Helgarpósturinn - 09.07.1987, Síða 3

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Síða 3
FYRSTOGFREMST HÁTTSETTUR embættis- maður sat mikla veislu á glæsilegu sumarhóteli kippkorn frá Reykja- vík ekki alls fyrir löngu. Með lost- ætum silungi voru borin fram eðalvín, en eitthvað mun embættis- manninum samt hafa þótt drykkj- arföngin af skornum skammti. Því kom honum í hug það heillaráð að gera samning við barþjóninn áður en borðhaldið hófst; þjónn- inn skyldi færa honum vatnsglas, sneisafullt af áfengi, þegar máltíð- in stæði sem hæst. Barþjónninn, vanur maður og röskur, varð í einu og öllu við fyrirmælum embættismannsins — færði hon- um vatnsglasið á umsömdum tíma, sem náttúrlega var þakk- samlega þegið. Embættismaður var ekkert að tvínóna við hlutina, bar glasið að vörum sér og skolaði innihaldinu, fjórföldum brennivín, niður í einum teyg; dæsti svo af vellíðan, vatt sér að sessunaut sínum, austurlandabúa nokkrum, og sagði: „Yes, it is delicious the water from Lake Thingvellir." EINN hatrammasti andstæðingur afmælisgreina er Leifur Sveinsson lögfræðingur. í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur hann beitt sér af öllu afli gegn birtingu afmælisgreina um sprelllifandi fólk. Verst þykir Leifi þegar afmælisgreinar eru birtar um menn á miðjum aldri. Þegar séra Bolli Gúslavsson í Laufási varð fimmtugur birtust í Morgun- blaðinu nokkrar afmælisgreinar um hann. Það þótti Leifi hið mesta háð og skrifaði grein undir yfirskriftinni „Líkræður um lifandi prestá'. Þar hélt hann því m.a. fram að eitt mesta tómstunda- gaman prestastéttarinnar væri að skrifa afmælisgreinar og helst af öllu vildu prestar skrifa hver um annan. Nú bregður svo við að Leifur Sveinsson verður sextugur. Vinum hans datt auðvitað ekki í hug að skrifa um hann og allra síst í Morgunblaðið. En samstaðan varð ekki algjör. Sá landsfrægi prakkari Haraldur Blöndal hringdi í Tímann og boðaði greinarstúf eftir sjálfan sig. Þar birtist svo um síðustu helgi heilsíðugrein um Leif Sveinsson sextugan þar sem Haraldur greinir frá lífshlaupi afmælisbarnsins og rekur ættir þess vítt og breitt um samfélagið. Sagt er að Leifur hafi sest niður við skriftir og bíði nú spenntur eftir því að Haraldur Blöndal verði fimmtugur. I DEGI á Akureyri, rákumst við á eftirfarandi auglýsingu í einka- málum, þann 3. júlí sl. „Örvænt- r'Oat*00la 3t> ingarfull leit að Súsan. Hittu mig í Víkurröst föstudagskvöld. Gunni." Súsan var ekki lengi að svara Gunna því á sama degi er önnur auglýsing svohljóðandi „Verð í Víkurröst. Súsan." Svo virðist sem það sé mjög árangursríkt að aug- lýsa fyrir norðan, nema ef vera kynni að Súsan og Gunni vinni bæði á Degi. . . SEÐLABANKINN er mikið og stórt apparat eins og allir vita og í gegnum þetta apparat renna hundruð og þúsundir milljóna króna. Menn eru ekki sammála um æðsta stjórnandann, Jóhannes Nordal, hans persónu og völd, en enginn heldur því fram að hann stjórni ekki Seðlabankanum af röggsemi og viti ekki hvað hann er að gera. Því var það að menn ráku upp stór augu og eyru þegar hringt var í sjálfvirkan símsvara gengisskráningar Seðlabankans á mánudaginn að vélræn kven- mannsrödd tilkynnti í sífellu að þetta símanúmer væri lokað. Gengisfellingarótti greip suma, en þegar HP hafði samband við bilanatilkynningar í 05 var sagt þar að aðeins væri lokað ef um skuldir væri að ræða. Það kemur með öðrum orðum fyrir bestu menn eða stofnanir að gleyma aö borga símreikning sinn og gildir þá einu hvort velt er nokkrum þúsundum eða nokkrum milljörðum króna! „ER NÝ kynslóð að taka við?" Svohljóðandi spurning virðist brenna á vörum margra þessa dagana. í síðasta Mannlífi er gaumgæft hvort ný kynslóð athafnafólks sé að taka við í sjáv- arútvegi. Það er spurt hvort ný kynslóð sé að taka við á Alþingi og í ríkisstjórn. í sjónvarpi eru sérstakir þættir helgaðir þessu próblemi á sunnudagskvöldum; ung og fönguleg sjálfstæðiskona leitar að nýju kynslóðinni og ræðir við frísklegt æskufólk sem er að „hasla sér völl" hvarvetna í þjóðfélaginu. Nei, þetta er ekki einleikið. Maður gæti haldið að loksins nú, árið 1987, stæðum við á gagngerum tímamótum i sögu mannkyns, að loksins nú tæki ný kynslóð við af hinni gömlu. En hvernig liti dæmið út ef svarið við þessari áleitnu spurningu væri neitandi; að kynslóðaskipti yrðu alls ekki, að loksins hefði orðið sú nýbreytni að gamla kynslóðin hefði ákveðið að sitja sem fastast, ákveðið að drepast ekki eins og fyrri kynslóðir, ákveðið að hleypa ekki nýju kynslóðinni að? Þegar heimskulega er spurt. . . HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Þríhjól/Fjórhjól Undarlegt þríhjól var þjóöin aö fá en þaö vil ég hreint ekki sverta, úr því að tókst nú aö forða okkur frá fjórhjóli Svavars og Berta. Niðri .....en hins vegar finnst mér alltaf leiöinlegt þegar myndir enda illa." — J.F.J., KVIKMYNDAGAGNRÝNANDI DV UM HASARMYND SEM NÚ ER TIL SÝNINGAR i EINU HREYFIMYNDAHÚSA BORGARINNAR. Ertu spennt? k '4 ) ÍlPIIBlfcÍ; María Á. Guðmundsdóttir, einkaritari félagsmálaráðherra „Já, ég er það." — Hvernig er að eiga von á nýjum yfirmanni á a.m.k. fjögurra ára fresti? „Það er ágæt tilbreyting í því að skipta svona um og alls ekkert neikvætt." — Hvað hefur þú starfað fyrir marga ráðherra? „Þá Gunnar Thoroddsen, Magnús H. Magnússon og Alexander Stefánsson." — Heldurðu að það verði öðruvísi að vinna fyrir kven- ráðherra en karlmann? „Ég reikna ekki með því. Það er sjálfsagt alveg sama, en kannski verður það þó bara meira gaman." — Hefurðu áður haft konu fyrir yfirmann? „Ekki kvenráðherra, en ég hef þó unnið fyrir konu annars staðar og það var Ijómandi gott." — Geturðu lýst því í hverju sá munur er fólginn? „Það er nú kannski erfitt, svona í fljótu bragði. Konur eru líka misjafnar, alveg eins og karlar. Ég hef haft mismunandi karlmenn sem yfirmenn og misjafnar konur. Munurinn liggur fremur í viðkomandi persónu en kyninu." — Eru allir einkaritarar ráðherranna konur? „Ég held það, já. Þannig hefur það yfirleitt verið. Mér var að vísu einhvern tímann sagt frá því, að það hefði verið karlkyns almennur ritari í sjávarútvegsráðuneytinu, þó ég þori ekki að ábyrgjast þær upplýsingar." — Verða miklar breytingar á þinni vinnu eftir því hver ráðherrann er? Hverjar þá helstar? „Já, það verða ýmsar breytingar frá einum ráðherra til annars. Þeir hafa mismunandi starfsaðferðir. Sumir lesa t.d. inn á segulbandsspólur, en aðrir koma með skrifuð handrit. Það hefur enginn lesið fyrir þannig að maður skrifi niður eftir þeim — ekki þá nema einstaka sinnum." — Hefurðu fengið það verkefni að kaupa blóm eða gjöf handa ráðherrafrúnni, eða gerist það bara í skrýtlum? „Nei, ég hef aldrei verið beðin um slíkt. A.m.k. ekki af ráð- herra." — Þarft þú ávallt að vera til þjónustu reiðubúin, lika um helgar og á kvöldin? „Það er sjaldgæft, en maður vinnur ef þess þarf með." — Hvaða eiginleikum þarf góður ráðherraritari helst að búa yfir? „Hann þarf auðvitað að vera búinn sömu eiginleikum og nauðsynlegir eru í öll störf. Hann þarf að vera samvisku- samur, gera skyldu sína og vinna eins vel og hann getur. Síöan eru störf í ráðuneytum svolítið sérstök og maður þarf að kynna sér vel málefnin, sem unnið er við. Þetta kemur með tímanum og smám saman lærir ritarinn t.d. á þau lög, sem fjallað er um hérna, og annað siíkt." — Hvaða málaflokkar, sem heyra undir „þitt" ráðu- neyti, finnast þér áhugaverðastir? „Sveitarstjórnamál og húsnæðismál." — Er meira vinnuálag hjá þér á einum tíma árs en öðrum? „Já, álagið eykst, þegar verið er að undirbúa ný frum- vörp og oft fyrir þinglok um jólin og að vorinu." — Hvað gerir góður ritari, þegar hann sér að yfir- maöurinn er yfirkominn af streitu og veitti ekki af að slaka á? „Það hefur nú bara ekkert komið til. Þetta hafa verið svo hressir menn, að ég hef ekki þurft að hjúkra þeim neitt í slík- um tilfellum. Maður myndi náttúrulega bjóða þeim kaffi- sopa, ef greinilegt væri að þeir þyrftu þess með. Þ.e.a.s., ef þeir væru á annað borð fyrir kaffi. Annars hafa ráðherramir hérna ekki látið mikið stjana við sig." — Verður ritari ráðherra ekki að hafa lágt um sínar eigin pólitísku skoðanir? „Vissulega er það betra, enda gerir starfsfólk ráðuneyta það yfirleitt. Það hefur sínar stjórnmálaskoðanir fyrir sig og lætur þær almennt ekki koma fram í störfunum. Maöur reynir að vinna fyrir viðkomandi ráðherra eftir því sem hann óskar." í þessari viku var skipt um yfirboðara í flestum ráðuneytum, eins og alþjóð veit. En hvernig skyldi vera að vinna á stað, þar sem skipt er um stjórnendur á a.m.k. fjögurra ára fresti? Við slógum á þráðinn til Maríu Á. Guðmundsdóttur, einkaritara félagsmálaráð- herra. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.