Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 8
Á sídustu fimm árum hefur mál- um fyrir Borgardómi Reykjavíkur fjölgaö um helmirig. Á þeim líma hafa tekjur stefnuvotta vaxiö aö sama skapi. Ef miðaö er viö fjölda mála hjá Borgardómi í fyrra má œtla aö þeir sex einstaklingar sem sinna þessum störfum hafi haft sam- tals hátt í 20 miUjónir króna í tekjur á því ári. Þaö gerir rúmlega ein og hálf laun forseta Islands á mann. Það er ekki hægt að höfða mál á hendur manni, án þess að birta hon- um stefnu áður. Samkvæmt lögum skulu sérstakir stefnuvottar sjá um þessar stefnubirtingar. Þeir eru ráðnir til starfa af yfirmönnum við- komandi dómstóls. Hins vegar sjá lögfræðingar um að innheimta þóknun þeirra hjá hinum stefndu. Dómstóllinn sjálfur hefur ekki eftir- lit með þessum launagreiðslum. 500 KRÓNUR FYRIR HVERJA VITJUN Það er ekki til ákveðin gjaldskrá yfir þóknun stefnuvotta. í Reykjavík taka stefnuvottarnir 500 krónur fyrir hverja vitjun. I Kópavogi er gjaldið helmingi hærra og á öðrum stöðum ýmist hærra eöa lægra. Stefnuvottunum er í raun í sjálfsvald sett hvaða gjald þeir setja upp fyrir þessa þjónustu. Lítum nánar á launamál þessarar fámennu stéttar. Hjá Borgardómi Reykjavíkur eru tveir aöalstefnuvottar. Þeir eru Hull- dóra Pálsdóltir og Haukur Mortli- ens. Þeim til aðstoðar eru Siguröur Pjetursson, Birkir Þór Gunnarsson, Oddur Malmberg og Sigríður Erla Siguröardóttir. Þá er Hulda Sigurð- ardóttir eins konar afleysinga- manneskja fyrir þetta fólk. Að undanförnu hafa Haukur og Sigríður verið í löngu fríi og því hef- ur megniö af starfinu lagst á heröar hinna. Þau starfa tvö og tvö saman; Halldóra og Sigurður, Birkir og Oddur. í fyrra voru þingfest rúmlega 19.300 mál fyrir Borgardómi. Á fá- einum árum hefur málum fyrir dóminum fjölgað ótrúlega, til dænt- is voru þingfest mál ekki nema rúm- lega 8.000 árið 1982. Samkvæmt upplýsingum frá dóminum hefur nú eitthvaö dregið úr þessari fjölgun og munu mál þingfest á þessu ári vera færri en á sama tíma í fyrra. 40 ÞÚSUND STEFNUR BORNARÚT Ástæðan fyrir þessari fjölgun mála liggur fyrst og fremst í mikilli aukningu á vanskilamálum; inn- heimtu á vangoldnum víxlum og skuldabréfum. Að baki hverju máli liggja ein eða fleiri stefnur. í venjulegum víxla- og skuldabréfainnheimtum er vana- lega þremur einstaklingum stefnt, en stundum færri. í öðrum málum er ýmist fleiri eða færri stefnt. Eng- ar upplýsingar er hægt að fá um ná- kvæman fjölda stefna fyrir dómin- jm, en ekki er óvarlegt að ætla að jær hafi verið um 40 þúsund talsins : fyrra. Ofangreindir stefnuvottar hjá ambættinu hafa þó ekki borið út aíl- ar þessar stefnur. Eitthvað er um það, að mönnum sé stefnt til Borgar- dóms frá öðrum sveitarfélögum. Á sama hátt bera stefnuvottar hjá 8 HELGARPÓSTURINN borgarfógeta út stefnur til annarra bæjarþinga. Eins og áður sagði taka stefnu- vottar í Reykjavík 500 krónur fyrir hverja vitjun. Ef vitjun þeirra reynist árangurslaus í fyrstu, en þeim tekst að stefna viðkomandi í annað sinn, krefjast þeir 1.000 króna fyrir. Ef reynt er að áætla fjölda stefna í Reykjavík á síðasta ári, er því ekki óvarlegt að ætla að árangurslausar stefnur og stefnur til annarra bæjar- þinga jafni sig út á móti þeim stefn- um er stefnuvottar í öðrum sveitar- félögum báru út. HÆRRI LAUN EN FORSETINN OG BISKUPINN Eins og áöur sagði taka stefnu- vottarnir 500 krónur fyrir hverja vitjun. 40 þúsund vitjanir gera því 20 milljónir króna. Þar sem fimm manns sinna þessu starfi að meöal- tali, má ætla að árslaun þessa fólks séu um 4 milljónir króna. Það gerir um 330 þúsund á mánuði. Þeir sem standa undir þessum launum eru þeir sem stefnt er fyrir dóminn. Eins og áður sagði eru þingfest mál fyrir dóminum að lang- stærstum hluta vanskilamál. Það er því fólk er lent hefur í vanskilum er greiðir þessum ,,launþegum“ sínum svo rausnarlega. Það er erfitt að finna þá opinberu starfsmenn sem hafa viðlíka laun og stefnuvottar. Forseti íslands er í dag með 188.733 krónur á mánuði. For- sætisráöherra hefur 182.400 krónur á mánuði, að þingfararkaupi með- töldu. Forseti, ráðherrar, biskup, og aðrir, sem eru hvað best launaöir af hinu opinbera, eru samkvæmt þessu varla hálfdrættingar miðað við stefnuvotta hjá Borgardómi Reykjavíkur. Þetta kemur sjálfsagt mörgum spánskt fyrir sjónir. Það liggur ekki í augum uppi að þessi stétt beri slíka ábyrgð að það rétt- læti þennan launamismun. FÓGETI MEÐ ÞREFÖLD FORSETALAUN Til eru opinberir starfsmenn, sem hafa mun hærri laun en stefnuvott- arnir. Þannig hefur Jón Skaptason, yfirborgarfógeti, um 570 þúsund krónur á mánuði, ef miðað er við framreiknað skattaframtal hans fyr- ir tekjuárið 1985. Jón hefur því einn laun á við forsetann, forsætisráð- herrann og annan ráðherra til. Jón er sjálfsagt sá einstaklingur er hið opinbera verðlaunar með hæstum launum. Þessi háu laun Jóns, og annarra bæjarfógeta, eru tilkomin vegna þess að hann fær fastar prósentur af söluverði allra eigna sem boðnar eru upp í uppboðsrétti. Þessi regla var afnumin árið 1985, en starfandi fógetum var gefinn fimm ára aðlög- unartími til að mæta því tekjuhrapi, sem fyrirsjáanlegt er. Sú ráðstöfun að afnema „akkorðs- prósentuna" hjá fógetunum er ef til vill aðeins fyrsta skrefið í þá átt að leggja af það fyrirkomulag sem víða má finna í réttarkerfinu og á sér einna helst hliðstæðu í lénsveldun- um á miðöldum. Þar var mönnum úthlutað tilteknum embættum og þurftu síðan sjálfir að afla sér tekna með embættisverkum sínum. Hliðstæðum lögum hefur verið breytt erlendis þar sem það þykir ekki ýta undir óhlutdrægni dómara að tekjur þeirra ráðist af því hvernig dómsorð fellur. 55 ÞÚSUND SAMKVÆMT SKATTA- FRAMTALI Stefnuvottar í Reykjavík hafa um 320 þúsund krónur ó mónuði í laun. Forsetinn hefur 188 þúsund krónur ó mónuði. Þessi hóu laun komast þó ekki á skatta- framtölin. eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smart I minni fógetaembættum úti á landi tíðkast hvoru tveggja, að sér-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.