Alþýðublaðið - 14.03.1939, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.03.1939, Qupperneq 4
ÞRI0JUDAGINN 14. marz. 1939. V f DAG. ■GAMLA bio ■ Topper (Afturgöngurnar) Sprenghlægileg og mein- fyndin amerísk gamanmynd um andatrú og draugagang. Aðalhlutverkin „afturgöng- umar" leika: Constance Bennet og Cary Grant og standa pau fyrir hinum furðulegum atburðum er pessi frumlega mynd sýnir. Beykjavíkurannáll h.f. Revyan Fornar ðjrggðir Model 1939. Næst sfðasta sinn í kvöld kl. 8 Siðasta sinn annað kvöld M. Sm Aðgöngumiðar að peirrisýn ingu seldir i dag kl. 4—7 og eftir kl .1 á morgun. VENJULEGT LEIKHÚS- VERÐ EFTIR KLUKKAN 3. ÚTGERÐARMANNAFUNDUR- INN 1 GÆR. (Frh, af 1. síðu.) að hugsa þessi mál til enda. Gengislækkunin og þjóðstjórn- in út af fyrir sig nægðu ekki, það yrði að slaka á innflutn- ingshöftunum, ákveða kaup verkamanna og sjómanna með lögum og koma á öflugu ríkis- valdi til þess að berja niður allar þær klær, sem hafðar yrðu úti til þess að hindra það, að ráðstafanir væntanlegrar stjórn ar til viðreisnar sjávarútvegin- um næðu fram að ganga. Gísli Jónsson tók þá til máls á ný og sagði að það væri engin trygging fyrir því, að Sjálf- stæðisflokkurinn yrði ekki bor- inn ofurliði í þjóðstjórn. Komst Gísli ekki lengra, því þá gerðist mikill kurr í salnum, stóð mik- ill hluti fundarmanna upp og gekk út. Var þá umræðum hætt og gengið til atkvæða um tillög- umar og þær samþykktar með svo að segja öllum greiddum atkvæðum. Samtjfktirnar. 1. , ,Landssambandið skorar á Alþingi, að hraða löggjöf til efnda gefnum fyrirheitum um verulegar kjarabætur útvegnum til handa. 2. Landssambandið vekur at- hygli á því, að tap togara- rekstursins á undanförnum árum sé raunverulega mikið meira en haft er eftir milli- þinganefnd í útvegsmálum, og vísar í því sambandi til skýrslna togaraútgerðar- manna frá í fyrra. Hitt er og vitað, að stórfeld töp hafa einnig orðið á rekstri bátaútvegsins undanfarin ár. Að því er togarana snert- ir þykir rétt að geta þess, að það, sem af er þessu ári, er meðaltap á skip orðið meira en dæmi eru til und- anfarin ár, og aflahorfur þeirra ískyggilegar, en sölu- horfur sjávarafurða yfirleitt miklu lakari en í fyrra, þótt lélegar væru þá. 3. Landssambandið lýsir þeirri skoðun sinni, að einasta leið- in til framkvæmda gefnum fyrirheitum um kjarabætur sé að viðurkenna a. m. k. að nokkru leyti verðfall ísl. krónunnar, og telur að í þeim efnum sé eigi rétt að ganga skemur en að 30 ísl. krónur jafngildi sterlings- pundi. 4. Landssmbandið telur nauð- synlegt að .halda kaupgjaldi óbreyttu, enda séu gerðar öflugar ráðstafanir til þess að hindra aukna dýrtíð og auka atvinnu almennings. Sú hætta er þegar yfirvof- andi, ef ekki verður að gert, að fiskiveiðar dragist mjög saman eða jafnvel stöðvist á miðri vertíð. 5. Landssambandið skorar á valdhafana, að stefna beint að afnámi haftanna, en gefa nú þegar svo mikið frjálst af innflutningnum, sem frekast er auðið, til þess að draga úr dýrtíðinni í land- inu. 6. Landsambandið leggur höfuðáherzlu á, að löggjöf þetta varðandi verði hraðað, og undir öllum kringum- stæðum lögfest á því Al- þingi, er nú situr. Ef það er talið nauðsynlegt, að að- alflokkar Alþingis taki höndum saman um stjóm- armyndun, til þess að koma málum þessum fram á Al- þingi og standa að fram- kvæmd þeirra, þá skorar Landssambandið á þing- flokkana að láta ekki stranda á því. Loks lýsa út- vegsmenn því yfir, að þeir telji skjóta og góða lausn þessa máls beinlínis lífsskil- yrði fyrir útveginn, og af- komu allrar þjóðarinnar. Enn fremur var gerð eftirfar- andi samþykkt gegn því að þeim yrði hin svokallaða styrkjaleið til styrktar sjávar- útveginum í stað gengislækkun- arinnar. ,,Að gefnu tilefni vill Lands- sambandið lýsa yfir því, er hér segir: Ýmsar uppástungur hafa komið fram um „hjálp“ til út- vegsins, svo sem með skattaá- lagningu 10—20% á allar inn- fluttar vörur, sem síðan sé út- hlutað sem jafnri verðuppbót á allar útfluttar vörur. Vegna þessa vill Landssam- bandið taka það skýrt fram, að útvegsmenn biðja ekki um aðra „hjálp“ en þá, að hætt sé að taka af þeim gjaldeyri þann, sem fæst fyrir framleiðsluvör- urnar fyrir verð, sem er langt neðan við sannvirði. í þessu sambandi má geta þess, að það er á allra vitorði, að ísl. krónan er stórfallin í verði utan lands og innan frá hinni opinberu skráningu bank. anna. Það er fjarri allri skynsemi, og leiðir augljóslega í ógöngur, að sá atvinnurekstur, sem þjóð- in verður aðallega að hafa sér til lífsframdráttar, sé rekinn með opinberri hjálp, auk þess sem framkvæmd slíkrar hjálp- ar opnar leið til ranglætis og margs konar spillingar. Þó segja megi að styrkveit- ingaleiðin kunni að hafa ein- hverja kosti í för með sér fyrir þá, sem peninga eiga, þá má fullyrða, að fyrir almenning hefir hún í sér fólgna alla ó- kosti gengislækkunarinnar og ýmsa fleiri til viðbótar. Landssapnbandið vill leggja sérstaka áherzlu á það, að rétt- lát skráning krónunnar myndi auka þátttöku í allri fram- leiðslu landsmanna, og gera út- vegsmönnum fært að lengja út- haldstíma skipanna verulega, en þetta hefði í för með sér aukna atvinnu á sjó og landi og myndi færa þjóðinni aukinn gjaldeyri fyrir útflutningsvör- iit* li TÉKKÓSLÓVAKIA. Frh. af 1. síðu. matische Korrespondenz“ fer einna vægast í sakir, en telur þó, að tékkneska stjórnin hafi lítið lært af Mánchensáttmál- anuni og enga alvarlega tilraun gert til þess að lifa samkvæmt hinu nýja skipulagi. Útbreiðið Alþýðublaðið! AFLINN I VERSTÖÐVUNUM. (Frh. af 1. síðu.) sem leið. Afli var alls 1,200 skip- pund, eba 52 skippund að meðal- tali á bát. A fimtudag reru fjór- ir bátar og öfluðu sama og ekk ert, eða alt niður í fjóra fiska hver, og höfðu þó beitt nýrri loðnu. Loðna gengur nú um all- an sjó. Á miðvikudag lagði línu- veiðarinn ólafur Bjarnason á land á Akranesi um 150 skippund af saltfiski og á föstudag lagði togarinn Sindri þar á land 86 smálestir af ufsa. Keflavíb: Héðan var róið þrjá daga vikunnar. Afli var mjög tregur, eða 8—12 skippund ábát í róðri. Mikil loðnuganga er á miðunum, og fiskur er talinn vera ofarlega í sjó. Nokkrir bátarbú- ast á netaveiðar. Sandgerði: Héðan var róið tvo daga síðustu viku. Afli var minni en þekzt hefir hér áður á miðri vertíð —■ eða niður í 6—7 fiska. Stormar og ógæftir hafa verið síðustu daga. Höfn I Hornafírði: Héðan var róið fjóra fyrstu daga vikunnar. Á mánudag var afli sæmilegur — 4—9 skippund á bát — en aðra daga mjög tregur. 1 gær voru áðeins heimabátar á sjó. Afli var lítili. ísafjörður: Samvinnubátarnir sjö stunda veiðar við Faxaflóa og flytja aflann til Isafjarðar. Hefir hann verið sæmilegur und- anfarið, eða frá 18—25 smálest- ir í 6 legum. Bátarnir hafa veitt Ioðnu út af Garðsskaga til beitu. Minni bátum hefir allan síðasta mánuð og það sem af er þessum mánuði ekki gefið lengra en út í Djúpmynni. Afli hefir verið treg- ur. Þingeyri: Línuveiðararnir los- uðu afla sinn þann 11. þ. m., Venus 123 skp. og Fjölnir 143 skp. Farmskipið Anna losaði 214 smálestir af salti 10. þ. m., en lestabi aftur 109 smálestir af hvalkjöti til Oslo. Kjötið er fyrra árs framleiðsla, og hefir verið geymt í íshúsi á Þingeyri í vet- ur. Eskifjörður: Hér inni í firöin- um hefir veiðst talsvert af smá- fiski undanfarið, en það er ó- vanalegt á þessum tíma vetrar. Vestmannaeyjar: Afli var hér mjög tregur tvo síðustu daga vik- unnar, en fyrri hluta vikunnar var afli dágóður í net, en þó mjög misjáfn. 1 dag voru á sjó allir, sem lagt hafa net. Afli var tregur hjá þeim, sem komnir voru að um kl. 16, en þó höfðu einstaka aflað um 1,000 þorska. Netatjón varð talsvert eftir veðr- ið í gær, en ekki er þó vitað hve mikið það hafi orðið. Óttast er um, að nokkuð af netjum hafi rekið upp á Landeyjasand, en þar leggja flestir net sín. — Tólf færeyskar skútur verða gerð- ar út frá Vestmannaeyjum á ver- tíðinni, og eru sumar þeirra þeg- ar komnar þangað. Auk þess verða tvær skútur gerðar út af Færeyingum með net. Loðna veið ist enn í Vestmannaeyjum. Grindavík: Fyrstu þrjá daga síðustu viku reru flestir bátar, þótt sjóveður væru slæm, og veiddu þeir nokkuð í þorskanet. Síðan hefir ekki gefið á sjó vegna brims og hvassviðris, og eru neíin i hættu og fiskur, sem í þeim kann að vera, eyðilagður. Sandur: Héðan gaf á sjó alla vikuna sem leið nema á fimtu- daginn og aflaðist sæmilega, þrátt fyrir óhagstætt sjóveður. í dag voru allir vélbátar á sjó, en afli var tregur. Ólafsvík: Héðan var róið fjóra fyrstu daga vikunnar, en afli var misjafn. Einn þilfarsbátur aflaði 12 skp. yfir vikuna. Allir bátar voru á sjó í dag. Næturlæknir er i nótt Ófeigur Ófeigsson, Skólavörðustíg 21A, sími 2907. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 20,15 Erindi: Berklamál ogberkla sjúklingar (Andrés Straum- land). 20,40 Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Fræðsluflokkur: Um Sturl- ungaöld, IV. (Árni Pálsson próf.). 21,10 Symfóníutónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans 21,55 Symfóníutónleikar (plötur): Symfónía nr. 4, eftir Tschai- kowsky. V. K. F. Framsókn ! heldur framhaldsaðalfund í kvöld kl. 8V2I í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Konur f jölmennið og mætið stundvislega. Æfing verður í málfundafélagi Al- þýðuflokksfélagsins kl. 8V2 í kvöld i Alþýðuhúsinu. Mætið stundvislega. Skíða- og skautafélag Hafnar- fjarðar fundur annað kvöld kl. 8V2 á Biminum. Umræðuefni: Bygging skíðaskálans. Skemtifund heldur Ármann í Oddfellow- húsinu í kvöld kl. 9. Þorsteinn Jósefsson rithöfundur flytur er- indi með skuggamyndum. Einar Sturlaugsson syngur og ennfrem- ur verður ýmislegt fleira til skemtunar. Ármenningar, fjöl- mennið á skemtifundinn. Föstumessa i frikirkjunni annað kvöld kl. 8,15 sr. Árni Sigurðsson. STALIN OG SÓSIALISMINN Frh. af 3. síðu. maður,‘“ segir ennfremur í fyr- irskipununum, „sem gerir sig sekan um slíka vanrækslu þrisvar sinnum á einum mán- uði eða fjórum sinnum á tveim- ur mánuðum, verður tafarlaust rekinn úr vinnunni.“ ÞaS gera ef til vill ekki all- ir sér það Ijóst, hvað slík á- kvæði og framkvæmd þeirra þýðir fyrir verkamanninn á Sov ét-Rússlandi þar sem ríkisvaldið sjálft ræður yfir flestiun fyrir- tækjum. En það er ömurlegur vottur um niðurlægingu rúss- nesku verkalýðsfélaganna und- ir einræðisstjórn Stalins, að slík lög skuli vera hægt að setja. Og vissulega hafa félögin ekki verið spurð um álit sitt á þeim, enda þótt forseti þeirra Sjvernik, sem eins og allir vita ekki er kosinn, heldur skipaður af Stalin, hafi sett nafn sitt undir þau með ein- ræðisherranum. Þrældómur er alltaf þræl- dómur, og það alveg eins þótt reyrit sé að fegra hann eða rétt- læta með þjóðarheill eða ríkis- heill. Ófrelsið er á engan hátt meira aðlaðandi þó að klínt sé á það nafni sósíalismans og hann svívirtur þannig með því. Það sýnir sig á Sovét-Rúss- landi, að sósíalismi getur hvorki skapast né lifað án lýð- ræðis. BRÉF. Frh. af 2. síðu. það eru líklega 3 kjörgengir menn úr þorpinu, 2 drengir 15, 1 er 16 ára. Þannig hljóða þessi orð og þau eru sannleikur. 23. febr. ’39 Grindvikingur. 20*30 slllabðrn óskast til að selja nýtt spenn- andi blað. Komi kl. 9 á Bergst. 10 í fyrramálið. Há sölulaun og verðlaun. Kvennadeild Slysavarnafélags'ns í Hafnarfirði heldur skemtifund í kvöld að Hótel Björninn. ■ NYJA biö Saga borg- arættarinnar Sýnd kl. 9. Aðgönpmiðar selðlr frá klubkan 5. Síðasta sinn. Jarðarför dóttur okkar og systur Aðalheiðar Fanneyjar fer fram miðvikudaginn 15. marz kl. 1,30 frá heimili okkar, Krosseyrarveg 4, Hafnarfirði. Guðrún Guðmundsdóttir. Pétur Magnússon og börn. NÝ BÓK „UM SVÍÞJÓÐ OG SVÍA“ Stntt en efnisrikt yfirlit yfir npprnna sænsku pjððarinnar og sðgnleoa prðun, atvinuuvegi og anðlegt lif. Verð br. 3,00 Bókin er prýdd 59 hellsíðu myndnm. unmmiBB. ;'"V' : Ifw ' ...'. 1.-.. Yegna ónégrar þáfttókn far* pega, og af ððrum ástæðum, getur EKKI orðið af pví, að „Goðafoss*4 farl vesfur tll Mew-York í vor. H. F. Eimskipafélag tslands. Aðalfundur Starfsstúlknafélagsins Sókn verður haldinn í Oddfellowhúsinu uppi miðvikudaginn 15. þ. m. kl. 9 e. h. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Sýnið skírteini við innganginn. Fjölmennið! STJÓRNIN. M. A. kvartettinn syngur í Gamla Bíó fimtudaginn 16. marz kl. 7 sd. Bjarni Þórðarson aðstoðar. BREYTT SÖNGSKRÁ. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Hin mlkla arfleifð íslands, hin mjög umtalaða bók eftir Adam Rutherford, er komin í íslenzkri þýðingu, aukinni og endur- bættri, kostar 1 krónu, og fæst hjá bóksölum. Snæbjörn Jónsson. Hin frægaPáskaræða sfraPáls Signrðssonar (ný útgáfa) fæst nú hjá bóksölum og kostar 1 krónu. ,._.j . ] ■ Snaabjörn Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.