Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 17
eftir Garðar Sverrisson mynd Jim Smart Haustið 1929 fékk íslenskur trésmiður inngöngu í háskólann í Stuttaart. Þar las hann sálarfræði og kynntist pýskri heim- speki. I dag rifjum við upp þetta ævintýri með Asgeiri Jónssyni. ÞÁ VAR SÁLFRÆÐIN MÓÐINS Hann segir aö íslendingar skilji ekki og hafi kannski aldrei skilið þaö gagn sem hafa má af heimspekinni. Honum finnst menn umgangast heim- speki af lítilsvirðingu — jafnvel fyrirlitningu. Pad er Ásgeir Jónsson, áttrœö- ur Reykvíkingur, sem segir þetta. Fyrir 5 árum lét hann af sínu oevistarfi, trésmíðinni, og tók til við lestur ýmissa hóka sem hann ungur kynntist í Pýskalandi. Pangað hafði hann farið að leita sér menntunar en örlögin hög- uðu því svo að hann varð að hverfa frá námi í miðjum klíðum. ,,Já, ég kom hingað suður árið 1923 til að læra trésmíði. Síðan tek ég gagnfræðapróf árið 1929 og fer út til Þýskalands um haustið, til Stuttgart. Þar settist ég í háskólann." Ásgeir talar um þetta eins og sjálfsagðan hlut. En hvernig komst smið- urinn íslenski inn í þýska háskólann? „Þetta var spurning um hvað menn voru dug- legir að svindla," svarar Ásgeir sposkur á svip. „Þarna höfðu menn enga þekkingu á því hvort maður hafði stúdentspróf eða ekki. Það var ekki óalgengt að menn kæmust framhjá þessu. En ég sagði rektornum eins og var. Hann sagði að við skyldum bara þegja.“ — Þeir hafa ekki uerið formfastir þarna í Stutt- gart? „Nei, nei. í þessum skóla voru 7—10 þúsund manns og erfitt að hafa eftirlit með öllu. Það var til dæmis mikil tíska að menn tækju próf hver fyrir annan. Einn vinur minn, glæsilegur Finni sem Loths hét, hafði þetta sem atvinnugrein að taka próf í sálarfræði fyrir Pétur og Pál, bæði í Þýskalandi og Frakklandi. Prófessorarnir þekktu ekki nema brot af mannskapnum. Eg get nefnt þér dæmi af íslendingum, þekktum og virtum, sem keyptu sér svona þjónustu." Við Ásgeir komum okkur saman um að reita ekki opinberlega æruna af samlöndum okkar. Ég spyr hann hvaða námsgrein hafi orðið fyrir valinu. HÖFÐU EKKI ROÐ VIÐ GYÐINGUM „Ég fór í sálfræði. Eiginlega veit ég ekki hvernig ég fékk þessa vitleysu í hausinn. Ég hafði mjög lítið lesið í þessari grein áður en ég kom út. Sálfræðin var ný grein og hafði verið kennd í 6 eða 8 ár við skólann áður en ég kom. Sálfræðin var móðins og rektorinn, dr. Bauer, ráðlagði mér að taka hana. Miðað við stöðurnar sem voru í boði var alltof lítið af sálfræðingum í hinum þýskumælandi heimi — Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Já, þetta var mjög rnóðins." Haustið 1931 lauk Ásgeir fyrrihlutaprófi í sínu fagi. Hann segir að sumir félaga sinna hafi setið yfir þessum fyrrihluta í 4 og jafnvel 5 ár. Þegar Ásgeir var tekinn til við síðarihlutann þá veiktist hann og varð að gera hlé á námi sínu. „Ég fékk mænuveiki 1932 og hefði farið út aft- ur ári seinna ef nasistarnir hefðu ekki verið búnir að loka deildinni. Kennararnir voru flestir gyðingar og í deildinni voru gyðingar fjölmenn- ir. Þjóðverjarnir höfðu aldrei roð við gyðingum í námi, hvorki í þessari grein né greinum eins og stærðfræði. Þar stóðu þeir langtum framar. En deildinni minni var sem sagt lokað og dr. Bauer drepinn. Áður en þetta gerðist var ég orðinn skjólstæð- ingur gyðings sem hét Höslei og var ágætis karl. Hann skaut yfir mig skjólshúsi og gaf mér að borða. Höslei var mjög ríkur, átti banka og hvað- eina. Hann var drepinn af nasistum. Þeir kveiktu í húsinu hans. Þau hjónin dóu bæði en dóttir þeirra komst undan við illan leik. Hún slapp til Sviss.“ Ásgeir segir að mikið af sínum bestu vinum í Þýskalandi hafi verið gyðingar, margir frábærir námsmenn sem horfið hafi í stjórnartíð Hitlers. Ég spyr um tíðarandann í byrjun fjórða áratug- arins. RIFIST UM FREUD „Þarna í háskólanum var mikið rifist um Freud. Sjálfur var ég alltaf á móti honum. Sál og líkami eru miklu tengdari en menn hafa viljað viðurkenna. í mínum huga er Freud Austur- landa-mýtólógía sem á ekkert skylt við almenna sálarfræði. Hvað þessa mýtólógíu varðar eru Freud og Schopenhauer á sömu bylgjulengd, nema hvað Schopenhauer skrifaði betri þýsku en þó engan veginn góða. Schopenhauer var í mikilli tísku á þessum ár- um. Hann var nógu andskoti svartsýnn. Nietz- che var líka vinsæll en hvergi nærri eins vinsæll og Schopenhauer. Ég las þessa heimspeki með- fram mínu námi en sótti aldrei kúrsa í henni. Nietzche höfðaði meira til mín. Ég hafði meira gaman af honum." — Var hann betri heimspekingur? „Það má nú deila um það. En hann skrifaði betri þýsku. Hann var ekki með þessar löngu og þunglamalegu setningar. Nei, Nietzche skrifaði stuttar og hnitmiðaðar setningar og var afskap- lega ljóðrænn." Ásgeir stendur nú upp og sækir gamalt eintak af Zarathustra máli sínu til sönn- unar. „Sko, sjáðu nú hérna,“ segir hann. „Sjáðu hvað þetta er ljóðrænn texti." NIETZCHE OG NASISTARNIR Við blöðum í þessari frægu bók heimspekings- ins og Ásgeir ljómar af hrifningu þegar hann bendir mér á einstök dæmi um stílbrögð og snilligáfu Nietzches. Af hrifningu gamla manns- ins verður mér ljóst að þessi bók er einstakur dýrgripur í hans huga. Við tölum um mannskiln- ing þýsku heimspekinganna, meðal annars um hugmynd Nietzches um ofurmennið — Der Ubermench. „Það er talað um að nasistarnir hafi orðið fyrir áhrifum af þessari hugmynd um ofurmennið. En eitthvað hafa nú þau áhrif verið á skakk og skjön við Nietzche, því hans Úbermench var Úber- mench í andlegum efnum fyrst og fremst en ekki bara veraldlegum eins og hjá nasistunum. Der Úbermench var ekki vöðvafjall. Nei, þar skjátlaðist nasistum. En því er ekki að neita að undir lok ævi sinnar varð Nietzche geðbilaður og fór þá að leggja meiri áherslu á ofurmennið. Það var vond blanda fyrir Þjóðverja að fá ofur- mennið saman við bölsýni Schopenhauers, enda urðu þeir hálf ruglaðir á þessu.“ — Fannst þú mikið fyrir þeirri þjóðfélagsþró- un sem framundan var? „Já, ég fann mikið fyrir því að nasisminn var að skella á. Ég var hissa á því hvað Þjóðverjar voru blindir. Nasisminn var útbreiddur þarna í skólanum. Margir kennarar reyndu að halda þessu niðri svo þetta truflaði ekki kennslu. Nas- istarnir starfræktu slagsmáladeildir gagngert til að þreyta fólk á ástandinu. Það var alltaf verið að ráðast á gyðinga og vinstrimenn. Mér fannst þjóðfélagið vera í algerri upplausn." EN HERMANN SAGÐI BARA NEI „Einu sinni sá ég Hitler í Stuttgart. Ætli það hafi ekki verið 1931. Hann var að tala á torginu í miðbænum og ég stóð nokkuð nærri honum. Mér fannst ekkert hrífandi við kallinn. Þetta var óttalegt slagorðaglamur í honum. Hann var með öskurkór með sér og það var svo einkenni- legt að kvenfólkið virtist miklu hrifnara af hon- um en karikynið. Satt að segja held ég að það hafi verið eitthvað kynferðislegt við þetta, þessa einkennisbúninga og þessi hróp. Ég held að nasisminn hafi virkað svolítið eins og kyntáknin í dag.“ Þegar Hitler hafði náð undirtökunum í Þýska- landi sótti Ásgeir um atvinnuleyfi hér á íslandi fyrir vin sinn, þýskan verkfræðing. „Hann var gyðingur og hét Kohl, doktor í verkfræði. Dr. Kohl bjó yfir mikilli þekkingu og hafði gífurlegt fjármagn. Ég talaði við Tryggva Þórhallsson for- sætisráðherra en hann svaraði því bara til að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa, nasisminn yrði aldrei opinber stjórnarstefna í Þýskalandi. Og Jrað voru fleiri gyðingar sem leituðu til mín. Ég get ekki neitað því. Eftir að nasisminn var kominn verulega á skrið talaði ég við Her- mann Jónasson sem þá var orðinn forsætisráð- herra. Ég bað hann að bjarga vini mínum sem var gyðingur. En Hermann sagði bara nei og þar með var málið útrætt af hans hálfu. Ég get sagt þér að þessir menn, þessir gyðing- ar, höfðu svo mikið fjármagn að sumir þeirra hefðu hreinlega losað okkur við kreppuna ef við hefðum hjálpað þeim. Þess utan voru þetta meira og minna hámenntaðir menn sem mikill fengur hefði verið af.“ STEINN VAR SÉRKENNILEG PERSÓNA Við tölum áfram um gyðinga og Ásgeir segir mér átakanlegar sögur af hlutskipti nokkurra þéirra, m.a. frægs læknis frá Berlín sem Kroner hét. „Ég þekkti dr. Kroner. Það var ljót saga. Hann komst hingað til íslands en fékk ekki að starfa hér sem læknir. Læknarnir útilokuðu hann, þennan færa sérfræðing. En þegar allt var komið í óefni kölluðu þeir stundum á dr. Kroner sem alltaf var reiðubúinn. Honum var þá laum- að inn á skurðstofu eins og einhverjum huldu- manni. Þegar læknarnir réðu ekki við neitt var dr. Kroner beðinn um að fara úr skítagallanum og bjarga þeim. En þetta mátti enginn vita. Kroner fannst þetta mjög sárt, því hann hafði hjálpað svo mörgum íslendingum í Berlín. Já, mér er hlýtt til gyðinga. Þeir voru mér mjög góðir á meðan ég var við nám í Þýskalandi — ekki síst fjárhagslega. Þú verður að gá að því að ég var af fátæku fólki og átti litla peninga þegar ég kom til Þýskalands.“ Eins og komið hefur fram neyddist Ásgeir til að hætta námi árið 1933. Um þetta leyti leigði hann herbergi í eitt ár með ungum manni sem síðar átti eftir að geta sér gott orð. Herbergisfé- laginn hét Aðalsteinn Kristmundsson og kallaði sig Stein Steinarr. Á Sjafnargötunni í Reykjavík leigðu þeir saman Ásgeir og Steinn. En hvernig gekk sambúðin hjá þeim félögum? „Vel. Okkur var ekkert illa hvorum við annan. Þegar við vorum einir kom okkur mjög vel sam- an. En Steinn var sérkennileg persóna. Þegar fleiri voru til staðar vildi hann alltaf vera að upp- hefja sig eitthvað. Þá hvarf einlægnin og hann varð allt önnur persóna. Ég er hræddur um að það hafi spilað rullu hvað hann var lágvaxinn." HELD ÉG FÆRI TIL ÞYSKALANDS Ásgeir segir að þrátt fyrir þennan brest hafi sér þótt vænt um Stein. „Ég hef ekki kynnst neinum sem gengið hefur af eins mikilli karl- mennsku og ró á móti manninum með ljáinn. Þetta var erfitt dauðastríð hjá Steini. Lyfin voru hætt að slá á kvalirnar en alltaf hélt hann sinni ró. Ég saknaði hans. Ég held því fram að Steinn hafi verið mesta ljóðskáld okkar á þessari öld.“ Ásgeir segir mér að fram eftir aldi hafi sig alltaf dreymt um að geta lokið sínu ná; ,Ég sé mikið eftir því að hafa ekki getað klá þetta nám. Eftir stríð gat ég komist að í Svi ; átti þá konu og tvo stráka. Strákana lan með mér en konan mín óttaðist að ráða við þýskuna. Ég sagði henni að hún væri s reind að hún myndi læra þýskuna á tveimur nur mánuðum. En hún sat við sinn keip. .iafði aldrei komið í skóla en samt las hún s u og dönsku eins og prent.“ Áður en ég kveð heiðursmanninn Ásgeir Jónsson legg ég fyrir hann eina spurningu. Ég spyr hann hvað hann myndi gera í dag ef hann væri 60 árum yngri. Hann hugsar sig aðeins um en svarar svo: „Ég held ég færi til Þýskalands."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.