Alþýðublaðið - 15.02.1939, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1939, Síða 3
MIÐVIKUDAG 15. FEBK. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kommúnlstar hélðn ársafmælið hátiðlegt — i Hafnarfirði! ALÞVÐUBLAÐIÐ KITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá HverfisgötuL SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: AJgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN 1-------------------------♦ Ferill kommðn- istanna. ENGIN breyting er sýni- leg á Kommúnistaflokkn- um hér eftir „þáttaskiftin“ í lífi hans, er hann breytti um nafn og tók að kalla sig ,,Sam- einingarflokk alþýðu — sósíal- istaflokkinn.11 Öllum, sem þekkja stefnu og innræti þeirra manna, er fremstir standa í þessum flokki og ráða í öllu stefnu hans og starfsaðferðum, kemur þetta heldur ékki á ó- vart. Hinn nýi flokkur er um 4 mánaða gamall og það sem á- unnizt hefir í ,,sameiningarátt- ina“ er ekkert smáræði. ,,Dags- brún“ er farin úr Alþýðusam- bandinu og íhaldið hefir þar nú úrslitaáhrifin. Málfundafélagið „Óðinn“ er raunverulega orðið verkamannafélagið í Reykjavík — þó að Dagsbrún lifi enn að nafninu til. Hve mikilli kúgun sem beitt er af atvinnurekend- um um vinnu hjá þeim, þá gerir Dagsbrún ékkert. Þjóðviljinn fjargviðrast að vísu um skoð- anakúgun, sem „kaupbæti“ til þeirra er vinnuna kaupa, en Dagsbrún gerir ekkert. Enginn fær vinnu hjá íhaldsfyrirtækj- unum, nema hann hafi í vasan- um kort, sem stimplað er af stjórn ,,Óðins“ og sýnir að sá, er það ber, hefir bæði selt vinnuafl sitt og sannfæringu. Til þess að þóknast sem bezt þessum mönnum, eru allir þeir Alþýðuflokksmenn, sem helzt er að vænta að rísi gegn hvers- konar kúgun og ofbeldi, reknir úr félögunum og þau sprengd á þann veg. Hlíf í Hafnarfirði hef- ir nú fengið sína gröf í gleymsku og vanvirðu vegna ofstopa skammsýnna og lítil- sigldra manna. Verkalýðsfélag Norðfjarðar, sem eitt sinn var öflugasta verk- lýðsfélag á Austurlandi er orðið að engu í höndum kommúnist- anna, 13—14 ára börn ráða úr- slitum mála í því félagi, en all- ir þeir verkamenn og sjómenn, sem það byggðu upp á sínum tíma, eru þaðan horfnir. Það er nú orðið sjálfdautt sem sam- bandsfélag vegná þriggja ára vanskila. Þetta verða afleiðingarnar þar, sem kommúnistarnir fá yf- irhöndina í verkalýðshreyfing- unni. Sjálfsagt mun reynt að koma einhverri sambandsnefnu á þessi og einhver fleiri vand- ræðafélög. Það var líka reynt eftir 1930 á Norðurlandi, en alt lognaðist út af og veslaðist upp. Þetta er aðeins ágrip af fjögra mánaða sögu hins nýja komm- únistaflokks. Verði saga hans mikið lengri, er víst, að hún skilur eftir fleiri óheillaspor. En það er á valdi verkamann- anna að hindra að svo verði í verkalýðshreyfingunni. Alþýðusambandið mun stand- ast þennan storm, eins og alla aðra, sem að því hafa blásið yfir 20 ára skeið. Það mun svara öllum klofn- ingstilraunum með því að veita þeim verkalýðsfélögum, sem forsjá þess hlíta, þá vernd, sem þau þurfa .Það mun einangra kommúnistana og íhaldið sam- an í sín klíkufélög og lofa þeim síðan að leysast upp í innbyrð- is fjandskap, þar sem hver svíkur annan eins og nú er komið svo vel á veg með í Dags- brún og Óðni. * Það er næsta undarlegt, hve lengi við íslendingar erum að læra af reynslunni. Og þó blasir reynslan í þessum efnum allsstaðar við. Kommúnistarnir hafa aldrei annað gert en eyði- leggja þau félög, sem þeir hafa náð á sitt vald. Dæmin eru þar deginum Ijósari — Vestmanna- eyjar, Siglufjörður, Akureyri, Norðfjörður, Eskifjörður — og nú síðast Hlíf og Dagsbrún. Hvað er það, sem veldur blindu verkalýðsins í þessum efnum? Menn hafa gott af því að velta þeirri spurningu vel fyrir sér, en eitt mun þar áreiðanlega verða þyngst á metunum- Það er hin rótgróna tilhneiging okkar íslendinga til þess að færa allt á verri veg. Hinn lát- lausi rógur, sem kommúnist- arnir nú í yfir 10 ár hafa ausið yfir alla forvígismenn alþýðu- hreyfingarinnar, hefir blindað margan verkamanninn. Einskis er svifist, ef koma þarf and- stæðingum á kné, jafnvel bar- dagaaðferðir, sem hjá öllum þjóðum á meðalmenningarstigi væru fordæmdar, bardagaað- ferðanna sjálfra vegna, eru hér notaðar dag eftir dag og viku eftir viku af þessum eina flokki. Svo langt stendur hann neðan við allt sem heitir heiðarleiki í bardagaaðferðum. Verkamenn, lítið á muninn á ykkur hér og stéttar- bræðrum ykkar í Danmörku. Á 800 manna þingi danska Al- þýðusambandsins var samþykt (Nl.) Þá vekja þessar hugleiðingar um forsetaefni íslands eftir 1943 þá hugsun, að mikil nauð- syn bæri til þess að tekið sé að ræða opinberlega um sambands málið í heild sinni, því að sennilega fer mörgum kjósend- um eins og mér, að þeim er ekki ljóst sambandið á milli uppsagnar sáttmálans við Dani og nauðsynjar þess að gera ráðstafanir fyrir forseta íslands. Áreiðanlegt er, að enginn verð- ur forseti hins íslenzka ríkis á meðan við höfum konung, og opinberlega liggur engin yfir- lýsing fyrir um það frá konungi íslands, að hann ætli sér að hætta að vera konungur hér á landi, ef upp sé sagt sáttmál- anum við Dani frá 1918. Þeir kjósendur, sem ekki eru lög- fræðingar, hljóta að líta svo á, þar til þeir hafa verið fræddir um hið gagnstæða, að núver- andi konungur íslands og lög- legir arfar hans haldi áfram að hafa konungdóm á íslandi þar til þeir afsala sér honum MEÐ ÁFRAMHALDANDI burtrekstrum og ofbeldi gegn gömlum og þrautreyndum bar- áttumönnum verkamannafélag- anna, hlýtur Héðinn Valdimars- son, sem ber ábyrgð á þessum nýja hætti í stjórn verkalýðs- mála, að missa samúð fleiri og fleiri — jafnvel meðal sinna ákveðnustu fylgismanna. Menn töldu að burtrekstrarnir úr Dagsbrún væru aðeins afleiðing af hörðum átökum innan félags ins, framkvæmdar í augnabliks reiði og af hefndarþorsta. Þetta væri ekki stefna, heldur augna- bliksupphlaup. ❖ EN ATBURÐIRNIR í Ilafn- arfirði hafa fært mönnum heim sanninn um það, að hér er. um fyrirframákveðin áform að ræða, að kommúnistar ætla að reyna að ná allri íslenzkri verkalýðshreyfingu undir sig með því að njóta aðstoðar Sjálfstæðisflokksins til að ná völdunum og með því að reka alla þá, sem hafa tekið afstöðu gegn skemdarstarfi þeirra burt úr félögunum í von um að um- hyggja þeirra fyrir þeim félög- um, sem þeir hafa skapað og stofnað til, valdi því, að þeir vilji ekki bera hönd fyrir höfuð sér. einum rómi að styðja Alþýðu- flokkinn þar með fé og fylgi hreyfingarinnar í næstu kosn- ingum og hefir sá flokkur lýst því yíir, að eitt aðalhlutverk sitt sé að halda sem gleggstri aðgreiningu milli sín og komm- únistanna. Hvernig mundi það hafa orðið hér — t. d. í Dags- brún og Hlíf? En við Alþýðuflokksmenn höldum ótrauðir út í baráttuna- Við vitum að sanngirnin og réttlætið er okkar megin. Við vitum, að sá málstaður, sem við berjumst fyrir, sigrar yfir svik- um og ofbeldi leigðra erind- reka fyrir erlendar háskastefn- ur. eða íslendingar losa sig við konungdóm með uppreisn eða stjórnarbyltingu. Það er ber- sýnilegt, að konungdóm urinn hér í þessu fullvalda ríki getur ekki verið háður því, — hvort við endurnýjum, breyt- um eða segjum upp samningi við annað fullvalda ríki. Þetta atriði út af fyrir sig, sýnir, að hugmyndirnar um sáttmálann við Dani eru svo á reiki, að það verður að teljast óverjandi að draga lengur að taka upp alvarlegar umræður um málið. Þetta á ekki síður við um framtíðarafstöðu vora til sam- bandsríkisins heldur en til kon- ungdómsins. í sáttmálanum eru einkum tvö atriði, sem menn hafa talið þess eðlis, að þeirra vegna sé nauðsynlegt að segja honum upp. Annað atriðið er, að Danir fara nú með utanríkismál vor í umboði voru, hitt er hin sam- eiginlegu þegnréttindi. Um bæði þessi atriði er það sameiginlegt, að engin tilraun En Hafnfirðingar hafa nú sýnt það, að þeir hafa ekki skap í sér til að beygja sig undir ofbeldisverk misindis- mannanna- Þeir hafa hafið starfið að nýju og skapað hafn- firskum verkamönnum nýjan félagsskap, sem þó erfir allt það bezta sem til var orðið í Hlíf. * ÞAÐ ER ATHYGLISVERT að með burtrekstri hinna 12 Al- þýðuflokksmanna úr Hlíf á sunnudaginn hefir Héðinn Valdemarsson verið að halda upp á afmæli. Þennan sama sunnudag í fyrravetur stóð hann á senunni í Nýja Bíó og pantaði óp gegn Jóni Baldvins- syni, sem þá var að ganga síð- ustu göngu sína upp á ræðupall fyrir verkamenn, pantaði ópin af óðum skríl sínum, sljóum en fullum af illgirni og löngun í níðingsverk. Og það stóð ekki á því, að pöntun foringjans yrði afgreidd, eins og öllum er kunn- ugt og lengi mun í minnum haft. Þetta afmæli hefir H. V. og kommúnistaþý hans verið að halda hátíðlegt á sunnudaginn var, en það mun sannast, að þau spor verða honum ekki til minni vansæmdar en ofsókn- irnar gegn Jóni Baldvinssyni heitnum 13. febrúar 1938- Verkamannafélaginu Hlíf hefir nú verið vikið úr Alþýðusam- bandinu. Það félag er nú ein- ungis skipað kommúnistum og íhaldsmönnum. Verkamenn al- ment munu sig lítið láta skifta þá atburði sem þar gerast á næstunni, þeir verða aðeins á- horfendur að því hvernig þeir fara að því, kommúnistarnir og íhaldsmennirnir, að byggja upp verkamannafélag. * VERKAMENNIRNIR í Hafn- arfirði, þeir sem nokkurs meta hefir verið gerð til þess að rannsaka, hvort þessi ákvæði sáttmálans sé íslendingum ó- hallkvæm eða hið gagnstæða. Og enn síður hefir verið gerð tilraun til þess að sýna fram á, hvort eitthvert annað fyrir- komulag sé ekki hugsanlegt á þessum málum, sem báðir aðilj- ar megi vel við una'og geti ver ið hentug undirstaða breytinga á sáttmálanum. Um utanríkismálin er það að segja, að mikil nauðsyn ber til þess, að einhver hæfur maður hafi með höndum alveg hlut- lausa rannsókn á því, hvernig Dönum hefir farist úr hendi meðferð þeirra mála fyrir ís- lands hönd síðustu tuttugu ár- in. Við þá rannsókn ætti það að koma í ljós, hvar hér eru helst veilur á, frá sjónarmiði íslands, og yrði það síðan samningsatriði, hvort úr þessu mætti bæta. En að órannsökuðu máli er miklu fremur ástæða til þess að búazt við því, að það væri íslendingum hentugt, að einhver tegund af samvinnu 9 við Dani yrði áfram um þessi mál. Þetta stafar meðal annars af því, að þótt Danir séu lítil þjóð á mælikvarða stórvelda, þá njóta þeir mikillar virðing ar um víða veröld og hafa auk þess fullkomnari tæki til utan- ríkislegra aðgerða en nokkur önnur þjóð jafnstór. Danir samtök sín og þekkja baráttu þeirra á undanförnum áratug- um, taka nú aftur til starfa um uppbyggingu heilbrigðs verka- mannafélags, sem starfar að bættum kjörum og eflingu stéttarinnar og hlýðir ekki fyr- irskipunum æsinga- og æfin- týramanna úr öðru bygðarlagi, útlaga úr samtökum alþýðunn- ar, sem hafa fallið á eigin brögðum og legið á eigin fólskuverkum. Þeir munu sýna það á næst- unni, að þeir eru enn færir um að byggja upp félagsskap sam- boðinn sér, sem er bygður og starfræktur á siðferðilegum grundvelli og vinnur að því samtímis að byggja upp af- komu verkamannanna, velferð bæjarfélagsins og afkomu þjóðarinnar. íj? UNDIRTEKTIRNAR undir stofnun hins nýja félags eru betri en flestir töldu eftir æs- voru fyr á öldum taldir með heldri þjóðum álfunnar og þeir hafa frá þeim tíma haldið sín- um diplomatisku samböndum langt umfram flesta aðra, sem nú mega teljast á bekk með þeim, hvað snertir mannfjölda og yfirráð landa. Fyrir því er það enn talið virðing að mun meiri að vera ríkiserindreki í Danmörku en í öðrum smá- löndum. Danir verja einnig til diplomatiskrar starfsemi meiru fé en aðrir gera að tiltölu við önnur ríkisútgjöld. Má því auðsætt virðast, að ekki getur það verið einskis virði fyrir ís- lendinga að hafa heimild til þess að nota sér þetta diplomat- iska kerfi, þegar þeir sjálfir eru þess ekki með nokkru móti umkomnir að láta neitt, sem um getur munað, koma í þess stað. Sú rannsókn, sem áður hefir verið geti um að þyrfti að fara fram á því, hvernig Dönum hefir farið úr hendi utanríkis- störf fyrir vora hönd, kann að leiða það í ljós, að rétt þætti að takmarka umboðið meira en nú er gert, en það væri mjög gálauslegt að stofna til þess, að þessari tegund af samvinnu við Dani yrði hætt með öllu, áður en búið væri að finna leiðir, sem kleifar væru og í stað þessarar samvinnu ættu að koma. ingafundum kommúnista að dæma og það er þróttur og sig- urvissa í hinum nýja félags- skap. Það mun sannast að örlög kommúnistafélagsins verða hin sömu og örlög Verkamanna félags Akureyrar, Verkamanna félags Norðfjarðar og eins og Dagsbrúnar verða. Öll þessi fé- lög hafa orðið og eru að verða verkalýðnum einskis virði eins og eðlilegt er þegar kommún* istar ná yfirtökunum í þeim, menn, sem aldrei stjórnast af öðru en hatri og illgirni og nota verkalýðssamtökin til póli- tískra æsinga og þjóðskaðlegra áforma sinna- Framvegis verð- ur hverju höggi kommúnista svarað eftirminnilega. Og það verður ekki hætt við fyr en þeir liggja eftir óvígir. Þeir hafa sjálíir valið vopnin sem þeir beita og þeir verða beittir. Þegar það verk er unnið verður hægt að skipa verka- lýðsmálunum á þann veg, sem heppilegast er fyrir alla alþýðu í landinu. Eins og stendur er erfitt að skapa þeim fastan grundvöll, fyrir því hafa æs* ingamenn kommúnista séð, Leikfélagið sýnir leikritið „Fléttuð reipi úr sandi“, eftir Valentine Kata- yev annað kvöld. Það ákvæði sáttmálans, að danskir og íslenzkir ríkisborg- arar skyldu njóta jafnréttis í báðum löndunum virðist í sumra manna augum svo við- sjárvert, að þess vegna sé sjálf- sagt að vinna að sáttmálaslitum við fyrsta tækifæri. Þessi ótti var svo mikill um það leyti, sem sáttmálinn var upphaflega gerður, að nauðsyn þótti bera til þess að svifta menn kosn- ingarrétti í fimm ár, ef þeir höfðu átt búsetu annars staðar en á íslandi um eitthvert skeið. Átti með þessu að fyrirbyggja, að hin lævísa danska þjóð sendi hingað tugi þúsunda af dönsk- um ríkisborgurum til þess að greiða atkvæði við kosningar og ráða stjórn landsins. Tutt- ugu ára sambúð undir sáttmál- anum ætti að hafa eytt þessari tortrygni. En þótt þessi ákvæði um þegnréttinn beri ávalt á góma þegar tveir menn eða fleiri ræðast við um sambandið við Dani, þá er sannleikurinn sá, að opinberlega hefir enginn sagt neitt um þetta efni, sem nokkurs er virði, að Sveini sendiherra Björnssyni einum undanskildum- Hann benti á það í ræðu á fullveldisdeginum, að því færi svo fjærri, að menn ættu fyrst og fremst að tak- marka rétt Norðurlandaþegna við eigið land þeirra hvers um (Frh. á 4. síðu.) Ragnar E. Kvaran: SambandssáttmáK Inn og árfð 1S4H.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.