Alþýðublaðið - 21.03.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1939, Blaðsíða 4
MUÐJODAG 21. MARZ 1939 ■GAMLA BIOB Broadway Melody 1938 Bráðskemtileg og skraut- leg amerísk dans- og söngvamynd frá Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: Robert Taylor og Eleanor Powell. Fimleikasýmnp heldur K.R. í Iðnó annað kvöld kl. 8%. Úrvalsflokkur kvenna (Dan- merkurfararnir) undir stjórn Benedikts Jakobssonar sýna fimleika. Einnig sýnir 1. fl. karla úr K. R. fimleika. Danz- sýning: Rigmor Hanson og Sig- urjón og nemendur þeirra sýna samkvæmisdanza, ballet og step. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í Iðnó á morgun og kosta aðeins eina krónu. Ódýrasta skemtun kvöldsins! Tryggið yður aðgöngumiða í tíma. Stjórn K.R. AIÞfBOBUB M.s. Dronning Aiexandrine Ser í dag kl. 4 til Vest ur- og Norðurlands. Sktuaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. I. O. G. T. EININGARFUNDUR annað kvöld kl. 8,30. Kosnir fulltrúar til Umdæmisstúkunnar. Grétar O. Fells flytur erindi. MatrésfHt, blússufot eða Jakka- fot, auðvitað úr Fatabúðlnnf. KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35. Kápur og frakkar í úrvali. Verð við allra hæfi. Sigurður Guðmundsson, dömu- klæðskeri. Útbreiðið Alþýðublaðið! Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskólans. Framhaldsfundur verður haldinn um sjálfstæðismálin í Varðarhúsinu næstkomandi miðvikudag kl. 8V2 síðd. Meðal ræðumanna verða Gunnar Thoroddsen, Guð- brandur Jónsson, Gísli Sveinsson og Axel Tulinius. Alþingismönnum og ríkisstjórn boðið á fundinn. Stúdentar, eldri og yngri, fjölmennið! SAMBANDSMALIÐ. Frh. af 3. síðu. um borgara til hagsbóta. Og þá verður í hvert sinn að athuga, hvort hið ákjósanlegasta miðar að þessu, og við {?'. athugun verða 'menn að leggja frá sér alia tilfinningasemi og vinna eins kaldhugað og auðið er, með ru-n- um /vnja m pess attaf að at- huga af skynsemi öll rök, sem fram eru flutt, og hafa alíaf það, sem sannara reynist. Pegar við athugum sambands- málið, verðum við að gera það út frá aðstæðunum eins og þær eru nú, en ekki eins og þær voru einhvern tíma áður — til dæmis 1928 — eins og þingið einu sinni var svo slysið að ætla að skuldbinda okkur tii að gera um aldur og æfi. Þá er það hagsmuna Islands, sem við eigum að reyna að gæta, en ekki hags- muna Dana, því þeir verða að sjá fyrir sér sjálfir, og við ber- um enga ábyrgð á afkomu þeirra. Eins og allir vita, eru tengsl- in við Dani samkvæmt sam- bandslögunum aðeins þrenn. Konungur íslands hefir þann aukastarfa að vera konungur Danmerkur — auðvitað öfugt, séð með dönskum augum, Danir fara með utanríkismál vor í um- boði voru, og vér höfum jafnrétti við þá í Danmörku, og þeir við oss á Islandi. Þetta er alt. Séu þessi atriði vel athuguð, þá hljótum við að reka augun í '.það, að sambandið er ekkert, frekar en við viljum sjálfir, nema hvað jafnréttisákvæðinu viðvíkur. Hafi sambandið orðið meira en ekk- ert, þá er það athöfnum okkar eða athafnaleysi að kenna, en ekki ágengni Dana. Hér er því í raun réttri engin tengsli að' höggva, þau voru höggvin 1918, og hin flóknu ákvæði sambands- laganna um hin formlegu sam- bandsslit, munu ekki hafa verið annað en varnarráðstöfun samn- ingamannanna dönsku, svo Danir sæju ekki að sambandinu væri slitið, og þeir fengju ekki skömm í hattinn fyrir, þegar heim kæmi. Konungsvaldið hefir orðið hér alveg áhrifalaust, og það hefir bæði legið í eðii þess og jafnvel nokkuð í persónu konungs, sem fékk á sínum tíma óþægilega en holia kenslu í því, hvernig vaidi konungs er varið í Danmörku, og það hefir komið skilningi hans á eðii íslenzks konungdóms að notum. En spurningin er, ernokk- uð gagn að konungsvaldinu fyr- ir okkur, því ef það skyldi vera bæði meinlaust og gagnslaust, þá gæti enginn ábyrgðarhluti verið að koma því fyrir kattarnef. Reip- tog er eitt versta mein íslenzkra stjórnmála. Það er togast á um málefni — og þó langminst; mest er togast á um áhrif og aðstöðu, og það er ekki laust við, að sumir stjórnmálamenn séu farnir ÞRIÐJI BÍÓFUNDURINN. Frh. af 1. síðu. ekki nema gegn greiðslu. Menn verða að borga fyrir það, að eiga peninga á bönkum þar. Svo það er ekkert undarlegt, þó menn vilji heldur lána þá hingað.“ Og svo endaði ræðumaður með: „Burt með barlómsvæl- inn “ Já, það var sannarlega ekki barlómsvæll hjá ,inn á við‘ formanninum, þegar hann fór að lýsa tillögum þeirra komm- únistanna, Þessi formaður taldi styrkja- leiðina til handa útveginum jafn ófæra . og gengislækkun, en úrræði hans var aðallega það, að stofna nokkurskonar Sovét-skrifstofur í flestum sjáv- arplássum, sem eiga að hafa eft- irlit með útgerðinni. Skulu bankarnir verða að snúa sér til þessarar skrifstofu til að spyrja hverjum megi lána. Þá skal veita sérstaklega bíræfnum skipsstjórum verðlaun (Stach- anovs). Þá skal stofnað stórt ráð, en það hafa síðan sér til aðstoðar hóp sérfræðinga. Þá heimtaði þessi formaður frjálsa verzlun og skattleggja þá út- gerðarmenn, sem grætt hafa á undanförnum árum „í eitt skifti fyrir öll.“ Þá skal stofnað at- vinnumálaráð og skal það hafa yfirumsjón með stórkostlega verklegum framkvæmdum, og allt þetta skal framkvæmt með milljónalánum frá baróninum af Balkanskaga og „elsku Sturlu.“ Einar Olgeirsson fór á handa- hlaupum um ræðupallinn. Nú vantaði ekki að elgurinn væri vaðinn — og fór hann á crfá- um sekúndum um allan heim, án þess þó að reka sig á Rúss- land. Héðinn kom síðastur upp á pallinn, rétt til að sýna sig. — Hefði hann þó átt að vera aðal- maður þessa fundar, þar sem hér var um fund ,,út á við“ að ræða. Annars talaði H. V. all- mikið um sjálfan sig og sínar þrengingar. Þessi fundur var ákaflega á- mátlegur. Kommúnistar voru þarna fáir, en allmargt nazista- stráka, sem kölluðu fram í, en við það espuðust kommúnistar og öskruðu á móti. Sýnir fundurinn að gengis- lækkun hefir þegar verið skelt á í hinum endurskipulagða kom- múnistaflokki og að allir Reyk- víkingar vilja lítil afskifti hafa af honum. „Húrra krakki“ verður sýndur í kvöld. Revyan feliur niður sakir veikinda. aðfleika stjórnmálin á sama hátt eins og ungir menn knattspyrnu, svo að stjórnmálin verða í þeirra höndum að kappieik. Það er þeg- ar farið að bóla á væntanlegri keppni :um það, hver eigi að verða forseti íslenzka lýðveldis- ins, ef til kæmi, og það hafa ver- ið pefnd nöfn opinberiega, og manna á meðal hafa verið nefnd- ir menn, sem eru með forseta í maganunv.eins og kaliað er. Það getur orðið efnilegt að eiga að hafa reipdrátt um þessa stöðu reglulega fjórða eða sjötta hvert ár, með öllum þeim óróa, áróðri og. úthverfingu sannieikans, sem er einkenni alls áróðurs. Hið litla ríki vort, sem er bygt útúr- borulegum , eiginhyggjumönnum — mönnum með nesjakóngseðli, eins og Bjarni frá Vogi kallaði það — þarf á eins miklum friði áð halda innanlands og auðið er. Hið máttlausa konungsvald firrir ossjþessum óþægindum, þarþarf ekki að kjósa, agitera eða snúa út,úr, þar fer eftir skorðuðu lög- máli; það er því hentugt, hvort sem það er ákjósanlegt eða ekki, og ber því að öðru jöfnu að kjósa það, meðan iundarfar Is- iendinga er enn óbreytt. Frh. f DA6. Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Garðastræti 4, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.50 Fréttir. 20,15 Erindi: Nýjar orkulindir) (Eðvarð Árnason símaverk- fræðingur). 20,40 Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Fræðsluflokkur: Um Sturl- ungaöid, V (Árni Pálsson prófessor). 21,10 Tónieikar Tónlistarskólans. 24.50 Fréttaágrip. 21,55 SymfÖníutónleikar (plötur): Symfónía nr. 5, eftir Dvo- rák. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. HÚRRA- KRAKKI gamanleikur í 3 þáttum eftir ARNOLD & BACH, staðfærður af Emil Thoroddsen. Aðalhlutverkið leikur: HARALDUR Á. SIGURÐSSON. Verður sýndar kl. S í kvöld. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Hifs tll siflti. með góðum skilmálum. Verð kr. 16 000,00. Útb. kr. 2 000,00. Til greina getur komið minni úrborgun með bíl eða öðru verðmæti. Tilboð merkt: „Arðvænlegt“ sendist í afgreiðslu blaðsins fyr- ir mánaðamót. STÚLKUR geta fengið ágæt- ar vistir. Vinnumiðlunarskrif- stofan (í Alþýðuhúsinu). Sími 1327. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Margrét Gísladóttir og Bjarni Ólafsson stöðvarstjóri, Framnesvegi 10 A. Þau hjón eru mjög vinsæl af öllum, sem þau þekkja, og munu margir því senda þeim í dag hlýjar hamingjuóskir. Skautafélag Reykjavíkur heldur skemtikvöld að Hótel Borg annað kvöld kl, 9. Félagið mun sýna þar kenslukvikmynd um byrjunaraðferðir í skauta- hiaupi. Dr. Gunniaugur Claessen fiytur erindi um skautahöll. Að lokum verður stiginn danz. öli- um, sem unna skautaíþrótt er heimiil aðgangur. Aðgöngumiðar fást hjá Eymundsen og kosta kr. 1,50. Eggert Stefánsson syngur í þýzka ríkisútvarpið á morgun 21. þ. m. kl. 17,30 eft- ir íslenzkum tíma. Hefir hann verið ráðinn til að syngja þar nokkrum sinnum og er þetta í fyrsta sinn. Föstumessa í fríkirkjunni miðvikudagskvöld kl. 8,15, séra Árni Sigurðsson. Fram heldur skemtifund í Oddfellow- húsinu n. k. fimtudagskvöld. — Nánar auglýst síðar. Eimskip. Gulifoss fór frá Álaborg í gær- kveldi áleiðis til Leith, Brúar- ,foss er í Kaupmannahöfn, Goða- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Húll, Dettifoss og Selfoss eru hér, Lagarfoss fer til Austfjarða og útlanda í kvöld kl. 6. 'Deildarfundir í Kron standa yfir þessa daga og eru 13 fundir eftir. Eru þeir í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu og hefjast kl. 8,30 á hverju kvöldi. Farfuglar! Meðlimir geta leyst út skír- teini sín á skemtifundinum að Hótel Borg í kvöld. Háskólafyrirlestur. Sænski sendikennarinn, frk. Anna Osterman, flytur í kvöld kl. 8 fyrirlestur um Gustav Frö- ding. M.-A.-kvartettinn syngur í Gamla Bíó næst kom- andi fimtudag kl. 7 síðdegis í næst síðasía sinn. I NYJA bio I Hin heimsfræga saga Námar Salomons. eftir H. RIDER HAGG- AARD sem ensk stórmynd frá Gaumont British. Að- alhlutverkin leika: Paul Robson sem Umbopa prins, Sir Cedric Hard- wick sem Allan Quater- main og Rooland Young sem Good höfuðsmaður. Saga þessi hefir komið út í ísl. þýðingu og hlotið hér sem annars staðar feikna vinsældir. Myndin er eins og sagan óvenju spenn- andi og æfintýrarík. Aukamynd: SVIFFLUG. Amerísk fræðimynd um svifflug og kenslu í svif- flugi. Börn yngri en 10 ára fá ekki aðgang. Útbreiðið Alþýðublaðið! FARFÐGLARt Farfugladeild Reykjavíkur heldur Kynningarkvöld að Hótel Borg þriðjudaginn 21. marz klukkan 8V2. Skemtiatriði: 1. Ávarp. 2. Steinþór Sigurðsson: Erindi með skuggamynd- um frá Kili og Kerlingarfjöllum. 3. Farfugl leikur á fiðlu. 4. Danz. Allir velkomnir fyrir kr. 1,25. Aðgöngum. seldir að Hótel Borg (suðurdyr) eftir kl. 5 e. h. Ároesinganét verður haldið að Hótel Borg 25. þ. m. og hefst með borð- haldi kl. 7V2 e. h. — Allir Árnesingar velkomnir meðan húsrúm leyfir. . : . j ; . ’ ■■ Áskriftarlistar liggja frammi í Verzl. Guðjóns Jóns- sonar, Hverfisgötu 50, Verzlun Guðm. Guðjónssonar, Skólavörðustíg 21 og Hótel Borg. Skemmtinefndin. M. A. kvartettinn syngisr i Gamla Bíó fimtudaginn 23. þ. m. kl. 7 siðdegis. Næst síðasta sinn. Bjarni Þórðarson aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. FoHtrúaráð Verkalýðsfélaganna heldur fund I HSaðstofu Iðnaðarmanna mið« vikudaginn 22. mars 1939 kl. 8,30 e. h. Dagskrá. 1 maí. Reglugerð Fulltrúaráðsins. Styrktar- sjóðixrinn. Reikningar o. fl. Önnur mál. Stjórnln. pp’- Vanti yður bifreið þáhringið í sima 1508. — Opið allan sólarhringinn. Bifröst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.