Alþýðublaðið - 10.02.1939, Side 2

Alþýðublaðið - 10.02.1939, Side 2
FÖSTUDAG 10. FEBR. 1939 Óvinir fegurðarinnar. i-r I ■ . 11 — Þér lítið í spegil og skiljið ekkert 1 því, hvað þer eruð orðn- ar hrukkóttar á enninu og kringum augun, og hvað húðin er orðin öskugrá og óslétt. Það skyldi þó ekki vera af því að þér reykið fullmikið, og drekkið stundum á laugardagskvöldum og kannske oftar? Ég veit það náttúrlega ekki, en það er dálít- ið óeðlilegt, ef ungar og heil- brigðar stúlkur líta mjög illa út. , — Ef þér reykið, þó ekki sé nema hálfur pakki á dag, fáið þér gular tennur, gula fingur, og verðið móðar, ef þér gangið upp í móti, fáið hjartslátt og eígið bágt með að vakna á morgnana. Þér skuluð minka reykingarnar um eina sigar- ettu á dag, þangað til þér eruð hættar, og vita svo hvort þér eigið ekki betra með að vakna og hjartslátturinn og mæðin fer ekki minkandi. — Sama er að segja um á- íengið, ef þér neytið þess, þér verðið rauðeygðar og fölar, og það sem verst er, þér farið að fitna, það setjast kvapakeppir um allan líkamann. Þér hafið heyrt talað um hvað þýzkt kven fóik er feitt, það er ekki af öðru en hinni miklu öldrykkju, sem þær stunda mjög. Þess vegna — unga stúlka — þó yður finn- ist gaman að vera kendar, og finnist þá lífið brosa við yður, og allir vegir vera færir, þá haf ið það hugfast, að það er aðeins augnabliksástand, morguninn eftir hafið þér höfuðverk, eruð fölar, og líður illa, en það sem er þó verst og varanlegast, — hafið misst dálítið af með- fæddri fegurð yðar, sem þér hafið reynt svo mikið að vernda. — Hafið hugfast, að öll fegr- unarmeðöl eru til einskis, og allar fegrunartilraunir unnar fyrir gýg, ef þér reykið og neytið áfengis. Idda. UM SÍLDINA. — Síldin er feitur fiskur, og er mjög algeng hér. En því mið- ur er hún mikið minna borðuð en skyldi, þegar tekið er tillit til hversu hollur og nærandi matur hún er, hvort heldur hún er ný eða söltuð. Það svelt- ur enginn sem hefir nóg af síld og kartöflum, því þessir tveir matar hafa öll þau næringar- efni, sem maðurínn þarfnast. — I kartöflum er engin fita, og Htið af eggjahvítuefni, en aftur á móti er þetta hvort tveggja í ríkum mæli í síldinni, en í henni er ekki mjöl, sem er mikið af í kartöflum. Þessvegna eru þessir tveir matar mjög á- kjósanlegir saman- — í nýrri feitri síld er á að gizka 16% eggjahvíta, 8% fita, 1% steinefni og svo vatn. Mögur síld hefir inni að halda 10% eggjahvítu, 7% fitu, 2% steinefni, og vatn það sem eftir er. — í saltaðri síld er 19% eggjahvíta, 17% fita, 16% steinefni og vatn. Síldin er feitust á haustin. Vorsíldin er stærri, en nokkru magrari. — Síldin deyr um leið og hún kemur upp úr sjónum, þess vegna er dálítið vont að sjá, — hvort hún er alveg ný. Ný síld á að vera stinn, með gljáandi hreistur og skær augu, ef haus- inn er rauður, er síldin ekki ný. —- Síldin er mjög ódýr matur samanborið við kjöt og hefir mikið meira næringargildi. En það verður að taka með í reikn- inginn, að mjög mikið gengur úr síldinni, þegar hún er hreins- uð. HREINSUN Á SÍLD. Síldin hefir mikið hreistur, það verður að skafa vel af, og alltaf á að skafa frá sporði og fram, síðan er hún burstuð og þvegin úr mörgum vötnum, og allt blóð skolað vel af henni, annars ®r hún ólystug og lítur HEIMILIÐ, KONURNAR OQ BÖRNIN Húðsnyrting. Hirðing þurrar húðar. — Einkenni þurrar húðar eru þau, að henni hættir við að hreistra. Þetta er oft með- fæddur sjúkdómur, en að jafn- aði ágerist hann með aldrinum. Þér munuð naumast sjá feitt hörund á rosknum konum- — Þur húð orsakast af ó- nógri blóðrás í húðvefjunum og þar af leiðandi næringarskorti húðfrumanna. Þessum húð- kvilla fylgja jafnan smágjörvar hrukkur við augnakrókana og á enni. Fyrsta skrefið til að ráða bót á þessu, er að auka næringu húðarinnar og örva blóðrásina með hörundstrokum og skell- um. — Gætið þess að rjóða jafn- an viðsmjöri eða annari ósak- næmri húðfeiti á andlitið áður en þér takið heit andlitsböð. Heita vatnsgufan opnar sem sé svitaholurnar, svo að feitin síast inn í hörundið. Á morgn- ana skuluð þér gera sömu æf- ingar og notaðar eru við feita húð, að undanteknu heita bað- inu, sem hér er sleppt, en í stað þess aðeins kalt andlitsbað eða ísstrokur. Að því búnu rjóð- ið þér viðsmjöri á andlitið og takið öflugar hörundstrokur, strjúkið ætíð frá höku að nefi út og upp á við. Gleymið ekki löðrungunum 30 á hvora kinn að strokunum loknum. Þann hluta feitinnar (viðsmjörsins), Kvöldkjóll úr svörtu „spejl“- flaueli; hann er með löngum ermum, og í hálsinn er mjór kragi með hornum, neðan á eru ganeringar úr „tyll“, brydd- aðar með sama efni og er í kjólnum. sem ekki strýkst inn í hörund- ið, þerrið þér af með mjúkum dúk, áður en þér rjóðið á yður púðrinu. Idda. Frakkar hjálpa barnaríkum FYRIR nokkru síðan kom fyrirspurn fram í franska þinginu um það, hvaða afleið- ingar það hefði, ef barnsfæð- ingum héldi áfram að fækka eins og undanfarið, og ekki væri hægt að fjölga þeim að mun- Það kom í Ijós, að svo fram- arlega sem tala fæðinga og dauðsfalla héldist óbreytt frá því, sem var árið 1935, myndi íbúatala Frakklands ekki verða nema 45 millj. árið 1945, og 1985 aðeins 34 millj. Meira að segja þó að tekið væri tillit til ófriðarins hefir Frakkland ó- eðlilega fátt af ungu fólki, sam- anborið við hið eldra. Samkvæmt athugun, sem fór fram í sambandi við fyrir- spurnina, var borin fram til- laga, sem miðaði að því að komið væri í veg fyrir fólks- fækkunina. í fyrsta lagi skyldu endurskoðuð ákvæði núgild- andi laga um jfjölskyldumeð- lög. Samkvæmt lögum frá 11. marz 1932 eru atvinnurekendur skyldugir til að greiða verka- fólki sínu launaviðbót, hækk- andi með hverju barni, sem það þarf fyrir að sjá. Embættismenn og opinberir starfsmenn ríkisins, sem hafa mörg börn á framfæri, fá launauppbót frá ríkinu. Barnsmeðlög til starfsmanna illa út, þegar búið er að sjóða hana eða steikja. Þegar búið er að þvo síldina, er hún þurkuð — en ekki má leggja hana á tré- fjöl, því hún dregur í sig safa úr síldinni, svo hún verður þur, ekki má heldur vefja hana inn í klút, helzt á að leggja hana á steinfal, og hreinan klút yfir, og láta þannig síga af henni vatnið. Síldina má svo steikja i eða sjóða, og matbúa hana á ýmsan hátt, en það er um að gera að hreinsa hana vel, og breyta til með framreiðslu á henni. , — Næst koma svo ýmsir síld- arróttir. Idda- fjölskyldum. við einkafyrirtæki eru borguð úr sjóði, sem komið var á fót samkv. fyrnefndum lögum- Þessum sjóðum er ætlað að gera tillögu til yfirvaldanna í hverju héraði um það, hvað meðlögin eigi að vera há. Lögin ákveða ekki neina lág- marksupphæð. Meðlögin verða því æði mismunandi fyrir mis- munandi atvinnugreinar og landshluta. Sem dæmi má nefna, að verkamaður í sveit með 4 börn fær að meðaltali 480 franka á ári, þar sem aðrir verkamenn í Seinefylkinu fá 6600 franka, og í Haute Loire 1620 franka. Samsvarandi upphæð fyrir embættismenn og aðra opin- bera starfsmenn er 6000 frank- ar. Félagsmálaráðherra Frakk- lands hefir látið svo um mælt, að stjórninni hefði lengi verið ljóst, hvílíkt vandamál stefndi að þjóðum þar sem fólksfækk- unin væri. Á fjárhagsáætlun- inni hafa þegar verið veittar samtals 6,2 millj. franka til fjölskyldna í þessu skyni, en meira sér stjórnin sér ekki fært að veita með tilliti til núver- andi fjárhagsörðugleika. Hér á landi fer fæðingum fækkandi — og er tala fæðinga og dauðsfalla af hverju hund- raði nokkurnveginn jöfn. Eins og menn vita, eru barnaríkar og fátækar fjöl- skyldur hálfgerðir útlagar hér í Reykjavík, ef þær eiga ekki eigið hús. — Varastu þá konu, sem seg- ir í þremur orðum að hún elski, hún hefir sagt það áður, og hún mun segja það aftur, en þá ekki við þig. Salómon. — Varastu þann, sem elskar meira þitt en þig. Gamall málsháttur. MIÐDE GISVERÐIR FIMMTUDAGUR: Fisksúpa. Allir þekkja fisksúpu með sveskjum, hér er önnur upp- skrift með grænmeti í staðinn fyrir sveskjur. í súpuna er bezt að nota heilagfiski eða smálúðu en ýsa er einnig ágæt og er hún mikið ódýrari. Fiskur 1% kg. Vatn 1% 1. . Salt 3 tesk. slf. Lárviðarlauf 3 stk. Gulrætur 40 gr. Selleri 40 gr. Hvítkál 40 gr. Tómatþykkni 1 matsk. Hveiti 25 gr. Kalt vatn 1 dl. Fiskurinn er hreinsaður vel, látinn út í sjóðandi saltvatn og soðinn með lárviðarlaufum í 10 mín. eftir að suðan kemur upp- Gætið þess að sjóða fiskinn við hægan eld. Fisksoðið er síað- Grænmetið hreinsað, skorið í langar og mjóar ræmur og soðið í fisksoðinu í 15 mín. Þá er tómatþykkni hrært út í og súpan jöfnuð með hveitijafn- ingi. Fiskurinn er borðaður með súpunni. FÖSTUDAGUR: Hvítkálssupa. Hvítkálssúpa 150 gr. Kartöflur 75 gr. Smjörlíki 25 gr. Vatn eða soð 1% 1. Salt. Hvítkál og flysjaðar hráar kartöflur er skorið fínt niður, soðið í smjörlíkinu í 5 mín. Vatni eða kjötsoði helt á og súpan soðin við hægan eld í 25 mín. Hafi maður ekki kjötsoð, má nota soðtöflur í súpuna til þess að gera hana betri. Saxað buff. Beinlaust kjöt 750 gr. Hveiti 4 matsk. slf. Salt 2 tesk. Pipar Vi tesk. Smjörlíki 75 gr. Laukur 150 gr. Kjötsoð 3 1. Sósulitir 1 tesk. í saxað buff þarf ekki að kaupa dýrt buffkjöt, heldur má nota smærri bita, gott að hafa bæði nauta- og lambakjöt, eða kjöt af fullorðnu fé. Kjötið er saxað 1—2 sinnum, skift í 8—12 hluti og mótað í kringlóttar kökur. Hveiti, salti og pipar er blandað saman, kjötkökunum dyfið í það og þær brúnaðar strax móbrúnar. Kjötsoði þá helt á pönnuna og þetta soðið í 2—3 mín. Laukur- inn er flysjaður, skorinn í þunnar sneiðar, brúnaður gul- brúnn og látinn yfir kjötið á fatinu. Sósunni helt yfir. Hér er fótaskjól, það er úr stramma, og saumað í það með krosssaum. Það er sniðin lengja mátulega breið fyrir báða fæt- urna, og svo löng, að hún nái undir iljarnar og upp á miðja kálfana að aftan og framan. Hliðarnar eru sniðnar í þrí- hyrning og saumaðar við, þann- ig að hornið snýr upp á legg- inn. Fallegt er að sauma upp- hafsstafinn í nafninu sínu framan í. Kanturinn er heklað- ur þannig í, að þræðinum er brugðið utan um fingurinn áð- ur en •nálinni er stungið í gegn og hekluð svo ein lykkja svo ekki rakni upp. Þetta lítur út eins og floskantur; fallegast er að nota ,.frotte“-garn í hann. Munstrinu á skjólinu getur hver og einn ráðið sjálfur. Þeg- ar búið er að sauma í stramm- ann, er sniðið fóður jafnstórt, og vatt sett á milli; síðan er alt saumað saman, og heklaði kant- urinn brotinn ofan á. Það er sérstaklega hlýtt og notalegt að stinga fótunum í þetta þegar sezt er fyrir á kvöldin, einkum fyrir stúlkur, sem standa mik- ið við vinnu og eru þreyttar í fótunum. Spakmœli um ástina. — Það er með konur eins og með appelsínur, að þær falleg- ustu eru ekki alltaf beztar. Alphons Richard. — Konan getur borið virð- ingu fyrir dyggðum manns, en það eru gallarnir, sem hún verður ástfangin af. Louis Wain. — Það er hlutverk konunnar að flýja, enda þótt hún hafi í hyggju að láta ná sér. Montaigne- FEGURÐ OG TÍZKA. — Tískan er breytileg — en fegurð er alltaf tízka- Carmen- permanent. andlits- og handsnyrt- ing, hár- og augna- brúnalitun, eykur feg- urð yðar og er alltaf nýjasta tízka. C ARMEN, verður snyrtistofa yðar. Lvg. 64. — Sími 3768. Ýms góð ráð fyrir húsfreyfuna. ________ * — Blekblettum er gott að ná úr með því að vefja bómull utan um pennaskaft, og dýfa því ofan í glycerin, og nudda svo blettinn vel. En það er líka hægt að ná bleki úr á annan hátt. Ef það hell- ist úr blekbyttu ofan í borðdúk, gólfdúk eða föt, er bezt að skera sundur sítrónu og nudda öðrum helmingnum vel um blekblettinn, taka svo hreina tusku' og nudda yel, þar til blekið er horfið. — Ef þér saumið með tvöföld- um spotta, er mjög hætt við að komi snurður á þráðinn, en þér getið komið í veg fyrir það, með því að binda ekki endana saman, heldur binda einn hnút á hvorn enda. — Ef að lakkskórnir yðar eru orðnir sprungnir, getið þér gert þá eins og nýja með því að nudda þá vel með amerískri olíu, sem fæst hér í lyfjabúðunum, og halda þeim svo yfir gufu á eftir. Þó skórnir séu orðnir gamlir og sprungnir, verða þeir eins og nýir. — Rauffvíni er hægt að ná með því að ieggja handlklæði undir blettinn, taka síðan bómull, væta hana í hreinum spíritus og nudda vel blettinn. — Ef þaff kemur lykkjufall á sokkinn yðar, og þér hafið ekki nál og spotta við hendina, er á- gætt ef þér hafið naglalakk í tösk- unni yðar að bera það á lykkju- fallið, lykkjan fer þá ekki niður, en þér skuluð athuga, að þetta má aðeins gera við „egta“ silkisokka, annars rifnar út frá lakkinu. Bezta affferffin við að stoppa í gluggatjöld, er að leggja bréf undir gatið og sauma svo aftur og fram í saumavél, þá kiprast ekki gluggatjaldið. Einnig er gott að leggja bréf með saumnum, þegar saumað er silki eða önnur þunn efni. — Þér skuluff ekki fleygja prjónasilki. Ef þér klippið það nið- ur í ræmur og snúið það vel upp í Iengjur, getið þér heklað úr því rúmteppi. gólfmottur eöa annað slíkt, því fleiri liti sem þér hafið — því fallegra verður það. Þetta er bæði sterkt og gott. — Ef þér verffiff sárar á hönd- unum eftir þvott. skuluð þér bera vaselin á þær áður en þér farið að sofa og hafa svo fingravetlinga yfir nóttina, og þér verðið góðar að morgni. — Öffru hverju skuluð þér vökva blómin yðar með sykur- vatni, láta 2 teskeiðar í 1 líter af vatni, og blöðin verða dökk og stíf, og standa lengur. — Kaktusa skuluð þér vökva með vatni, sem sigarettubútar hafa legið í. — Kálhöfuð ér bezt að geyma þannig. að láta þau standa á stilknum á steingólfi. — Gulrætur er bezt að geyma á þann hátt, að raða þeim niður í kassa og leggja pappír á millí Iaganna. — Til aff hafa hreint loft í búr- inu er gott að láta standa þar skál með köldu vatni, og skifta dag- lega.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.