Alþýðublaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 1. JÚLÍ 1938. ALÞÝOUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RiTSTJÓRI: F. R. VALDIMARSSON. AFGRFIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfiagötu). SÍMAR: 13*6—49*6. 4900: Aígreiðsia, augjfsingar. 4901: RftsQóm (innlendar fréttir), Í902: Rftstjóri. 4903: Vilhj, S.Vilhjálm»son(heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Alpýðuprentsmiðjan. 4906: Aigreiðsla. ALÞÝÐUFRENTSMIÐJAN n Skjéttn panpð gelrl plini.“ YMSUM ríkisstofnunum hef- ir nýlega borist bréf frá Stjórnarráðinu, þar sem þeim er tilkynt að þær megi fram- vegis ekki greiða kostnað vegna skemtiferða starfsfólksins. Það mun vera orðin föst venja hjá allmörgum ríkisfyrirtækjum, að þau kosti skemtiferð starfs- fólksins út úr bænum einu sinni á ári og sami siður hefir tíðkast hjá allmörgum einka- fyrirtækjum í seinni tíð. í sjálfu sér er ekki nema sjálfsagt að ráðherrarnir hafi eftirlit með rekstri ríkisstofn- ananna og gæti þess, að fylsta sparnaðar og ráðdeildar sé gætt, en þessi sparnaðarráð- stöfun ein út af fyrir sig virðist ekki líkleg til að gefa mikið í aðra hönd fyrir ríkissjóð. Mörgum mun eflaust finnast að hér sé eins og oftar byrjað á öfugum enda. Það er áreiðan- léga ýmislegt annað í opinber- um rekstri, sem frekar væri á- stæða til að ráðherrarnir settu reglur um og hefðu eftirlit með, heldur en skemtiferðir starfs- fólksins. Flestir munu álíta það fullkomlega sanngjarnt að rík- isstofnanir kosti eina skemti- ferð á ári, sé þar gætt hófs, á sama hátt og flestir bændur hafa þann sið að halda ,,töðu- gjöld“ fyrir kaupafólkið. Bezta tryggingin fyrir því að þar sé ekki farið út yfir sæmi- leg takmörk — á sama hátt og það er eina tryggingin fyrir góðum rekstri ríkisstofnana yf- irleitt — er að í forstjórastöð- urnar veljíst hæfir og sam- vizkusamir menn, sem hafi á- byrgðartilfinningu fyrir starfi sínu bæði gagnvart hinu opin- bera og starfsfólki sínu. Þarna liggur hlutverk ráðherranna fyrst og fremst, að gæta þess að forstaða fyrirtækjanna sé í höndum manna, sem virkilega eiga traust skilið, manna, sem ekki misnoti stöður sínar á einn eða annan hátt. Sé þess ekki gætt, gagna reglur og fyrirmæli frá ráðherrunum næsta lítið. Það er á almanna vitorði, að yfir einni af stofnunum ríkis- ins ræður maður, sem hefir sætt endurteknum og að því er virðist talsvert rökstuddum á- kærum fyrir að hafa mis- notað stöðu sína stórlega, ekki aðeins til hags fyrir sjálfan sig, skyldmenni sín og einstaka starfsmenn, heldur einnig á annan hátt misnotað aðstöðu sína gagnvart starfsfólki sínu. Þessi síofnun hefir áður sætt mikilli gagnrýni og það ástand, sem við hana hefir verið ríkj- andi, hefir verið notað af íhald- inu tíj þess að koma óorði á aðrar ríkisstofnanir að tilefnis- lausu og til þess að telja fólki trú um að þær séu gróðrarstíur fyrir sukk og alls'konar óreiðu. Á þann hátt hefir íhaldið reynt að draga athygli þjóðar- imiar frá ráðsmensku íhaldsfor- Afstaða alpýðn á Norðnr- og Anstarlandi til dellnmálanna -----o---- Sundrungarstarfsemi H. V. hefir þegar í stað strandað með öllu. Viðtal fið Jón Sig- nrðssin erisðreba. JÓN SIGURÐSSON erind- reki Alþýðusambands ís- lands var staddur hér í bænum um helgina snögga ferð. Hann hefir undanfarna mánuði ver- ið á sífeldu ferðalagi á Norður- og Austurlandi og heimsótt al- þýðufélögin. Hann sagði meðal annars um ferðir sínar og starfsemi verka- lýðsfélaganna: Verkalýðshreyf- ingin bæði á Austurlandi og á Norðurlandi er að komast í skipulagsbundnara form. Þó ber nokkuð á losi á ein- staka stað, og' þá fyrst og fremst á Austurlandi, en þang- að hefir hin kommúnistiska sundrungaralda ekki náð fyr en nú. Á Norðurlandi hafa ílest félögin nú yfirunnið það afhroð, sem hún galt við sundrungar- starfsemi þeirra 1930 og næstu árin þar á eftir — og þó eimir svolítið eftir á einstaka stað og má því ekki búast við neinum afrekum samtakanna fyrst um sinn. Það er alveg rétt, sem ég las nýlega í Alþýðublaðinu, að það er eins og þessi pest þurfi að ganga yfir svo að alþýðan skilji til fullnustu hvaða leið hún á að fara. Sú hefir reynslan orð- ið á Norðurlandi og Vesturlandi, þá reynslu er alþýðan í Reykja- vík nú að fá og þá reynslu mun alþýðan á Austurlandi einn ig fá. Ég vil líka taka það fram, að sundrungarstarfsemi Héð- ins Valdimarssonar strandar einmitt allsstaðar á því, að menn finna hve skyld hún er starf- semi kommúnista. Hún ber ekki annað fram en það sem kommúnistar hafa notað og menn kannast því fullkomlega bæði við orðin og athafnirnar. Það er því engin furða þó að Vesturland og Norðurland sé svo að segja einlitt. í fyrstunni stóð fólk þó nokk- uð tvíátta, vegna þess að það vissi ekki í raun og veru hvað um var deilt, en síðan það skýrðist, hefir það sýnt sig, að Alþýðuflokkurinn stendur ó- skiftur svo að segja allsstaðar úti um land. Hefir og margt hjálpað til þess, aðförin að Jóni heitnum Baldvinssyni í vetur, sem H. V. stóð á bak við, afstaða Alþýðusambands Vest- fjarða, fulltrúakosningin í Sjó- mannafélaginu og vantraustið, sem kommúnistar fengu við alls herjaratkvæðagreiðsluna í Dagsbrún, sem satt að segja kom mönnum þægilega á óvart, kólfanna, sem sölsað hafa undir sig mikinn hluta af sparifé þjóðarinnar og sóað því með ó- hófseyðslu og spekulationum. Það hvorttveggja væri þýð- ingarmeira hlutverk fyrir ríkis- stjórnina að leysa, að binda enda á gálauslega meðferð á sparifé þjóðarinnar, að svo miklu leyti sem í hennar valdi stendur, og hreinsa til í þeim ríkisstofnunum, þar sem um virkilega misnotkun er að ræða, í stað þess að gefa út fyrirmæli um að spara á skemtiferðum ríkisstofnana, enda þótt það kunni ekki að teljast ámælis- verð ráðstöfun í sjálfu sér. eftir allar fullyrðingar H. V. í blöðum og við útvarpsumræð- urnar, að honum fylgdu 90% allra Dagsbrúnarmanna. Að mínu áliti er nú ekkert eftir annað en að H. V. sam- einist kommúnistum hreinlega, svo að menn fái fullkomlega staðfestingu á öllu því, sem við Alþýðuflokksmenn höfum hald ið fram. Kommúnistar og H. V. hafa gert mikið úr því, þegar fengist hafa samþykktir þeim í vil á fámennum fundum. Við Alþýðuflokksmenn höfum hins vegar ekki lagt í vana okkar að knýja fram slíkar samþykkt- ir. Ég skal t. d. geta þess að í Ólafsfirði var kallaður saman skyndifundur í Verkalýðsfélag- inu og látið kjósa fulltrúa. 15 menn tóku þátt í atkvæðagreiðsl unni. Maður, sem sagt er að fylgi Héðni, en ég hefi þó enga trú á, enn sem komið er, fékk 8 atkvæði, en andstæðingur H. V. 7. Hvenær sem er, er hægt að breyta þessari kosningu, því að öll heildin af félagsmönn- unum er andvíg öllu makki við H. V. og kommúnista. Þá skal ég segja frá því, að síðustu, að Jóhann Björnsson í Reyðarfirði — sá er á síðasta sambandsþingi fastast stóð með H. V. og undir- ritaði öll vinmælin til komm- únista ásamt honum og Jóni Guðlaugssyni bar fram tillögu frá H. V. á fundi í félaginu, en stjórn félagsins bar fram frá- vísunartillögu. Sú tillaga var samþykkt með öllum atkvæð- um gegn þremur. Jóhann stóð einn, með einum tveimur komm únistum. Þó hefir þetta lið verið að flagga með Reyðarfirði! Ég hygg að alþýðusamtökin og Al- þýðuflokkurinn yfirvinni á ótrú lega skömmum tíma afleiðing- ar þessara deilna.“ Slysavarnlr á landl hafa borlð mlldnn árangur. -----«--- Forstöðumaður þeirra Jón Oddgeir Jóns son dvelur í sumar í Danmörku á veg~ um frægasta björgunarfélags á Norður- löndum, Falcks Redningskorps í Khöfn. Viðtal fið Jón Odd- geir Jónsson. ¥ÓN ODDGEIR JÓNSSON ** forstöðumaður slysa- varna á landi fór utan á mánudagskvöld. — Dvelur hann í nokkurn tíma í Dan- mörku í boði eins frægasta björgunar- og hjálparfélags á Norðurlöndum, Falcks Redningskorps í Kaup- mannahöfn. Mun hann stunda nám á skóla þessa fé- lags og kynna sér starfsað- ferðir þess í björgun og hjálp eftir því sem föng eru á. Daginn sem Jón Oddgeir fór utan, hafði Alþýðublaðið tal af honurn um starf hans sem for- stöðumanns slysavarna á landi, en nú er rúmt ár liðið síðan það var hafið. J. O. J. sagði meðal annars: „Ég hafði lengi haft löngun til að koma af stað hér starf- semi í þessa átt Ég hafði bæði sem skáti og eins á ferðum er- lendis kynt mér slíka starfsemi, enda er hún algeng erlendis. En hér voru engir peningar til slíkra framkvæmda. Ég fór því til stjórnar Slysavarnafélags- ins og bað um að ég mætti reka slysavarnir á landi undir vernd þess. Var máli mínu tekið mjög vel, og hefi ég notið mikillar aðstoðar og velvildar frá þessu volduga og ágæta félagi. Hefi ég haft þar samastað og hefir það orðið mér mikil hjálp. En féð til starfseminnar vant- aði. Ég snéri mér því til ýmissa fyrirtækja og stofnana með beiðni um aðstoð og valdi ég stofnanirnar eftir því, sem ég vissi að hliðstæðar stofnanir styrktu slíka starfsemi. Helztu styrkirnir, sem starf- semin nýtur, eru þessir: Bæjarsjóður Reykjavíkur kr. 1000,00. Brunabótafélag íslands kr. 1000,00. Slysatrygging rík- isins kr. 1000,00. Sjóvátrygg- ingafélag íslands kr. 100,00. Nokkur önnur tryggingafélög og stofnanir tryggja starfsem- ina með minni styrkjum. Það er hægt að reka starfsemina með því fé, sem hún nýtur, en það þyrfti að vera meira til þess að hún uppfylti að fullu þá þörf, sem er fyrir hana. Vinsældir slysavarna á landi hafa aukist með hverjum mán- uði, sem liðið hefir, og það er margt, sém rekja má til hennar, meðal annars hinar ströngu um- ferðareglur, sem nú er búið að setja upp hér í bænum. Ég hefi rekið starfsemina með fyrir- lestrum, starfshópaskipun og námskeiðum bæði hér í bænum og úti um land. Hefi ég haft námskeið í lífgun og björgun o. fl., bæði hér í bænum, í Sand- gerði, á Eyrarbakka, í Vest- mannaeyjum, á ísafirði og víð- ar, og hafa þátttakendur skift mörgum hundruðum. Ég hefi haft námskeið með iðnaðarmönnum um varnir gegn slysahættu, eldsvarnavika var haldin sl. haust og verður aftur næsta haust. Þá hefi ég haft námskeið fyrir sjómenn í al- mennu sundi og björgunarsundi og svo var umferðavika, sem hefir haft mikil áhrif. Þá sett- um við upp björgunartæki á baðstaðnum við Skerjafjörð, höfum oft tekið þátt í dauða- leitum og ýmislegt fleira höfum við gert til hjálpar og leiðbein- ingar, t. d. höfum við útvegað lyfjakassa í verksmiðjur og á vinnustaði o. s. frv. Öll kensla hefir farið fram ó- keypis, og er ég þess fullviss, að starfsemi okkar hefir borið mik inn árangur. Héfi ég mikla löng un til að auka hana og gera hana fullkomnari og vænti ég að það takist eftir að ég hefi í sumar kynt mér nákvæmlega starfsemi Falcks í Danmörku — og annara slíkra félaga, eins og Arbeidernes Samaritforening. Drottnlngin ©i' væntanúeg hingað á siuinmt- dag. Plöntusjúkdómav og varnir gegn þeljn, heitir ný- útköimnin bækliingfur eftir Ingólf Davíðisson náttúrufræöiing. Er rit- ið igiefið út af Atvhmudei’ld Há- sikólans <ag er það fyrsta ritið, stem Atviimudei’idin gefur út. 1 rítiiniu eru 60 mynjdir til sikýriingar. Ri'ti’ð fæst hjá bóksöVum og kost- ar 2 króniuir. Norska eftii'títsskiptð ; „Frídtjof Nansen“ lajgði af stað í íslandsleiðangur sinin í gær. Skiþið, sem hefir 67 anaama á- höfn, rnjum korna við á Akuireyri o;g Sigltufirði. F.O. Ef pér vissuð hve auðvelt er að hafa falleg gólf, án erí- iðis, pá mynduð pér ekki láta biða að kaupa Trjáflutningur. Siðustu daiga fyrra máiniaiðiar voru flutt niokkur . gönml reýini- og birkitré úr garði Júlíusa'r heit- i'ns Sigurðs'&oinar og gróðuirseít á Ráðhústorgi á Akureyrj. Tréu voru M 7—8 metra há, og var fJutningur þeirra þess \æg,na ímkfcrum OrfiðJeifcuim bundinn. — Grafið var kijnigum hveirt tré í hæfilegri fjarímgð, svo að rætur voru óskaddaðar, siðian gerðtiir kaissi um hvern rótíirh.naius og þeim koniið fyrir á sleða, sem vörubifreið dró svo á ákvö<rð.U|n- arstaði'nin, .en sú leið var stutt — um 80—100 metrar — en rót- airlmausiairmir voiriu tvær smálestir hvefr að þyngd. — Miklar lífcur eru til að trón lifi, þó að Sluitn- ingur þeirra færi fram á óhent- Ugum tíima, on svo stóð á, áð g'arðufi'mn, þar sem þau stóðu áðtif, var tekinin til notkunar siem bygjgiúgarlóð, og vautð að ryðja, trjánum burt í skyindi. Um- sjón með flutnirigi trjámna hafði Jón Röginvaldsson garðyrkju- maöur frá Fífilgerði! FO. Hériað&mót Borgfirðinga vefðmr haildið n. k. siuimtudag hjá Ferjukoti. Laxfoss fer tvær ferðir til Borgia'mess þann diaig. I nrtanf él agsmó t heldut gláraufélaigiö Ármann í JósiefsdaJ lum helgina. Þátttakend ur eigas að mæta við Iþróttahús- m kl. 5 e. h. á laiugardiag. NEI. Flugmaðurinn hefir gert nauðsynlegar ör- yggisráöstafanir. En það eru fleiri en flugmenn, sem þuría aö brynja sig gegn slysum og dauða. ÞAÐ er aö vísu ekki hægt aö tryggja sig fullkom- lega gegn slysum og dauða, en það er hægt að tryggja sig gegn afleiðingunum. E F þér gætuð hugsað yð- kringumstæöurnar ur eins og þær verða, þegar þér eruð fallinn frá, þá sæjuö þér hvað líftrygging getur gert. LÍFTRYGGINGARFÉ- LÖGIN eru til yöar vegna. Og nú getið þér tryggt yður í íslenzku félagi. Líftryggingin þarf ekki að véra há. En hún þarf að vera frá „Sjóvátrygging“. Sjóvátryqqi aq ísiands f líítrygg iitRardeild. Aðalskrifstofa: Eimskip, 2. hæð. Sími 1700. Tryggingarskrifst.: Carl D. Tulinius & Co. h. f., Austurstræti 14, Sími 1730.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.