Alþýðublaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 4
FÖSTUDAG 24. FEBR. 1939 QAMLA BIÓ EE JónfrA i hætta Bráðskemtileg og afar- fjörug danz- og gaman- mynd gerð eftir gamanleik P.G.Woudehouse: „A Dam- sel in Distress" en söngv- arnir og danzlögin etftir Gershwin. AðalKÍutverkið leikur: FEED ASTAIEE. Reykjavíkurannáll h.f. Foraar dyssAEr Model 1939. verður sýnd í kvöld Id. 8%. Venjulegt leikhúsverð. í dag byrjar útsala hjá okk- ur. Margt afar ódýrt, t. d. slifsi'frá kr. 2.00.- Peysur 5 kr. Dömubelti í úrvali frá kr. 1.00. Kjólaeíni frá kr. 1.25 met. Silkiefni, einlit og rósótt, í miklu úrvali, á kr. 3.50 met. Nýreykt Nýreykt kindabjúgu. Miðdagspylsur. HakkaS kjöt. Úrvals frosið dilkakjöt Kjötverzlanir * , HÉssagnaf. Msykjavikiir, Vatnstíg 3. Sinii 1940. JESOV RÚSSASKELFIR. Frh. af 3. síðu. un. Vegna þess að hann bar, í þessu nýja embætti, ábyrgð á lífi og öryggi æðstu valds- manna ríkisins, skipulagði hann nú voldugt og víðtækt njósnakerfi, og fyrst og fremst lét hann spæjara sína vaka yfir hverri athöfn Jagoda. En Ja- goda ugði ekki að sér, taldi sig hafinn yfir allar grunsemdir, og státaði oft af því að hann hefði örlög Sovét-Rússlands í sínum höndum. Það fóru fáar sögur af þess- ari baráttu Jesovs og Jagoda. En Stalin vissi alt og gaf gætur að þessari baráttu upp á líf og dauða milli keppinautanna. Loks sendi Jesov til Stalins ýt- arlega greinargerð um einkalíf G.P.U.-foringjans. En Stalin beit ekki á krókinn. Hvað varð- aði hann um sukk og svall Ja- goda í heimahúsum, um kvenna far hans, fjárhættuspil og fylli- rí, úr því að hann komst jaín- framt yfir að veita ríkinu dygga þjónustu? Jesov varð að bíða. En nú var skamt að bíða fær- isins. Það kom þegar Serge Ki- rov var myrtur, einn meðal hinna æðstu valdamanna og mikill vinur Stalins. Þetta morð vakti ugg og skelfingu í Kreml, því að menn óttuðust Trotzkista uppreisn á hverri stundu. Jesov var hinn eini, sem ekki lét fip- ast. Nú kom honum vel að hafa varað Stalin við, gefið honum í skyn að hjólin í stjórnmálavél- inni væru að ryðfalla og að svikara væri að finna' jafnvel innan G.P.U., og honum tókst að fá einvaldsherrann til að fela sér rannsókn morðmálsins. Við rannsóknirnar leiddi Je- sov í ljós víðtækt Trotzkista- samsæri, og var Jagoda bendl- aður við það. Nú fór að fara um Jagoda. --Njósnarar hans fræddu hann um hvað rann- sóknum Jesovs leið, og hann lét gera ekki færri en 15 tilraunir til að ráða Jesov af dögum með- an á þessu stóð, en allar mis- tókust. Þegar Jesov var búinn að Iáta taka af lííi nokkurn hóp af samsærismönnum, snérist hann gegn Jagoda. Sú saga endaði með því, að Jagoda var skotinn 1 garði Ljubjankafangelsins, svo sem kunnugt er. Eftir það var Jesov sóknin auðveld. StalinTól honum að hreinsa til 1 flokkn- um, og hann hikaði ekki and- artak við að fangelsa, dómfella og taka af lífi hina voldugustu menn flokksins, svo sem Radek, Bukharin, Rakovsky, Tukatsjev sky og marga fleiri. Jesov er ólíkur fyrirrennara sínum .að því, að hann er maður hófsamur og hefir einfalda lifn- aðarhætti. Bezta skemtun hans er að veiða og fara langar gönguferðir út um sveitir og skóga. Með því að silungar hafa enn þá ekki verið dregnir fyrir landráðadómstólinn í Moskva og skógartrén heldur ekki sök- uð um gagnbyltingarstarfsemi, verður að líta svo á, að vel- þóknun Jesovs á silungsveið- um og skógarferðum stafi ekki af löngun eftir meiri völdum og frama, heldur einhverju öðru, hversu ótrúlegt sem það kann að virðast. G. Alþingí í gær Á dagskrá neðxi deildar vom þessi niál: Frumvarp til laiga um breyting- 'ar á lögum inir. 61, 3. nóv. 1915, tim dýralæluia. 1. uimiræða. Fram- sögumaður Vilmpnídur Jóinssion. Máltou vísað tíl amnanair umnæðu og 'liandhúnaðönniefinidiair mleð 18 samhljóða aitikvæöum'. Frumvarp til laga um eignlar- pg aiotkunarrétt jarðhita. I. um- ræða. Friaimisögumaður Bjarni Bjamason. MáTiinu var vílsiaði tíl aninanar umræðu mieð 20 siaun- hljóða atkvæðum og til allsherj- aiiraéfnidar mieð 17 sarnhlj. aitkv. Fundur var lekki í leífri deild. HVAÐ KOSTAR HAFNAR- FJARÐARDEILAN? Frh. af 1. síðu. lengur að bera ábyrgð á þessari algjörlega ólöglegu, og hingað til alveg óþekktu, vinnustöðv- un? Það trúir því enginn ærlegur maður fyr en reynslan sýnir það svart á hvítu, að svo verði. Enginn trúir því fyr en á reynir, að nokkur sá maður sé til í Sjálfstæðisflokknum, sem vill ganga með ofbeldisliði kommúnistanna til þessara þjóðskaðlegu aðgerða. Og það er vitað, að í þeim flokki, sem kallar sig ,,Sósíal- istaflokkinn“ eru nú þegar margir menn, sem fordæma þessar aðgerðir. Þeir sjá nú og skilja margir, að flokkur þeirra er á algerlega rangri braut í þessum málum og þeir munu margir, sem snúa við honum bakinu vegna þessara aðgerða hans. Kommúnistar og Sjálfstæðis- menn hafa nú þegar valdið stór- tjóni með aðgerðum sínum og það er vonandi, að allir skyn- samir menn í báðum þeim flokkum styðji eindregið þá kröfu Alþýðuflokksins, að þessi deila verði leyst. Hún er þegar orðin þeim nægilega mikið til minkunar, þó nú verði hætt. ÚTVARPIÐ OG HAFNAR- FJARÐARDEILAN. Frh. af 1. síðu. þessi er komin fram, en ástæð- an fyrir því, að ekkert var um þessa atkvæðagreiðslu birt, var sú, að engar fréttir fengust frá formanni Illífar varðandi alls- herjaratkvæðagreiðsluna í verkamannafélaginu Hlíf, en við hana mun vera átt. Gerði fréttaritari vor í Hafnarfirði 2 tilraunir til þess að fá nefnda frétt frá formanni félagsins og Fréttastofan eina tilraun til þess að fá fréttina frá formann- inum milliliðalaust, en engar þessar tilraunir báru árangur. Nánari atvik eru sem hér segir: Umræddri atkvæðagreiðslu var, sem kunnugt er, lokið laugardagskvöldið 18. þ. m. — Næsta dag, sunnudaginn 19. þ. m., átti Fréttastofan tal við fréttaritara útvarpsins í Hafn- arfirði. Bar þá atkvæðagreiðslu þessa á góma, og upplýsti fréttaritarinn í Hafnarfirði, að formaður Hlífar, Helgi Sigurðs- son, hefði neitað að láta honum í té upplýsingar um hana, en hefði hann aftur á móti þótzt ætla að ræða þetta mál við Fréttastofuna sjálfa. Þegar nokkuð var liðið á dag, og for- maður Hlífar hafði enn ekkert látið til sín heyra, hafði Frétta- S DM. Næíurlæknir er í nótt Ölalfur Þ. Þorsbeinsson, Mánalgötu 4, simi 2255. i Næturvörður er í Reykjaivikdr- og Iöunnair-apótiéki. ÚTVARPIÐ: 20.15 Útvairpisaagan. 20,45 Kirkjutónleikair Tónilis'ta'rfé- ■ liaigsiinis í Dómikirkju'njni. aj Orgielleilkiur (Páll ísiólfsison) ib) Hljómisvieit Reykjiaivikur (stjónnandi: dr. Urbantsch- titsch). 22,00 Frétlaiágriip. 22.15 Daigs'krárlok. stofan tal aftur af fréttaritaran- um í Hafnarfirði og bað hann að reyna að sjá til þess, að for- maður Hlífar næði sem fyrst sambandi við Fréttastofuna. Átti fréttaritarinn í Hafnarfirði þá enn tal við formann Hlífar, en er það bar ekki árangur að heldur, náði Fréttastofan sjálf tali af honum í síma og fór þess á leit við hann, að hann gæfi Fréttastofunni upplýsing- ar um umrædda atkvæða- greiðslu. Svaraði hann því til, að hann ,,þyrfti að athuga þetta“ — eins og hann komst að orði, — áður en hann gæti gefið téðar upplýsingar, og hélt hann fast við það, þótt honum væri bent á, að í þessu máli þyrfti varla langra athugana við, því að hvort sem væri yrði aldrei um þetta birt annað en ályktun sú, er samþykkt var, eða útdráttur hennar, og at- kvæðatölurnar. Lofaði hann að lokum að hafa tal af Frétta- stofunni fyrir kl. 18.30 þennan dag, og var honum tjáð, að það mætti ekki síðar vera, til þess að fréttin gæti orðið birt þá um kvöldið — en síðar hafði hún, að áliti Fréttastofunnar, lítið fréttagildi. Þetta brást þó, og varð frétt um atkvæðgreiðslu þessa því aldrei birt. Af framanrituðu verður það ljóst, að formaður Hlífar vék sér undan þyí að )skýra frá nefndri atkvæðagreiðslu eða niðurstöðu hennar. Að vísu var Fréttastofunni kunnugt um at- kvæðagreiðsluna, en það hefir verið alveg föst venja, síðan útvarpið tók til starfa, að birta fréttir frá félögum því aðeins, að viðkomandi forystumenn vildu vera heimildarmenn — enda ekki annað að leita um innanfélagsmál. Það er og í fréttareglum vorum tekinn vari fyrir þvx, að birta nokkru sinni í fréttum útvarpsins tilgátur eða ágizkanir um atburði — eina eða aðra. — ■ Lítur því Fréttastofan svo á, að hana hafi fullkomlega brostið heimild til þess að birta umrædda frétt. Frá þessu höfum vér, herra ritstjóri, viljað skýra yður, til þess að þér vissuð öll skil á máli þessu, eins og það horfir við frá oss. Virðingarfyllst Jónas Þorbergsson.“ MINNINGARORÐ UM GUÐ- MUND f SKÓLABÆNUM. Frh. af 3. síðu. heimilið í Skólabænum hafi mikið misst, þó það megi eðli- legt heita, að eftir langt og oft erfitt dagsverk, komi hvíldin, og þá sé hún góð. G. E. var fæddur 5. febrúar 1868. Hann andaðist að heimili sínu 16. febrúar 1939. Felix Guðmundsson. Súðin var á Kópaslkierii í gædkvieldi. Nautakjðt í buff og gullas-súpur. Kálfskjöt. Frosið dilkakjöt. Ódýra kjötið af fullorðnu — frosið og saltað. Reykt hestabjúgu. Reykt hestakjöt. Reykt dilkakjöt 1 kr. % kg. Húsmæðurnar kaupa allt af í matinn þar sem verðið og vörugæðin er bezt. Það er reynsla. Ejötbflðarinnar, Njálsgötu 23. Sími 5265. nyja bio m Éo lano píí-: Frönsk stórmynd er gerist í París. — Aðalhlutverkið leikur fegursta leikkona Evrópu DANIELLE DARRIEUX. Þetta er ein af þeim af- burða góðu frönsku mynd- um er allsstaðar hefir hlotið feikna vinsældir og mikið lof í blaðaummæl- um. Börn fá ekki aðgang. Kynnist franskri kvik- myndalist. Það tilkynnist að móðir mín, Hildur Filippusdóttir, lézt á St, Jósepsspítala að morgni þess 24. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. F. h. ættingja, Guðm. Jónsson Kvennadeild Slysavarnafélagslns í lafnarfirði. heldur danzleik á Hótel Björninn laugardaginn 25. febr. Gömlu og nýju danzarnir. GóS músík. NEFNDIN. Karlaltér Meykjavihisr. Söngstjóri: SIGURÐUR ÞÓRÐARSON. amso í Gamla Bíó sunnudaginn 26. febrúar 1939 klukkan 3 e. h. Einsöngvari: GUNNAR PÁLSSON. Við hljóðfærið: GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur (áður Hljóðfæra- verzlun Katrínar Viðar). Á vegum Vetrarhj álparinnar verður Hnefaleikameistarinn eftir Arnold & Bach leikinn í Iðnó laugardaginn þann 25. þ. m. kl. 5 e. m. af leikflokki stúkunnar Víkingur, til ágóða fyrir Vetrarhjálpina í Reykjavík. Frú Soffía Guðlaugsdóttir hefir leiðbeint leikflokknum. NB. Leikur þessi hefir verið sýndur nokkrum sinnum innan Góð- templarareglunnar og vakið feikna hrifningu. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 e. m. í Iðnó og kosta aðeins, fyrir fullorðna kr. 2.00, stæði kr. 1.50 og börn kr. 1.00. Góðir borgarar! — Styrkið Vetrarhjálpina! Góður afli í Eyjum. Allir vélbáíiar í Viestoanmaeyj- !um réru í gær og fengiu aíllir hát- ar, sem höfóu góöa bieljtu, mjög góÖBin afla, 1500—1600 á bát. Hefir 'bei'tiuisikiortur haimiað mjög góðum afla og gierfr enjni. Revyan, Fornar dyggðir, verður sýnd í kvöld kl. 8.30. Guðspckiféfiaglð. Reykjaftúkurstúkan bieldur fuin.d í 'kvö'd kl. 9. ÁrsíneikUiiingair. Ko'sningar. Deildarforaetiuu flyt- ur erindi: Eilífðairgiidi kærfeik- aims. Geir Ikom af isfiisikvteiöum' í miorgun mieÖ 2300 körfur. Útbreiðið Alþýðublaðið! egraa Iiiiaita stérkostlegu aðséknar a® ballonadansleik 4. p.na. verður bann endurteklnn i Iðné annað kv. AM(

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.