsson geti
krafið RLR og ríkissaksóknara um
einhverjar bætur fyrir hversu
slælega þeir tryggðu þau verðmæti
er þessir aðilar tóku úr hans vörslu.
Menn sem hafa brotið meira af sér
en Hermann Björgvinsson hafa sinn
rétt og sama gildir um Hermann
sem er nú orðinn einn þekktasti
meinti smákrimmi sögunnar. . .
n
ómur Hæstaréttar í ok-
urmálinu getur átt eftir að hafa ótrú-
legustu afleiðingar. í mörgum dóm-
um er kveðið á um að sektir skuli
bera hæstu lögleyfðu dómsvexti.
Dómsvextir hafa hingað til verið
miðaðir við hæstu innlánsvexti
bankastofnana. En nú er þeim
skuldurum sem dæmdir hafa verið
til að greiða þessa vexti í lófa lagið
að efast um lögmæti þeirra og
greiða lánardrottnum sínum aðeins
höfuðstólinn. Menn geta ekki greitt
það sem ekki er til, og margt virðist
nú benda til þess að nær ómögulegt
sé að ákvarða hvað felst í hugtakinu
„hæstu lögleyfðu dómsvextir".
Þetta myndi setja skaðabótamál og
önnur skyld mál sem búið er að
dæma í einn óleysanlegan hnút og
hinir réttmætu kröfuhafar færu með
skarðan hlut frá borði...
A
^^^^lþýðuflokkurinn fylgir rett
eftir fylgissveiflu sinni í landinu. Um
þessar mundir er flokkurinn í
Reykjavík að opna kosningaskrif-
stofur í gamla DV-húsinu að Síðu-
múla 12. Ámundi Ámundason,
hugmyndafræðingur flokksins er
kosningastjóri en Guðlaugur
Tryggvi Karlsson hefur leyst hann
af hólmi í auglýsingum Alþýðu-
blaðsins. Frambjóðendurnir fóru í
fundaherferð strax um áramótin
eða 2. janúar. Þá fóru þeir Jón Bald-
vin og Guðmundur Einarsson
austur á firði. Eftir þá fundalotu fer
formaðurinn með Jóni Sæmundi
Sigurjónssyni um Norðurland
vestra og um svipað leyti eru þau á
ferð um Norðurlandskjördæmi
eystra Kjartan Jóhannsson og
Jóhanna Sigurðardóttir. Væntan-
lega er „taktíkin" sú, að forystu-
menn að sunnan fari í veikustu kjör-
dæmin, hvort sem það skilar ár-
angri eður ei...
l nnan Framsóknarflokksins er
ekki talið útilokað, að sömu flokkar
myndi næstu ríkisstjórn að aflokn-
um kosningum í vor. Hitt mun vera
ljóst, að þeir Alexander Stefáns-
son og Jón Helgason fái ekki ráð-
herrastóla í þeirri ríkisstjórn. Hins
vegar mun Steingrímur Her-
mannsson sjálfsagt láta sér detta
Guðmundur G. Þórarinsson í hug
enda er hann samverkfræðingur
hans og ráðgjafi. Enn fremur mun
Guðmundur Bjarnason, vígamað-
ur að norðan, vera inni í þessari
mynd auk Halldórs Ásgrímsson-
ar að sjálfsögðu. En fyrst er að kom-
ast yfir kosningarnar.. .
$
H
BÍLEIGENDUR $
BODDÍHLUTIR!
A/
Trefjaplastbretti á lager fyrir eftirtaldar bifreiðir:
Subaru '77 '79, Mazda 929, 323 og Pickup, Daihatsu Charmant '78 og '79,
Lada 1600, 1500, 1200 og sport, Polonez, AMC Eagle og Concord, Datsun 180
B og Sunny. Brettakantar á Lodu Sport Toyota Landcruiser og Blazer. Einnig
samstæða á Willy's. • • . ,
Asetning bretta á staðnum.
BÍLPLAST
Vagnhöfða 19, simi 688233. Tökuni að okkur trefjaplastvinnu.
Póstsendum. I Veljið íslenskt.
Útgeróarmenn
Fiskverkendur
Vandiö valið!
Veljið tækin fyrir frysti- og fiskiðnaðinn hjá Jötni.
Úrval tækja frá þekktum framleiðendum og viðurkennd þjónusta.
FRYSTIKLEFAR
/ hraðfrystihúsið, eldhúsið, búrið,
versiunina eða mötuneytið
NOVENCO
HITABLÁSARAR
fyrir frystihús, fiskvinnslustöðvar,
verksmiðjur og annað atvinnuhúsnæði.
NORDISK
VENTILATOR CO X S
Jk
KÆLI
OG
SABROE
FRYSTIVELAR
fyrir frystihús og varmadælur.
MMÆTBMrW
Rk 1^1 C
PLÖTUFRYSTITÆKI
um borð í fiskiskipum og i frysti-
og fiskiðnaði.
Heilsteyptu
frystiplöturnar í
KYÆRNER
tækjunum
try9gja áöi
örugga
hraðfrystingu
JÖTUI\II\J F Í
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
SIMI: 685656 og §4530 «
HELGARPÓSTURINN 9