Alþýðublaðið - 21.03.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.03.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ABGANGUB ÞBIÐJUDAG 21. MABZ 1939 67. TÖLUBLAÐ Haraldur Guðmundssou end urkosíiui f ormaður Alþýðu~ flokksfélags Reykj avikur. ¦ ?------------------------ AOalfuodnr félagstf ns i gærfevelilf lýsti vaxandf mættl pess og áhuga A ÐALFUNDUR Alþýðu- •**• flokksíélags Reykja- víkur var haldinn í gær- kveldi í Iðnó, niðri. Fundurinn var sæmilega vel sóttur, þegar tekið er til- lit til þss að'veður var mjög slæmt. Fyrst voru teknir inn nýir félagar, en síðan flutti for- maður félagsins, Haraldur Guðmundsson skýrslu fyrir hönd stjórnarinnar. Rakti hann í upphafi tildrögin að stofnun félagsins og rakti svo starf þess á liðnu starfs- ári. Gildir aðalfélagar um áramótin voru á 9. hundrað manns, en auk þess teljast einnig meðlimir Kvenfélags Alþýðuflokksins félagar í Al- þýðuflokksfélaginU) en þeir eru á annað hundrað. Þá rakti Haraldur funda- starfsemi félagsins, innra starf þess í deildunum og þátttöku þess i baráttu Alþýðuflokks- ins. Lauk hann ræðu sinni með hvatningu til félagsmanna um að halda ötullega áfram upp- byggingarstarfi flokksfélagsins. Var ræða formannsins þökk- uð með dynjandi lófataki, Þá voru lesnir upp reikningar fé- lagsins og haf ði orðið töluverð- ur tekjuafgangur á árinu. Voru reikningarnir síðan samþykktir. Þá gerði Guðmundur í. Guð- mundsson cand. jur. grein fyrir nokkrum lagabreytingum og voru þær síðan samþykktar. Nú söng hinn blandaði kór félagsins, en að því loknu hófst kosning stjórnar. Var formaður fyrst kosinn sérstaklega og var Haraldur Guðmundsson kosinn í einu hljóði. Þá fór fram í einu lagi kosn- ing 6 manna í stjórn. Meðan atkvæði voru talin, var sýnd norska kvikmyndin „í sveita þíns andlitis." Lýsti hún lífsbráttu norskra fiskimanna, og baráttu norska Alþýðuflokks ins fyrir bættum kjörum þeirra. Var kvikmyndin skýr og vel gerð. Að kvikmyndasýningunni lokinni voru úrslit stjórnar- kosningarinnar tilkynt og hlutu kosningu: Arngrímur Kristjánsson skólastjórí. Er- Iendur Vilhjálmsson fulltrúi. Tómas Ó. Jóhannsson skrif- stofumaður. Ungfrú Hólmfríð- ur Ingjaldsdóttir. Frú Jóhanna Egilsdóttir og Ingimar Jónsson skólastjóri. Þá fór fram kosning í vara- stjórn. Kosnir voru: Sigurður Jóhannesson af- greiðslumaður. Guðm. í. Guð mundsson cand. jur. Guðm. B. Oddsson forstjóri. Endurskoð- endur voru kosnir: Jón Brynj- jólfsson skrifstofustjóri. Þorleif- ur Þórðarson skrifstofustjóri og til vara Pétur Halldórsson deild- arstjóri. Að kosningunum loknum var fundinum slitið og öðrum störf- um aðalfundar frestað til fram- haldsaðalfundar. Þriðji bíófundurínn: loiiánisíar bjóða oltam Reykví ipi á fund en 0,6 X páðn boðið — ?---------------- Brosiegar ráðagerðir um sovét-út gerð, yfirbanka og milijóna lántökur. OLLUM Reykvikingum var boðið á fund kommúnista í gær og valið stærsta sam- komuhús b'æjaxins, Gamla Bíó. 250 þáðu boðið. Það hefir frekar lítið farið fyrir tillögum hins endurfædda kommúnistaflokks til viðreisn- ar atvinnuvegum landsins, fyr en. 60 milljónirnar þeirra Wrights, barónsins og „elsku Sturla" komu til sögunnar, en síðan hefir líka látlaust verið unnið í tillagnaverksmiðju flokksins, og var framleiðslan lögð fram fyrir „alla Reykvík- inga" á fundinum í gær. Ekki þótti þó gerlegt að leggja þær alveg umsvifalaust fyrir fundinn, og varð því að hafa fyrir þeim formála sem skyldi, í því fólginn, að lýsa „úrræðaleysi" og „ræfilshætti" andstöðuflokkanna, því annars gat orðið hætta á, að væntanleg- ar tillögur kommúnista féllu ekki í tilætlaðan jarðveg. Hafði Sigfús framsögu í þessum „for- niala" tillagnanna, og sparaði hann ekki stóru lýsingarorðin, sem svo mjög eru einkennandi fyrir kommúnista. Það er eins og allir kommún- istar hafi fengið 60 milljónirnar fullkomlega á heilann. Þeir hvorki sjá né heyra fyrir þess- um svífandi milljónum. Allir eru því að brjóta heilann um, hvernig á því geti eiginlega staðið að þessir blessaðir „ensku" fuglar skuli vera að koma hingað og bjóða okkur peninga. ísleifur uppgötvaði af sínu alkunna hyggjuviti, að hér væri bara um venjulega pen- ingafarandsala að ræða, en Sig- fús sló ísleif algerlega út. Kenning Sigfúsar er þessi: — „í Ameríku er til svo mikið af peningum, að menn eru komn- ir í standandi vandræði með hvað þeir eigi að gera við þá. Og bankarnir eru alveg hættir að greiðairmlánsvexti. Ekki er það betra-í Sviss. Ef einhver ætlar að leggja peninga á banka þar, þá fær hann það Frh. á 4 síðu. LanfSmœlingtun Dana bér A lanffiloUð 194C Uppdrættirnlr fallprentaG ir 1942. Frá óeirðunum í Slóvakíu: Múgurinn æðir um göturnar í Bratislava daginn sem „sjálfstæð- inu" var lýstyfir. "" . .....¦"'"¦¦.......'" ' .......¦......... ................. ¦"""¦""¦ ¦¦'"¦¦'- '¦¦" ¦¦.............— ll^—WII .....¦ I IIIWI !«¦¦........¦Ill»l—.....II——¦^-^—¦¦M¦IIIIIMM........... '.....,„¦.....¦........¦ ¦¦ ViðskiftastríðmillIEnglands og Þýzkalands í uppsiglingu Brezka sftjórnin nnfllirliýr skarpar ráostafanir @egn yfirgangi Þjéöverja á vioskiftasvioinu. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. UTANRÍKISMÁLARÁÐHERRA BRETA, Lord Halifax, átti mjög annríkt í gær. Sendiherrar erlendra ríkja í London streymdu til hans, hver á eftir öðrum, þar á með- al sendiherrar Rúmeníu, Póllands og Sovét-Rússlands. Sendiherra Bandaríkjanna í London heimsótti einnig brezka fjármálaráðherrann, Sir John Simon. Það þykir auðsætt, að þessar heimsóknir hafi allar staðið í sambandi við þær tilraunir, sem nú eru gerðar til að skapa víðtækt varnarbandalag í Evrópu með stuðningi Bandaríkjanna í Norður-Ameríku gegn frekari yfirgangi Þýzkalands. Það er einnig fullyrt, að brezka stjórnin sé alvarlega að yfirvega viðskiftalegar ráðstafanir gegn Þýzkalandi til þess að mæta kúgunartilraunum þess á viðskiftasviðinu, sem sérstaklega greinilega hafa komið í Ijós við kröfur þess og hótanir í Rúmeníu. Það er talað um, að hækka tollinn svo á innfluttum vörum frá Þýzkalandi, að þær verði raunverulega útilokaðar frá brezkum markaði. Enn íremur að banna allan útflutning brezkra vara til Þýzka- lands. Allir brezkir flokkar eru taldir einhuga um að láta iramvegis hart mæta hörðu í öllum viðskiftum við Þýzka- land, pólitískum og fjárhagslegum. En brezka stjórnin virðist líka einráðin í því, að taka nú upp harðvítuga baráttu gegn yfirgangi Þýzkalands á erlendum mörkuðum, ekki sízt í Suðaustur-Evrópu. Það er aðeins einn vottur þess, að stjórnin lýsti því yfir í neðri málstofu enska hingsins í gær, að brezk viðskiftamálanefnd myndi allra næstu daga verða send til Rúmeníu, og dró enga dul á það, að sú ráð- stöfun stæði í sambandi við kröfur og hótanir þýzku viðskifta- málanefndarinnar, sem kom þangað fyrir hálfum mánuði. Pólverjar étfast árás á EvstrasaltsllSndin. en og PóIIands um sameiginleg- ar varnarráðstafanir, ef Þýzka- Iand skyldi gera tilraun til þess að færa út kvíarnar norðaustur á bóginn. KAÚPM.HÖFN i gær. F0. ¦p FTIR ÞVÍ, sem forstjórinn ¦" fyrir „Dansk Geodætisk In- stitut", Nörlund prófessor, hefir tjáð fréttaritara ríkisútvarpsins t Kaupmannahöfn, mun landfræði- iegum uppdráttum af ísland verða lokið árið 1940. Uppdrættirnir munu geta legið fyrir fullprentaðir árið 1942. Hin- ir stærri uppdrættir verða gefnir út í mælikvarðanum 1/100000 (einn hundraðþúsundasti), en auk pess verða peir prentaðir í smærri mælikvarða. Til þessa hafa verið gefin út um 100 blöð af þessum uppdrætti Islands. Geodætisk Institut byrjar land- mælingar sínar á Islandi að þessu isinni í júnímánuði næst komandí. Mælingum þeim, sem fraia* kvæmdar eru úr flugvél, er pegar lokið, svo að landmælingamehB- irnir hafa enga flugvél með sér í sumar. Að þessu sinni verða fimm menn starfandi við land- mælingarnar. Fulltrúaráðsfundur er annað kvöld kl. 8V^ i Bað> stofu iðnaðarmanna. Á dagskrá eru þessi mál: 1. maí, reglugerð fulltrúaráðsins, styrktarsjóðurinn, reikningar o. fl. Árnesingamét verður haldið að Hótei Borg 25. þ. m. Þjóðverjar ætluðu að sölsa undir sig allan útflutning og olíuf ramleiðslu Rúmeníu Viðskiftanefnd þess hafði i hótunum. Hvarvetna um Evrópu er nú talað um það, hvaða lönd það muni verða, sem Þýzkaland ræðst næst á og engmn þykist Iengur öruggur um sig. Pólskir stjórnmálamenn óttast, að Pýzkaland hafi í hyggju að snúa sér næst norðaustur á bóg- inn, taka Danzig og Memel og kúga Eystrasaltslöndin: Liíhauen, Lettland og Eistland til þess að gefa sig undir „vemd" Þriðja ríkisins á svipaðan hátt og hin sundurlimaða TéKkóslóvakía. Þátttaka pólsku stjórnarinnar í þeim umræðum, sem nú fara tfram í London um varnarbanda- lag gegn Þýzkalandi, er sett í samband við þetta, og sterkur orðrómur gengur um það, að leynilegar samningaumleitanir fari nú einnig fram milli Liíhau- Dr. Funk, viðskiftamálaráð- herra Hitlers. LONDON í gærkveldi. FO. ¥^ AÐ er nú viðurkent, að hin •* þýzka sendínefnd, sem kom til Búkarest í Rúmeníu fyrir hálf- um mámiði, hafi verið mjög 6- yægin í kröfum og jafnvel haft í hótunum. Talið er, að Þýzkaland hafi síðan dregið nokkuð úr kröf- um sínum, en þær eru þó enn á þessa leið: i) að Rúmenía selji Þýzkalandi alla umframframleiðslu sfna af lantíbúnaðarvörum, 2) að Þýzkaland fái aukna hlutdeild um oiiuframleiðslu Rú- meníu, 3) að Þýzkaland! verðl velttur víðtækur einkaréttur i „ceUulose** framleiðslunni i héruðunum vIB mynni Dónár. Viðskifíasamniiigiir Þýzkalands og Hmenii undirritaðar á morgiu. LONDON í morgun. FÚ. í Búkarest er búizt við því, að hinn nýi verzlunarmála- samningur milli Rúmeníu og Þýzkalands verði undirritaður á morgun, Samningurinn gengur mjög miklu skemur en gert var ráS fyrir í hinum upphaflegu kröf- um Þýzkalands, og aðalhagnað- ur hans Þýzklandi til handa er aukinn olíuútflutningur til Þýzkalands og það, að Þýzka- land fær aukna hlutdeild í reyr- plöntuframleiðslunni við mynni Dónár, en þessi reyr er notaSur til ,.cellulose" framleiðslu. Það er staðfest, að Rúmenia hafi hafnað kröfum Þýzkalands um verðfellingu rúmenskrar myntar. Málfundafélag Alpýðuflokksfélagsins heldur fund í kvöld kl. 8Va í Alþýðu* húsinu. Mætið stundvíslega. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.