Alþýðublaðið - 29.03.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.03.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAG 29. MARZ 1939 GAMLA BIO í kvöld kl. 21 SKEMTIFUNDUR FERÐA- FÉLAGS ÍSLANDS Frumsíning á islands kvikmpdinni sem Orlogskapteinn Dam tók hér í fyrra sumar. Á undan myndinni verða nokkur önnur atriði: Stuttar ræður, kvartett og einsöngur (Gunnar Páls- son). Aðgöngumiðar seldir í Gamla Bíó í dag. Frá kl. 13—17 fá aðeins félags- menn í F. 1, sem sýna skír- teini, 1—2 miða hver. Eftir þann tíma verður salan frjáls. E£3 I. O. G. T. MÍNERVINGAR! Munið fund- inn í kvöld kl. 8V2. Hagnefnd- aratriði: Jón Árnason: Erindi um óskráða starfið. Hendrik J. S. Ottósson: Sjálfvalið. Nokkrar stúlkur geta fengið fiskvinnu. Einnig geta stúlkur fengið góðar vistir hálfan og allan daginn. Upplýsingar í Vinnumiðlunarskrifstofunni (A1 þýðuhúsinu). Sími 1327. Beztu og ódýrustu páskaegg- in fást í Confektbúðinni, Lauga- vegi 8. LYKLLAKIPPA hefir tapast. skilist gegn fundarlaunum í afgr. Alþýðublaðsins. Árshátíð Norræna félagsins verður að Hótel Borg laugardaginn 1. apríl og hefst kl. 7,30. Að- göngumiðar hjá Eymundsen og Gleraugnabúðinni, Lvg. 2. Hagkvæm páskakaup Allskonar vörur tíl hreíngernínga Fjöíbreytt úrvaljaf böhunarvörum Nýfuug fiveííí í 10 0$ 20 Ibs. pokum saumudam úr þurtrkuefní. Geríð páska^ kaupf n fímanícga Norræna félagið. V V w að Hótel Borg laugardaginn 1. apríl kl. 7,30. Borðhald, ýms skemtiatriði, dans. Meðlimum: Noræna félagsins, Det danske Selskab, Normands- laget, félagsins Svíþjóð og Sænska klúbbsins, ásamt gestum þeirra, er heimill aðgangu.r Aðgöngumiðar hjá Eymundsen og Gleraugnabúðinni á Laugavegi 2. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 3 hjá Árna B. Bjðrnssyni, Lækjargðtu 2, og I Stálhúsgðgn, og kosta kr. 1,50 og 50 aura fyrir bðrn. SfOasta slnn. Komið í Hressingarskálann á morgun og bragðið á hinum ljúffengu réttum úr manneldisfiskimjölinu. I. F. Fiskur, Reykjavík. Togararnir. Tryggvi gamli kom af saltfisk- veiðum með 116 föt eftir lOdaga útivist. R«ykjaborgin með 145 föt eftir 17 daga. Gyllir kom af ufsa- veiðum með 130-140 tonn eftir 4 daga. Á saltfiskveiðar fara í dag Gulltoppur, Pórólfur og Kári. SKÍÐANÁMSKEIÐ. (Frh. af 1. síðu.) og nýtur kenslu hæfustu kenn- ara. Fóikinu er skift i flokka eftir getu pess á skíðunum og sýnt hvernig kenslan fer fram og er hægt að fylgjast með nemendun- um frá því að þeir byrja og er gott fyrir byrjendur að sjá hvað ber að varast í byrjun æfing- anna. Einnig sýna kennarar listir sín- ar og er sýnt hægt svo fylgj- ast má með hverri hreyfingu ná- kvæmlega. Þá voru sýnd vetrar- ferðalög á skíðum og hvernig skíðamenn byggja sér snjóhús til að haldast við í og hvernig þeir (á skíðunum) draga sleða með þungum birgðum. Erindi hr. Tuvfessons var skemtilegt og fróðlegt og ómiss- andi leiðbeining til hvers Reyk- víkings, sem ætlar sér að stunda skíðaíþróttir. Myndin verður sýnd í kvöld kl. 7 í Nýja Bíó og ætti skíðafólk ekki að láta sig vanta. Myndin og erindið er heilt skíðanámskeið. HAGNÝT BARNASÁLAR- FRÆÐI. (Frh. af 3. síðu.) skilningslitlum uppalendum til þess að lesa, skrifa og segja fram kvæði og sögur. Hæfileik- inn til að læra út af fyrir sig, leyfir slíkt íullkomlega, Það, sem 4—5 ára barn skortir, er ekki hinn vitsmunalegi þroski til slíkra hluta, heldur verk- efnaþrosld, sem er nátengdur vilja og persónuleiekaþroskan- um í heild.“ (bls. 97). Hinum gömlu vitprófum Binets, sem hundruð skólamanna og til- raunsálarfræðinga hafa haft, ef svo má segja barnatrú á, hef- ir með réttu verið fundið það foráttu, að þau legðu um of áherzlu á rannsókn skyn- seminnar, sem sértekins og ein- angraðs eiginleika, en van- ræktu rannsókn á viljalífi og persónuleika mannsins. Hinum gamla ,intellectualisma“ hefir óneitanlega skotið upp á ný í sálarfræðinni hjá ýmsum þeim, sem fengist hafa við vitpróf. En fyrir löngu hafa margir séð galla og takmarkanir vitpróf- anna í þeirra gömlu mynd og notað við tilraunir sínar ýms- ar aðrar tegundir smáprófa — (tests), sem standa í nánara sambandi við verk. og leik- þroska, félagsstarfsemi og per- sónuleika barnsins. Ein slíkra sálfræðinga, sem í þessu efni hafa rutt nýjar brautir, er frú Búhler. Þessi fáu dæmi úr bókinni verða að nægja, því að engin leið er að rekja efni hennar til hlýtar í stuttri blaðagrein. Bók- in er í einu ágæt kennslubók fyrir byrjendur í barnasálar fræði og góður leiðarvísir for- eldrum og kennurum. Hún er létt aflestrar, svo að hver greindur maður, sem les hana með athygli, getur haft hennar full not. Þýðing Ármanns Hall- dórssonar er gerð af mikilli ná- kvæmni og málið er allsstaðar vandað og einfalt. Efast ég ekki um, að hin góða þýðing Ármanns stuðli að því, að þessi bók nái þeirri útbreiðslu og þeim vinsældum, sem hún á skilið. Að lokum má geta þess að útgefandi hefir ekkert til þess sparað að gera bókina sem bezt úr garði. Símon Jóh. Ágústsson. Hinar ágætu skíðakvikmyndir 1. R. verða sýndar í kvöld kl. 17 í Nýja Bíó í síðasta sinn. Að- gangur fyrir börn kostar 50 aura. I DAO. Næturlæknir er 1 nótt Hall- dór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2244. Næturvörður er í Laugavegs og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.15 Föstumessa í dómkirkj- unni (séra Garðar Svav- arsson). 21.15 Kvöldvaka: a) Skúli Þórðarson magister: Um Hvassafellsmál. Erindi. b) Þorsteinn Jósepsson rithöf.: Gemsur í Alpa- fjöllum. Erindi. Enn fremur sönglög og hljóð- færalög. Söngflokkur Alþýðuflokksféiags- ins. Samæfing annað kvöld kl. 8Va í Pósthúsinu. Mætið stundvíslega! Mætið öll! — Stjórnin. Karlakórinn Vísir í Siglufirði hafði gleðikvöld 1 fyrra kvöld. Kórinn söng við á- gætar viðtökur og húsfylli. Auk þess var gamanvísnasöngur, bíómyndir og fleira. Einsöngv- arar kórsins eru: Halldór Krist- insson héraðslæknir, Daníel Þórhallsson og Sigurjón Sæ- mundsson. ASventkirkjan: Föstuguðsþjónusta í kvöld (miðvikud. 29. marz) kl. 8,30 síðdegis. Allir velkomnir. O. J. Olsen. Fru Þórunn Jónsdóttir Haf- stein andaðist í fyrri nótt eftir sex vikna legu. Banamein hennar var blóðeitrun. Hún fæddist 10. ágúst árið 1888 í Flenzborg í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru merkishjónin Jón Þórar- insson skólastjóri og síðar fræðslumálastjóri, og kona hans Lára Pétursdóttir Haf- stein, systir Hannesar Hafstein ráðherra. Frá því hún var 14 ára gömul, dvaldi hún á heim- ili Hannesar, unz hún gekk að eiga Júlíus Hafstein, núverandi sýslumann Þingeyinga, árið 1912. Dvöldu þau hjónin á Ak- ureyri, þar til Júlíus var skip- aður sýslumaður Þingeyinga árið 1921, að þau fluttust til Húsavíkur, og hafa búið þar síðan. Þeim hjónum hefir orðið átta barna auðið, fjögurra sona og fjögurra dætra, sem öll eru á lífi. Leiðrétting. I tilefni af grein hér í blaðinu í gær um gjöf Birgers Ruud til hins unga skíðakappa Birgis Erlendssonar frá Siglu- firði skal það tekið fram, að ekki var rétt farið með aldur drengsins. Hann er 11 ára, en ekki 8 ára eins og stóð í blað- inu í gær. Manneí disf iskim j ölið hefir þegar náð miklum vin- sældura meðal bæjarbúa og hefir nú h.f. Fiskur ákveðið að gefa bæjarbúum kost á að bragða ýmsa rétti úr mjölinu í Hressing- árskálanum í Austurstræti ámorg un. KLUKKUNNI FLÝTT. (Frh. af 1. síðu.) alment er nú með þeim tíma- reikningi, er tíðkast hér á landi. Mun almennur áhugi fyrir þessu, og hafa raddir komið fram um það í flestum blöðum landsins. Talið er líklegt, að þingsá- lyktunartillagan verði samþykt á alþingi. ÞÝZKALAND OG PÓLLAND. (Frh. af 1. síðu.) að við því að brjóta á einn eð- ur annan hátt hlutleysissamn- inginn við Þýzkaland. Sama blað segir, einnig með tilliti til væntanlegrar heim. sóknar Becks utanríkismálaráð- herra Póllands til London í næstu viku, að hann muni síð- ar komast að raun um það, að ekki sé ómaksins vert að hverfa frá samvinnu við Þýzkaland. — jafnvel þótt lokkandi tilboð komi um það frá öðrum ríkjum. Beck utanríkismálaráðherra átti tal við sendiherra Banda- ríkjanna og Þýzkalands í Varsjá í gær. Útbreiðið Alþýðublaðið! rm nyja biö m Scotland Yard ð ferðinni Spennandi og viðburðarík sakamálakvikmynd frá United Artisís, er sýnir frægasta leynilögreglufé- lag heimsins í bardaga gegn illræmdum saka- mannaflokki. — Aðalhlut- verkin leika: Paul Cavanagh, Margot Grahame o. fl. Aukamynd: KLUKKNAHLJÓMAR g frá belgiskum kirkjum. j| Börn fá ekki aðgang. Jarðarför móður okkar Ingibjargar Júlíönu Þorvaldsdóttur fer fram frá Þórsgötu 20 fimtudaginn 30. þ. m. kl. 1% e. h. Synir hinnar látnu. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu minnar og dáttur okkar Margrétar Bjarnadóttur. Gústaf E. Pálsson. Ingibjörg Steingrímsdóttir. J. B. Pétursson. Hjartans þakklæti færum við öllum þeim. er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar Kristins Egilssonar. Sérstaklega viljum við þakka forstjórum H. Benediktssonar & Co. fyrir höfðinglega framkomu. Enn fremur verkstjóra, starfs- i'ólki og samverkamönnum hans. Pálína Pálmadóttir. Sveinína Á. Kristinsdóttir. Vilhelm Kristinsson. Bankarnir verða lokaðir laugardaginn fyrlr pásla. Athygli skal vakin á því, að víxlar sem falla í gjalddaga þriðjudaginn 4. apríl, verða afsagðir miðvikudaginn 5. apr- 11, séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyrir lokunartíma bankanna þann dag. Reykjavík, 27. marz 1939. LANDSBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h.f. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. Smásðluverð « eftirtöldum tegundum af cigarettum má eigi vera hærra en hér segir: Capstan Navy Cut Medium í 10 stk. pk. kr. 1.00 pakkinn. Players — — — -10 — 1.00 — _ — _ — -20 — 1.90 — Gold Flake .20 — 1.85 May Blossom - 20 — 1.70 — Elephant .10 — 0.75 — Commander - 20 — 1.50 _ Soussa -20 — 1.70 _ Melachrino .20 — 1.70 De Reszke turks .20 — 1.70 — — — Virginia .20 — 1.60 / 1 Teofani -20 — 1.70 — Westminster Turkish A.A. .20 — 1.70 —— Derby .10 — 1.00 _ Lucky Stribe .20 — 1.60 Raleigh .20 — 1.60 — Lloyd .10 — 0.70 _ Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði tii útsölustaðar. TébakseinkaBala ríklsiins. ■m*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.