Helgarpósturinn - 08.01.1987, Blaðsíða 19
BRUNAMALASTJÓRI
SKARAR ELD AÐ EIGIN
KÖKU!
Það hitnaði aldeilis undir Þóri
Hilmarssyni brunamálastjóra þegar
HP tók að skipta sér af málefnum
hans og birti grein hinn 6. febrúar.
HP upplýsti að í sama húsnæði og
brunamálastjórinn hafði skrifstofu
væri að finna einkafyrirtæki hans
og barna hans, Skanis hf, sem ein-
mitt bauð alla þá þjónustu sem stjór-
inn á að sjá til að fyrirtækin í land-
inu kaupi!
Meðal annars var greint frá ferð
brunamálastjórans til Danmerkur
þar sem hann sat opinberlega nám-
skeið um Halon slökkviefni — en
heim kominn auglýsti hann síðan
einkaumboð fyrir Halon 1301 á ls-
landi. Ekki þótti heldur samræmast
vinnubrögðum opinbers starfs-
manns að hafa þegið utanlandsferð-
ir af I. Pálmasyni (brunavarnafyrir-
tæki) og Hagkaupum (vegna bruna-
varna). Þórir neitaði að sjálfsögðu
öllum sakargiftum og talaði um
rógsherferð, en eftir samtal við
blaðamann og ritstjóra HP sendi
hann í blöðin fréttatilkynningu þess
efnis að hann myndi láta af störfum
að fjórum mánuðum liðnum!
HÚSNÆÐISLÖGIN
ÓNÝT — ÞYKKUR
LEYNDARHJUPUR
Ný húsnæðislög sáu dagsins ljós á
árinu og urðu margir til að fagna
þeim innilega. Hinn 4. september
upplýsti HP hins vegar að þessi nýju
húsnæðislög væru ekki bara ónýt
heldur hefðu í för með sér „skulda-
fangelsi" þúsunda í 40 ár! Við sýnd-
um fram á rangar og villandi for-
sendur varðandi heildarfjárþörf og
fjölda lántakenda.
Var meðal annars sagt frá athuga-
semdum Stefáns Ingólfssonar for-
stjóra Fasteignamats ríkisins, að
„með hinu nýja fyrirkomulagi mun
draga úr lánum lífeyrissjóðanna
beint til kaupenda og ef til vill
bankalánum einnig. Mesta nettó-
aukning á lánsfé, sem sýnilegt er að
lögin hafi í för með sér er um 4% af
veltu fasteignamarkaðarins". Út ár-
ið komu rök HP æ betur í ljós og
best undir lok ársins. Alexander
Stefánssyni félagsmálaráðherra
þótti ástæða til að láta reiði sína
bitna á Stefáni lngólfssyni.
Átjánda desember átti HP viðtal
við Stefán, sem upplýsti að þegar
nýju húsnæðislögin voru til um-
ræðu um vorið hefði félagsmálaráð-
herra haft í skúffu hjá sér upplýsing-
ar er sýndu svart á hvítu að allar
áætlanir um fjármögnun kerfisins
væru rangar. Félagsmálaráðherra
vill hins vegar halda leyndarhjúp yf-
ir málinu, sem líklegt er að muni ná
hápunkti sínum um það bil er lands-
menn ganga til kosninga í vor.
Hjálparslofnun í mannsmynd
kölluðum við Þóru Einarsdóttur í
Vernd, er við áttum við hana viðtal
16. október um óeigingjarnt starf
hennar í þágu bágstaddra i Indlandi
og víðar, sérstaklega um einstakt
framtak hennar í þágu holdsveikra
barna á Indlandi.
Aids-sjúkdómurinn var á síðum
HP og meðal annars átti blaðið 6.
nóvember tyrst allra viðtal við sjúkl-
ing, sem upplýsti lesendur að hann
hefði smitast af kvæntum karl-
manni.
Innheimtudeild Ríkisútvarpsins
var tekin fyrir í blaðinu 11. desem-
ber og greint frá ólöglegum inn-
heimtuaðgerðum uppi á tugi millj-
óna króna, með því að lögfræðingar
eru látnir innheimta skuldir að
ÓNÝTA STEYPAN
/ upphafi ársins fjallaöi HP al-
mennt um málefni Steypustödvar-
innar hf. og sérstaklega um
steypuskemmdir á byggingu
Gunnars Inga Gunnarssonar
lœknis. Kom fram aö Steypustööin
heföi fengiö á sig lang flest þeirra
mála sem beint haföi veriö til
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iönaöarins (RB). Forstjóri fyrir-
tœkisins situr í stjórn RB!
Lítið eftirlit er með þessum
veigamikla þætti og bjóða fram-
leiðendur aðeins upp á eins árs
ábyrgð — þó skemmdir komi iðu-
lega ekki í Ijós fyrr en eftir þann
ttma. í kjölfar þessarar umræðu
samdi Steypustöðin við RB um
reglulegt eftirlit — en 30. janúar
hpplýsti HP um inhihald ítarlegrar
skýrslu, þar sem meðal annars
kom fram að eftirlitsmanni hefði
verið vísað á dyr hjá Steypustöð-
inni, að við njælingar á salti
hjá fyrirtækinu hefði í 5 tilfellum
af 24 mælst of hátt saltmagn (auk-
in alkalívirkni) og að loftmagn/
loftblendi hefði í nokkrum mæl-
ingum verið undir leyfilegum
mörkum.
Halldór Jónsson forstjóri
Steypustöðvarinnar var hins veg-
ar hinn ánægðasti á þessum tíma
og sagði enga steypustöð fram-
leiða meiri og betri steypu en
Steypustöðina. RB mældi sýni
Steypustöðvarinnar eins og samið
var um, en niðurstöður voru tald-
ar trúnaðarmál þrátt fyrir að veru-
legir ágallar hefðu komið í Ijós án
þess að byggingarfulltrúa Reykja-
víkurborgar hafi verið tjáð um þá
fyrr en seint og síðar meir. Loks
var það undir lok ársins að bygg-
ingarfulltrúinn sá ástæðu til að
hóta fyrirtækinu lokun og var
greint frá stöðu mála í HP 18. des-
ember; að fyrirtækið hefði „bætt"
sig einna helst með því að minnka
sementsmagn í steypunni! Nú er
fyrirtækið í sérstöku eftirliti: Sýn-
istökur auknar og almennt eftirlit
hert.
Sannleiksgiidi frásagna HP kom
í ljós — þóft langt um liði.
óþörfu með tilheyrandi innheimtu-
kostnaði — en rétta aðferðin er að
senda vanskilin beint til fógeta.
Áfram var fjallað um málið í næsta
blaði og í síðasta blaði ársins var sér-
staklega fjallað um óþarfa lögfræði-
innheimtu á Isafirði.
ÞETTA SÖGÐU ÞAU Á
LIÐNU ÁRI
„Ekkert ísienskt fyrirtæki getur
búið til betri steypu en Steypustöðin
hf.“ sagði Halldór Jónsson, forstjóri
Steypustöðvarinnar, 23. janúar.
„Eg kaupi helst aldrei Helgarpóst-
inn, en ég sá í honum um daginn að
þið teljið mig ekki vera landbúnað-
arráðherra" sagði Jón Helgason,
dóms-og landbúnaðarráðherra, 13.
febrúar.
„Peningar stjórna þessu þjóðfé-
lagi sem við lifum í. Ég snýst um
peninga og svo er um alla aðra ís-
lendinga" sagði Kristinn Finnboga-
son, framkvæmdastjóri Tímans, 20.
febrúar.
„Þórður (Björnsson, fv ríkissak-
sóknari) er áreiðanlega greindur
maður en gjörspilltur" sagði Þorgeir
Þorgeirsson, rithöfundur, 27.
febrúar.
„Áður hræddist fólk atvinnurek-
endur en núna hræðist fólk sína eig-
in (verkalýðs)forystu" sagði Bjarn-
fríöur Leósdóttir, 20. mars.
„Því miður hefur kirkjan verið allt
of íhaldssöm" sagði Gunnar Björns-
son, fríkirkjuprestur, 27. mars.
„Við stefnum að því að fá alls stað-
ar að minnsta kosti einn mann kjör-
inn, en í Reykjavík vonumst við eftir
því að ná þremur inn í borgarstjórn"
sagði Áshildur Jónsdóttir, Flokki
mannsins, 10. apríl.
„Menn stóðu fjögurra tíma vaktir
og iðulega fengu menn sér í glas
þegar þeir voru á frívakt.,.. Jón
Helgason sagði að sér væri kunnugt
um drykkjuna hjá Landhelgisgæsl-
unni“ sagði Jón Sveinsson, sjóliðs-
foringi, 7. maí.
„Hér ríkir mikil pólitísk logn-
molla. Það liggur við að Alþingi hafi
misst lögmæti sitt" sagði Herdís Þor-
geirsdóttir, ritstjóri, 15. maí.
„Ég ætla að njóta góða útsýnisins
úr Stigahlíðinni" sagði Helgi Þór
Jónsson, eigandi Hótel Arkar, 22.
maí.
„Því er ekki að leyna, að við höf-
um hjá okkur skrif HP um Hafskips-
málið og raunar... öll tölublöðin í
heild sinni" sagði Hallvaröur Ein-
varösson, þáverandi rannsóknar-
lögreglustjóri, 29. maí.
„Lýðræði er mjög hættulegur og
vandmeðfarinn hlutur" sagði Pétur
Einarsson, flugmálastjóri, 12. júní.
„Bjórkassa sendan frá Hafskip,
nei, ég man ekki eftir því" sagði Þor-
steinn Pálsson, fjármálaráðherra,
19. júní.
„Við vorum ekki að styrkja verka-
lýðsleiðtogann Guðmund J. Guð-
mundsson heldur persónuna Guð-
mund, borgara hér í bæ“ sagði
Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eim-
skips, 19. júní.
„Ég hef lesið Helgarpóstinn og
kannski haft meira úr honum en
öðrum" sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra um
Hafskipsmálið, 26. júní.
„Ég vildi sjá þann mann sem hefði
geðheilsu til þess að fara yfir alla
leiðara Þjóðviljans" sagði Asmund-
ur Stefánsson, forseti Alþýðusam-
bandsins, 10. júlí.
„Ég álít... að Hafskipsþrjótarnir
eigi ekkert að fara í fyrirtækisrekst-
ur aftur og reyndar ekki í það að
reka stjórnmálaflokka heldur" sagði
Páll Pétursson, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, 28. ágúst.
„Þjóðin getur ekki án (BJ) verið,
það getur ekki dáið... Við eigum
ekkert samieið með þessum gömlu
flokkum... Ég get líka sagt þér í
hreinskilni að mig langar alls ekki í
framboð fyrir slíka flokká' sagði
Guömundur Einarsson, þá leiðtogi
BJ, nú frambjóðandi Alþýðuflokks,
4. september.
„Það er sú harka í fréttaflutningi,
sem hefur farið fyrir brjóstið á út-
varpsráði, sem verður sú lína sem
Stöð 2 mun vinna eftir" sagði Páll
Magnússon, fréttastjóri, 11. sept-
ember.
„Ég myndi þó halda að Sovét-
menn hugsuðu á þeim línum, að ef
þeir sendu sprengju á ísland stæðu
þeir að eilífu frammi fyrir andúð og
hatri íslensku þjóðarinnar" sagði Ed
Anderson aðmíráll, þá yfirmaður
Varnarliðsins, 25. september.
„Nú tel ég það hins vegar ljóst —
af viðræðum mínum við Ásmund
(Stefánsson) og menn í kringum
hann — að þeir eru ekkert nema
kratar" sagði Jón Baldvin Hannibals-
son, formaður Alþýðuflokksins, 2.
október.
„Mér finnst sjónvarpslausu
fimmtudagarnir besta hugmynd í
sjónvarpsmálum sem ég hef nokkru
sinni heyrt“ sagði Peter Jennings,
fréttamaður ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar, 16. október.
„Þeir segjast ætla að berjast gegn
spillingunni en ástunda hana svo
sjálfir" sagði Kristín Kvaran, þá flúin
úr BJ í Sjálfstæðisflokkinn, 16.
október.
„Helgarpósturinn veitir aðhald.
Það virðist hafa sannast í okkar
dæmi“ sagði Guömundur Einars-
son, þá enn framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar, 13.
nóvember.
„Það er því rétt hjá Davíð Schev-
ing Thorsteinssyni, Alþýðubanda-
lagið hefur fengið fé frá fyrirtækjum
hans" sagði Baldur Oskarsson, fyrr-
um framkvæmdastjóri ABL, 13.
nóvember.
„Ef aðstæður í þessu fyrirtæki
leyfðu það, þá myndi ég lækka verð
á bensíni til neytenda strax. Það get
ég ekki nú. En það kemur“ sagði ÓIi
S. Sigurösson, þá nýorðinn aðaleig-
andi OLÍS, 4. desember.
„Þá reyndu þeir að fá mig til að
þegja og þegar það dugir ekki þá
verður að skrúfa endanlega fyrir
upplýsingastreymið og hrekja mig á
brott frá stofnuninni" sagði Stefán
Ingólfsson, deildarstjóri hjá Fast-
eignamati ríkisins, 18. desember.
„Ég tel aö Framsóknarflokkurinn
sé tiltölulega prinsippslaus flokkur,
sem leggur meira upp úr því að hafa
völd en öðru" sagði Friörik Sophus-
son, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, 30. desember.
HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
Umfjöllun Helgarpóstsins um
málefni Hjáiparsíofmmar kirkj
unnar er vafalaust þaö mál blaös-
ins á síöasta ári sem hvaö mesta
athyglina vakti. Tuttugasta og
fimmta september upplýsti HP aö
ársreikningar HK vœru mjög óná-
kvœmir og slœlega sundurliöaöir.
Greint var frá því aö endurskoö-
andi stofnunarinnar heföi gert at-
hugasemdir viö ársskýrsluna 1982
og krafist úrbóta — sem ekki hafi
veriö fylgt eftir. Meöal annars
höföu gjafir veriö metnar til fjár
samkvœmt tilbúnu mati, greint
var frá umsvifamiklu bílabraski
stjórnenda, íburöi á skrifstofu
stofnunarinnar og háum feröa-
kostnaöi starfsmanna. Gagnrýnd
var sú stefna stofnunarinnar aö
sinna nœr eingöngu neyöarhjálp,
vanhugsaö kynningarstarf og
stefnuleysi.
Megin niðurstaðan varðandi
bókhaldið var, að samkvæmt
heimildum HP fóru innan við 10%
af innlendu söfnunarfé, sem ráð-
stafað var á árinu 1984, til beinnar
neyðar- og þróunaraðstoðar, en
ekki um 70% eins og sett var fram
í bókhaldinu. Haft var eftir Baldri
Möller, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóra: „Það er í raun og veru
ótækt eins og komið er, að ekki sé
til löggjöf sem nær yfir þessar
stofnanir." Annan október
greindi HP frá því, að auk þessa
heföu forráðamenn HK nýverið
keypt 10 miiljón króna einbýlishús
yfir reksturinn. Nánar var farið í
saumana á dýrum ferðalögum
stofnunarinnar, viðskiptum við
Skálholtsútgáfuna, bílabraski og
launum, en einnig kom fram ótrú-
lega há verðskráning á skreiðar-
töflum og notuðum fötum.
Jón Helgason kirkjumálaráð-
herra 'naröi þá að beiðni HK sett
þriggja manna nefnd í málið.
Níunda október greindi HP frá því
að starfssvið þessarar nefndar
væri mjög óljóst eftir erindisbréfi
ráðherra að dæma og einnig
kom fram að Guömundur
Einarsson, framkvæmdastjóri
stofnunarinnar, hefði bannað upp-
lýSingastreymi til HP og lýst um-
fjöllun HP sem ranga og niður-
stöður blaðsins firru. Tuttugasta
og þriðja október birtir HP enn
nýjar upplýsingar í málinu: Að
hjúkrunarfólk á vegum HK hefði
fengið laun hjá Lúterska heims-
sambandinu, að á árinu 1984 hefði
HK grætt hátt í eina milljón króna
á saltfisksendingu til Ghana, að
saltsíldarsending til Póllands hefði
að stórum hluta verið fjármögnuð
af Evrópudeild Alkirkjuráðsins og
greint var frá því að fleiri dæmi
væru um að gefið væri í skyn í
reikningum HK að söfnunarfé færi
í hluti sem aðrir greiddu fyrir. Þá
var greint frá ferð til Póllands, en
ferðalangar hefðu gist á lúxus-
hóteli fyrir söfnunarfé.
Loks skilaði nefndin skýrslu og
6. nóvember greindi HP frá niður-
stöðum nefndarinnar. Niðurstað-
an var að nefndin staðfesti í meg-
indráttum skrif HP og hafði uppi
verulega gagnrýni á bókhald og
starfsemi stofnunarinnar, auk þess
sem áður óþekktir og óeðlilegir
þættir komu fram vegna áranna
1984 og 1985. „Hvernig var starf-
semin fyrir þann tíma“ þótti HP
ástæða til að spyrja.
Mál þetta kom til kasta Kirkju-
þings og urðu lyktir þær, að fram-
kvæmdastjórinn, allir starfsmenn
og formaður stjórnar sögðu af sér
störfum.
HELGARPÓSTURINN 19