Alþýðublaðið - 07.11.1938, Side 3
MÁNUDAGINN 7. NÓV, 1938
*
Sjómenn og samtök þeirra
svívirt af kommúnistum.
ALSÞYÐUBLAÐIÐ
KKSTJÓEI:
V. R. VALÐEMARSSON.
AFGREIÐSILA:
ALÞÝÐUHÚSINU
(Inngangur írá Hverflsgötu).
SÍMAS: 4900—49it.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Rit8tjóm (inníendar fréttír),
4902- Rifstjöri,
4903: Vilhj. S. Vilhjálmsson (heima)
4904: F. R. Váidemarsson (heima)'
4905: Alpýðuprentsmiðjan.
4306: Afgreiðsia.
ALÞÝÐUPRENTSMIHJAN
Banðalai Héðlns
oy Ólafs Thors.
U r'li ^--------- i fitálil
IÐ opinbera bandalag kom-
múnista og íhald við alls-
herjaratkvæðagreiðsluna í Dags
brún undanfarna daga sannar
tvent:
í fyrsta lagi, að heildsala-
og atvinnurekendaklíka sú, sem
ra'ður gerðum Sjálfstæðis-
flokksins er orðin algerlega
gegnsýrð af nazismanum og
hefir tekið upp bardagaaðferðir
hans, í öðru lagi, að flokkur
kommúnista er svo gjörsamlega
ábyrgðarlaus og blindaður af
ofstæki, að hann svífst þess ekki
að taka höndum saman við
verstu óvini alþýðunnar til þess
að brjóta niður sterkasta vígi
hennar, sem hefir tekið hana
áratuga fórnfúsa baráttu að
byggja upp.
Blöð Sjálfstæðisflokksins
hafa kepst við að lýsa því yfir
undanfarið, að þau álíti starf-
semi kommúnista vera „land-
ráðastarfsemi11 hættulega „þjóð
menningu og þjóðfrelsi" lands-
ins, já, meira að segja hættu-
legasta af öllu fyrir þessi verð-
mæti. Samt styður íhaldið þessa
„landráðamenn“ eins ötullega
eins og það getur til þess að
koma fram langmesta áhuga-
máli þeirra sem stendur, að
stofna til klofnings alþýðusam-
takanna.
Ummæli Vísis á laugardaginn
taka af öll tvímæli um það, að
íhaldinu er vel ljóst hvað það er
að gera:
„Hins verða sjálfstæðismenn
að minnast, að svo getur farið,
að kommúnisíar uppskeri ríku-
legasta ávexti innan verkalýðs-
hreyfingarinnar í bili, ef óá-
nægðu öflin (þ. e. íhald og
komnaúnistar) verða ofan á í
kosningunum," segir Vísir.
En fari svo, eins og Vísir ger-
ir ráð fyrir, að Sjálfstæðismenn
verði í minnihluta og verkalýðs-
hreyfingin verði undirgefin
kommúnistum,
„þá bíður þeirra mikið og
göfugt hlutverk, en það er að
ráða niðurlögum kommúnism-
ans innan verkalýðshreyfingar-
innar og fá verkamenn alla í
fylkingu föðurlandsvina, en
ekki þjóðarfjenda,“
Það er ekki torvelt að ímynda
sér hvað það er, sem fyrir í-
haldinu vakir og hvert fordæm-
isins er leitað:
Nazistarnir og kommúnist-
arnir í Þýzkalandi börðust fyrst
hlið við hlið til þess að veikja
lýöræðisöflin í landinu og gera
stjórn lýðræðisflokkanna ó-
starfhæfa, því næst þegar kom-
múnistar höfðu lamað verka-
lýðshreyfinguna var vopnum
nazistanna snúið gegn komm-
únistunum, sem „landráða-
mönnum“ og „þjóðarfjend.um“
og öll þjóðin hnept í fjötra ein-
rajðis og blóðugrar kúgunar
undir því yfirskyni, að verið
væri að „frelsa" þjóðina frá
bolsévismanum.
Þannig er sú framtíð, er
AFUNDUM verkamannafé-
lagsins Dagsbrún undan-
farna daga, í Trúnaðármanna-
ráði og félagsfundi á laugard.-
kvöld hefir verið meðal annara
umræðuefna hjá foringjum
kommúnista að svívirða samtök
sjómanna í Sjómannafélagi
Reykjavíkur og síðan klykkir
séra Fúsi út í blaðsnepli þeirra
í forustugrein, er svo mun
eiga að heita. Það fer vel á því,
að kommúnistinn Þorsteinn
Pétursson hefji sönginn og síð-
an taki þeir undir Héðinn og
Fúsi, sem báðir hafa heldur
viljað glata mannorði sínu í bar-
áttu verkalýðsstéttanna og
ganga á hönd böðlum hennar,
kommúnistum, og höfuðand-
stæðingi íhaldinu, en starfa
sem sannir Alþýðuflokksmenn
og verkalýðssinnar í hinum
gamla flokki sínum, Alþýðu-
flokknum og Alþýðusamband-
inu.
í klofningsstarfsemi sinni
hafa þeir þegar fylt svo mæli
synda sinna í augum allra hugs-
andi manna meðal alþýðunnar 1
landinu, að þeir eiga sér engrar
viðreisriar von framar.
I þau 2Z ár, sem liðin eru síð-
an Alþýðusambandið var stofn-
að, hafa samtök verkamanna og
sjómanna hér í bænúm unnið
saman í fullkominni einingu.
Það er fyrst nú að forystumenn
Dagsbrúnar þurfa að kasta
hnútum og svívirða sjómenn og
samtök þeirra. Sjómannastéttin
hefir fram á þenna dag háð harð
asta baráttu allra stétta fyrir
lífskjörum sínum og þar af leið-
andi lagt allra vinnandi stétta
mest í sölurnar fyrir málstað
sínum og um leið annara stétta.
Með kaupbaráttu sinni á und-
anförnum árum hefir kaup og
kjör sjómanna haldist í sam-
ræmi við verðlag í landinu. Hins
vegar hefir samdráttur útgerð-
arinnar, styttra úthald og flokk-
un skipa valdið því að árstekjur
hafa rýrnað á seinni árum. Með
kaupdeilunni, sem hófst í byrj-
un yfirstandandi árs, var hafin
barátta fyrir hækkun á kaupi
og bættum kjörum, til þess að
jafna það ósamræmi, sem skap-
ast hafði. Öllum er kunnugt
hvaða aðferðum beitt var til
þess að berja þær réttmætu
kröfur niður, þar sem deilan var
af útgerðarmönnum og stjórn-
málaflokki þeirra gerð hápóli-
tísk. Það er flestra mál að fá
klíka sú, sem ræður íhalds-
flokknum, hefir hugað íslenzku
þjóðinni. Það er áreiðanlegt. að
þessi hugsunarháttur er fjarri
öllum þorra þeirra manna, sem
hingað til hafa fylgt Sjálfstæð-
isflokknum, sem hefir þózt vera
flokkur lýðræðis og jafnréttis
allra stétta þjóðarinnar öllum
fremur, að málum. Nú sjá þeir
að Sjálfstæðisflokkurinn hefir
beinlínis gert bandalag við
kommúnista, hina svörnu á-
hangendur byltinga og ofbeld-
is, ekki til þess að vernda lýð-
ræðið í landinu, heldur til þess
að vinna að upplausn þess og
bæla það síðan niður.
Allur almenningur þessa
lands verður að gera sér ljósa
þá hættu. sem lýðræðinu í land-
inu stafar af þessu glæfralega
bandalagi þeirra skólabræðr-
anna, Héðins og Ólafs Thors,
olíusalans og skuldakóngsins,
sem mun eiga eftir að koma
enn betur í Ijós.
----------..........
stéttarfélög hefðu þolað þá eld-
raun, sem sjómenn og samtök
þeirra urðu að ganga í gegnum
og standa órofin eftir. Enginn
varð þá var við að þrenningin
Steini, Fúsi og Héðinn ættu nein
úrræði til að forðast þá lausn,
sem varð, aðra en þá, sem farin
var.
Dauðu samtökin hans séra
Fúsa hafa á undanförnum átta
árum háð harða baráttu fyrir
hagsmunum félagsmanna. 1931
• var háð hörð deila við línuveið-
araeigendur um kaup og kjör.
Samningar tókust 14. febr. með
allmiklum kjarabótum. Næsta
deila var í ársbyrjun 1932 um
kjör á línugufubátum og breytt-
ust þau þá enn á ný í hagkvæm
horf. Sama ár voru gerðir samn-
ingar fyrir sjómenn á verzlun-
arflotanum, sem fengust þó ekki
fyr en til verkfalls var gripið.
Einnig á félagið í deilu við
Kveldúlf út af síldveiðikjörum.
Árið 1933. Gerðir samningar
um síldveiðikjör við Kveldúlf.
Samningar gerðir við mótor-
bátaeigendur á þorsk- og síld-
veiðum. Samningar gerðir við
eigendur flutningaskipa Heklu
og Eddu. Þrátt fyrir kröfur út-
gerðarmanna um kauplækkanir
tókst félaginu að varna þeim.
Árið 1934. Deila við h/f.
Kveldúlf o. fl. um síldveiðikjör-
in. Samningar tókust. — Samn-
ingar gerðir við Vélbátafélag
Reykjavíkur. — Samningar
gerðir við eigendur Columbus
og Eddu. í lok ársins hefst deila
við togafaeigendur.
Árið 1935. Verkfall togarasjó-
manna, sem endaði með samn-
ingi í lok janúar, en félagið
hafði verið samningslaust und-
anfarin 3 ár. Kjarabætur feng-
ust. Samningar og samþyktir
voru gerðar um kaup og kjör
á síldveiðum fyrir línubáta og
mótorbáta. Kjörum breytt til
hækkunar.
Árið 1936. Samningar um
kaup og kjör á línugufubátum
gerðir og þá í fyrsta sinn með
kauptryggingu. Næstu samning-
ar með kauptryggingu voru
gerðir 14. júní við vélbátafélag
Reykjavíkur. Við sömu aðila
6. febr. um kjör á saltfiskveið-
um. Þá var gerður samningur
um kjör á karfaveiðum 16.
apríl.
Á árinu 1937 hefst hin al-
kunna togaradeila, sem endaði
á yfirstandandi ári. Enn fremur
á þessu ári farmannadeilan, sem
lyktaði með samningi, sem í fel-
ast ýms hlunnindi, svo sem
lengra sumarfrí, hækkun á eft-
irvinnukaupi, kaupuppbót inni-
falin í hlunnindum, sem nam
til jafnaðar alt að 10% tekju-
auka.
Samkvæmt þessari skýrslu,
sem fengin er á skrifstofu Sjó-
mannafélagsins, hefir Sjómanna
félagið háð meira eða minna
harðsnúna launa- og kjarabar-
áttu í þau 8 ár, sem séra Fúsi
kallar félagið dauða félagið.
Slík er sannleiksást þessara
manna. í ár hefir Sjómannafé-
lagið haldið 6 fundi fram að
þessum tíma. Dagsbrún hefir
haldið jafnmarga.
En sá er munurinn.- að Sjó-
mannafélagið hefir haldið fundi
sína um hagsmunamál félaga
sinna, launakjör o. fl„ en Dags-
brún hefir á þessu ári notað
fundi sína til þess að skapa
klofning innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og aðeins rætt á
þeim pólitísk sundrungarmál.
Sjómenn hafa ekki haldið
fundi sína til ærsla og óláta.
Þeir líta á samtök sín með meiri
alvöru og festu en það, að þeir
telji sér samboðið að heyja slík
fundahöld eins og kommúnistar
nú stjórna í Dagsbrún. Þeir
munu einnig meta að verðleik-
um þau hrópyrði, sem séra Fúsi
og hans kumpánar senda þeim
og samtökum þeirra.
Hér eftir mun Sjómannafé-
lagið heyja sína baráttu sem fyr
undir merkjum Alþýðusam-
bands íslands. Það hefir hingað
til reynst því sterkasti bakhjarl-
inn, og að engu hafa gjamm
æfintýramanna eins og séra
Fúsa, sem aldrei hefir að Iauna-
deilu komið eða stigið sínum
fæti á hafnarbakkann til stuðn-
ings sjómönnum eða verka-
mönnum í launabaráttu þeirra.
S. Á. Ó.
ðtvarpið og alpýðan.
UNDANFARIÐ hafa birst
hér í dagblöðunum —
tveimur eða fleiri — greinar um
útvarpið og starfsemi þess.
Pistlar þessir hafa að mestu
verið gagnrýni á dagskrá út-
varpsins og einstaka starfs-
menn þess.
Um gagnrýni út af fyrir sig
er raunverulega ekki nema
gott eitt að segja. Hún er nauð-
synleg, jafnt um starfsemi út-
varpsins, sem aðrar opinberar
framkvæmdir,
Á þetta finst mér allmjög
hafa skort í sumum þessara
greina, og nokkrar þeirra hafa
beinlínis verið strákslegar og
ruddalegar árásir á starfsmenn
útvarpsins, og þá sérstaklega
einn þeirra, Jón Eyþórsson, sem
í sumum blöðunum hefir verið
nefndur „leiðinlegasti maður á
Iandinu.“
Slík gagnrýni getur aldrei
orðið til neins góðs. Hver með-
algreindur lesandi sér fljótlega
— að hér býr eitthvað annað
undir, persónulegur kritur eða
fjandskapur — eða þá bara geð-
vonska, sprottin af súrum maga
eða öðrum líkamlegum fyrir-
brigðum.
Ég á heima úti á landi.
Við útnesjamenn höfum lítið
eða ekki lagt til þessark mála.
Hygg ég þó að við fylgjumst
ekkert ver með starfsemi út-
varpsins en höfuðstaðarbúar.
Ég hefi gert það mér til gam-
ans að hlusta á gagnrýni al-
þýðumanna í minni sveit á dag-
skrá útvarpsins. Sú gagnrýni er
að sjálfsögðu nokkuð á annan
veg en menntamannanna í höf-
uðstaðnum, Og lætur að líkum.
En samt á þessi gagnrýni hins
alþýðulega hlustanda fullan
rétt á sér. Hann greiðir sitt af-
notagjald alveg eins og menta-
maðurinn í Reykjavík.
Að sönnu má segja, að út-
varpið eigi að vera nokkuð á
undan hinum „ómentuðu hlust-
anda.“
En þó verður þetta að vera
í hófi líka.
Útvarpið verður að tala það
mál, sem alþýðan skilur, hvort
heldur er á mæltu máli eða í
hljómum.
Og gagnrýni alþýðunnar er í
samræmi við þetta. En hún er
— í minni sveit — eitthvað á
þessa leið:
Fyrirlestrarnir eru yfirleitt
sæmilegir, en þó flestir óþarf-
lega hátíðlegir og þunglamaleg-
ir.
Hin æðri músikk fer yfirleitt
fyrir ofan garð og neðan. Hún
er þung og torskilin — blessuð
kaflamúsikkin — og leiðinlegur
formáli bætir þar sízt um. Ef-
laust er þessi músikk fín, og ó-
sköp dónalegt að kunna ekki
að meta hana. En þreytandi er
hún samt.
Hinsvegar þykir allri alþýðu
mjög gaman að blessuðum al-
þýðulögunum, og hljómsveit
útvarpsins — hvort sem hún er
góð eða ekki á listrænan mæli-
kvarða — og er eftirlætisbarn
allra alþýðlegra hlustenda. Eru
fæstir sem setja sig úr .færi um
að hlusta á hana, og jafnvel
þeir „fínu“, þessir, sem mest
þykjast hafa músikkvitið, munu
sjaldnast láta þennan dagskrár-
lið fara fram hjá sér. Ónotin,
sem stundum birtast í blöðun-
um, og sem' flest lýsa meiri
gorgeir en mannviti eða þekk-
ingu, eru því áreiðanlega í
mestu óþökk alls fjölda hlust-
enda, jafnt íhaldssamra sem
frjálslyndra. Annars er það nú
svo, að svo að segja allir þeir,
sem ég hefi átt tal við, hafa
verið sammála um, að mánu-
dagskvöldin séu yfirleitt beztu
„kvöldin í útvarpinu.“
Þetta kann að hryggja þá,
sem mest hafa ráðist á Jón Ey-
þórsson en því skeyta hlust-
endur alment engu.
Loks kem ég að danslögun-
um. Þau þykja allt af heldur
skemmtileg, sérstaklega gömlu
lö'gin og valsarnir, svo og létt
sænsk og norsk smálög. Nær
þetta jafnt til ungra hálfviltra
meyja, sem mjallhvítra öld-
unga.
Þetta er í stuttu máli dómur
fjjölmargra alþýðumanna í
minni sveit.
Hann kann að þykja vitlaus
og fjarri sanni, en svona er
hann nú samt.
Það er staðreynd.
Óhó.
Bálfarafélag fslands.
Skrifstofa: Hafnarstræti 5.
Félagsskírteini (æfigjald) kosta
10 kr. Skírteini, sem tryggja
bálför, kosta 100 krónur, og má
greiða þau í fernu lagi, á einu
ári. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu félagsins. Sími 4658.
^-***********-*****.*»»»****■»
] í stuttu máli I
Dæmi um ofbeldishneigðina.
Á síðasta trúnaðarmannaráðs-
fundi tilkynti Héðinn yaldi-
marsson um leið og atkvæða-
greiðsla átti að hefjast, að 5
nafngreindir fulltrúar fengju
ekki að greiða atkvæði vegna
þess, að þeir skulduðu ársgjald
fyrir 1937. Voru allir þessir
menn andstæðingar hans — og
hafði ekki í allt sumar verið
leitað til þeirra, eftir greiðslu.
í gær kom í ljós að Héðinn
Valdimarsson hafði í þessu máli
framið sviksamlegt athæfi. Einn
af trúnaðarráðsfulltrúunum.
sem fylgir Héðni fast, Jón Guð-.
brandsson að nafni, kom og ætl-
aði að fá að greiða atkvæði, en
hann var ekki á kjörskrá! Við
rannsókn kom í ljós, að hann
skuldaði fyrir árið 1937! Þessi
maður fékk að greiða atkvæði
óáreittur á trúnaðarmannaráðs-
fundi, en hinir ekki. Eins og
menn muna, munaði á trúnað-
armannaráðsfundinum aðeins
nokkrum atkvæðum. Og á sam-
þykkt þess valt það„ hvort alls-
herjaratkvæðagreiðslan færi
fram eða ekki. Hér er aðeins
eitt dæmi — en allt bendir til
þess, að kjörskt%in sé í mörg-
um tilfellum samin af kommún-
istum í vil — og hafa reykvísk-
ir verkamenn því nú fengið að
sjá í reynd hinar rússnesku að-
farir í Dagsbrún!
Upplausnarfundur Jafnaðar-
mannafélagsins.
Aðeins 50 manns mættu á
upplausnarfundi Jafnaðar-
mannafélagsins um daginn og
þar af nokkrir til að tilkynna,
að þeir fylgdu ekki með inn í
kommúnistaflokkinn. Stofn-
fundur hins nýja kommúnista-
félags var mjög fásóttur, aðeins
um 150 manns, (kommúnista-
blaðið sagði á 3. hundrað!). —
Fundurinn var mjög daufur, og
Steinþór Guðmundsson og Þor-
steinn Pétursson voru kosnir í
stjórn. Inn í hinn nýja flokk
hafa þeir ekki fengið helming-
inn af Jafnaðarmannafélaginu
— og heldur ekki nema % af
kommúnistaflokknum.
Útbreiðið Alþýðublaðið!
M. F. A. býður yður
4»
fyrir andvirðl
einnar bókar
GIJNNAR GUNNARSSON: SVARTFUGL Verð kr. 8,00
AUGUST STRINDBERG: SÆLUEYJAN — — 2,50
FINN MOE: VERKALÝÐSHREYFING
NÚTÍMANS .................. -r- — 5,00
J. F. HORRABIN: LÖND OG RÍKI .... — — 4,50
AUar þessar bœknr, ytlr SOG bls. alls, prentaSar á póðsn
pappir op vandaðar að lilluui frágangl fáið pér á 8 KR.
Úttylllð efttrtarandl pifntnnarseðil og sendlð M. F. A., Rvík.
Eg undirritaður óska að mér verði sendar bækur M.F.A.,
fjórar alls, iyrir áskriftarverð, 8 kr., auk burðargjalds.
Greiðsla fylgir hér með (gegn póstkröfu).
nafn
(heimili) (póstafgreiðslustaO ur)
MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝ»H,
o REYKJAVÍK. ,,