Alþýðublaðið - 25.03.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.03.1939, Blaðsíða 1
BITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSOK ÚTGEFANDI: ALÞÝDUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUB LAUGARDAGINN 25. marz 1939 71. TÖLUBLAÐ S5H! Horðlendlngar m Vestfirðingar unnii i ¦ærdao skHakappoinpma mei soma* Sunnlendingar stóðuiþeim langt að baki. ísfirðingurinn Magnús Krisí- Jánsson varð fyrstur að marki. \\ Úrslit í 17 km. skíðakappgongunni á Thulemótinu í gær ]! urðu: ]! 1. Magnús Kristjánsson, Einherjum, ís., á 1 klst. 13,08 mín. 2. GuSm. Guðmundsson, Skíðaf. Siglufj. á 1 klst. 14,47 mín. 3. Jóhann Sölvason, Skíðaborg, Sigluf., á 1 klst. 18,26 mín. Röð félaganna varð: 1. Skíðaborg Siglufjarðar átti 3., 5., 6. og 10. mann. Saman- I; lagður tími þeirra 5 klst. 21,40 mín. ]! 2. Skíðafélag Siglufjarðar átti 2., 7., 9. og 11 mann. Saman- lagður tími þeirra 5 klst. 23,39 mín. 3. Skátafélagið Einherjar, ísafirði átti 1., 4., 8. og 20. mann. Samanlagður tími þeirra 5 klst. 24,26 mín. , 4. KR átti 15., 19., 28. og 29. mann. Samanlagður tími þeirra 6 klst. 9,49 mín. Frá Ármann komu ekki 4 menn að mark og kemur það þ'vr.ekki til röðunar í þessari keppni. c** '#^»^»»»»*^#4fc^*^s»^»»»»»»»»»»*^»^#^^#^»<s»»»»»»##-»»»»»»^»»^»»#-»»»»»^»»s> MMwmm ¥ ANDSMÓT skíðamanna •*"* hófst í gær kl. 1 í sól- skini og 4 stiga hita. Fyrst fór fram 17 km. skíðaganga og voru þátttakendur tæp- lega 40. Fjöldi áhorfenda var, bæði börn og fullorðnir. Það var sameiginlegt álit allra keppenda, að færðin hafi NeHanmáSsgreinln i tiag BARÐI GUÐMUNDSSON "ÖARÐI GUÐMUNDSSON *-* þjóðskjalavörSur ritar neð- janmálsgrein í blaðilo í dag. Nefn- ir hann greinina: „Myndskerinn mikli frá Valþjófsstað." I grein þessari leiðir hann sterk rök að því, .að Randálín Filippusdóttir, kona Odds Þórarinssonar að Val- þjófsstað hafi gert hina frægu hurð frá Valþjófsstað, sem hér ér á þjóðminjásafninu. Annað að- alefni greinarinnar er að leiða rök að því, hver hafi verið höf- undur Njálu og kemst greinar- höfundur að þeirri niðurstöðu, að höfundur hennar sé Þorvarður Þórarinsson, bróðir Odds á Val- þjófsstað, «en mágur Randalínar. Rök greinarhöfundar eru svo sterk og. sannfærandi, að telja má nærri því sannað, að höfund- ur Njálu sé fundinn. verið með erfiðasta móti, vegna þess hvað heitt var í veðri, enda komu ekki að marki og luku göngunni 6 af keppendunum. Meðal þeirra sem gáfust upp, var Björn Blöndal, sá, sem margir höfðu spáð að yrði Norðlendingunum og Vestfirðingunum skeinu- hættur. í Reykjavíkurkeppninni fyrir skömmu varð Björn Blöndal fyrstur, en, að því er hann sjálfur segir, þá kennir hann ófarir sínar að þessu sinni því, að harm hafi borið á skíðan sín áburð, sem ekki hæf ði þeim. Hjá öllum keppendum gékk ferðin slysalaust, og var sjúkrasleðinn tómur fluttur aft_ ur til Skíðaskálans, sem talandi tákn þess. En einn keppendanna braut annað skíðið, þegar hann átti ófarið í mark 7 km., og má það teljást þrekvirki af hon- um að halda keppninni áfram og koma að marki 22. í röðinni. Sá, sem varð fyrir þessu ó- happi er frá Skutulsfirði og heitir Bjarni Halldórsson. Fréttaritari Alþýðublaðsins náði tali af sigurvegaranum Magnúsi Kristjánssyhi, þar sem hann sat í einu horni Skíðaskál- ans með fararstjóra þeirra ís- firðinganna, Gunnari Andrew. — Ég óska þér til hamingju með sigurinn, en fanst þér færð. in ekki vera þung? „Jú, hún var erfið, en það þýðir ekki að tala um það. í sólskini er maður í sólskins- skapi, eins og reyndar alltaf, — hvort maður er fyrstur eða síð- astur." Þegar fréttaritari spyr Magn- ús, hvort hann hafi oft tekið þátt í keppnum áður og farið með sigur af hólmi, telur hann upp fjöldan allan af sigrum og svo hratt, að fréttaritarinn hafði hvergi nærri við að skrifa þá alla niður, en þessu náði hann þó á blaðið hjá sér. „Þrisvar tekið þátt í Thulemóti og f engið ónnur, þriðju og nú í þetta skifti fyrstu verðlaun, þá í 8 km. kappgöngu 2. aldursflokks." „Hann á heldiir ekki langt að sækja að vera duglegur á skíð- um," segir Gunnar Andrew, „því að faðir hans var ágætur skíðamaður, og svo varð bróðir- inn Gísli sá 4. nuna. En það er annað, sem þú mátt gjarna segja frá," heldur Andrew á- fram, og það er, að Magnús er búinn að vera 7 ár í Einherjum, sem er fyrst og fremst skáta- félagsskapur, en ekki skíðafélag eins og svo margir halda." í dag fer fram keppni í svigi, og eru á keppendaskrá 34, en gera má ráð fyrir að einhverjir heltist úr lestinni áður en til keppni kerhur. I allangærdag voru um 30 verkamenn önnum kafnir við að moka snjó á stökkbrautina, en ef tir hádegið fengu þeir dug- legan aðstoðarmann, sem var Birger Ruud. Tók hann sér skóflu í hönd og mokaði og slétti jafnframt því sem hann hafði á hendi verkstjórnina. Til þess að reyna hvort allt væri eins og yera bar, stökk Birger Ruud tvisvar um 40 metra í bæði skjftin, og það verður ó- gleymanleg stund þeim er á horfðu. En á morgun stekkur Ruud, og tekur þá ef til vill einnig heljarstökk af stökkpall- inum. Bar hann við himinn, þegar hann stökk, eins og svif- flugu. Samsæti fyrir Birger Ruud. Skíðafélag Reykjavíkur hef- ir ákveðið að halda hinum heims kunna skíðákappa Birger Ruud og frú hans samsæti á mánu- daginn. Fer það fram að Hótel Borg og verður snæddur há- degisverður kl. 12V_i. Piirschel afneit- ar sínuio eígin flokksmðnnnm. ðngMeiti hiá dönsku nazistnnum eftir yflr- iýslnp Staunings. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. NATIONALTIDENDE" segir frá því í gær, að formaður hins nýja flokks í Danmörku, „National Sam- ling", en það er Piirschel, fyr verandi þingmaður íhalds- flokksins, hafi lýst yfir því op- inberlega, að flokkurinn muni krefja þann frambjóðanda sinn, sem mestu hneyksli olli á dögunum, skýringar á ummæl- um þeim, sem urðu Stauning tilefrji til hinnar harðorðu yfir- lýsingar gegn nazistum, er birt var fyrir skemstu. Hafði frambjóðandinn hvatt menn til þess að kjósa fremur Þjóðverja en Dani. þar sem því yrði komið við á Suður-Jót- landi, og sagt, að hann vildi heldur sjá Danmörku þýzka en undir stjórn rauðliða. Segir Púrschel, að þessi orð eigi sér enga stbð í stefnu flokksins, og muni flokkurinn grípa til sinna eigin ráða til að koma í veg fyrir, að slíkar kenningar séu boðaðar í nafni hans. Miaja, forseti varnarráðsins í Madrid (til vinstri) á tali við einn af herforingjum sínum. Efekert nm að samkonmlag enn Nadrid geflst npn. Bn samninpumleltanlr stanða yllr i Burgos. LONDON í morgun. FÚ. íjVÍ var neitað í Burgos í " gærkveldi, að sam- komulag hefði orðið um það, að Madrid gæfist upp, en það er opinberlega játað, að flug- vél hafi komið til Burgos með samninganefnd frá varnarráði Madridborgar. Blöðin í Róm höfðu í gær birt þá fregn, að Madrid væri að gefast upp og að her Francos myndi fara inn í borgina í dag. Blað í Bordeaux flutti einnig þessa fregn og lét það fylgja, að fimm fulltrúar frá varnarráði Madridborgar, þar á meðal inn- ánríkismálaráðherra þess, hefðu samið um það við fulltrúa Francos, að Lýðveldis-Spánn gæfi upp vörnina. Þetta blað hélt því fram, að hið eina, sem ekki væri fengið samkomulag um, væri \sú krafa lýðjveldis- manna, að nokkrir helztu for- ingjar þeirra fengju lleyfi til að fara úr landi. Blöð í Lissabon fullyrða, að her Francos fari inn í Madrid nú um helgina. Petain marskálkur kom- inn til Burgos. LONDON í gærkveldi. FÚ. Petain marskálkur, sendi- herra Frakka á Franco-Spáni, lagðí í dag fyrir Franco em- bættisskjöl sín með tilheyrandi viðhafnarsiðum. Var honum fylgt frá gistihúsi sínu af hinum ríðandi Máralíf- verði Francos, og stóðu her- mannaraðir meðfram öllum strætum, er hann fór um. Mb. Jón Þorláksson kom inn í gær að fá vatn og vistir. M. A. kvartettum syngur í Gamla Bíó kl. 3 á niorgun. Er það í síðasta sinn, sem hann syngur að þessu sinni, og er söngskráin breytt. !' Sviss viðbiíið að mœta m*. : ': ISpreasJDr undiröllam brúm! og vegum inn i ianðið. OSLO í gærkveldi. FB. P" REGNIR frá Sviss ¦¦¦ herma, að Svisslend- ingar hafi gert mjög víð- tækar varúðarráðstafanir, ef til árásar Þjóðverja á Svissland skyldi koma. Landamæravarðliðið hef- ir verið aukið um helming. \ Undir allar brýr og vegi, i[ sem liggja inn £ landið, ii ;! hafa verið lagðar sprengj ur. NRP. í ÐAit Næturlæknir er Grimur Magn- ússon, Hringbraut 202, sími 3074» Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apótekí. ÚTVARPIÐ: 20,15 Gamanvísur og eftirhermur (Bjami Björnsson leikari). 20,50 Útvarpstríóið leikur. 21,10 Hljónt- plötur: Kórlög. 21,30 Danzlög. 22,00 Fréttaágrip. 24,00 Dagskrár- lok. A MORGUN: Helgidagslæknir er Eyþór Gunnarsson, Laugavegi 98, slmí 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 9,45 Morguntónleikar (plötur): a) Kvartett í Es-dúr, eftir Haydn. b) Kvartett í F-dúr, eftir Mozart. c) Trió, Op. 70, nr. 5, eftir Beet- hoven. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í dómkirkjunni (séra Sig- urjón Arnason). 12,15 Hádegis- útvarp. 15,30 Miðdegistónleikar (plötur): Ýms lög. 17,20 Skak- fræðsla Skáksambandsins. 17,40 Otvarp til útlanda (24,52 m,). 18,30 Barnatimi: a) Sögur (Þor- steinn ö. Stephensen); b) Söng- ur (Drengjakór Reykjavikur). 19,10 Veðurfregnir. 19^0 Hljóm- plötur: Frægir fiðluleikarar. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Leitin að höfundi Njáiu, II (BarÖi Guðmundsson þjóð- skialavörbur). 20,40 Tónleikar Tónlistarskólans (dr. Edelstein: fcelló; dr. Urbantsehitsch: píanó). 21,05 Upplestur: Kvæði (Páll Kolka læknir). s Jón Ólafsson, hinn nýi togari AUiance. Hinn nýi togari h.f. ÁW? ance leggur af stað til land?ins í dag. Hefir skipið verið skýrt „Jón Ólafsson." Er það gott nafn og vonandi happadrjúgt fyrir félagið. Staöastaðaprestakail í Snæfellsnessprófastsdæmi er laust til umsóknar. ; Þjððverjar minna á ný- lendukrðfur sinar i nf. Búizt við, að þýzkastjórnin hafi þó hmgt um sig, þar tii á afmæli Hitlers, 20. apr. F KHÖFN í gærkveldi. FÚ. RÉTTASTOFA BEUTERS í Berlín lætur í Ijós, að eftir að Þýzkaland hefir nú lagt undir sig Bæheim og Máhren, tekiS sér verndarstöðu yfir Slóvakíu, innlimað Memel og knúið Rúmeníu til afarhag- kvæmra viðskiftasamninga, megi gera ráð fyrir, að alt verði rólegt af Hitlers hendi þangað til 20. apríl, að hann á 50 ára afmæli. En þessa atburðar er ákveðið að minnast á stórfeng- íega nhátt. Eftir 20. aprfl vita menn, að Hitler ráðgerir að taka sér frí og setjast að um stund í Berchtesgaden. Þýzku blöðin eru nú tekin að ræða nýlendumálið aS nýju og segja, að Þýzkaland muni gera kröfur sínar um nýlendur ein- mitt nú, þrátt fyrir andúð þá, er heimurinn sýnir í því máli. Segja blöðin, að Þjóðverjar* sem nú séu orðnir höfuðstór- veldi meginlandsins, eigi rétt til sams konar olnbogarúms í heiminum eins og ónnur stór veldi. Þjóðverjar séu að minsta kosti eins duglegir, ötulir og greindir og aðrar þjóðir, og heimurinn megi vita, að Hitlér muni halda þann hluta af stefnuskrá sinni, er varðar ný- lendur, eins rækilega og hann hafi haldiS stefnuskrá þá, m hann birti í „Mein KampP%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.