Alþýðublaðið - 18.03.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1939, Blaðsíða 4
LAUGARDAGINN 18, marz 1939. HGAMLA BIO : J Galdra- brúðan Framúrskarandi spennndi Metro Goldwyn Mayer kvikmynd, gerð samkv. hinni hugmyndaríku og ó- venjulegu sakamálasögu „The Devil’s Doll“, eftir Abraham Merrill. Aðal- hlutverkið leikur hinn á- gæti ,,karakter“-leikari LIONEL BARRYMORE. I. O. G. T. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fundur r. k. mánudagskvöld. Inntaka nýrra féíaga. Kosning fulltrúa á umdæmisþing. Hagnefndarat- riði: Ingimar Jóhannsson, Ingi- björg Porsteinsdóttir. Fjölsækið stundvislega. —- Æ.t. ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fundur á morgun kl. 8. Inntaka nýrra féiaga. Kosning fulltrúa til æðri stiga. Húsmálið, innieiðandi Pét ur G. Guðmundsson. Innsækj- endur mæti kl. 8,15. „Lagarfoss“ fer á þriðjudag síðdegis um Austfirði, til Rotterdam og Kaupmannahafnar. „Selfoss“ fer um miðja vikuna til Ant- werpen og London. „Dettifoss“ fer á miðvikudagskvöld 22. marz, um Vestmannaeyjar til Grimsby, Rotterdam og Ham- borgar. KRÖFLR LUFT-HANSA. Frh. af 1. síðu. Islendinga eins og nú er ástatt, að fara fram á að fá slíkt leyfi, því tortryggni annara þjóða, okk- úr vinveittra mundu með slíku auk in og vér algerlega að óþörfu dregnir inn í deiiur, sem oss gætu orðið hættulegar. Pó vitanlegt sé, á því stigi máls sem nú er, eingöngu talað um farþega- og póstflug getur á þeim flugvéium skjót breyting orðið, ef ófriður brýst út, og þó vér séum og verðum varnariaus- jr í ófriði er engin ástæða fyrir oss til þess einmitt nú, að stuðia að flugsamgöngum hingað. Pað getur á engan hátt skoð- ast nein mótgerð við erlent ríki að neita því um slíkt leyfi, og verðí á það litið á þann veg, er vafasamt hvort vinseindin í vorn garð síendur dýpra en hagsmuna- von sú, sem bundin er við það, að fá afnotin af landi voru í ákveðnum tilgangi. Hver sanngjörn og réttsýn þjóð hlýtur að skilja, að við lítum fyrst á það, sem okkur má verða fyrir beztu sjálfum og þann hag og óhag sem vér á hverjum tíma höfum af þeim ráðstöfunum sem gerðar eru hér á Iandi. Vér vonum að sá tími muni koma er vér höfum greiðar og öruggar flugsamgöngur við ná- grannalönd vor, en nú eru á þvi mai'gir örðugleikar að á þeim sé byrjað, þó I „tilraunaskyni" væri, og þvi er það áreíðanlega krafa alþýðu til alþingis og ríkisstjórn- ar að öllum slíkum umleitunum sé hafnað með fullri kurteisi og festu. RÆÐA CHAMBERLAINS. (Frh. af 1. síðu.) furða, sagði Chamberlain, þó að hann væri vongóður, þegar tékkneska málið hefði verið leyst í bili, og hann kvaðst vera þess fullviss, að meirihluti brezku þjóðarinnaar hefði bor- ið í brjósti sömu vonir. Nú væri hann jafn særður og vonsvikinn eins og brezka þjóð- in öll yfir því, að þessar vonir hefðu verið svo harðneskjulega að engu gerðar. „Hvernig er hægt að samrýma atburði þess- ara seinustu daga við þessar yf- irlýsingar Hitlers, og bar mér ekki, sem aðila að Miinchen- sáttmálanum, óskoruð • og blekkingaíaus vitneskja um það, er Hitler ætlaði að hafa sáttmálann að engu? Hitler hef- ir tekið lögin í sínar eigin hend- ur og það með slíku hlífðar- leysi, að jafnvel áður en Hacha forseti var kúgaður til þess að gera það sem hann gerði, af því að hann átti einskis annars úr kosta, var þýzki herinn þegar farinn að leggja undir sig Ték- kóslóvakíu. Þá ræddi Chamberlain um yíirlýsinguna, sem von Ribben- trop las 1 gær um framtíðar- stöðu hins nýja ríkis. Hann kvað það hljóma næsta háðu- lega, að Tékkarnir ættu að vera sjálfstæð þjóð, og þó hefðu þeir ekkert atkvæði um utan- ríkismál, bankamál, landvarna- mál, og þó er hitt skuggalegast af öllu, að nú e.r Gestapo, hin þýzka leynilögregla, komin á sjónarsviðið, og það er alt gamla sagan: fjöldahandtökur án dóms og laga, refsingar og fangabúðavist, sem ekki sízt dynur á hinum mætustu mönn- um tékknesku þjóðarinnar. flvers virði eru ioforð oo vflrlfslioar pýzba rikisins? „Hver maður í þessu landi finnur í hjarta sínu djúpa sam- úð með þessari stoltu og göfugu þjóð, sem nú hefir verið svift þjóðlegu sjálfstæði sínu og frelsi. Hvað er orðið af yfirlýsing- um Þýzkalands nm að það vilji ekki innlima önnur þjóðerni í þýzka ríkið, hvers virði eru lof- orð cg yfirlýsignar þýzka ríkis- ins? Oss er sagt að þessir atburðir hafi verið nauðsynlegir vegna óeirða í Tékkóslóvakíu. Og ef einhverjar óeirðir voru, hvaðan komu þær nema að utan, er nokkur maður utan Þýzkalancls svo fákænn að trúa því, að Þýzkalandi hafi stafað nokkur hætta af þessum óeirðum eða yfir höfuð af þessari þjóð, og veldur ekki alt þetta því, að sú spurning hljóti að vakna hjá liverjum einasta manni: Ef það er svona anðvelt að hrjóta lof- orð, sem eru hátíðlega gefin, hvers virði eru þá loforð frá sama aðila:? Og enn hljótum við að spyrja: Er þetta seinasta árásin, eða er von á öðrum. er þetta til- raun til þess að kúga allan heiminn ? Vér metum frelsiO meira ea friðinn. Efist ekki um einlægní mína þegar ég segi, að það er varla nokkur hlutur, sem ég vildi ekki fórna fyrir friðinn, og þó er einn hlutur, sem ég verð að skilja undan, og sem ég mun aldrei fórna, og það er það frelsi, sem við höfum notið í þessu landi í hundruð ára. Þetta frelsi gefum við aldrei upp. Það er ekki til meiri misskiln- ingur en sá, að gera sér í hug- arlund, að af því að vér álítum ófrið hörmulegan og grimmi- Iegan hlut, þá munum við ekki berjast maður með manni, þeg- ar þessum dýrmætu réttindum vorum er ógnað. Og í þessari yfirlýsingu minni er ég þess fullviss, að ég hefi á bak við mig stuðning og samúð mínnar eigin þjóðar og allra þeirra þjóða. sem meta friðinn eins mikils og vér gerum, en frelsið þó meira en friðinn. RæSu Chamberlains var á köflum tekið með gífurlegum fagnaðarlátum og þó einkum þar sem hann lýsti yfir trúnaði brezku þjóðarinnar við frelsis- hugsjónirnar og baráttuvilja hennar. BREZK BLAÐAUMMÆLLI. (Frh. af 1. síðu.) burðum, er gerzt hafa. „Manchester Guardian“ seg- ir, að þetta sé alvarlegasta ræða, sem nokkur brezkur ráðherra hafi haldið, síðan Sir Edward Grey flutti hina eftirminnilegu ræðu sína 4. ágúst 1914, sem réð úrslitum um afstöðu Bretlands í styrjöldinni. Blaðið telur ræð- una boða stefnubreytingu í ut- anríkismálum Bretlands og seg- ir, að hér eftir hafi England allt aðra afstöðu til Þýzkalands en það hafði í gær. Dallv Herald helmtar aS Chamberlaln fari frá. „Daily Herald“ leggur til, að Chamberlain segi af sér, og í sama streng tekur News Chron- icle“. Telja þau, að með einni ræðu sé ekki hægt að fá þjóðina til að gleyma, að Chamberlain hóf stjórnmálastefnu, sem nú hefir algerlega brotnað í hönd- um hans. Þau láta vel yfir ræð- unni, en gefa jafnframt í skyn, að Chamberlain muni ekki vera maðurinn, sem megnugur sé að leiða þjóðina til nýjpi pg djlsrf- mannlegra átaj^'jjí|*|/,jtt hér þurfi við. ' VERZLUNIN OG SJÁLF- STÆÐISMÁLIN. (Frh. af 3. síðu.) upplýsingar, er þeir þurfa með Þessir landar þeirra eru þarna einmitt til þess, að gefa slíkar upplýsingar. Islenzkir kaupsýslumenn aftur á móti hafa ekki notið neinna slíkra hlunninda. Peir hafa van- ist við að vera einir síns liðs og hafa ef til vill ekki gert sér fulla grein fyrir, hvers þeir hafa farið á mis. Því að öllum lík- indum hefðu þeir getað fengið því framgengt, að áminst ákvæði 7. gr. hefði verið notað, ef þeir hefðu beitt sér verulega fyrir því. Staðreyndin er sem sagt sú, að þegar íslenzkir kaupsýslumenn, hvort heldur hafa verið út- eða innflytjendur, hafa verið að leita sér að samböndum og upplýs- ingum úti um lönd, hafa þeir ekki notið annara aðstoðar en Dana. Og þessi aðstoð Dana hef- ir verið nauðalítil. Það hefir sagt mér fjöldi af íslenzkum kaup- sýslumönnum og ég veit þaðauk þess af eigin reynd. Og þetta er pðlilegt. Danir hafa sáralitla þekk ingu á framleiðsluvörum okkar. Þar við bætist að hæglega geíur komið fyrir, að hagsmunir okkar og Dana rekist á, að báðar þjóð- irnar vilji t. d. selja sömu vöru- tegund á sama staðnum, og um hagsmuni hvorrar þjóðarinnar halclið þið þá að Danir hugsi fyrst og fremst? Peirri spurn- ingu held ég að óþarft sé að svara. Margra ára reynslá annara þjóða hefir sannað, að það er nauðsynlegt hverju ríki að hafa sína eigin landsmenn semhelztu trúnaðarmenn í viðskiftalöndum og þeim löndum, sem að miklar líkur eru til, að viðskifti geti hafizt við. Reynslan heíir sann- að á undanförnum öldum, og þó aldrei betur en einmilt nú, er utamikismálin snúast að mestu f DAG. Næturlæknir er Alfred Gíslason Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er i Laugavpgs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 19,50 Fréttir. 20,15 Leikrit: „Flétt- uð reipi úr sandi“, eftir Valentine Katajev (Lékfélag Reykjavíkur). 22,10 Frétíaágrip. 22,15 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. A MORGUN. Helgidagslæknir er Á í: e 1 Gísla son, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður í Reykjavikur- og Iðunnarapóteki. OTVARPIÐ: 9,45 Morguntónleikar (plötur): Kvartett, Op. 132, a-rnoll, eftir Beethoven. 11,00 Messa í Döm- kirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 12,15 Hádegisútvarp. 15,30 Mið- degistónleikar frá Hótel Borg. 17,20 Skákfræðsla Skáksambands- ins. 1740 Útvarp til útlanda (24, 52m) 18^0 Barnatími (Barnaflokk ur úr Austurbæjarskólanum í Rvík). 19,20 Hljómplötur: Man- söngvar. 1950 Fréttir. 20,15 Er- indi: Leitin að höfundi Njálu I. (Barði Guðmundsson þjóðskjala- vörður). 20,4 Fjórhentur píanó- leikur (frú Fríða Einarsson og Fritz Weisshappel). 21,00 Upp- lestur: Sögukafli (Árni Ólafsson cand phil.). 21,25 Danslög a) Danshljómsveit Bjarna Böðvars- sonar. b) Danslög af plötum. 22,00 Frétíaágrip. 24,00 Dagskrár- lok. MESSR Á MORGTJN: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson (altarisganga), kl. 2 barnaguðsþjónusta (séra Sigurjón Ámason), kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2 barnaguðs þjónusta, sr. Árni Sigurðsson, og kl. 5 sr. Árni Sigurðsson. Barnaguðsþjónustur: KLl. 10 í Skerjafjarðarskóla, kl. 2 á Elli- heimilinu, kl. 3 í Betaníu. Barnaguðsþjónusta í Laugar- nesskóla á morgun kl. 10 f. h. Engin síðdegismessa í Laugar- nesskóla. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 séra Garðar Þorsteinsson. Föstuguðsþjónusta í fríkirkj- unni 1 Hafnarfirði kl. 8V2, sr. Jón Auðuns. í Keflavíkurkirkju kl. 2 og kl. 5 (barnaguðsþjónusta). Aðventkirkjan: Fyrirlestur kl. 8,30 síðdegis. Efni: „Heim- kynni eilífðarinnar.“ Allir vel- komnir. — O. J. Olsen. leyti um viðskifti, að það er nauðsyn hverri þjóð, að hafa sína eigin þjóða menn starfandi að staðaldri meðal helztu stór- þjóðanna. Aðeins með því móti að dvelja til langframa og stöð- ugt í landinu sjálfu, geta þessir menn kynt sér til fulis alla við- skiftalega möguleika, sem í því hafróti, sem á sér stað nú á tímum í heimsviðskiftunum, geta breyzt svo að segja frá degi til dags. Engin þjóð er svo einföid að láta aðra þjóð, kannske keppi naut sinn, hafa þetta mikilvæga starf með höndum. Er það svo augljóst mál, að sérhver ætti að geta skilið. Til þessara trúnaðarmanna okk ar gætu islenzkir kaupsýslumenn snúið sdr í fullu trausti, vitandi að hjá þeim gætu þeir fengið alla þá aðstoð og allar þær upp- lýsingar, sem þeir óska eftir að tokkar ísl. trúnaðarmenn láta þessa aðstoð af hendi bakþanka- laust, án þess að hafa neina per- sónulega hagsmuni á bak víö eyrað. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. HÚRRA- KRAKKI gamanleikur í 3 þáttum eftir ARNOLD & BACH, staðfærður af Emil Thoroddsen. Aðalhlutverkið leikur: HARALDUR Á. SIGURÐSSON. Sýning á morgn (sunnu- dag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4— 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- 1511» „Þyraalrósa" Æfintýraleikur fyrir börn. Sýsimij á moraan kl. 3 */». mmmTK mmm« Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5— 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un- Brimir kom af ufsa í morgun með 80 tonn. 1 NYiA BIO Hin heimsfræga saga Nðmar Salomons. eftir H. RIDER HAGG- AARD sem ensk stórmynd frá Gaumont British. Að- alhlutverkin leika: Paul Robson sem Umbopa prins, Sir Cedric Hard- wick sem Allan Quaíer- main og Rooland Young sem Good höfuðsmaður. Saga þessi hefir komið út í ísl. þýðingu og hlotið hér sem annars staðar feikna vinsældir. Myndin er eins og sagan óvenju spenn- andi og æfintýrarík. Aukamynd: SVIFFLUG. Amerísk fræðimynd um svifflug og kenslu í svif- flugi. Börn yngri en 10 ára fá ekki aðgang. Hugheilar hjartans þakkir votta ég ykkur öllum vinum mínum og kunningjum, bæði fjær og nær, fyrir auðsýnda virðingu og heiður í tilefni af sex- tugsafmæli mínu. Gæfan fylgi ykkur öllum. Ólafur J. Hvanndal. Ilpýðuflekksfélii Hafnarfjarðar heldur fund sunnudaginn 19. þ. m. kl. 4 e. h. í Bæjar- þingsalnum. Fundarefni: , 1. Félagsmál. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Áríðandi að allir félagsmenn mæti! Stjórnin. Kjólasýniiig fpá sanmastofisiiKii Uppaðlnm i báða« arglngga Gofjnn-Iðiiiin AOalstrœti, á moregms (sunnndíag). Saumastofan Uppsillum. WAwmm i K. hásinu í kvðld. AðgðBgamlOar aðelns kr. 1.75 til klakkau 9,30. Eft- ir pað9 venjnlegt verð. a hljwveitir i K.R.-húsinn Slómaðnrinn nýtt vandaO blaO, með fjðlda mSrg« um groinnum um Iff og starf s|ó- manna prýtt f jölda mynda, kemnr át á mánndag. Sðluhðrn komi kl. 9 f. h. i BÚKAVERZLIININA A UUUUU 18. 1M ■aiulaua.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.