Alþýðublaðið - 01.07.1938, Page 1

Alþýðublaðið - 01.07.1938, Page 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XIX. ARGANGUR FÖSTUDAGINN 1. JULI 1938. 149. TOLUBLAÐ finr heiBilis- ra í dag. Stjórn Sjúkrasamlagsins nndirrit- aði nýja samninga við lækna í gær. Fyrsta endurbótin á sjúkra- tryggingalogunum. A VETRARÞINGINU ■**■ 1937 voru samþyktar ýmsar breytingar á sjúkra- tryggingalögunum, þar á meðal að samlögin skuli framvegis greiða almenna læknishjálp að fullu. Hingað til hafa læknar haft heimild til að krefja sjúklingana sjálfa um Va hluta af lækniskostnaði, en samlagið borgaði læknunum aðeins %. Þetta fjórðungs- gjald eða ,,læknagjaldið“ eins og það hefir verið kallað manna á millum, fellur nið- ur í dag og framvegis þurfa meðlimir S. R. ekkert að borga fyrir venjulegt heimil- islæknastarf. Munu meðlimir S. R. fagna því að vera framvegis lausir við þetta óvinsæia aukagjald. Aft- ur á móti hafa sérfræðingar eft- ir sem áður rétt til að krefja meðlimi S. R. um fjórðungs- gjald. Ástæðan til þess að fjórðungs gjaldið hefir ekki verið afnum- ið fyr en þetta er sú, að S. R. var bundið af samningum við Læknafélagið og var sex mán- aða uppsagnarfrestur á samn- ingunum, miðað við áramót. Lögin gengu í gildi 31. des. 1937. Undanfarna mánuði hafa staðið yfir samningar milli Sjúkrasamlagsins og Læknafé- lagsins út af afnámi fjórðungs- gjaldsins, og voru samningar undirskrifaðir í gærkveldi. Eins og Alþýðublaðið hafði áður skýrt frá, höfðu læknar krafist allmikillar hækkunar á fastagjaldi samlagsins fyrir hvern meðlim. Eftir því sem blaðið hefir frétt, varð sam- komulag um nokkra hækkun til læknanna, en þó eigi svo mikla, sem þeir höfðu farið fram á. Hins vegar voru samningarnir aðeins framlengdir til áramóta og er tilætlunin að teknir veröi upp samningar á ný íyrir þann tíma. Læknakostnaðurinn hjá S. R. hefir síðan samlagið tók til starfa verið mjög hár, ef miðað er við erlenda reynslu og ein af aðalorsökum þess, hversu dýrt samlagið er í rekstri. Sam- kvæmt hinum nýja samningi hækkar læknakostnaðurinn enn nokkuð og eru þá víst litlar lík- ur til þess að samlagið geti lækkað iðgjöldin, eins og marg- ir hafa vonast eftir. Hins vegar ber á það að líta, að hlunnindi samlagsins aukast að mun við afnám fjórðungsgjaldsins. Þ«ss verður að vænta að samlagið geti náð hagkjsæmari samningum við lækna frá næstu áramótum. Alt bendir til þess að læknagjaldið hafi verið ákveðið óeðlilega hátt í byrjun, enda var þá við enga innlenda reynslu að styðjast. Það virðist engum vafa und- irorpið, að tekjur lækna hafi aukist mjög verulega síðan sam lagið tók til starfa, og munu þeir þó áður hafa verið einhver tekjuhæsta stétt þjóðfélagsins. Alþýðublaðið skýrði frá því nýlega, að útsvar þeirra lækna, sem starfa hjá S. R., hefðu hækkað um ca. 30% frá 1937 til 1938 en tekju- og eigna- skattur um ca. 124%. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefir fengið hjá Tryggingastofnuninni, hafa líf- eyrisgjöld lækna, þau, sem mið- uð eru við skattskyldar tekjur, samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri hækkað um ea. 40—45% að meðaltali á sama tíma, en það þýðir raunverulega hið sama og að skattskyldar tekjur lækna hafi aukist sem þessu nemur. Það virðist því fulkomin á- stæða til þess að þessi mál séu tekin til endurskoðunar, enda munu báðir aðilar sammála um það. Næsta nót norræna fimleikamaina á Islandi ? KAUPM.HÖFN í gærkv. F.Ú. AMÓTI norræiina fimleika- maima í Hifílsingftoirs var samþykt aiö te'ita hófiattma urn paiö, aó næsta mót n(0irí|a&pa fiimiieikaimainma yr&i haldið á ís~ laindá'. Er ráögcrl aið Ieigja stórt skip Ú fiairaíri'niniair, ef úr þeissu ver'ður. K.R. oo Fram keppa viö kióð- verjana á mlðvikidagskvðld ------------ ---■*.-. Víkingur, með þremur mönnum úr öðrum félögum, keppir í kvöld. AKVEÐIÐ hefir verið að Þjóðverjar keppi á mið- vikudagskvöld við lið, sem skip- að verður mönnum úr K. R. og Fram eingöngu. Er þetta raikið gleðiefni fyrir alla áhugamenn um knattspyrnu. Enn mun ekki vera ákveðið hvernig liðið verður skipað. í kvöld keppir Víkingur við Þjóðverjana. Hefir Víkingur þó fengið þrjá menn lánaða: Björgvin Schram frá K. R. sem miðframvörð, Magnús Berg- steinsson frá Val sem útfram- herja og Berentsen frá K. R. í marki. Dómari í kvöld verður Guð- jón Einarsson. í gær fóru Þjóðverjarnir til Þingvalla í boði ríkisstjórnar- innar, ennfremur skoðuðu þeir hér í bænum söfn. í dag fara þeir til Hafnarfjarðar og víðar og á morgun fara þeir að Gull- fossi og Geysi í boði bæjar- stjórnar. Kappleikurinn við úrvalslið- ið verður á mánudagskvöld, en það mun ekki vera fullskipað enn. w © O ö CA o 3 ffi O ss a 3 p W fo 3 cu sa w o sr js 3 crq O' O 2. 5’ o W Ve> < W » 3 s fö ciq SS SS' 4> Æ O « tí O 3 3 3 -S 4) TS £ S3 3 s . © U! 9Í U & o > o iSÍ ts u s u 4) S5 4) « 4) :3 O £ SKIPUN KAPPLIÐANNA I KVOLD; Merkileg bók, sem á að geyma rit- handir manna um aldnr og æfi. Þorsteinn Víglundarson, skólastjóri Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, og samkenn- arar lians hafa átt frumkvæði að fjársöfnun til byggingar fyr- ir skólann, en til þessa hefir hann verið í leiguhúsnæði. Hefir Þ. V. í hyggju að kom- ið verði upp veglegu skólahúsi, þar sem hinn væntanlegi hús- mæðraskóli bæjarins geti einn- ig fengið vistai'verur og einnig geti verið þar barnaheimili að sumi’i til. Þ. V. og samkennarar hans hafa látið gera skinnbók eina mikla, hinn glæsilegasta kosta- grip, úr sútuðum sauðskinnum, 6n spjöld skorin af hagleiks- manninum Bjai’na Guðjónssyni. Er ætlunin að menn skrifi nöfn sín í bókina og' greiði um leið 2 krónur. Geymast nöfn þessara styrktai’manna í bókinni um ald ur og æfi, en hún verður einn mesti kjörgripur skólans í fram tíðinni. Spjöldin eru gjörð úr hnottré, en blöðin heft með koparspöng- um. Forspjald bókarinnar er prýtt skurðmyndum Bjarna og er aðalmyndin maður í sjóklæð- um við öldustokk og heldur hann á kaðalblökk, en svipur hans ber vott um þrek og vilja- styrk. Á þessi mynd að tákna aðalatvinnuveg Eyjaskeggja. Umhverfis myndina eru 4 smá- myndir af ungu fólki við nám og íþróttir, en hvorutveggja byggist á atvinnuveginum. Bókin heitir Eyjaskinna og munu eklti aðeins allir Vest- mannaeyingar skrifa nöfn sín í hana heldur og fjölda margir aðrir. Með því styðja þeir nauð- synlegt menningarmál. Veriur Schoschnigg dreginn fyrir naz- istadómstól? LONDON í igænkv. F.Ú. ’jEhÚRGKEL, sá ér siend'ixr vair af ■“-* þýzku stjórnii'naú tiil Auistur- rikfe, tiíl þess aö nndur-skipu- liqgjgja stjúnniina þar:, eftiir siaatn- ei'niiqgu Austurríkis -oig Þýzka- Iialnlds, áttí i d;a|g tal við bl'aö.v «1100.111 xnn ástáffid’ið í Austuirríki yfiiiildht. Haitin sa,gð.i ihéðiail amnlains lutm Dr. Schusdmiigg, að hiainn væri i Víinaírb&r|g icng liiðl vel Dg sætti gó&ri mieðfierð. Það væri iekki í sínui váldi að skipa máíahöföan gtegn Schiusclmiigg, en í stjám- ttð hatns hefði Schuschnigg látið tafoa ólöjgle|g>a af iífii 13 mcnin fyifiir pól'itiskair sakír og myndu 30 aörfr mentn hafia venið tetair af líifi á sama hátt efi almertinmgsr áditið hiefði ekki komSð í yeig fyrir þaíð'. Þess' viqgina værí ekk'i nema sanaigjaríiit, iaið Schutschnigg yrði kaflJiaiður fýrir rétt og látmm sæta ábyrgð gerða smna. Hore Belisha, hermálaráðherra Chamberlams, í hópi lífsglaðra brezkra hermanna. Enska herstjM verðnr að beygja sig fyrir bíigini. -------4------ Þingið hefir æðsta vald, eínnig til að gagnrýna gerðir stjórnarinnar og her- foringjaráðsins. LONDON í gærkv. FÚ. AT EFNDIN, sem í gær var skipuð í neðri málstofu brezka þingsins til þess að at- huga, hvort gengið hefði verið á rétt þingsins og Mr. Sandys sem þingmanns, með því að skipa honum að mæta í rann- sóknarrétti í einkennisbúningi sínum sem liðsforingi í brezka hernum, hefir þegar skilað á- liti sínu. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu, að herstjórnin hefði ekki haft neina heimild til þess að kveðja Mr. Sandys á þennan hátt fyrir herrétt, en hinsvegar væru engin lagafyrirmæli, sem næðu til slíkra rnála sem þetta er. Chamberlain foi’sætisráð- herra tilkynnti niðurstöðu nefndarinnar og skýrði frá því um leið, að það eina, sem nefnd in hefði haft við að styðjast, væri úi’skui’ður frá árinu 1641 þar sem tekið er fram, að þing- menn megi ekki nota sérréttindi sín á þann hátt að það geti orð- ið til tjóns fyrir x-íkið. Bréfið sem gerði her- málaráðherrann inæddan Hermálai’áðherrann, Hore Be lisha, tók til máls og skýrði nákvæmlega frá gangi málsins. Hann sagði að í bréfi því, sem honum barst frá Mr. Sandys hefði verið nákvæmlega skýrt frá því, hvar koma skyldi fyr- ir loítvarnabyssum, hve marg- ar þær skyldu vera, og hvaðan þær skyldu fengnar. Bréfið hefði borið með sér að þingmað urinn hefði fengið vitneskju um atriði, sem hvergi er að finna nema í leynilegum skjölum lier (Frh. á 4. síðu.) FláðJellihifliiioijarSskjÉlft ar valda stórtiönf i Höfuðborgin má heita einangmð, yfir hundrað þúsund hús eru umfiotin af vatni, háif miiljón manna hefir orðið að flýja heimiii sin. OSLO í gærkveldi. FB. TU' ÁNARI fregnir hafa borist ■*•" um flóð þau lxin miklu, sem orðið hafa í Japan, en ofan á rigningar miklar að undan- förnu kom fellibylur og land- skjálfti. Tjónið er gífurlegt. Tokíó höfuðborg Japan má heita ein- aixgruð frá öðrurn landshlutum. Tuttugu járnbrautarbrýr mega heita gereyðilagðar, og tjón á húsum, járnbrautum, vegum og öðrum mannvirkjum nemur svo hundruðum milljóna yen skift- ir. Fjöldi liúsa liefir hrunið. — 5Ö0.0ÖÖ manna lxafa fluið heimili sín og á annað hundrað þúsund hús eru umflotin vatni. Jarðhrun hefir orðið á 107 stöðum. Mest er tjónið í Tokíö og er þegar kunnugt, að um 120 menn hafi beðið bana. (NRP.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.