Alþýðublaðið - 03.01.1939, Side 3

Alþýðublaðið - 03.01.1939, Side 3
ÞEBDJUDAGINN 3. JAN. IÖSÖ ALÞfÐUBLAÐl© BITSTJÓRI: F. R. VALDRMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: alþýðuhúsinu (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900; Afgreiðsla, auglýsingar. 4901; Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Ritstjóri Alþýðublaðsins, F. R. Valdemarsson, hefir tekið sér frí frá störfum við blaðið um óákveðinn tíma sér til heilsubótar og er Jónas Guðmundsson ritstjóri og ábyrgðarmað- ur blaðsins í f jarveru hans. ar. NÝR áfangi er hafinn. Við vegamótin er staðnæmst og horft .um öxl áður en lagt er af stað að næsta rastarsteini. Árið 1938 hefir verið viðburða- ríkasta árið í sögu Alþýðu- flokksins enn sem komið er og þess mun áreiðanlega lengi minst í sögu hans. Að árinu 1938 og atburðum þess er svo rækilega vikið á öðrum stað hér i blaðinu, að engu skal hér við það bætt. En framundan er hið nýja ár með nýjar vonír, ný verkefni og ný störf. Engum getur dulist það, a§ á framtíðarhimninum eru mörg’ dimm og drungaleg ský og vel getur svo farið, að úr þeirri bliku blási fyr eða síðar. Það er því skylda íslendinga, eins og annárra þjóða, að vera viðbúnir því, að erfiðleikar mæti þeim á árinu 1939, kann- ske þegar á fyrstu mánuðum þess. En hvörki þeir erfiðleikar né aðrir verða leystir með því áð æðrast eða leggja árar í bát og láta strauminn bera sig þang áð sem véíða' vill. Ekkért annað én fullkominn skilningur al- þjóðar á því, að á, alla mikla erfiðleika ber að líta sem við- íangsefni, sem alla þjóðina varðar og sem leysa yerður.úr eftir þeim leiðum, sem einar eru færar, þegar erf/iðleikana þer að höndum og þeir krefj ást úrlausnar, getur hjálpað þjóðinni yfir þá. Þetta hefir ávalt verið sjón- armið Alþýðuflokksins í öllum vandamálum. Að svo hafi verið befir Alþýðuflokkurinn sýnt margoft með því að benda á og leita fyrir sér um lausn ýmsra mikilvægustu vandamála þjóð- arjnnar, þótt su afstaða og á- byrgðartilfinning hljóti um stund að valda honum óVin- sælda meðal skammsýnna raanna. Þannig hóf Alþýðu- flokkurinn bráttuna fyrir tryggingalöggjöfinni, knúði hana fram og hlaut af henni ó- vinsældir í öndverðu. Nú viður- kenna allir þýðingu hennar fyrir fólkið í bæjum og kaup- túnum landsins, og nú þegar gætir áhrifa þeirrar löggjafar um land alt. Þá benti Alþýgu. ílokkurinn einnig á lausn framfærslumálanna, sém kom- in voru í svo algert öngþveiti, að ekki varð lengur við unað, og það er á engan hátt hans sök, að þar var hætt við liálfnað verk. Sem dæmi þess, að Al- þýðuflokkurinn hefir alls ekki hikáð við ' að- taka á sig sinn hluta ábyrgðarinnar af þeim ráðstöfunum, sem gera hefir orðið til viðreisnar landbúnað- inum, má benda á mjólkur- og kjötlögin. Með þeirri löggjöf var gengið verulega gegn hags- munum þeirrar alþýðu, sem skipar sér í Alþýðuflokkinn og fylgir honum að málum, en þrátt fyrir það hikaði Alþýðu- flokkurinn ekki við að taka á sig ábyrgðina af framkvæmd- um þeirra, ásamt Framsókn- arflokknum, af því hann taldi það þjóðarheildinni fyrir beztu að hagur landbúnaðarins yrði réttur við. Bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og kommúnistar not uðu þessa afstöðu Alþýðu- flokksins til þess að rægja hann og reyna að svíkja kjósendur hans til fylgis við sig. Alþýðuflokkurinn flutti á þinginu 1937 nokkur frumvörp sem miðuðu að viðreisn sjáv- arútvegsins. Á þau og þær til- lögur, sem þau höfðu að geyma var ráðist heiftarlega, bæði af Sjálfstæðis- og Frámsóknar- flokknum, og þau urðu í heild sinni til þess að slíta samvinnu stjórnarflokkanna, svo síðan hefir ekki gróið um heilt að fullu. Ekkert sýndi betur en þessi frumvörp ábyrgðartilfinningu Alþýðuflokksins í mestu hags- munamálum þjóðarinnar, útvegsmálunum. Alþýðuflokk- urinn bjóst þá við meiri skiln- irígi hjá Framsóknarflokknum í þessum málum en raun varð á. Það sýndi sig, að skóinn þurfti að kreppa enn fastar að þessum atvinnuvegi en þá var orðið, til þess að sá flokk- ur skildi þörfina á þeim aðgerð- um, sem þar var ráð fyrir gert. Síðan eru nú liðin nærri 2 ár og nú er loks svo komið, að öll- um er ljóst, að það sem Alþýðu- flokkurinn þá benti á, að þyrfti að géra, verður nú að gerast. Alþýðuflokkurinn fagnar þeim skilnirígi andstæðinganna, þó hann komi ekki fyr en neyðin knýr hann fram, og hann er enn sem fyr búinn til þess að veita hverju því máli lið sitt, sem til farsældsPr og atvinnuaukningar má verða með þjóðinni. Ýmis- legt af því, sem Alþýðuflokkur- inn benti á 1937, hefir nú verið framkvæmt með góðum ár- angri, og fjölda manna í öllum flokkum er nú ljóst, að inn á þá leið, sem Alþýðuflokkurinn þar benti á í aðaldráttum, verður að sveigja. Tilraunir til viðreisnar sjávar- útveginum eru þau málin, sem fyrst bíða úrlausnar á hinu nýja ári og á því veltur afkoma þjóðfélagsins, að lausn á þeim málum geti fundist. Öll sjónarmið, sem þar geta komið til greina, mun Alþýðu- flokkurinn fús til að ræða, því honum er það ljóst, að á því veltur velgengni þjóðarinnar og afkoma alþýðunnar í land- inu. Alþýðuflokkurinn heilsar hinu nýja ári með þeim á- kveðna ásetningi, að vinna hér eftir eins og hingað ti.1 svo sem hann getur að velgengni hinnar íslenzku alþýðu — hinn- ar íslenzku þjóðar. Honum er það Ijóst, að hann er flokkur þess fólks, sem á íslandi berst sinni hörðu baráttu fyrir líf- inu, en ekki undirlægjuflokk- ur erlendrar stórveldisstefnu. Alþý ðuf lokkurinn veit, að með því að eins að vinna að alhliða viðreisn atvinnulífsins vinnur hann íslenzku þjóðinni rnest gagn og skapar alþýðunni best kjör. Honum er ljós sú á- byrgð, sem á honum hvílir. bæði til að vernda það, sem unnist hefir í áratuga baráttu alþýð- unnar, og til þess að leggja sitt lið að lausn vandamála fram- tíðarinnar. Sigurður Einarsson dósent: Dr. Jón Helgason biskup, kenni maðurinn og rithöfundurinn. FRÁ þessum áramótum læt- ur dr. theol. Jón Helga- son biskup af embætti sínu sem æðsti maður hinnar ís- lenzku kirkju. Má varla minna vera, en þess sé að nokkru minst, því að það er skrumlaust mál, að hann hefir verið hvort tveggja í senn hinn ötulasti og samvizkusamasti embættis- maður og jafnframt embættis- önnunum tekið sér virðulegt sæti meðal fremstu afkasta- manna þjóðarinnar í ritstörfum og fræðimensku. Á þeim vett- vangi hefir enginn íslenzkur biskup látið svo mikið að sér kveða síðustu mannsaldra sem Jón biskup Helgason. Jón biskup fæddist að Görð- um á Álftanesi, en fluttist með föður sínum, Helga lektor Hálf- dánarsyni, til Reykjavíkur í júní 1868, þá tveggja ára að aldri. Ólst hann síðan upp í Reykjavík, gekk í lærða skól- ann og lauk stúdentsprófi með lofsamlegum vitnisburði vorið 1888. Sigldi hann þá til Kaup- mannahafnar og lauk embætt- isprófi í guðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1892, einnig með lofsamlegum vitnis- burði. Hvarf hann þá til Reykjavíkur og gerðist brátt eftirmaður föður síns við Prestaskólann. Þegar Háskóli íslands var stofnaður 1911, varð hann prófessor í guðfræði við Háskólann og gegndi því embætti þangað til 20. des. 1916, er hann var skipaður biskup yfir íslandi. Hefir hann síðan gegnt því embætti unz hann lætur af því nú um áramótin. Þó að hérmeð sé í örstuttu máli rakin náms og embættis- ferill Jóns biskups Helgasonar, þá er í raun og veru þar með æði lítið sagt um svo fjölhæfan afkastamann. Jafnframt em- bættisstörfum sínum tók hann brátt að sinna ritstörfum. Hann gaf út trúmálablaðið „Verði ljós“ í 9 ár samfleytt frá 1896, og 1896 og ‘97 er hann meðritstjóri ,,Nýs kirkju- blaðs“ ásamt Þórhalli biskupi Bjarnasyni. Ritaði hann margt í þessi blöð, kom víða við, og varð það brátt sýnt, að hér var á ferð áhugasamur og fjölfróður lærdómsmaður. Árið 1894 hóf hann prédikunar- starfsemi hér í dómkirkjunni í Reykjavík, og næstu 14 árin prédikar hann að heita má und- antekningarlaust annan hvern helgidag. Lagði hann í það starf mikla vinnu, bygði ræður sínar af mikilli vandvirkni og lærdómi í „nýklassísku“ formi, og lagði mikla rækt við rök- fræðilega útlistun trúarlærdóm- anna. Frá þeim árum er hið mikla prédikanasafn „Kristur vort líf,“ er út kom 1932. Jón biskup Helgason verður einn fyrstur brautryðjandi frjálslyndrar guðfræði hér á landi. Kom það bæði fram í greinum hans í „Verði ljós“ og einkum riti hans um „Upp- runa Nýja testamentisins“ er út kom 1904. Var þeim skoðun- um hans fyrst í stað misjafn- lega tekið eins og vænta mátti. Eftir að hann var orðinn bisk- up, kemur hann eins og við var að búast ekki svo mjög við það, sem kalla mætti átök um trúfræíjileg efni. 'Hitt dylst ekki við lestur rita hans, að viðhorfum nýguðfræðinnar er hann trúr alla stund. Sést þetta bæði á predikunum hans og ritinu: „Grundvöllurinn er Kristur,“ sem kom út 1915. Þrátt fyrir óveðurskýin býð- ur Alþýðuflokkurinn hið nýja ár velkomið og væntir þess, að ta'kast megi að dreifa skýja- bólstrunum, að svo miklu leyti sem það er á valdi hinnar ÍS' lenzku þjóðar, svo sólskin og sumar megi á nýja árinu verma land og lýð. JON BISKUP HELGASON við skrifborð sitt. Myndin er tekin á heimili hans í gærmorgun af Sigurði Guðmundssyni. Það er orðið óhemju mikið, sem eftir Jón biskup Helgason liggur ritað, og það sem meira er um vert, bækur hans verða að því skapi merkilegri og bet- ur unnar, sem árin færast yfir hann. Á árunum 1912 til 1930 gefur hann út almenna Kirkju- sögu — heljarmikið rit í fjór- um bindum. Er það safnrit sem hefir óhemju fróðleik að geyma, en allmisjafnt, að gæð- um. Suma kaflana byggir hann á sjálfstæðri rannsókn, t. d. að því er snertir kirkjusögu ís- lands og ritar þá bæði af fróð- leik og fjöri; annarsstaðar er hann bersýnilega kennarinn, sem er að viða að sér efni og skapa sér í bókaleysi íslenzkrar tungu nothæf kenslugögn. Er það í sjálfu sér eftirtektarvert, að sem vísindamaður og rit- höfundur fer Jón biskup ekki að njóta sín til fulls, fyr en hann er hættur kenslu. Er það góður vitnisburður um hvort tveggja í senn, að Jón Helga- son hlífðist ekki við í starfi á meðan hann var kennari, og hitt, sem margur hefir reynt, að fátt er eins þreytandi og tafsamt fyrir þann, er vísinda- störf vill stunda, eins og ein- mitt kennsla, ekki síst þegar hún er rækt af áhuga og alúð eins og Jón Helgason gerði. Hér verður ekki rúm til þess að rekja til neinnar hlítar hin miklu ritstörf Jóns biskups Helgasonar. Á árunum 1925-— ‘27 kemur út Kristinsaga ís- lands í tveim stórum bindum, hið gagnmerkasta rit, bygt á sjálfstæðum rannsóknum höf- arins sjálfs og tæmandi þekk- ingu á öllu því, er um þau mál hafði verið ritað og máli skifti, til þess dags. Kemur það hér fyrst í ljós hve geysilærður Jón biskup er í sögu íslands. Sögu Reykjavíkur er hann og allra manna fróðastur um, og eru tíl frá hans hendi tvær bækur um þau efni: „Þegar Reykjavík var 14 vetra“ (1916) — og „Reykjavík, þættir og myndir úr sögu bæjarins“ (1937). Og einmitt seinustu árin má heita, að hvert ágætis ritið reki annað frá hendi biskups. 1935 kemur út „Meistari Hálf- dán. Æfi og aldarfarslýsing frá 18. öld“, 1936 „Hannes Finns- son biskup í Skálholti,“ og á þessu nýbyrjaða ári kemur út „Jón Halldórsson, prófastur í Hítardal.“ Eru þetta allt mikil rit, og um þau tvö, sem þegar eru komin fyrir sjónir almenn- ings, má segja, að þau eru hvort öðru merkilegra. Fer þar saman mikill lærdómur, náinn skilningur á aldarhætti og hög- um lands og þjóðar og skemti- leg frásögn. Auk alls þessa hefir Jón biskup samið merkilega æfi- miríningu föður síns og gefið út bréf Tómasar Sæmundssonar (Rvik 1907) og fjölda smærri rita, sem hér yrði oflangt upp a@ t*lja Af þessu má það vera auð- sætt, að Jón biskup Helgason hefir ekki legið á liði sínu um dagana. Hann hefir verið sí- vinnandi og velvinnandi. Við fjölmörg tækifæri hefir hann auk þessa komið fram sem fulltrúi íslenzkrar kirkju er- lendis, og jafnan með hinni mestu sæmd. Hann hefir haldið fjölda fyrirlestra erlendis, — gefið út bækur á dönsku, þýzku og sænsku og nýtur hins mesta álits kirkjumanna í þess- um löndum fyrir lærdóm sinn. Fornt máltæki segir, að gott er heilum vagni heim að áka, og má Jón biskup vel heimíæra það til sín á þessum tímamót- um æfinnar. er hann lætur af embætti. Eftir langan og virðulegan embættisferil, sem á borgaralegan mælikvarða, liggur til síhækkandi metorða, lætur hann nú af störfum til þess að njóta vel verðskuldaðr- ar hvíldar í ellinni. En Jón Helgason biskup veit það manna bezt, að það verður enginn af- reksmaður af háum embætt- um eingöngu né virðulegum titlum. Til þess að gera met- orðunum skil, þarf persónuleg- an dugnað, árvekni, ósérplægni og starf. Og Jón biskup Helga- son hefir starfað. Við mætum honum enn á götu hér teinrétt- um eins og fyrir tuttugu og fimm árum, síkvikum í spori, ennþá léttari í hugsun, hvötum í hreyfingum, svo að þeir eru margir silalegri og þyngri í viðbragði, sem eru nú að byrja starfferil manndómsár- anna. Langminnugur, lærður, fjölfróður, sígamansamur, — þannig kemur hann okkur fyrir sjónir, sem sjáum hann endrum og eins. Hitt fer fram hjá öll- um fjöldanum, sem aðeins sér hann tilsýndar, að enn þann dag í dag heyjir þessi maður, sem nú er að láta af störfum, margra klukkustunda baráttu á dag við torráðin söguleg við- fangsefni, vinnur eins og vík- ingur með alla uppgötvunar- gleði æskumannsins yfir hverj- um nýfxmdnum fróðleik, og alla þörf starfsmannsins og kennarans, til að miðla honum — veita öðrum með sér. Þess- vegna er það, að ég er þess full- viss, að svo fremi að Jóni biskupi Helgasyni verði lengra lífs og heilsu auðið, þá byrj- ar ekki fyrir honum neitt „otium“ — nein ellihvíld. Nýtt starfstímabil vísinda- mannsins er það, sem hans bíður, ef ég þekki skap hans rétt. Og ég vil óska honum þess af heilum hug á þessum tíma- mótum æfinnar, að guð láti honum verða þá reynd öllu lofi okkar mannanna betri, að hver dagur geti orðið honum starfsdagur og rannsókna, uns hann lokar augum sínum í síð- asta sinn, að hann megi deyja með pennann í hendinni, eins Sæmundsson afi Forseti AlMðnsam- budsias: (Frh. af 2, síðu.) . ý/i ’.-'; ’"1 ?/■ f:.Ý kjör hennar til frambúðar, og að samtímis verðí hreinsaft sukkið og óreiðan, sem ríkt hefir undanfarin ár í mörgutB- atvinnugreinum. Qg ef að þarf að leggja sérstakar byrðar á þjóðina til úrlausnar þessum vandamálum, eiga þær að sjálf* sögðu fyrst og fremst að lenda á þeim, er bökin hafa breiðust. Því hefir oft verið lýst jrfir af hálfu Alþýðuflokksins, aft hann myndi ekki skorast undan ábyrgð á stjórn landsins, ef við- unandi málefnagrundvöllur fengist, Enn þá er ekki úr þvi skorið, hvort Alþýðuflokkurinn muni standa að stjórn með Framsóknarflokknum, i sam* ræmi við það bráðabirgðasam- komulag, sem gert var á milii þessara flokka um mánaðamót- in marz og apríl sl, En væntan- lega verður ekki langt liðið af hinu nýbyrjaða ári, áður en þaft kemur í ljós. í ræðum nokkurra stjórn- málamanna, í blöðunum og manna á milli, hefir talsvert verið rætt um nánara sam- komulag og samstarf á milli flokka en áður hefir verið. Ef ekki væri horfið að einræðis- háttum, gætu þeir einir flPkk- ar staðið að því samstarfi, sem vilja vinna á þingræðis- og lýð- ræðisgrundvelli. Þess vegna ættu að vera útilokaðir frá þvi samstarfi bæði kommúnistar, hvaða nafni sem þeir nefna sig, og eins nazistar, undir hvaða nafni sem þeir gengju. En alt spjall um víðtækara samstarf og samvinnu á milli flokka virðist vera næsta óljóst og lít- ið hugsað og út í loftið. Mál efnagrundvöllurinn er að sjálf- sögðu aðalatriðið og það eina, sem heilbrigt samstarf getur bygst á. Sú neikvæða stefna. einstaklingshyggja og lýð- skrum, sem einkent hefir and- stæðinga ríkisstjórnarinnar undanfarin ár, bendir ekki til þess að þeir séu líklegir til heillavænlegs samstarfs. Og Al- þýðuflokkurinn getur mefi þeim einum unnið að lausn vandamálanna, er á lýðræðis- og þingræðisgrundvelli vilja gera þær ráðstafanir í atvinnu- og fjárhagsmálum þjóðarinnar. er bæta og öryggja afkomu al- þýðunnar, en spomá við ein- ræði og ólestri einstakra manna í atvinnu- og fjármálalífi þjóð- arinnar. Stefán Jóh. Stefánsson. Dnottmingin ®r í Kaiupmannahöfn. Súð&n *r hér. og Tómas hans. ftitfurður EinMrsson. GLEÐILEGT NÝJÁR! 1 ;s Þökk fyrir viðskiftin á því liðna. Verzlunin FplJ. ................ ',lr' ...1 SteinMs tO sðln með 3 litlum íbúðum. Vil takn góðan bil upp í. Útborgun að- eins kr. 1500,00. Tilboð merkt „Tækifæri 1939“ sendist á af- greiðslu blaðsins fyrir 6, þ. in

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.