Alþýðublaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAG 10. MARZ 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru han»: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverflsgötu). SlMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4908: V. S. Vilhjálms (fteima). 4905: Alþýðuprentsmiöjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hvers vepa fór sr. Sigf A« Ar Alpýðu- flokknun. ÞAÐ getur ekki hjá því farið, að mörgum Alþýðuflokks- manni verði á að brosa, ef þeir lesa ritstjórnargrein Þjóðvilj- ans í gær. Er það víst sr. Sigfús, sem greinina ritar og stillir sér upp fyrir framan „dómstól heilbrigðrar skynsemi". Er svo að sjá, sem hann taki nú óðum að örvænta um sigur fyrir þá heilbrigðu skynsemi, er hann kallar svo, en það er stefna hins nýja flokks hans og þeirra fé- laga. „Aldrei hefir helbrigðri við- leitni á sviði íslenzkra stjórn- mála verið mætt með þvílíkum fjandskap sem sameiningar- stefnu Sósíalistaflokksins.“ Er sr. Sigfús búinn að gleyma þeim fjandskap, sem stefna Al- þýðuflokksins til að sameina allan verkalýð til faglegrar og pólitískrar baráttu mætti og mætir enn frá hans núverandi samherjum kommúnistunum? Er sr. Sigfús búinn að gleyma þeirri andstöðu, sem öll menn- ingar- og framfaramál alþýð- unnar hafa mætt frá íhaldinu á undanförnum árum? Vafalaust ekki, en hann stóð á þeim tíma ekki það framar- lega í flokki, að hann fyndi til þess fjandskapar jafnvel og þeir, sem daglega áttu í höggi við þessa höfuðóvini alþýðunn- ar, kommúnistana og íhaldið. Iiöfundurinn heldur áfram og reynir nú að skýra í hverju ,,sameiningarstefnan“ sé fólgin, og kemst að þeirri niðurstöðu, að um fjögur meginatriði sé að ræða. Fyrsta atriðið er þetta: „Við lítum svo á, að allir ís- lenzkir sósíalistar eigi að vera í einum stjórnmálaflokki, sem sé grundvallaður á fullkomnu lýð ræði OG LÝSI SKÝRT YFIR ÞVÍ, að hann vilji að valdataka sósíalismans fari friðsamlega fram, þ. e. á grundvelli þeirra laga, sem núverandi þjóðskipu lag hefir sett sér.“ (Orðrétt.) Það þarf meira en litil óheil- indi til þess, að telja þetta fyrsta boðorð „sameiningar- stefnunnar11, sem núverandi kommúnistar þykjast predika. Allir vita, að einmitt á þessu atriði strandaði „sameiningin“ við kommúnistana- 1937. Þeir vildu ekki lýsa því yfir, að þeir vildu að valdataka alþýð- unnar færi skilyrðislaust fram á „grundvelli þeirra laga, sem núverandi þjóðskipulag hefir sett sér“. Og í núverandi stefnuskrá kommúnistanna er ofbeldisleið- inni haldið opinni. Þetta er meginmunurinn á stefnuskrá Alþýðuflokksins og kommúnistanna hér, eins og nú er ástatt. Alþýðuflokkurinn lýs. ir því skýlaust yfir, að hann vili ara leið laga og þingræðis í Dessu efni, en kommúnistamir vilja ekki lýsa því yfir skilyrð- islaust. Þeir vilja hafa smugu til þess að geta gripið til ofbeld- isins ef tækifæri býðst. í stefnuskrá þeirra segir: „Vill flokkurinn ekkert frekar en að alþýðan geti náð völdunum í þjóðfélaginu á lýðræðislegan og friðsamleg- an hátt.“ Skyldu þeir tímar hins vegar koma, að þeim leiddist að bíða eftir því, að ná völdunum á þann hátt, er opið að fara aðra leið — leið ofbeldisins — þó þeir vilji nú „ekkert frekar“ en þingræðisleiðina. Ekki þurfti sr. Sigfús og ýmsir aðrir að yfirgefa Alþýðu flokkinn af því, að því atriði væri ekki slegið nægilega föstu þar, að sá flokkur vildi taka völdm á grundvelli laga og þingræðis. Þá vill höfundurinn að ís- lenzkur verkalýður sé samein- aður í einum verkalýðssamtök- um, er starfi á fullkomnum lýð- ræðisgrundvelli og þá telur hann, að þau þurfi að vera óháð pólitískum flokkum. En hverjir eiga sökina á því, að svo er ekki nú? Fram til 1930 starfaði Alþýðusambandið á „fullkomnum lýðræðisgrund- velli“ — allir voru kjörgengir til sambandsþings, hvaða flokki sem þeir tilheyrðu, og þá var Alþýðusambandið ekki „skipu- lagslega háð neinum flokki“. Þá voru það núverandi samherjar höfundarins, sem urðu orsök þess, að Alþýðusambandið varð skipulagslega tengt Alþýðu- flokknum til þess að kommún- istar gereyðilegðu ekki alþýðu- hreyfinguna — og þá skildi þetta enginn betur en Héðinn Valdimarsson, og hin skipulegu tengsl Alþýðuflokksins og Al- þýðusambandsins eru fyrst og fremst hans verk. Og var það til þess að vinna að því að fá þessu breytt, að Sigfús og samherjar hans fóru úr Alþýðuflokknum? Ef það hefir verið áhugamálið, áttu þeir að vera kyrrir og reyna á þingi sambandsins að fá breyt- ingarnar fram. Þriðja boðorð sr. Sigfúsar er samvinna í verzlun, og er ekki hægt að sjá að nein þörf hafi verið til sérstakrar flokksstofn- unar til að knýja það mál fram, því kaupfélögin eru að lögum öllum opin og Sambandið hefir fengið orð fyrir að halda sínum hlut í viðskiptum við kaup- mennina. Menn úr öllum flokk- um og stéttum eru í kaupfélög- unum og þau eru enn í örum vexti — án tilstillis kommún- ista. Vegna þeirra þurfti því sr Sigfús ekki að fara úr Alþýðu- flokknum. Fjórða og síðasta boðorð hins nýja kommúnistaflokks er það, ,,að allir einlægir unnend- ur lýðræðisins og þeirra menningarverðmæta, sem það hefir fært þjóðunum, taki höndum saman án til- lits til stjórnmálaskoðana til þess að verja þennan dýrasta arf 19. aldarinnar gegn hinni vitfirrtu ómenningarstefnu, sem við köllum nazisma' Hér gleymir höfundurinn upphafinu að allri ógæfunni — sínum eigin flokki — kommún istum. Hverjir gáfu nazisman- um fordæmið aðrir en kommún istarnir? Hverjir voru það, sem grófu og grafa ræturnar undan lýðræðinu alls staðar, ef eklt: kommúnistarnir? Hverjir eru það, sem seint og snemma sví- virða, rægja og ofsækja forvíg K. R ELZTA knattspymufélag landsins, Knattspyrnufé- lag Reykjavíkur, er 40 ára um þétta leyti og heldur afmæli sitt hátíðlegt með miklu hófi á laugardaginn. í raun og veru hófust hátíðahöldin með vígslu íins ágæta skíðaskála félagsins að Skálafelli fyrra sunnudag. K.R., eins og það er daglega kallað, hefir þó ekki eingöngu gefið sig að knattspymuíþrótt- mni, þó að hún hafi vakið mesta athygli af hinni marg- játtuðu starfsemi félagsins, því að svo má segja, að félagið sé jafnvígt á allar listir íþrótta og lefir getið sér stórfrægðar í Deim öllum. K.R. var upphaflega ekki stofnað með „pomp og prakt.“ Það voru aðeins nokkrir ungl- mgar er hittust fyrir utan búð- arborð í einni verzlun bæjarins vorið 1899, sem töluðu um það og ákváðu, að aura saiman í knött. Frá þessu skýrir Þor- steinn Jónsson á skemtilegan hátt í hátíðablaði K.R., sem út kom í gær. í fyrstunni hét fé- lagið „Fótboltafélag Reykjavík- ur“ og hafði þá æfingar suður á melum undir leiðsögn Fergu- sens prentara, er hér dvaldi þá. í fyrstu var K.R. eina knatt- spyrnufélagið og keppti þá við sjálft sig, en eftir að Fram var stofnað, hófst keppni milli fé- laganna og var fyrsta knatt- spymumótið háð 1912 og vann K.R. þá sigur. Síðan hefir K.R. tekið þátt í öllum knattspymu- mótum og unnið fleiri sigra, en nokkuð annað félag. Má geta þess að fyrsti flokkur félags- ara. ismenn lýðræðisins, foringja Alþýðuflokkanna, ef ekki kommúnistamir? Hér var fyrst kommúnismi — síðan kom naz- isminn sem mótvægi gegn hon- um. Á undan nazismanum í Þýzkalandi geisaði hin komm- únistiska pest yfir landíð og eyðilagði mótstöðuafl verka- lýðsins, og svo hefir alls staðar verið. Og hvernig fór hér, er Al- þýðuflokkurinn bauð kommún- istunum sameiningu 1937? Sú sameining strandaði á því, að það kom í ljós, að kommúnist arnir voru ekki lýðræðisflokk- ur, heldur ofbeldisflokkur. Al- þýðuflokkurinn er þess albúinn að taka höndum saman við and- stæðing og hefir einu sinni gert það áður — við íhaldið — til þess að vinna að auknu lýðræði. Alþýðublaðið hefir nú und- anfarið bent á nauðsyn þess, að þeir flokkar, sem byggja á lýð- ræðinu, viðurkenna það og skil- yrðislaust beygja sig fyrir þing- ræðinu og lögum landsins, taki saman höndum og útrými of- beldisflokkunum, kommúnist- um og nazistum. En hvemig hefir blað sr. Sigfúsar telcið í þá kröfu? Það hefir stimplað A1 þýðublaðið sem fasistablað og núverandi ritstjóra þess sem bandamann Hitlers og Musso- linis, sem ætli sér að innleiða hér einræði og stjórna með rík- islögreglu og ofbeldi. Sr. Sigfús veit það sjálfur, að frumskilyrði þess að nazism- inn detti hér niður er það, að kommúnisminn, í hvaða mynd sem hann er, hverfi að fullu og öllu. Ef Sígfús vill vinna að því — eins og grein hans bendir til — hvers vegna fór hann þá úr Alþýðuf lokknum ? Guðmundur Ólafsson. ins hefir skorað 696 mörk, en orðið að þola 408. Annar flokk- ur hefir sett 312 mörk, en orðið úð þola 111 mörk ög þriðji flokkur hefir sett 358 mörk og orðið að þola 127. Þannig hafa allir flokkar K.R. sett 1386 mörk og orðið að þola 646. Sýnir þetta hina glæsilegu yfirburði K.R. og þó er K.R. nú hvorki íslandsmeistari eða Reyk j avíkurmeistari. Það, sem telja verður einna helzt einkennandi fyrir þetta mikla íþróttafélag, er það, hve vel því hefir alltaf tekist að yngja sig upp, en eins og gefur að skilja, 'er það mjög áríðandi og jafnframt vándasamt fyrir sh'kt félag, að fá nýja krafta jafnóðum og hinir eldri stirðna, en Jietta hefir K.R. tekizt ótrú- lega vel og með mátulega mikl- um skjótleika. Afrek K.R. í frjálsum íþrótt- um, fimleikum, sundi, glímu og fl. eru mörg og glæsileg, en verða ekki talín hér. Hefir fé- laginu og lánast að þjálfa svo afbragðsmenn, að þeir hafa orðið til sóma, ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur og fyrir félagið og forystumenn þess og kennara. Það, sem mér að öðru leyti hefir allt af fundist einkenna ytri starfsemi K.R., er frábær dugnaður og samheldni. K.R. keypti fyrst allra íþróttafélaga stórhýsi og gerði að íþróttamið- stöð í bænum, og er erm að undanskildu Í.R., sem eignaðist Kolviðarhól á síðasta sumri, eina íþróttafélagið, sem á stór- hýsi. Þá hefir félagið og ekki látið sér nægja íþróttahús sitt, heldur hefir það og fengið tangarhald á öðru stórhýsi, þar sem félagarnir iðka íþróttir. — Var það ánægjulegt að sjá hina mörgu K.R. félaga, sem á síð- astliðnu hausti unnu allar frjálsar stundir við það, að gera þetta nýja húsnæði sitt þannig úr garði, að nothæft verði. Var þar sannarlega unnið af brenn- andi áhuga og ekki legið á liði sínu. K.R. hefir alltaf verið forystufélag í knattspyrnu hér á landi og það er trú mín að svo verði enn um mörg ár. Má þó vera að hin félögin þrjú keppi fast við öldunginn unga um forystuna, K.R. var stofnað með um 20 félögum. Nú telur það um 2 þúsund. Eins og gefur að skilja, hefir slíkur félagsskapur gífur- leg áhrif á menningu og upp- eldi hinnar ungu kynslóðar — og verður það starf aldrei met- ið til fulls að verðleikum. En það má fullyrða, a ðflestir for- eldrar í þessari borg finna sig standa í þakklætisskuld við þennan ágæta félagsskap. K.R. hefir ætíð átt því láni að fagna, að njóta forystuhæfi- leika hinna ágætustu manna og' þeirra fremstir eru áreiðanlega Guðmundur Ólafsson skósmið- ur, se'm hefir um fjölda mörg ár verið leiðbeinandi félagsins í knattspyrnu, Kristján Gests- son verzlunarstjóri, sem oftast hefir verið mesta hjálparhellan í ýmsum viðfangsefnum félags- ins, t. d. um húsakaupin og margt fleira, og Erlendur Pét- ursson forstjóri, núverandi for- maður K.R., sem hefir unnið stórmerkilegt starf í þágu fé- lagsoins. Það er ómögulegt í stuttri blaðagrein að geta um einstaka atburði í frægðarsögu félags- skapar eins og K.R. er, enda verður það ekki gert hér. Fé- lagið hefir ákveðið að gera þetta merkisár í sögu sinni að miklu viðburðaári. Þessvegna hefir það ákveðið að bjóða hingað í sumar tveimur er- lendum knattspymuflokkum. Enskum afburðaflokki, sem tví- mælalaust er sá bezti, sem hingað hefir nokkru sinni kom- ið — og Færeyingum — og vill þar með gjalda heimboðið frá s.l. sumri. Veit ég að móttaka þessara Kristján Gestsson. flokka verður K. R. til sóma. Ég tel að orð þau, sem Guð- mundur Ólafsson skrifar í K.R. blaðið eigi vel við þetta ágæta félag. Þau eru á þessa leið: „Miklir sigrar og miklir dugnaðarmenn á sviði íþrótt- anna eru ágætir á vissan hátt, en það á aldrei og má aldrei vera aðalatriðið í íþróttastarf- seminni, að vinna verðlauna- gripi eða verðlaunapeninga. Þjálfun líkamans á að vera til þess að viðhalda og efla hreysti hans, skapa víðsýni og frjáls- lyndi, og síðast en ekki sízt, til að skapa félagslyndi, virðingu og kærleika til allra, sem þeir umgangast, K.R.-ingar eiga mörg og mikil verkefni eftir óunnin. — Fyrsta og aðalstarf þeirra í framtíðinni á að vera það, að skapa allsherjar áhuga ungs fólks fyrir íþróttum, að innræta ungum mönnum heilbrigt og holt líferni, og skapa drengskap — sannan drengskap, í íslenzku íþróttalífi.“ Heill og’ hamingja fylgi Knattspyrnufélagi Reykjavík- ur í framtíðinni eins og hingað til, » V. S. V. V aldar kartöflur og gulrófur í heil- um sekkjum og lausri vigt og allt á kvöldborðið verður hezt og ódýrast að kaupa í Verzlunin BREKKA Ásvaljagötu 1, sími 1678. Bergstaðastræti 33. Sími 2148. Erlendur Pétursson. Tilroœli til Jóii' asar Sveinssofl' ar lœknis. ¥ ALÞÝÐUBLAÐINU 20. des ember síðastl. komust þér þannig að orði: ,,... Hins vegar reyndist mjólk úr nágreiini Reykja- víkur (rannsakað var úr mörgum stöðum) sérstaklega auðug af C-bætiefni. Full- komlega á borð við góða er- lenda mjólk (10 mg.).“ í sama blaði, 8. þ. m., birtið þér eftirfarandi, eftir að hafa séð, að samhellt, gerilsneydd mjólk héðan úr mjólkurstöð- inni reyndist nú í janúar og fe- brúar að inriihalda 13—14 mg. pr. lítra af C-bætiefni: „Alþýðublaðið í gær hefir það eftir mér, að góð erlend mjólk innihaldi ekki nema 10 mg. af C-bætiefni í 1 líter. af mjólk. Þetta er ekki rétt. Hafi þannig staðið í grein minni er um prentvillu að ræða, sem ég hefi ekki haft aðgæzlu á að leiðrétta. Góð erlend mjólk er talin að inni- halda 20 mgr. í 1 h'ter. Og þar sem bezt er ca. 30 mgr.“ Þetta með prentvilluna 20. desember verður ekki gert að umræðuefni hér, þótt nokkuð óvenjulegt aðgæzluleysi virðist vera hér um að ræða, og það af lækni, í ekki þýðingarminna máli en þér sjálfir teljið þetta vera. En sé nú eigi um nýja prentvillu að ræða, í grein yð- ar í Alþýðublaðinu 8. þ. m., verður að ætla, að þér teljið góða erlenda mjólk innihalda 20 mg. pr. lítra af C-vitamini. Nú sögðuð þér, í fyrrnefndri grein yðar, 20. desember, að rannsökuð hefði verið mjólk úr mörgum stöðum úr nágrenni Reykjavíkur, og að sú mjólk hefði reynzt sérstaklega auðug af C-bætiefni. Fullkomlega á borð við góða erlenda mjólk, en eftir leiðréttingu yðar 8. þ. m. ætti þessi mjólk þá að hafa sýnt full 20 mg. pr. lítra, að minnsta kosti, af C-bætiefni. Fyrir því leyfi ég mér hér með að fara þess á leit við yður, að þér birtið opinberlega fyr- nefndar rannsóknir á mjólk úr mörgum stöðum úr nágrenni Reykjavíkur, gerðar fyrir 20. desember síðastl., og tilgreinið þar jafnframt hvaða dag eða daga þær rannsóknir voru gerðar og af hverjum. Sveinbjörn Högnason, form. Mj ólkursölunefndar. fþrótfcaféliagið Þór á Akureyrí hafði innajnfélags skí&amót á Vaölaheiði 5. þ. m. Keppt var í svigi. Þátttakienidur voru 32. — í svigi 350 metra, varð fyrstur í A-fiokki Júlíius Magnússou, l mín. 10,1 sek., armar Jón Egils- son, 1 min., 10,8 sek, og þriðji Bogi Brynjólfsson, 1 mín, 11,1 sek . FO.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.