Helgarpósturinn - 30.07.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 30.07.1987, Blaðsíða 28
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Loftur Atli JÓN G. STEFANSSON GE'ÐLÆKNIR STENDUR UM ÞESSAR MUNDIR FYRIR KÖNNUN Á TÍÐNI GEÐSJÚKDÓMA HÉR Á LANDI í KJÖLFAR HEIMSSTYRJALDAR Árið 1842 voru birtar niðurstöður talningar á fjölda geðveikra og greindarskertra í Danmörku og á íslandi, sem sýndu um helmingi hærra hlutfall hér á landi en hjá Dönum. Tæplega ein og hálf öld er síðan fyrrnefnd taln- ing var gerð, en á þeim tíma hafa ekki verið framkvæmd- ar hér neinar kannanir á geðheilsu, sem hafa verið fylli- lega samanburðarhæfar við erlendar tölur. Nú stendur hins vegar yfir rannsókn á tíðni geðsjúkdóma meðal ís- lendinga, sem gerð er að bandarískri fyrirmynd, og verð- ur hægt að nota niðurstöður hennar til að sjá hvort mun- ur er á geðheilbrigði á íslandi í samanburði við önnur lönd. Jón G. Stefánsson, geðlæknir: „Valdi fólk um 55 ára aldur, því þá eru flestir geðsjúkdómar komnir fram." Það er Jón G. Stefánsson, geð- læknir við Landspítalann, sem stendur fyrir framkvæmd könnun- arinnar. Hann hefur fengið styrk úr Vísindasjódi og Rannsóknasjóöi Háskóla íslands til þessa verkefnis og gerir Jón ráð fyrir að því Ijúki á næsta ári. Blaðamaður HP hitti Jón G. Stefánsson að máli fyrir skemmstu og spurði hann um þetta athyglisverða verkefni, sem gera mun mögulegan raunhæfan saman- burð á geðheilsu Islendinga og ann- arra þjóða. „Þetta er svokölluð faraldsfræði- leg rannsókn, en hún er fram- kvæmd með óvanalegri aðferð og sker sig þannig úr öðrum íslenskum könnunum á geðheilbrigði. Þarna er nefnilega um að ræða mjög ná- kvæma þýðingu á bandarískum spurningalista, sem notaður er víða um heim. Þegar niðurstöður eru fengnar er því hægt að bera þær saman við tölur í öðrum löndum, þar sem sama könnunaraðferð hef- ur verið notuð. Þegar safnað hefur verið upplýs- ingum um tíðni geðsjúkdóma hafa menn annað hvort leitað til heil- brigðisþjónustunnar eftir upplýs- ingum úr sjúkraskrám, tekið fyrir hóp fólks á tilteknu svæði, eða talið alla geðsjúka í ákveðnum hópi og tímabili. Ég ákvað að velja íslend- inga, sem fæddir eru árið 1931 og verða því 56 ára á rannsóknarárinu. Þetta er hins vegar stór hópur, 2200—2300 manns, og þess vegna var hann helmingaður með hlut- kesti. Bandaríska aðferðin, sem ég nota við þetta verkefni, byggir á grein- ingarviðtali, en það er kerfisbundið viðtal þar sem ákveðið er fyrirfram um orðalag og röð spurninga. Fengnar eru upplýsingar bæði um liðin og núverandi einkenni, t.d. hvenær tiltekinn sjúkdómur byrj- aði, fjölda veikindatímabila o.s.frv. Spurningarnar miða að því að ákveða hvort einkenni hafi verið til staðar og með aukaspurningum fást upplýsingar um alvarleika ein- kenna og mismunandi skýringar á þeim. Greiningarviðtalið er samið með það í huga, að niðurstöðurnar gera greiningu geðsjúkdóma mögu- lega eftir þremur algengum leiðum eða kerfum, sem notuð eru af geð- læknum víða um heim. Upplýsingarnar, sem fást úr grein- ingarviðtölunum, eru síðan færðar inn í tölvu og það er auðvitað mikið og seinlegt nákvæmnisverk." — Hvers vegna vard árgangurinn '31 fyrir valinu? „Það var m.a. vegna þess að um 55 ára aldur eru flestir geðsjúkdóm- ar komnir fram, nema þunglyndi og sjúkdómar af völdum vefja- skemnrida.". — Er hugsanlegt ad þetta fólk, sem óx úr grasi þegar viðhorf til geösjúkdóma voru önnur en nú, eigi erfitt með að vera opinskátt í grein- ingarviðtölunum? ,,Ég er ekkert hræddur um að það hafi einhverja fordóma, en þetta er hins vegar fólk af kynslóð, sem lærði að bíta á jaxlinn og hugsa hvorki um né kvarta yfir vanlíðan sinni. Það viðhorf gœti haft eitthvað að segja varðandi svörin. Annars virðist okkur allir taka þessu afskap- lega vel. Það er hins vegar kannski spurning hvað fólk man nákvæm- lega aftur í tímann! Eflaust vantar eitthvað af upplýsingum, en það á við um allar aðferðir sem notaðar eru í svona rannsóknum. Engin þeirra er fullkomin." — Og þú sjúkdómsgreinir sem sagt fólkiö, sem fer í þessi viðtöl? „Já, það eru ákveðnar leiðir eða kerfi, sem notuð eru af læknum til þess að greina geðsjúkdóma, og mér verður kleift að meðhöndla niðurstöðurnar eftir þremur slíkum leiðum. Þessi kerfi eru sífellt í end- urskoðun og ný alþjóðleg útgáfa kemur fram á u.þ.b. tíu ára fresti. Það er augljóst, hve mikið gildi það hefur að geta borið saman rann- sóknir í mismunandi löndum og þess vegna er mikilvægt að sam- ræma þetta.“ — Sérðu fram á beint hagnýtt notagildi rannsóknarinnar? „Við getum tekið þunglyndi sem dæmi. Segjum sem svo, að í ljós kæmi að mun meira væri um að fólk þjáðist af þunglyndi en fram kemur í heilbrigðiskerfinu. Þá væri hægt að nýta þær upplýsingar með því t.d. að auka fræðslu um þunglyndi og hvetja almenning til að leita að- stoðar í stað þess að byrgja þetta inni. Samanburður við útlönd gæti líka opnað augu okkar fyrir ein- hverjum séríslenskum vanda, sem væri þá auðveldara að takast á við.“ — Hvað ertu rneð marga spyrj- endur á þínum snœrum og hverju hafa þeir afkastað fram að þessu? „Þetta er svona 11—12 manna hópur, sem hóf störf í mars síðast- liðnum og hefur talað við um 500 aðila. Það fer síðan eftir peninga- málunum hve langan tíma þetta tek- ur, en vonandi verður hægt að ljúka viðtölunum í vetur. Og þá er tölvu- vinnan eftir. Allar upplýsingarnar liggja síðan væntanlega fyrir eftir eitt ár, þannig að hægt verði að byrja á skýrslugerðinni." — Af hverju valdirðu þetta verk- efni fremur en eitthvað annað? „Við á íslandi höfum tiltölulega góðar aðstæður til faraldsfræðilegra rannsókna, enda hafa félög eins og Hjartavernd og Krabbameinsfélag- ið notfært sér það. Hér hafa líka ver- ið gerðar merkar kannanir á sviði geðlækninga, eins og t.d. könnun Tómasar Helgasonar árið 1964, en helst þyrfti að gera svona rannsókn- ir á nokkurra ára fresti til að fylgjast með breytingum á tíðninni. í Banda- ríkjunum hefur þannig komið í ljós mjög mikil aukning þunglyndis eftir seinni heimsstyrjöldina og það væri athyglisvert að sjá hvort það á einn- ig við hér á landi. Það er svo margt á þessu sviði, sem maður skilur ekki enn — þrátt fyrir framfarir síðustu áratuga. Og aukin þekking leiðir vonandi til betri árangurs geðlækna í starfi." — Hefur fundist einhver hugsan- leg skýring á þessu aukna þung- lyndi í Bandaríkjunum eftir stríð? „Það hefur t.d. verið bent á bjart- sýnina, sem ríkti meðal fólks í lok heimsstyrjaldarinnar. Framundan átti að vera tími uppbyggingar og framfara, en síðan gekk þetta ekki upp. Kjarnorkan varpar skugga á líf- ið á jörðinni, víða er mikið atvinnu- leysi og sú bjarta framtíð, sem menn vonuðust eftir, varð aldrei að veru- leika. Þetta veldur því kannski, að fólk fyllist vonleysi og þunglyndi." 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.