Helgarpósturinn - 30.07.1987, Blaðsíða 8
HÓTEL SPRETTA UPP EINS OG GORKÚLUR
NÝTT FJÁRFESTINGARÆVIF
Óhætt er að fullyrða að íslendingar séu framkvæmda-
glaðir menn. Stórhugur okkar á sviði framkvæmdanna
hefur oft síðar verið kenndur við ævintýramennsku og
má þar nefna síldarævintýrið, skuttogaraævintýrið og
Kröfluævintýrið. Bjarni Sigtryggsson, markaðsstjóri hjá
Hótel Sögu, sagði að í uppsiglingu væri nýtt skuttogara-
ævintýri á sviði fjárfestinga fyrsta flokks hótelbygginga
á Reykjavíkursvæðinu. í vor var tekin í notkun stækkun
Hótels Sögu og í gær var formlega opnað nýtt hótel, Holi-
day Inn. Að auki er fyrirhugað að reisa tvö önnur hótel
á næstu árum.
Misjafnlega virðist hafa gengið að
fylla hótelin í sumar. Þannig frétti
HP af því að óvænt hefði komið
hingað hópur 100 Þjóðverja og
hefði hópurinn allur getað fengið
inni fyrirvaralaust á 4 hótelum í
Reykjavík. Ekki fylgdi sögunni
hvort þeir komu hingað um helgi
eða í miðri viku en þó hefur HP
hermt að, í sumar hafi ekki öll hótel-
in getað náð fullri nýtingu yfir helg-
ar.
FERÐAMÖNNUM
FJÖLGAR
Fyrstu 6 mánuði ársins fjölgaði
ferðamönnum um 22,6% frá árinu í
fyrra, en síðasta ár var metár. Pó svo
að ferðamönnum hafi fjölgað síð-
ustu árin hefur ekki verið gerð
könnun á því hvort meiri hluti
þeirra ferðamanna vilji dvelja á
fyrsta flokks hótelum í Reykjavík.
Magnús Oddsson markaðsstjóri
Arnarflugs segir að mun meiri
skortur sé á annars konar gistirými
en lúxushótelum. — Lítum aðeins á
hvernigferðamenn koma hingað til
lands. A sumrin kemur hingað fólk
sem vill skoða landið. Það dvelur í
Reykjavík í stuttan tíma en heldur
síðan í ferðir um landið. Stór hluti
þessara ferðamanna kjósa mjög
ódýra gistingu á meðan dvalið er í
borginni og fer því auðvitað ekki
inn á fyrsta flokks hótel. Aðrir hópar
í skipulögðum ferðum velja góð
hótel í þennan stutta tíma. Á vet-
»
urna fá svo hótelin gesti utan af
landi, funda- og ráðstefnugesti.
Helsti ferðamannatíminn er sumar-
ið, svo forsvarsmenn hótelanna hafa
aðallega einbeitt sér að því að halda
góðri nýtingu yfir vetrarmánuðina,
sem geta oft verið langir og erfiðir.
Gera má ráð fyrir að á höfuðborg-
arsvæðinu séu fimm fyrsta flokks
hótel: Saga, Holt, Holiday Inn, Loft-
leidir og Esja. Alls hafa hóteiin á að
skipa 720 hótelherbergjum en þar
af voru um það bil 160 herbergi tek-
in í notkun nú í sumar. Flestir við-
mælendur HP voru sammála um að
ekki væri þörf fyrir fleiri hótel á
þessum markaði á næstu árum og
voru margir sömu skoðunar og
Birgir Þorgilsson hjá Ferðamálaráði,
að of hratt hefði verið farið í fram-
kvæmdir nú þegar. Þegar Einar
Olgeirsson, hótelstjóri Loftleiða, var
spurður um þetta tók hann sér orð
Steinars Steinarr í munn: „Húsameist-
ari ríkisins, ekki meir, ekki meir.“
Tvö hótel er fyrirhugað að taka í
notkun á næstu árum. Annað þeirra
byggir Ólafur Laufdal í Ármúla 9. !
samtali við HP sagði hann það rúma
120 herbergi og yrði það tekið í
notkun á næsta ári, jafnvei næsta
vor. Hann sagðist vera mjög bjart-
sýnn á að vel tækist til og markaður
væri fyrir hótel af þessari stærð í ná-
inni framtíð.
Jón Ragnarsson, eigandi Regn-
bogans, hyggst einnig byggja stórt
fyrsta flokks hótel. Hótelið verður
staðsett í Kringlunni og byrja fram-
kvæmdir við það næsta vor. Áætlað
er að hans hótel rúmi um 150 til 200
' herbergi. Af þessu má sjá að á næstu
árum fjölgar herbergjum í fyrsta
flokks hótelum um 270—320 og
verða því um þúsund herbergi í
þessum gæðaflokki á boðstólum.
DÝRAR BYGGINGAR
Hótelframkvæmdir eru mjög dýr-
ar. Gera má ráð fyrir því að hvert
hótelherbergi samsvari verði 2 her-
bergja íbúðar. Ef þessi regla er not-
uð, má reikna með að 120 herbergja
hótel kosti um 360 milljónir, og
150—200 herbergja hótel á bilinu
450—600 milljónir. Tölurnar gefa
auðvitað aðeins grófa hugmynd um
hvaða fjármuni hér er um að ræða.
Flest stóru hótelin hafa góða ráð-
stefnuaðstöðu og búast má við því
að eftir nokkur ár verði 6 hótel sem
keppi um ráðstefnur og stóra fundi.
Þetta verður að teljast nokkuð mik-
ið framboð til að þjóna ekki stærri
markaði. Ef harðnar á dalnum á
hótelmarkaðnum er viðbúið að
samkeppnin milli þeirra harðni,
undirboð taki við og tekjur af er-
lendum ferðamönnum minnki. I
vetur var mikil samkeppni milli
hótelanna og voru dæmi þess að
verð á herbergjum færi niður í 500
krónur sem er langt fyrir neðan
markaðsverð. Dæmin frá síðasta
vetri segja hugsanlega til um hvað
koma skal á næstu árum.
í viðskiptalífinu þykir góð regla að
fyrirtæki aðlagi sig að þeim mark-
aði sem fyrir er. í auknum mæli hafa
menn í ferðamannaþjónustunni vilj-
að selja ísland sem dýrt ferða-
mannaland, það er að segja að
reyna að fá hingað ferðamenn sem
eru tilbúnir til að borga fyrir góða
þjónustu og skilja eftir miklar gjald-
eyristekjur. Ef hægt verður að
stækka þennan markað mikið er
vissulega þörf fyrir aukið gistirými
á fyrsta flokks hótelum. Engar
kannanir hafa verið gerðar sem
sýna að þetta sé þróunin næstu ár.
Magnús Oddsson sagði að ekki væri
hægt að halda áfram að byggja upp
þjónustu og búast við því að mark-
aðurinn lagi sig að framboðinu.
AÐ LOKNUM LEIÐTOGA-
FUNDI
Eftir leiðtogafundinn á síðasta
vetri fylltust menn bjartsýni um að
ísland yrði nú mjög eftirsótt ferða-
mannaland, en bjartsýnin má ekki
vera raunsæinu yfirsterkari. í sam-
8 HELGARPÓSTURINN
eftir Salvöru Nordal