Helgarpósturinn - 09.07.1987, Page 9
stakir stefnuvottar sjái um stefnu-
birtingar og að starfsfólk fógeta-
skrifstofunnar skipti þessum verk-
um með sér. Þar sem stefnur eru
birtar af skrifstofufólkinu er algengt
að þóknunin fyrir verkið renni í
sameiginlegan sjóð starfsmanna.
Það fyrirkomulag er einnig haft á
vottagjöldum, til dæmis hér í
Reykjavík. Þessir sjóðir eru vana-
lega notaðir til sameiginlegra
skemmtana og ferða starfsfólksins.
Svo aftur sé minnst á skattafram-
töl, hlýtur sú spurning að vakna
hvernig að framtali þessara tekna er
staðið. Það er fátítt að þessir starfs-
mannasjóðir séu sjálfstæðir skatta-
framteljendur.
Hinir sérstöku stefnuvottar í
Reykjavík telja flestir fram sem
verktakar. Þannig fá þau tiltölulega
litla skatta. Stefnuvottagjaldinu er
skipt í 240 króna vottagjald annars
vegar og 260 króna bifreiðakostnað
hins vegar. Með því að leggja fram
kostnaðarreikninga á móti tekjun-
um lækkar skatturinn.
Ef hins vegar skattur stefnuvott-
anna er reiknaður eins og um venju-
lega launþega væri að ræða kemur
i ljós að þeir greiða að meðaltali
álíka háa skatta og þeir sem hafa 55
þúsund krónur í mánaðarlaun í dag.
Theódór Georgsson, innheimtustjóri Ríkisútvarpsins: „Við ætlum ekki að
breyta þessum innheimtuaðferðum." Mynd: Jim Smart.
Innheimtumál Ríkisútvarpsins
INNHEIMTULAUNIN
600 ÞÚSUND
Á TVEIMUR DÖGUM
— Innheimtustjóri Ríkisútvarpsins: ,,Hvaö sem
einhver stúlka vestur á ísafiröi kveöur upp, þá
kemur þad okkur ekki viö.“
1 vetur vakti Helgarpósturinn
athygli á þuí aö innheimtudeild
Ríkisútvarpsins sœi nokkrum
völdum lögfrœdingum fyrir ,,vel-
launaðri atvinnubótavinnu". Hún
felst t því að senda vangoldin af-
notagjöld til innheimtu hjá lög-
frœöingum, sem brýtur í bága viö
þá innheimtuleið sem Ríkisút-
varpinu ber að nota samkvœmt
lögum. A þeim tíma benti HP á að
ef rétt vœri staðið að þessum mál-
um myndu valdir lögfrœðingar
tapa um 18 milljón króna auð-
fengnum tekjum á ári hverju.
Eins og málin standa nú fara
vangoldin áskriftargjöld Rikisút-
varpsins til innheimtu hjá lögfræð-
ingum, sem leggja á þau inn-
heimtugjöld samkvæmt gjaldskrá
Lögmannafélagsins. í lögum og
reglum Ríkisútvarpsins kemur
hins vegar fram að afnotagjöld
þess hafa svipaða lagalega stöðu
og skattar og útsvar. Þeim fylgir
lögtaks- og lögveðsréttur i við-
komandi sjónvarps- og útvarps-
tækjum. Það þýðir að Ríkisútvarp-
ið getur krafist uppboðs á viðkom-
andi tækjum ef afnotagjöldin eru
ekki greidd. Með því móti eru Rík-
isútvarpinu tryggðar árangursrik-
ar aðferðir til að innheimta van-
goldin afnotagjöld, en um leið er
skuldurum stofnunarinnar tryggð-
ur lágmarkskostnaður af þessum
aðgerðum.
ÍSAFJÖRÐUR:
INNHEIMTULAUN EKKI
LÖGTAKSKRÆF
í staðinn hefur innheimtudeild-
in kosið að nota aðferð sem er
langt frá því að vera eins áhrifarík
og að auki mun dýrari. Einnig
benti HP á að þegar kröfur sem
fylgir lögtaks- og lögveðsréttur
fara fyrir dóm er lögfræðingum
hvorki dæmdur málskostnaður né
innheimtulaun. Þegar greinin birt-
ist í HP í vetur hafði ekki verið lát-
ið á þetta reyna fyrir rétti.
Nú hefur það hins vegar gerst.
Hinn 25. júní var kveðinn upp í
fógetarétti á ísafirði úrskurður um
að innheimtulaun lögmanns sem
stóð í innheimtu fyrir Ríkisútvarp-
ið væru ekki lögtakskræf. Þar
kom fram að í raun ætti skuldar-
inn ekki að bera kostnaðinn af því
þótt innheimtudeildin kysi að láta
lögmann innheimta vanskila-
skuldir í stað þess að nota hefð-
bundna leið og láta málið í hendur
fógeta.
Forsaga málsins er sú að Mikael
A. Guðmundsson var kominn í
vanskil með afnotagjöld Ríkisút-
varpsins fyrir árið 1986 og hafði
Ríkisútvarpið óskað lögtaks hjá
honum vegna þessarar skuldar og
vegna innheimtulauna lögmanns-
ins, Grétars Haraldssonar. Hljóð-
aði skuldin á afnotagjöldunum
ásamt vöxtum upp á 8.366 krónur
og innheimtukostnaður lögfræð-
ingsins hljóðaði upp á 4.732 krón-
ur, þannig að samtals var reikning-
urinn 13.098 krónur. Mikael mót-
mælti kröfunni um kostnað vegna
innheimtulauna og vegna lögtaks-
beiðni og var úrskurðurinn hon-
um í hag.
Þess má geta að einungis fimm
eða sex lögfræðingar sjá um þess-
ar innheimtuaðgerðir fyrir Ríkis-
útvarpið og er vinna þeirra nær
eingöngu fólgin í því að send út
gíróseðla og lögtaksbeiðnir. Fyrir
þetta fá þeir greitt samkvæmt lög-
mannstaxta og nemur upphæðin
eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur
sem þeir skipta á milli sín nálega
18 milljónum króna á ári.
Forsendur úrskurðarins voru
þær að þar sem kröfurnar hefðu
lögtaksrétt sem settur væri á til að
auðvelda innheimtu bæri kröfu-
hafa, það er að segja Ríkisútvarp-
inu, að senda fógeta lögtaksbeiðn-
ina sem síðan framkvæmdi lög-
takið. ,,Vilji kröfuhafi hins vegar
hafa þann hátt á, að fela lögmanni
innheimtu lögtakskræfrar kröfu
með lögtaki er honum það að sjálf-
sögðu frjálst, en ekki verður talið,
að kostnað við það sé heimilt að
leggja á skuldara."
INNHEIMTUMAÐUR FER í
FÚSSI
Samkvæmt heimildunr Helgar-
póstsins voru þetta með lægstu
innheimtulaunum sem farið var
fram á og voru þau venjulega
hærri eða um fimm til sex þúsund
krónur fyrir hverja kröfu. Kröfurn-
ar sem Grétar var með í fórum sín-
um þegar hann kom til ísafjarðar
voru um það bil eitt hundrað
þannig að innheimtumaðurinn
gat gert sér vonir um að hala inn
fimm til sex hundruð þúsund
krónur á þeim tveim dögum sem
hann ætlaði að dvelja fyrir vestan.
Þetta eru vel árslaun verkamanns
sem ná átti á þessum tveimur dög-
um og vinnan sem innt var af
hendi fyrir þessa peninga var eins
og áður segir fólgin í því að senda
út gíróseðla til viðkomandi skuld-
ara. Þess má geta að gíróseðill
kostar í bönkum 15 krónur og
póstburðargjald innanlands er tólf
krónur.
Þegar úrskurðurinn hafði verið
kveðinn upp fór lögmaðurinn burt
í fússi og tók allar kröfurnar aftur
með sér í bæinn í stað þess að
skilja þær eftir eins og eðlilegt
hefði verið. Þannig að enn sem
komið er hefur Ríkisútvarpið ekki
séð krónu af þessum vangoldnu
afnotagjöldum. Það voru greini-
lega ekki þau sem skiptu mestu
máli, heldur virðist lögmaðurinn
hafa haft mestan áhuga á því að fá
greiddan innheimtukostnaðinn
sem hann átti að fá. Ekki náðist í
Grétar Haraldsson til þess að tjá
sig um málið.
FJÁRMÁLASTJÖRI KEMUR
AF FJÖLLUM
Þegar úrskurðurinn var borinn
undir fjármálastjóra útvarpsins,
Hörð Vilhjálmsson kvaðst hann
ekki hafa heyrt um þetta mál á ísa-
firði fyrr. Hann sagði að „í raun
getur innheimtustjórinn séð um
þetta allt sjálfur þar sem hann er
löglærður maður. Hann hefur
hinsvegar kosið að láta kollega
sína sjá um þettá'. Hörður kvaðst
ekki hafa haft hugmynd um að
kröfurnar þarna fyrir vestan
hefðu verið svona margar og að
um svona gífurlegar fjárhæðir
væri að ræða. „Annars skaltu tala
við innheimtustjórann, hann veit
allt um þetta.“ Aðspurður um það
hvört einhverjar breytingar væru
á döfinni í sambandi við þessa inn-
heimtu lögfræðinganna sagði
hann: „Við erum þessa dagana að
breyta kerfinu á innheimtunni hjá
okkur og tölvuvæða hana. Þegar
það er komið í gegn minnkar álag-
ið á starfsfólkið sem hefur hingað til
verið mikið og getum við þá geng-
ið harðar fram í innheimtunni hér
hjá okkur. Astæðan fyrir því að
þessi leið hefur verið farin er sú að
þegar við höfum reynt að fara
hefðbunda leið og sent kröfurnar
til fógeta höfum við fengið þær
endursendar með þeim orðum að
fógetaembættin hefðu ekki mann-
afla til þess að sjá um þessar inn-
heimtur fyrir Ríkisútvarpið."
INNHEIMTUSTJORI:
VITLAUS ÚRSKURÐUR
Theódór Georgsson innheimtu-
stjóri útvarpsins þvertók fyrir það
að til stæði að breyta þessum inn-
heimtuaðferðum þrátt fyrir úr-
skurðinn fyrir vestan. „Ég tel úr-
skurðinn vera vitlausan og er það
ekki í fyrsta skipti sem kveðinn er
upp vitlaus úrskurður í fógetarétti.
Það er bara Hæstiréttur sem getur
skorið úr um þetta. Hvað sem ein-
hver stúlka vestur á Isafirði kveð-
ur upp, kemur það okkur ekki við.
Ég tei enga ástæðu til þess að
breyta þessu þrátt fyrir þennan úr-
skurö. Við ráðum þvi hvaða aðferð
við notum og við ætlum að halda
þessu áfram. Það er nú einu sinni
svo að fógetaembættin hafa sent
okkur allt það sem við höfum sent
til þeirra til innheimtu aftur. Þeir
hafa miklu meiri áhuga á því að
innheimta gjöld eins og skatta og
útsvar en vangoldin afnotagjöld
útvarps og sjónvarps."
TIL ÞESS FALLIÐ AÐ
LÖGFRÆÐINGAR MAKI
KRÓKINN
Puríður K. Halldórsdóttir fulltrúi
hjá Bæjarfógetanum á ísafirði
kvað upp þennan úrskurð og sagði
hún að það væri venja að inn-
heimtukostnaður lögfræðings
kæmi yfirleitt ekki fram á lögtaks-
beiðnum og þegar það gerðist
kæmi hann ekki til lögtaks. „Það
var til dæmis kveðinn upp úr-
skurður í svipuðu máli í Stykkis-
hólmi síðastliðinn vetur og var
innheimtukostnaðurinn ekki tek-
inn til lögtaks. Að mínu mati er
ekki hægt að krefja skuldarann
um greiðslu á innheimtukostnað-
inum eins og kemur fram í for-
sendum úrskurðarins. Fógetaemb-
ættið á að gegna því hlutverki að
upplýsa almenning um rétt hans
og ég tel að það hafi ég verið að
gera þarna. Að mínu mati á Ríkis-
útvarpið að bera þennan kostnað
af innheimtulögmönnunum því
það eru þeir sem velja að fara
þessa leið. Með að gera kröfurnar
lögtakskræfar er verið að tryggja
skjóta meðferð og það að skuldar-
inn þurfi ekki að bera kostnað af
þessum aðferðum. Þessi aðferð
Ríkisútvarpsins er að mínu mati
óþörf og til þess eins fallin að
nokkrir lögfræðingar geti makað
krókinn." Aðspurð um þau rök
Ríkisútvarpsins að fógetaembætt-
in hefðu ekki mannafla til þess að
sinna þessum kröfum og þær
væru allar endursendar sagði
Þuríður: „Þetta er bölvuð vitleysa,
að minnsta kosti hvað varðar
þetta embætti hérna. Við sinnum
þessu eins og öðrum kröfum. Einu
skiptin sem þessar kröfur eru
sendar til baka er þegar viðkom-
andi er fluttur úr umdæminu og
þá látum við nýja heimilisfangið
fyigja með.“
HELGARPÓSTURINN 9