Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 26
INNLEND YFIRSYN III iSsyiB'’ Gamla grænmetisversl- unin varð að Ágæti og nú eiga sölusamtökin að breytast í ljósi sam- keppninnar í hlutafélag. En þá vakna upp ýmsar spurningar um eignar- hald, meðal annars á Síðumúla 34, sem ríkið átti en seldi Ágæti á hálfvirði. Ágætis hús — á hálfvirði eftir Friðrik Þór Guðmundsson Matjurtaframleiöendum innan Sölusam- taka íslenskra matjurtaframleidenda (SÍM) hefur verið tilkynnt að fyrirhugað sé að leggja SÍM niður, en gera dreifingarfyrirtæki þess, Ágœti, þess í stað að sjálfstæðu hlutafé- lagi. Sölusamtök þessi tóku með framleiðslu- ráðslögunum frá 1985 við af Grœnmetisuersl- un landbúnaöarins, sem um leið missti ein- okunarstöðu sína, því samkeppni var inn- leidd og Þykkvabœjarkartöflur hf. komu meðal annars til skjalanna. Samkeppnin er einmitt ein af ástæðunum fyrir hlutafélags- stofnun gömlu einokunarsamtakanna. Að öðru leyti er breytingin rökstudd með því að með núverandi samtakaformi hafi félagar ekki staðið nægilega vel saman, að eignarrétturinn væri með núverandi fyrir- komulagi mjög óljós, að engin lög giltu um sölusamtakaformið, að það vanti fjármagn inn í reksturinn til að lækka fjármagnskostn- aðinn og að með hinu nýja formi muni hags- munir fyrirtækisins og eigenda þess ávallt hafðir í fyrirrúmi. Reksturinn sjálfur á ekki að breytast mikið, en hluthafar eiga að hafa forgang að sölu til fyrirtækisins, en hluthafar geta þeir einir orðiö sem rækta matjurtir í atvinnuskyni. Verð hvers hlutabréfs er 50 þúsund krónur. Við þessar breytingar vekur spurningin um eignarhaldið sérstaka athygli. Agæti hef- ur haft aðsetur í Síöumúla 34, sem SIM hefur nú keypt af ríkinu ásamt öðrum fasteignum og lausafjármunum. Hverjir áttu eignir SÍM fyrir breytinguna og hverjir teljast eigendur eftir á? Magnús Sigurösson, stjórnarformað- ur SIM: „Sölusamtökin eru núverandi eig- endur og þar hafa allir atkvæðisrétt sem eru í viðskiptum. Þeir stjórna samtökunum eftir ákveðnum reglum og ráða því hvort til þess- ara breytinga komi. Þeir sem ekki verða þá lengur í viðskiptum eða vilja ekki leggja fram hlutafé falla þá út hvað eignarhaldið varðar." Með öðrum orðum: Núverandi eigendur, viðskiptafélagar SIM, munu missa eignartil- kall sitt ef þeir taka ekki þátt í hlutafélaga- stofnuninni með hlutafjárkaupum. En hvað verður þá eiginlega um eignarhald þeirra sem vilja ekki vera með í breytingunni? Hvað myndi t.d. gerast með fasteignir Mjólk- ursamsölunnar ef hún yrði skyndilega af einhverjum undarlegum ástæðum lögð niður? Eiríkur Tómasson, sem hefur farið með lögfræðileg málefni SÍM: „Ég hafði nógu mikið fyrir því að skoða þetta sérstaka mál og get bara sagt að það er ekki einfalt að svara slíkri spurningu! Eins og þetta var hjá Grænmetisversluninni var allt í lausu lofti. Sölusamtakaformið gildir vel þegar um einkasölu eða einokun er að ræða, en þegar komin er hörð og frjáls samkeppni þá geng- ur þetta losaralega form ekki upp. Mér sýnist að menn hafi fundið þarna farsæla lausn þannig að allir hafi möguleika á að taka þátt í breytingunum og öðlast rétt á við aðra." Spurningin um eignarhaldið er vitaskuld eðlileg þegar fyrir liggur að nettó eign hins nýja hlutafélags verður hátt á annað hundr- að milljónir króna. Samkeppnisaðilarnir eru auðvitað uggandi, en á höfuðborgarsvæðinu eru það fyrst og fremst Þykkvabæjarkartöfl- ur hf. Þeim sýnist Ágæti fá óeðlilegt forskot í samkeppninni og að markaðshlutdeildin, sem nú stendur í járnum þarna á milli geti á næstunni riðlast af óeðlilegum orsökum. í þessu sambandi má nefna að það þykir orka verulega tvímælis á hvern hátt Ágæti er þessa stundina að eignast fasteignina miklu að Síðumúla 34. Miklar deilur voru uppi á sínum tíma um hver raunverulega ætti þá húseign. Ríkið taldi sig eigandann en bændur (framleiðend- ur) sögðu húsið sitt. Með framleiðsluráðs- lögunum 1985 ákveður ríkið að það eigi allar eignirnar að Síðumúla 34, en að matjurta- framleiðendum sé gefinn kostur á að kaupa alla lausafjármuni þar og taka fasteignirnar á leigu. Bændur voru mjög óánægðir með að ríkið skyldi eigna sér þetta með þessum hætti. Magnús stjórnarformaður: „Eignar- haldið var óljóst. Bændur töldu að þeir ættu þetta vegna þess að í upphafi þegar þetta er byggt upp var tekinn ákveðinn skattur af bændum á verðbólguárunum, þeir lögðu til fjármagn sem hluta af innleggi. Aftur á móti fengu þeir það greitt til baka en án verðbóta, sem auðvitað var stórmál í allri verðbólg- unni. Um þetta var deilt, en ríkið tók eign- irnar til sín með framleiðsluráðslögunum — en á móti náðist samkomulag um samninga þar sem framleiðendur kaupa eignirnar, síð- ast húsið með fjárlögum þessa árs. Við get- um vissulega sagt að verðið sé hagstætt og að með því sé tekið tillit til þess að framleið- endur hafi átt rétt á og tilkall til ákveðinna hluta." Með fjárlögum þessa árs var með öðrum orðum heimilað að húsnæðið yrði selt sam- tökunum. Það vekur sérstaka athygli að verðið er eins og Magnús segir afar hagstætt: Ríflega 60 milljónir, þar af 10 milljónir í yfir- teknum skuldum og ekki enn byrjað að borga af restinni. Á hinn bóginn er bruna- bótamat hússins á bilinu 170—180 milljónir króna. Eiríkur: „Forsvarsmenn SÍM viðurkenndu aö ríkið ætti eignirnar, en í kjölfarið var gengið frá þessu samkomulagi, þannig að með heimild í fjárlögum fyrir árið 1987 selur ríkið samtök- unum þessar eignir. 1 framleiðsluráðslögun- um frá 1985 var talað um samtök eða hluta- félag og hafa menn skýrt þetta orðalag á þann hátt að ekki skipti máli í hvaða félaga- formi þetta væri, aðalatriðið væri að öllum matjurtaframleiðendum, þeim sem stunda Éframleiðsluna í atvinnuskyni, yrði boðin þátttaka. Það er gert með stofnun þessa hlutafélags, engum framleiðendum er mein- að að ganga í félagið — t.d. er samkeppnis- aðilum opin leið að ganga í þetta félag. Þetta var skilyrði frá ríkisins hálfu til þess að sala kæmi til greina." Hlutafélagsstofnunin var sem áður segir meðal annars ákveðin vegna þess að félagar sölusamtakanna hafa ekki staðið nógu vel saman, eins og þeim er tjáð í tilkynningunni um hlutafélagið. Framleiðendur hafa deilt um eignarrétt, um innlegg og greiðslur og um „ágæti" vörunnar. Og ekki eru allir á eitt sáttir að hlutafélagsstofnun sé einhver galdralausn. En hvað segja forsvarsmenn nú- verandi sölusamtaka og væntanlegs hlutafé- lags (sem á að fæðast formlega upp úr mán- aðamótunum)? Stendur félagsskapurinn vel fjárhagslega — eða er verið að lokka menn til að láta fé af hendi rakna í vonlítið eða vonlaust fyrirtæki? Þorsteinn Sigurösson rekstrarstjóri varð fyrir svörum: „Reksturinn sem slíkur gengur vel og við erum hvergi í vanskilum að ég held, að minnsta kosti í eng- um vandræðum. Ég get með góðri samvisku sagt að það sé firra þetta sem þú spyrð um, að við séum að lokka inn hlutafé og hluthafa á röngum forsendum. Nettó eign fyrirtækis- ins er á annað hundrað milljónir króna og við höfum fyllilega staðið við okkar hlut, meðal annars við alla framleiðendur. Þannig að okkur gengur ágætlega, enda með góða vöru,“ sagði Þorsteinn. ERLEND YFIRSYN Á sjötugasta ári eftir byltingu bolsévika í Rússaveldi hefur foringi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sett sér að bylta frá grunni því miðstýrða fyrirskipanahagkerfi, sem Jósef Stalín mótaði í blóðbaði hreinsana og bændaofsókna á fjórða tug aldarinnar. Frá og með næstu áramótum verður það ekki lengur Gosplan, Áætlunarnefnd ríkisins, sem skipar fyrirtækjunum 48.000 um þver og endilöng Sovétríkin, hvað þau eigi að fram- leiða. Frá sama tíma hættir Gosnab, Efna- vöru- og tæknibirgingarnefnd ríkisins, að skammta þessum sömu fyrirtækjum hráefni, hálfunna efnivöru og vélakost. Fyrirtækin eiga sjálf að versla sín á milli með hverskonar aðföng og framleiðslu á innlendum heild- sölumarkaði, þar sem verð ræðst af fram- boði og eftirspurn. Hvergi er það gefið til kynna í nýju lögun- um, sem miðstjórn kommúnistaflokksins og Æðsta ráðið afgreiddu nýlega, hvað verður um þau fyrirtæki, sem ekki tekst að bjarga sér á markaðinum, eftir að hætt er að greiða óseljanlega framleiðslu þeirra með styrkjum af opinberu fé, en það liggur í loftinu að ein- hver verði látin fara á hausinn. Að minnsta kosti sagði prófessor Abel Aganbegjan, helsti efnahagsráðunautur Mikhails Gor- batsjoffs, á fréttamannafundi í Moskvu um mánaðamótin síðustu, að mætti hann ráða einn yrði einhverjum þúsundum fyrirtækj- anna lokað næsta dag, í stað þess að sóa í þau fé, sem verja mætti langtum betur. Hafi einhverjir efast um að Gorbatsjoff væri alvara, þegar hann boðaði á næstsíðasta miðstjórnarfundi „róttækar breytingar", eru allar efasemdir úr sögunni eftir það sem gerðist á fundum miðstjórnar og Æðsta ráðs í sumar. Nú er ekki lengur í vafa, að flokks- foringinn og samstarfsmenn hans ætla sér að ummynda sovéskt hagkerfi, koma á í landinu markaðssósíalisma, samkeppni milli ríkisfyrirtækja á grundvelli arðsemi, heldur hvort þeim tekst ætlunarverk sitt og hverjar frekari breytinga slík umbylting krefst á sovésku þjóðfélagi. Tilraunir til að lappa upp á miðstýringar- kerfið runnu út í sandinn hjá þeim Krústjoff og Kosigin hvorum eftir annan, fyrst og fremst vegna andstöðu í valdahópi flokksins og skriffinnskubákni ríkisins. Við tók stöðn- unartímabil, kennt við Bresnéff, þegar gífur- legum fjárfúlgum var varið til fjárfestingar i atvinnuvegum, bæði iðnaði og landbúnaði, án þess að það skilaði sér að nokkru gagni í Mikhail Gorbatsjoff lætur sig ekki muna um að slátra heilögum kúm á færibandi. Markaðssósíalismi, fjölskyldubú í sveitum, neytandinn í fyrirrúmi aukinni arðsemi. Þjóðarframleiðslan hjakk- aði í sama farinu. En ógnarstjórnin frá dögum Stalíns var úr sögunni. Menn áttu ekki lengur í vændum hnakkaskot eða fangabúðavist fyrir að stinga upp á öðrum lausnum á viðfangsefn- um, en þeim sem áttu upp á pallborðið í Kreml. Prófessor Aganbegjan og skoðana- bræður hans á ýmsum fræðasviðum gátu lát- ið til sín heyra á opinberum vettvangi. Þeir undirbjuggu jarðveginn fyrir það sem nú er að gerast. Einn munur á þeirri atlögu að stöðnun og óskilvirkni, sem nú er hafin, og fyrri tilhlaup- um, er að nú er gert mikið átak til að búa stjórnendur undir að láta fyrirtæki standa á eigin fótum, án handleiðslu og styrkja frá miðstýringarbákninu. Nýr rektor Þjóðhags- akademíunnar, Égvení Smirnitski, hefur yfir- umsjón með stjórnunarnámskeiðum fyrir ráðherra, aðstoðarráðherra og forstjóra stór- fyrirtækja, þar sem þjálfun fer meðal annars fram með hlutverkaleikjum og tölvudæma- samkeppni, eftir nýjustu uppskriftum fremstu stjórnunarskóla. I samvinnu við aka- demíuna rekur svo fræðslumálaráðuneytið 60 stjórnunarskóla, til að mennta aðstoðar- stjórnendur í ráðuneytum og fyrirtækjum. Teknar eru til starfa í Moskvu stofnanir til að veita ráðgjöf um stjórnun og rekstur. Að minnsta kosti eitt bandarískt ráðgjafarfyrir- tæki hefur þegar stofnað útibú í höfuðborg Sovétríkjanna. Leoníd Abalkin, nýr forstjóri Hagfræði- stofnunarinnar og einn úr hópi náinna ráð- gjafa Gorbatsjoffs, hefur gefið til kynna, að á döfinni sé á næsta ári að hefja róttækar um- bætur í peningamálum, hliðstæðar þeim sem gerðar voru í Ungverjalandi og Kína til að lífga við hagkerfið. Komið verði upp nýj- um fjármögnunarstofnunum, tekin upp verðbréfaverslun, sótt um inngöngu í Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Markmiðið er að gera rúbluna með tímanum gjaldgenga í milliríkjaviðskiptum og á al- þjóða peningamarkaði. Á fréttamannafundi nýverið kynnti hag- fræðiprófessorinn Gennadi Lísitjkin hug- myndir hóps starfsbræðra sinna um þörfina á kauphöll í Moskvu. Verðbréfamarkaður mun að þeirra sögn draga til sín miklar fjár- fúlgur, sem fólk safnar nú óarðbærum í sokk- boli og koddaver. Það er skynsamlegt, bæði frá pólitísku og hagfræðilegu sjónarmiði, sagði Lísitjkin, að almenningur, engu síður en ríkið, leggi af mörkum fjármagn ti! arð- bærra framkvæmda og njóti af ábata. í júní- hefti tímaritsins Novi mir leggur hagfræði- menntaður rithöfundur, Nikolaj Shmeljoff, til að stofnuð verði hlutafélög, og gangi hlutir í þeim kaupum og sölum á verðbréfamarkaði. Shmeljoff gengur einna lengst í breytinga- átt af þeim sem kvatt hafa sér hljóðs í sovésk- um málgögnum um þessi efni. Sá Gorbatsjoff ástæðu til að lýsa sig ósáttan við ótiltekin sjónarmið hans, þegar flokksforinginn veitti fréttamönnum viðtal á kjörstað í sveitar- stjórnakosningum. Helst var að skilja að hann ætti við þau ummæli greinarhöfundar, að skárra væri að hafa landeyður og uppi- vöðsluseggi á atvinnuleysisbótum, en láta slíkt fólk flækjast á vinnustað við það eitt að eftir Magnús Torfa Ólafsson torvelda framleiðniaukningu og framleiðslu- gæði. En sjálfur hefur Gorbatsjoff ekki skirrst við að brjóta hverja bannhelgina af annarri í sovéskri þjóðmálaumræðu. í tölu sinni til miðstjórnar kvað hann öfund yfir velgengni annarra engan rétt eiga á sér, eins þótt hún komi fram undir yfirskini jafnaðar. Ekkert hámark má að hans dómi setja á tekjur, sem maður aflar sér með heiðarlegum hætti. Og firnum sætir að heyra af munni sovétleið- toga, að „hin róttæka umbótaáætlun beinist að því... að veita neytandanum forgang í efnahagslegum samskiptum". Og Gor- batsjoff bætti við: „Hversu náin tengsl sem höfð eru milli verkalauna og starfsárangurs, næst ekki það sem að er stefnt, fái neytand- inn ekki keypt það sem hann þarfnast fyrir peningana, sem hann vann fyrir. Þetta er nú brýnasti stjórnmálavandinn." Skorturinn á fjölbreyttu og sómasamlega meðförnu úrvali matvæla er sá sem harðast hrín á sovéskum almenningi. Á fréttamanna- fundi sínum sagði prófessor Lísitjkin, að ár- angur efnahagsumbóta í Sovétríkjunum ylti „allt að 60%“ á bættum afköstum landbún- aðar. Gorbatsjoff hefur í ræðu lýst yfir, að sagan sýni „háskann sem hlýst af að skilja bóndann frá jörðinni". Boðar flokksforinginn að hundruð þúsunda auðra húsa í sveita- þorpum með einkaskika í órækt verði boðin bæja- og borgafjölskyldum til afnota til að framleiða kjöt, mjólk og egg, rækta græn- meti og ávexti. Skjót aukning búvöruframleiðslu tengist kjarnanum í verðlagningarvanda, sem sov- étforustan á eftir að taka á. Verð á 200.000 vörutegundum er nú ákveðið út í bláinn í einni ríkisstofnun. Markaðssósíalismi krefst að verð mótist af framboði og eftirspurn. Berlegt er að í iðnaði verður núverandi verð- ákvörðunarkerfi lagt fyrir róða. En slíkt er hægara sagt en gert í matvælasölu, almenn- ingssamgöngum og húsaleigu. Þar eiga sér nú stað niðurgreiðslur, sem nema 72 millj- örðum rúblna á ári. Búvöruniðurgreiðslur einar hafa tólffaldast síðan 1966. Sóunin í núverandi kerfi er gífurleg. Brauð er svo ódýrt, að bændur nota það fyrir skepnufóður. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.