Alþýðublaðið - 04.03.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.03.1938, Blaðsíða 1
Það kostar fé að auglýsa, |>ó er það beinn gróðavegur,pvi að Það kemur aftur i auknum viðsklftum. XIX. ARGANGUR FÖSTUDAGUB 4. MARZ 1938. 54. TÖLUBLAÐ Rfi'STJÓRI: F. R. VALDEMARSSON OTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN Það kostar meir að auglýsa ekki, pví að pað er að borga fyrir aðra sem auglýsa og draga að sér viðskiftin. Bæjarstjðrnln ræðir um framkvæmdlr hafnarinnar. ---- ■ --- Byggingu Ægisgarðs er að verða lokið og ef ekki verður ráðist í nýjar nauð- synlegar framkvæmdir missir fjöldi verkamanna atvinnu. A LLMIKLAR umræður urðu á bæjarstjórnar- fundi í gær um höfnina og framkvæmdir hennar. Hóf Jón A. Pétursson um- ræður um málið og flutti eftir- farandi tillögu: ,Þar sem það er upplýst, að ráðgerðar framkvæmdir við höfnina á þessu ári, svo sem uppfylling og bryggjubygging, geta því að eins hafist, að tekið verði lán til þeirra fram- kvæmda, og enn fremur að fækka verður verkamönnum í þjónustu hafnarinnar ef þær framkvæmdir ekki eru hafnar, þá samþykkir bæjarstjórn: 1. Að fella niður skilyrði þau, sem sett voru við afgreiðslu fjárliagsáætlunar Reykjavík- urhafnar viðvíkjandi lán- töku, að því leyti, sem til uppfyllingar og hryggju- gerðar tekur. 2. Að fela hafnarstjórn með til- liti til atvinnuleysisins að flýta framkvæmd þessara mála svo sem auðið er, þann- ig að vinna við þær geti haf- ist hið fyrsta.“ J. A. P. sýndi fram á það, að þeim framkvæmdum, sem aðal- lega hafa verið unnar við höfn- ina undanfarið, bygging Ægis- gárðs o. fl., væri um það bil lok- ið. Þar með væri óhjákvæmi- legt að segja upp fjölda verka- tnanna, og þó væri mikið af framkvæmdum, sem biði. Hins vegar hefði það ákvæði fylgt fjárhagsáætlun hafnar- ihnár frá bæjarstjórn, að höfnin naætti ekki ráðast í framkvæmd ir eða lántökur nema bæjar- stjóm væri aðspurð. Hins vfgar vaéri á fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir 550 þúsund króna lán- töku til nauðsynlegra fram- kvæmda við höfnina, aðallega til hinnar nýju uppfyllingar framundan Verkamannaskýl- inu. En til þess að hægt væri að gera þetta sagði J. A. P. að nauðsynlegt væri að bæjar- stjórn feldi niður skilyrði sitt fyrir lántökunni. Jafnframt skýrði J, A. P. frá Brotist inn í tvo gejfmsluskúra i nótt. VÖ innbrot voru framin í nótt í geymsluskúra, en litlu var stolið. Brotist var inn í geymslu- skúr bak við Lindargötu 41. Hafði verið brotist þar inn um glugga og stolið samfesting og fleira smávegis. Þá var brotist inn í geymslu- skúr hjá Arnarhvoli á þann hátt, að hespa hafði verið dreg- in út. Var þar stolið einni kan- ínu. því, að nokkuð hefði verið leit- að fyrir sér um lánsfé, en ekki af þeirri alvöru, sem nauðsyn- leg væri vegna skilyrðis bæjar- stjórnar. Eftir allmiklar umræður var fyrri tillögunni vísað til bæjar- ráðs, en þeirri síðari til hafnar- stjórnar. Ægisgarður, sem nú er verið að ljúka við, er mikið mann- virki og hefir vinna við hann staðið mjög lengi. Enn er aðeins eftir að setja efsta lagið á garð- inn. En næstu fyrirhuguðu framkvæmdirnar við höfnina eru uppfylling við Verkamanna skýlið, sem er mikið verk, bryggj ugerðin við Ægisgarð og stækkun hafnarhússins. Þetta eru alt saman mjög nauðsynlegar framkvæmdir, og myndu skapa mikla atvinnu. Talið er að um 50 verkamenn missi atvinnu sína, ef höfnin hefur ekki nýjar framkvæmdir nú þegar. FRÉTTIR hafa verið að ber- ast í gærkveldi og í morg- un til Vestmannaeyja gegn um talstöðvar skipa, sem úti eru, af sköðum, sem orðið hafa á fær- eyiskum veiðiskipum hér við land í ofviðrinu seinnihluta dagsins í gær og í nótt. í gærkveldi heyrðist gegnum talstöð í Vestmannaeyjum, að eitt af stærstu veiðiskipum Fær eyinga, Marite, sem var á leið- inni hingað til lands, hefði feng ið á sig stórsjó og brotnað mikið ofan þilja. Brotnaði stýrishús skipsins og tók það og skipstjór- ann, sem var í því, fyrir borð.- Skipstjórinn bjargaðist þó nauðulega, með þeim hætti, að hann náði í lausan enda og tókst skipverjum að ná honum inn aftur. í morgun heyrðist, að þetta skip mundi hafa snúið við aítur til Færeyja og væri mikið brotið. Stórt færeyskt veiðiskip, skútan „Vesturfariim“, kom til Vestmannaeyja lun kl. 10 í morgun með 4 menn stórslas- aða. Er skipið alt brotið ofan þilja. Var verið að flytja menn- ina í land á sjúkrahús, er Al- þýðublaðið átti tal við fréttarit- ara sinn í Eyjum í rnorgun, og var þá ekki kunnugt um meiðsli mannanna, en þau voru sögð mjög mikil, beinbrot og önnur meiðsl, og mennirnir allþungt haldnir. Bæjarráði falið aðviona að iausn togaradeilninar. Ætlar meirihlutinn loks að ganga inná tíllðgor Alhýðnflohhsins nm stuðning við útgerðina? JÓN AXEL PÉTURSSON flutti á bæjarstjórnarfundi í gær tillögu þess efnis, að bæj- arstjórn fæli forseta bæjar- stjórnar að gera tilraunir til að leysa deiluna milli sjómanna og útgerðarmanna. Guðm. Ás- björnsson, sem er forseti bæjar- stjórnarinnar, mæltist undan þessu, þar sem hann væri að nokkru leyti aðili í deilunni. Gek J. A. P. inn á að breyta tillögu sinni þannig, að bæjar- ráði væri falið að hafa afskifti af málinu til að leysa það sem fyrsí. Bjarni Benediktsson skýrði írá því á fundinum, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði undanfarið verið að athuga möguleikana fyrir því að hafa áhrif á lausn deilunnar, og var helzt á hon- um að skilja, að bæjarstjórn myndi verða látin taka afstöðu til tillagna frá meiri hlutanum þessu viðvíkjandi. (Frh. á 4. s.) Heyrst hefir í morgun til fleiri færeyskra skipa, sem hafa orðið fyrir meiri og minni áföll- um í veðrinu, en í sumum, sem vitað er um að voru á veiðum nálægt landi, hefir ekkert heyrst. Búast menn við að tal- stöðvar þeirra hafi bilað í veðr- inu. Yflr ellefn vind- stig í gærkveldi Bilanir f útvarpi og rafmagni. —0— OFSAVEÐUR skall skyndilega á í gærkveldi hér í bænunr, og komst veðurhæðin upp í rúm- lega 11 vindstig kl. 5Va—7. en þá fór veðrinu að slota. Rafmagnið bilaði enn einu sinni.en Elliðaárstöðin tókvið, svo að ekki urðu óþægindi af, nema fyrir verksmiðjur, er vinna méð rafmagni. Þær stöðvuðaist í hálf- an tfjna. Aðalleiðslan frá útvrarpsstöðinjni í Vatn&endahlíð biláði um kl. 6 og var því ekkiert útvairp i gær- kvéldi fyr en tekist hafði að gera' við bilunina, en því var lokið kl. jlO í gærkveldi og var þá lesið mokkuð af fréttum, en fáiir munu Jiafa hlustað á það. Færeyskum veiðisklpom Uekkist á f oMðrinu i nétt -- ■■ "■ . Marglr menn hafa slasast og sklp brotnað ofan pilja. Nazistastjörnin hefír í hyggjn að senda Hieiðller i fangabniir! —--- o --- Hún lét taka hann fastan á ný, af því að hann vildi ekki lofa, að minnast ekki á stjórnmál. LONDON í morgun. FÚ. P MBÆTTISMAÐUR í nazistaflokknum í Ber- lín sagði fréttaritara Reuters í gær, að Niemöller prestur væri nú í fangelsi í Berlín, en að hann myndi að líkind- um verða sendur í fanga- búðir. Það er upplýst, að leynilög- reglan tók Niemöller fastan eftir að dómur hafði verið feld- ur í máli hans, vegna þess að hann vildi ekki gefa loforð um að minnast ekki á stjórnmál eða félagsmál í stólnum, en halda sig algerlega að trúfræðilegum atriðum. Leynilögreglan ber enga á- byrgð gerða sinna gagnvart dómstólunum, en aðeins gagn- vart foringja leynilögreglunn- ar, Himmler. Þess vegna er hægt að halda manni í varð- haldi um óákveðinn tíma án þess að mál hans komi fyrir rétt. VfirvSldin sðgðust gnrfa að vernda Nlemðller fyrir reiði fólkslns! LONDON I gærkveldi. FO. Niemöller prestur var hand- tekinn á ný i gærkveldi, er hann kom út úr réttarsalnuim, eftir að dómur hafði verið feldur í máli hans. Yfirvöldin skýra frá þvi, að þau hafi slegið verndarhendi sinni yfir Niemöller nm stundar- sakir, þar sem að allur almenn- ingur sé óánægður vegna þess, hve dómiurinn var vægur, og að . búast mátti við, aíð gerður yrði aðsúgur að Niemöller, er hann væri látinn laius. Þýzkur hermaðnr strýkur í bíl til Frakklands. LONDON i gærkveldi. FO. ‘E' YRIR fáum dögum kom * þýzkur hermaður akandi í bifreið inn, yfir laindajnærin milli Þýzkaíands og Fraikklian.ds, og er hajnn, var komiinin þrjár míiur inn í Frakkiand bað hann um að sér yrði vísaið tii næstu lðgreglu- stöðvar. Kvaðst hann hafa strokið úr þýzkai hernum og bað um inntöku í frauska málaliðið. Bifreíðin hefir verið send til baka, en það hefir verið tekið við mann,inum, og gera frönslt yfirvöld ekkert með þá tilgátu, sem frann hefir komið, að her- maður þessi Ixafi verið sendur sem njósn,a!ri frá Þýzkalandi til þess að kynna sér Maginotlíniuna svo nefndu, en það eni virki, sem Frakkar hafa gert við austur- laindamærin. NIEMÖLLER. Þatu halda því fram, að hann hefði þá ekki stöðvaíð bifreið sína fyr en hann kom að Magi- xxotlínunni, en hún var 6 míium innan við landamerkjalínuna. Nordal heiðursdoktor há- skólans i Oslo. KAUPM.HÖFN í gærkv. FU. ÞANN 10. þ. m. vexi&ur pró- fessor Sigurður Nordal lcjör- ínxt heiðairsdoktor af háskólanum 5 Oslo. Fara þá fram hátíðahöld víð háskólamn, þar &em þeir mfenn verða' kjörnir doktorar, er varið hafa doktorsritgerðix við ekólann siðaist liðin fimm ár, o*g þeir kjörnir til þess að taka þess>a niaffnbót, er háskólinn vill veita haina. Var þassi siður upp tekian fyrir fiinrn árum, og er þettai því í annað sinn, sem slík athöfn fer fraim. Háskólinn i Osló hefir boðið prófessor Sigurði Nordal að vreara viðstaddur þessa athöfn, en hainn hefir ekki getað þegið boðið, að því er hann hermir fréttastofunn.:. ScbBdodoi neitar ai stai- festa samkomnlag Seyss- Inqnarts við nazistana. —--- •’—+--- Héraðsstjórinn í Steiermark segir af sér. LONDON í morgun. FÚ. ♦ DR. STIPPER, héraösstjór- inn í Steiermark í Aust- urríki, hefir sagt af sér. Telja bæði nazistar í Steiermark og andstæðingar þeirra þetta sig- ur fyrir sig, hvorir í sínu lagi. í stað hans hefir kaþólskur mað- ur verið skipaður í emhættið, og er hann öflugur stuðniugs- maður Schuschniggs. Austurríska ráðuneytið hefir neitað að staðfesta ráðstafaniir þær, er dr. Seyss-Inquart inn- anríkisráðherra gerði í Steier- mark, er hann í málamiðlunar- skyni leyfði nazistum að bera flokksmerki sín og heilsa með nazistakveð j unni. Siglt á Goðafoss Skemdtr nrðu litlar. GOÐAFOSS varð fyrir á- siglingu í fyrri nótt, er hann var á leið frá Hamborg til Kaupmannahafnar. Ásiglingin varð í Kielar- skurði, og var skipið, sem sigldi á Goðafoss, frá Lithauen. Goðafoss hélt áfram ferð sinni, og mun ekki um alvar- legar skemdir að ræða. Játninpm rignlr við réttariiöidin i Moskva LONDON í morgun. FÚ. 17IÐ RÉTTARHÖLDIN í ® Moskva sagði einn hinna ákærðu frá því í gær, að hann hefði staðið í sambandi við ensku leynilögregluna og látið Englendinga fá upplýsingar, sem gætu verið gagnlegar ef til ófriðar kæmi gegn Rússum. Hann sagði, að sér hefði verið fyrirskipað að koma sér í mjúk- inn hjá millistéttunum í Eng- landi, og hefði hann því séð um að Bretar gætu fengið trjávið frá Sovét-Rússlandi fyrir afar- lágt verð. Skákkeppni milli Taflfélags alþýðu og Taflfélags Hafnar- . fjarðar. ¥ FYRRADAG fór fram skákkeppni milli Taflfé- lags alþýðu og Taflfélags Hafn- arfjarðar. Teflt var á 12 borðum og fóru leikar svo að Hafnfirðing- ar fengu vinning en Reyk- víkingar 3Mí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.