Helgarpósturinn - 09.07.1987, Blaðsíða 11
skólamanninum hafa létt nokkuð
þegar í ljós kom að Jón Sigurðs-
son yrði ekki fjármálaráðherra.
Sem þjóðhagsstofustjóri og efna-
hagsráðgjafi rikisstjöfna mun Jón
nefnilega hafa verið formælandi
þess að fé það sem aflast hefur með
Happdrætti Háskólans renni ekki
beint til Háskóla íslands, heldur hafi
fyrst viðkomu í fjármálaráðuneyt-
inu, sem aftur skammti Háskólan-
um ráðstöfunarfé. Slíkar hugmyndir
eiga lítinn hljómgrunn meðal há-
skólamanna sem telja að þetta
myndi stofna efnalegu sjálfstæði
menntastofnunarinnar æðstu í
voða...
ástæður til að kætast eftir að ráð-
herralisti ríkisstjórnarinnar komst
loks á hreint. Innan Háskólans
munu margir hafa varpað öndinni
léttar þegar kom á daginn að Haii-
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
dór Blöndal yrði ekki mennta-
málaráðherra, eins og heyrst hafði
fleygt um tíma. Menn óttuðust það
að Halldór, sem er þingmaður Norð-
urlandskjördæmis eystra, tæki uppá
því að veita ómældum fjármunum
til þess vísis að háskóla sem Sverrir
Hermannsson setti á laggirnar á
Akureyri. Sá háskólavísir er víst
ekki efstur á vinsældalista hjá há-
skólamönnum hér fyrir sunnan,
enda að sögn ekki lengur til neinir
peningar til að kaupa bækur vestur
á Melum. Um það heyrist líka hvísl-
að að kannski hafi það verið jafn-
gott fyrir Halldór sjálfan að verða
ekki menntamálaráðherra. í kjör-
dæmi hans og í menntamálaráðu-
neytinu er nefnilega enn óleyst hið
fræga mál Sturlu fræðslustjóra
Kristjánssonar sem olli sjálfstæð-
ismönnum hvað mestum höfuðverk
fyrir síðustu kosningar. . .
JUE
H W Hikið hefur gengið á í fjöl-
miðlaheiminum síðustu vikur.
Hafa menn lagt kapp á að vera fyrst-
ir með fréttirnar, en stundum hafa
menn farið yfir strikið. DV greindi til
að mynda frá því, að kratar á Vest-
fjörðum hefðu í mótmælaskyni við
rikisstjórn ekki mætt til flokksstjórn-
arfundar. Einn meintra „uppreisnar-
manna" krata á Vestfjörðum var
nafngreindur Kristján Jónasson,
en hann var þrátt fyrir fullyrðingar
DV staddur í Kaupmannahöfn dag-
inn sem fundurinn var haldinn — í
erindum bæjarstjórnar á ísafirði. . .
UNG HJÓN
(íbúðarkaupendur)
óska eftir áreiðanlegum og stál-
heiðarlegum lögfræðingi, helst ný-
útskrifuðum. Skriflegar upplýsing-
ar merktar „Trúnaðarmál" sendist
Helgarpóstinum, Ármúla 36,
108 Rvk.
í þriöja sinn á tæpum sex árum er nýr bíll frá Opel
verksmiðjunum valinn bfll ársins af kröfuhöröum
gagnrýnendum bflablaða.
OMEGA er íburðarmikill, rúmgóður og þægilegur
fólksbfll. Og eins og gagnrýnendur bflablaða
Evrópu, teljum við OMEGA tæknilega fullkominn
og einn besta fólksbfl á markaðnum í dag.
Ef lýsingar þessar nægja þér ekki, en þig langar að láta
eftir þér að eignast það besta á bílamarkaðnum í dag,
hafðu samband við okkur og fáðu að reynsluaka OMEGA.
Það nægir. — Þú munt sannfærast.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
HELGARPÓSTURINN 11