Alþýðublaðið - 08.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1939, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ um til þess að villa himim nýju flokksmönnum sýn. En hann er eftir sem áður í alþjóðasam bandi kommúnista, hvað sem þeir Héðinn og Sigfús og fylgi fiskar þeirra ímynda sér, tekur við fyrirskipunum þaðan og birtir ávörp yfirboðaranna austur í Moskva hvenær sem þess er krafist. Hafi menn ekki gert sér það ljóst áður, þá ættu þeir þó að vita það nú, eftir að Þjóð- viljinn hefir birt eitt af þessum ávörpum sem venjulegt frétta skeyti austan frá Moskva! Það er aðeins ein aðferðin til þess að dulbúa sambandið við Mosk- va og svikin við sína nýju flokksbræður hér heima- Það getur vel verið að þeir Héðinn og Sigfús kippi sér ekk ert upp við það, þótt svo hunds- Iega sé farið með þá af erind rekum Stalins, meðan þeir hafa von um það að geta einhvern tíma orðið landstjórar af hans náð hér heima á íslandi- En ein- kennilegt má það virðast, ef ís lenzkir verkamenn, sem fylgdu þeim í góðri trú yfir í „samein- ingarflokkinn“ svonefnda, taka því með þökkum, að þannig séu rofin orð og eiðar á þeim. Flétbuð reipi úr sandi, lieíkrit. Valentime Kateyevs, vierðiur sýnf annað kvöld kl. 8. Formaðnr járniðnaðarmanna rekur ósannindin ofan i kommúnista. ————■»—.—-—- Við frábiðjnm okknr afsklfti pólitiskra spekdlanta JNÝJU LANDI í fyrradag er sagt frá kosn- ingaúrslitum við stjórnarkosn- ingu í Félagi jámiðnaðarmanna. Bágt á ég með að trúa því, að nokkur ábyrgur meðlimur Fé- lags járniðnaðarmanna hafi gefið upplýsingar, sem í þeim fréttum eru, því svo er þar vit- laust sagt frá og ósannindin svo takmarkalaus. Hitt mun sanni nær, að hinn úrilli rit- stjóri þess, Arnór Sigurjónsson, hafi fengið einhverja punkta á skotspónum og samið sjálfur hitt eftir eigin smekk. Arnór skipar stjórnarmeðlimum þar í ákveðna pólitíska flokka, eftir því, sem honum þykir henta bezt, til að dylja ósigur sinna flokksmanna, t. d. slær hann því föstu, að tveir þeirra séu Sjálfstæðismenn, og svo ég eitt- hvað, sem enginn geti hent reið- ur á frá degi til dags- En Arn- ór þarf ekki að halda, að við jámsmiðir séum svo hörund- sárir fyrir ósannindum hans og kjaftæði, að við förum að skrifta fyrir honum eða öðrum hvaða pólitískar skoðanir við höfum eða hvaða flokki við til- heyrum. Hitt er okkur fyrir mestu, að skapa þá einingu innan okkar félags, að samtakamáttur okkar sé á hverjum tíma þann veg, að hvorki Arnór eða aðrir pólitísk- ir spekúlantar geti haft áhrif á hvernig við skipum okkar fé- Iagsmálum inn á við og út á við. Ég vil lýsa Arnór opinberan ósannindamann að ummælum hans um mig, þar sem hann segir að ég hafi verið stofnandi hins svonefnda Sameiningar- flokks, því þó ég hefði því mið- ur allt pf lengi trú á því, að Arnór og samherjar hans væru að vinna að sameiningu alþýð- unnar, þá skein þó það fljótt í gegn um öll þeirra störf hvað þeir vildu í raun og veru, að ég fékk tækifæri til að lýsa því yfir, að ég vildi og tryði ekki á neina þá sameiningu, sem ekki ætti sér stað innan Alþýðusam- bands íslands, þannig, að það væri Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn sem sameinuðust í eina flokksheild, en Arnór mátti ekki vera að bíða eftir því einhverra hluta vegna, Til viðbótar vil ég geta þess, að um leið og síðasta fundi um verkalýðsmál á „sameiningar- ráðstefmmni“ var lokið, og því lýst yfir, að um kvöldið yrði pólitískur fundur til undirbún- ings stofnþings hins nýja flokks daginn eftir, neitaði ég boði um að sitja fundinn sem gestur, hvað þá heldur sem þátttakandi. Að ég hafi, eins og Arnór orðaði það, „læðst á fundi Skjaldborgarmanna", er lygi, því þó mér hefði dottið í hug að fara til þeirra Alþýðuflokks- manna á fund, hefði ég ekki haft neina ástæðu til að læð- ast, eða heldur Arnór að ég hefði hræðst hann eða einhvern Sýnlng Kfarvals f Markaðsskálanum. Karl tsfeld: lli FrímaiB B. AragrínssoH 09 mlnningar hans frá London og París MIÐVIKUDAG 8. FEBR. 1939 ♦-----------------------_♦ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGRElÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i-------------—— ------■—♦ „Fórn“ kornm- Anista. NÝLEGA var á þessum stað hér í blaðinu flett ofan af þeirri fáheyrðu hræsni, sem fram kom í ávarpi því frá kom- múnistaflokkunum úti um heim, sem Þjóðviljinn flutti ekki alls fyrir löngu í einka- skeyti frá Moskva. Þar var skorað á „verkamenn og lýð- ræðissinna“ um allan heim, að hindra öll viðskifti við fasista- ríkin, Þýzkaland, Ítalíu og „Japan, kaupa engar vörur af þeim, og koma í veg fyrir það — með verkföllum, ef á þyrfti að halda — að þau fengju nokk- •ur kol, nokkurt stál, nokkra steinolíu frá lýðræðislöndun- um. En meðan kommúnista- flokkarnir gera slíkar kröfur til „verkamanna og lýðræðis- sinna“ í lýðræðislöndunum, er yfirboðari þéirra og átrúnaðar- goð, Stalin, að láta rússnesku verkamennina flytja steinolíu, málma og hvers konar hráefni til stríðsundirbúnings og hern- aðar gegn lýðræðislöndunum til allra fasistaríkjanna, sem kommúnistaflokkarnir eru að fimbulfamba um í ávarpi sínu. Alþýðublaðið nefndi eftir Ar- þeiderbladet í Gslo nákvæm- ar tölur um þessi viðskifti Rússlands við fasistaríkin á undanförnum árum. Þau nema hundruðum milljóna í rúblum- Og rússneska steinolían, sem flugvélar Mussolini notuðu bara í Abessiníustríðinu, nam þúsundum smálesta! Þannig eru heilindin í áróðri kommún- ista, og þannig samkvæmnin í orðum þeirra og gerðum. Þjóðviljinn hefir ekki treyst sér til þess að andmæla þess- • um upplýsingum Alþýðublaðs- ins með einu einasta orði. Hann hefir séð sér þann kost vænst- an að reyha að þegja þær í hel. En það er einnig önnur hlið á þessu ávarpi kommúnista- flokkanna í einkaskeyti Þjóð- . viljáns frá Moskva, sem ekki er síður athyglisverð fyrir okkur hér á landi, af því að hún sýn- ir, hversu mikið var gefandi fyrir þær yfirlýsingar komm- únista á árinu, sem leið, að þeir ætluðu sér „að vinna það til sameiningar“ við Alþýðuflokk- inn, að segja sig úr alþjóða- sambandi kommúnista í Mosk- va. Þegar verið var að véla fylg- ismenn Héðins Valdimarssonar til þess að svíkja sinn gamla flokk, Alþýðuflokkinn, og ganga í flokk með kommúnist- um, var höfuðáherzla lögð á þetta, hve stóra fórn kommún- istar ætluðu að færa á altari sameiningarinnar með því að ganga úr alþjóðasambandi kommúnista og leggja niður Kommúnistaflokkinn. Nafninu var vÍMul»g« breytt á flokkn- EIR, sem áttu leið um göt- ur Akureyrar fyrir fáein- um órum síðan, gátu orðið fyrir því, að á vegi þeirra yrði mað- ur nokkur, kynlegur fugl til að sjá, með beyglaðan hatt, í tötralegri, aflóga úlpu, girtur reiptagli um mittið, eins og spá maður á eyðimörku, lotinn í herðum, með trefil margvafinn um hálsinn, hvort sem var vet- ur eða sumar, buxnaskálmarn- ar reirðar saman með snærum um öklana og skórnir allir af sér gengnir. Hafi einhverjum orðið starsýnt á manninn og spurt, hver þetta væri, þá var svarið: Það er stærðfræðingur, náttúrufræðingur, raffræðing- ur, málfræðingur, rithöfundur, skáld, ritstjóri, hefir ferðast um hálfan hnöttinn, er einhver glæsilegasti hugsjónamaður, sem þessi þjóð hefir alið, og heitir Frímann B. Arngrímsson. Ef til vill hefir einhverjum fundist þessi titill í furðanlegu misræmi við fótabragð manns- ins, en sannleikurinn var sá, að Frímann B, Arngrímsson mun sjaldan hafa átt skó til skiptanna- En það skiptir engu nú orðið, því að það er bráðum komið á þriðja ár síðan hann þurfti yfirleitt á skóm að halda- Brún hans var farin að þyngjast á efri árum, hrukkur komnar í ennið, sem báru merki vályndra veðra áttatíu vetra, og augun farin að tapa ljóma sínum, enda skemdi hann í sér sjónina á barnsaldri við vísindarannsókn; hann ætl- aði að sannprófa, hvort sólin dansaði á páskadagsmorgna. Það var í fyrsta sinn, sem hann varð þess var, að hann hafði verið blektur. Stundum á göngum sínum heyrðist Frímann tauta fyrir munni sér- Oft var hann þá að gera í huganum kostnaðaráætl- anir yfir hin og önnur mann- yirki, sem hann vildi koma á fót. Sjaldnast var reiknað í öðru en milljónum og heyrðist hann nefna tíu, tuttugu, þrjá- tíu upp í fimmtíu milljónir með þvíhku virðingárleysi, að manni gat dottið í hug, að hann hefði þessar milljónir í brjóst- vasanum, væri búinn að ganga með þær lengi og að það væri eiginlega þess vegna, sem hann væri orðinn svo lotinn í herð- unum. Frímann lagði upp í för sína um heiminn frá Garðshorni á Þelamörk. Síðan lágu leiðir hans um Akureyri, Reykjavík, Ontario, Toronto, Winnipeg, Chicago, Cambridge í Massa- chusetts, Boston, New York, Kaupmannahöfn, Leith, Edin- borg og London. Alls staðar var hann að leita hamingju sinnar. Loks hélt hann, að hennar væri helzt að leita 1 Par- ísarborg; hann fór þangað og leitaði hennar þar í seytján ár, en hún var þar þá ekki heldur eftir alt saman. Saga Frímanns B. Arngríms- sonar um öll þessi ár er saga viðnámslausrar baráttu — og stöðugra vonbrigða- „Þeir þurftu mín ekki við,“ er hið dapurlega viðkvæði æviminn- inga hans, og þar er efni bók- arinnar samanþjappað í eina setningu, — baráttu fyrir vel- ferð þjóðarinnar, sem hann unni, og máske viðurkenningu sér til handa. En alls staðar stóð maður í vegi fyrir honum, sem gerði honum alt til óskunda, og þessi maður var Frímann B. Arngrímsson sjálfur. Frímann var lítill skapdeildarmaður, IALMENNUM trúarbrögð- um er talað um þrjár per- sónur guðdómsins, en þeirrar fjórðu er ekki getið, og þó getur hinn þríeini guð ekki án hennar lifað. — Ef þessi fjórða per sónulega víðátta guðdómsins er ekki til, þá er um enga .list að í’æða, heimurinn er guðlaus, lífvana og tómur. Þessi sýníng Kjarvals í Markaðsskálanum: — Aldrei hefir merkilegri og innblásnari sýning verið opnuð á íslandi — og aldrei sjúkari frá almennu sjónarmiði. Engin auglýsing. Engin myndaskrá. Engin flokkun, númer eða niðurröðun. Ekkert verð. Eru þá myndirnar ekki til sölu? Jú, vissulega. En hér er um enga þrælasölu að ræða. Pen- ingar eiga ekkert skylt við list. Fjörutíu olíumálverk — ó- svikinn Kjarvalismi- Aldrei hefir Kjarval komist lengra í því að sjá og aldrei lengra í því að sýna. — Fjórða víðáttan stendur hér öllum opin — heimur þeirrar huldu, duldu og sönnu listar — öllum þeim, sem lært hafa að sjá, og vilja læra að sjá, Aldrei hefir listsýning verið opnuð með meira og stoltara trausti á sanngirni og dóm- greind mannanna. Aldrei með meiri virðingu fyrir rétti hins sanna og góða. Listin verður að grundvallast á trúnni á lífið, fegurð þess og mátt til endur- nýjunar. Hún er grundvöllur þess, aflögur þess, hreinn ágóði þess. Ein er sú mynd á sýningu þessari, sem er lykill að öllum hinum: Menn með grjóthöfuð, ferköntuð, aflöng, þríhyrnd. annan honum meiri í hans flokki. Ef svo er, hefir Arnór ætlað mann af sér mátulega líkan. Þorv, Brynjólfsson- viðkvæmur eins og skáld og stoltið ósveigjanlegt. Hann vissi alt betur en allir aðrir og enginn þurfti að segja honum til. Margar áætlanir hans voru nokkuð hátt uppi í skýjunum, og það var ekki alt af, sem Frí- mann var með tærnar niðri á jörðunni, en hann sá líka margt, sem aðrir ekki sáu — fyrr en löngu seinna. Höfuðáhugamál hans var raf- virkjun til Ijósa, hita og iðju, og barðist hann fyrir. því um langan aldur á ýmsum vett- vangi, gaf ráð, sem enginn vildi fara eftir, af því að hann var langt á undan sinni samtíð. Þegar átti að reisa rafstöð Ak- ureyrar um 1920, lagði Frí- mann til, að Glerá yrði stífluð á öðrum stað en gert var, þar sem hægt væri að fá meira afl- Hann sagði, að Glerá myndi reynast of vatnslítil til alls þess, er nota þyrfti rafmagn til í framtíðinni, en aftur á móti væri næg orka í Skjálfanda- fljóti og Laxá. Sérfræðingarnir hlustuðu á hjal gamla manns ins með góðlátlegu glotti og létu það sem vind um eyrun þjóta. En brátt kom á daginn, að Frímann hafði haft rétt fyrir sér, og nú er verið að virkja Laxá. Sérfræðingarnir sáu að vísu það sem Frímann B. Arn- grímsson sá, en bara ekki fyrr en tuttugu árum seinna. Máske Kjarval- Menn með þverhausa, lang- hausa, krosshausa, þorskhausa, hundshausa- Þetta er leiksvið þeirrar veraldar, er vér lifum í. En út á milli leiktjaldanna gægist ung og fögur nútíma- stúlka — móðir framtíðarinnar, móðir lífsins, móðir listarinnar, móðir guðs — og horfir á öll þessi undur og óskapnað, ein- örð og alvarleg, en hvorki hrædd eða feimin. En til að sýna þessari ungu tilvonandi móður lífsins og list- arinnar tilhlýðilega kurteisi og virðingu, sem þessi vankanta- höfuð um fram alt vilja gera, þá nægir ekki að lyfta hattinum, því hann er ekki til, og verður því að taka af sér sjálft höfuðið, Góðir íslendingar! Talsið ail- Frh. á 4. síðu. verða fleiri ráð hans, sem einu sinni var hlegið að, notuð í framtíðinni, og hefir hann þá ekki til einskis lifað. Um æviminningar Frímanns B. Arngrímssonar er hægt að vera fáorður, þær greina mest frá baráttu og ósigrum, aftur baráttu og enn ósigrum. Öllum vildi hann gefa ráð, engir vildu Þiggja þau, öllum vildi hann kenna, fáir þóttust þurfa á fræðslu hans að halda. Hans verður aldrei getið við stórar framkvæmdir, nema þá sem mannsins, sem stakk upp á þeim fyrir löngu síðan, áður en nokkrum öðrum hugkvæmdist að þeirra væri þörf. Frímanni verður ekki nægilega lýst með því að geta hans í sambandi við það, sem hann gerði, heldur í sambandi við það, sem hann vildi gera. Frímann B. Arn- grímsson sá aldrei sólina dansa, hvorki á páskadagsmorgni né aðra morgna, en hann dreymdi um að lýsa og verma alþýðunni á íslandi, veita ennþá meiri birtu og ennþá meiri yl yfir sólskinsfjöll og mánadali þessa lands. ÞJngeyiagiamót vierðiur haldi'ð á Hótal Borg á fös'iudagskvöld. Verður þar til sfeemtunar: ræöuhöld, söngitr og dftnz.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.