Alþýðublaðið - 14.04.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.04.1939, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGINN 14. apifl 1939. ■GAMLA Blðffl „þegar lífið er leikur!“ (MAD ABOUT MUSIC.) Bráðskemtileg og hrífandi söngvakvikmynd frá UNI- VERSAL PICTURES. Að. alhlutverkið syngur og leikur hin yndislega 16 ára söngstjarna DEANNA DURBIN, er allir kannast við úr söngmyndinni: „100 menn ein stúlka.“ ígætar plróínr i heiliim pokum og lausri vigt. Verzlunin BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678. BergstaÖastræti 33. Sími 2148. Háskólafyrirlestur. Franski sendikennarinn J. Haupt les upp í kvöld kl. 8 úr meistaraverkum franskra skálda á 19. öld. Reykjavíkurannáll h.f. Revyan Fornar dygðir verðnr sýnd snnnu dagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 á morgun. Allra siðasta sinn j Bk Dronning fer mánudaginn 17. þ. m. kl. 6 síðd. til Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). ________ Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 á laugardag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgr. Jes Zimsen, Tryggvagötu. — Sími 3025. um verðlagsákvæði. Verðlagsnefnd hefir samkvæmt heimild í lögum nr. 70, 31. desember 1937, sett eftirfarandi verðlagsákvæði: Vefnaðarvðrur: Reglur þær, sem settar voru um hámarksálagningu á vefnaðarvörur hinn 13. febrúar s.l.. breytast þannig, að hámarksálagning á þessar vörur verði sem hér segir: A) í heildsölu 15%. B) I smásölu: a) Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgð- um 47%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum 64%. Breyting þessi gildir um allar þær vörur, sem hafa verið og verða verðlagðar með núverandi verðskráningu krónunnar. Byggingarefni: Álagning á eftirtaldar vörutegundir má ekki vera hærri en hér segir: 1) Sement 22%. 2) Steypustyrktarjárn 22%. 3) Þakjárn (bárujárn og slétt járn) 22%. 4) Steypumótavír 28%. Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða alt að 10 000 króna sektum, auk þess sem ólöglegur hagnaður er upptækur. f Þetta birtist hér með öllum þeim, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. apríl 1939. Jónatan Hallvarðsson, settur. RÆÐA STEFÁNS JÓHANNS. (Frh. af 1. síðu.) þátttakendum. Alþýðuflokkur- inn hefir aldrei skoðað það sem hlutverk sitt, að standa ábyrgð- arlaus gagnvart vandamálun- um. Hann vill taka þátt í með- ferð þeirra og vinna fyrir sitt fólk, með lausn þeirra. Afl hans ræður því hins vegar, hve rík áhrif hans verðá á hverjum tíma.“ Margir félagar tóku til máls. Óeining ríkti engin á fundinum. Menn telja gengislækkunina orðinn hlut og það eigi eftir að sýna sig hvaða bjargráð hún reynist. Þegar það hefir sýnt sig er fyrst hægt að kveða upp dóm um hana til fullnustu. Það þarf ekki að taka það fram, að alt það, sem blaðsnep- ill kommúnista segir um fund- inn er alveg tilhæfulaust. Nýir íélagar gengu í Alþýðuflokksfé- lagið á fundinum. YFIRLÝSING CHAMBER- LAINS. (Frh. af 1. siðu.) Því næst kom Chamberlain með þá yfirlýsingu sína, að hann liti svo á, að ekki bæri að telja brezk-ítalska sáttmál- ann liðinn undir lok. í því sambandi komst hann svo að orði, að þótt þessi hern- aðarinnrás ítala hefði orðið sér stórkostleg persónuleg von- brigði og öllum þeim, sem væru að leitast við að vinna að varð- veizlu varanlegs friðar, þá væri hann enn sem fyrr reiðubúinn að trúa því, að þessi viðleitni sín hefði ekki með öllu verið unnin fyrir gýg. Halifax lávarður gaf sams konar yfirlýsingu í efri mál- stofu brezka þingsins. Eimskip: Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goöafoss er á leiÖ til Hamborg- ar frá Hull, Brúarfoss er á Ak- ureyri, Dettifoss fer norður í kvöld kl. 8, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith, Selfoss er í Reykjavík. Útbreiðið Alþýðublaðið! f DAfi. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. UTVARPIÐ: 20,15 Otvarpssagan. 20,45 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 21,00 Bindindisþáttur (Magnús Már Lárusson stud theol.). 21,20 Pianóleikur: Sónata eftir Árna Björnsson (ungfrú Guð- ríður Guðmundsdóttir). 21,40 Hljómplötur: Harmóníkulög 22,00 Fréttaágrip. I innanfélags happdrætti kvennadeildar Slysa varnafélagsins komu upp þessi númer: 187, 412, 1559, 2488 cg 2916. Munina má sækja á skrif- stofu félagsins í Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Málverkasýning. Guðmundur Einarsson frá Mið- dal hefir málverkasýning n í sýn- ingarskálanum á Skólavörðustíg 43. Geir kom í morgun af saltfiskveið- um með 80 tunnur. Egill Skalíagrimsson •kom í morgun af saltfiskveiðum með 87 tunnur. Jón ólafsson kom inn í morgun af saltfisk- veiðum með 104 tunnur. Guðspekifélagif) Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 9. Grétar Fells flytur erindi um Einar Benediktsson. Einsöngur: Hermann Guðmunds- son. Upplestur. Organleikur. Húseign til sölu í nágrenni bæj arins, ásamt hænsnahúsi og 1 hektara lands. Hænsni geta fyglt ef óskað er. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Eignaskifti hugsanleg. Upplýsingar í Verzlunin Áfram, Laugavegi 18. STOFNFUNDUR Sambands eldri og yngri Iðnskólanemenda verður haldinn laugardaginn 15. apríl kl. 8V2 í Baðstofu Iðnaðarmanna, að tilhlutun ,',Málfundafélags Iðnskólans". Rétt til að sitja stofnfund og gerast meðlimir sambands- ins hafa allir, sem minst hafa verið 1 vetur í Iðnskólanum. IVIætið á stofnfundinum. Gerist meðlimir Sambandsins. Undirbúningsnefndin. Nemendur í húsgagnasmíði, sem ganga ætla til prófs á þessu vori, eru beðnir að gefa sig fram við Gísla Skúlason, Bröttugötu 3 B, sími 1029, eða undirritaðan, fyrir 17. þ. m. og leggja þá fram um leið „skissu“ af stykki því, er þeir hafa í hyggju að velja til prófsmíðar. GARÐAR HALL. Lærið að synda Sundnámskeið í Sundhöll- inni hefjast að nýju mánu- daginn 17. þ. m. Sundhöllin býður nú nem- endum sínum betri kjör en áður. Þátttakendur gefi sig fram í dag og á morgun kl. 9—11 f. h. og kl. 2—4 e. hád. — Uppl. á sömu tímum í síma 4059. Matrósfiit, blússuföt eða jahka- föt, auðvitað úr Fatabúðinni. Útbreiðið Alþýðublaðið! RAFMAGNSVIÐGERÐIR og nýlagnir í hús og skip. Jónas Magnússon lögg. rafvirkjam. Sími 5184. VINNUSTOFA á Vesturgötu 39. Sækjum, sendum nyja bio bbs Hrói Hottur. Hrífandi fögur, spennandi og skemtileg stórmynd frá WARNER BROS. Aðalhlutverkið, Hróa Hött, § leikur hinn karlmannlegi og djarfi ERROL FLYNN. Öll myndin er tekin í eðli- legum litum Sýnd í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 5. AlpýMokksfélag Reykjavíkur heldur fræðslu- og skemtifimd (kaffikvöld) í Alþýðuhús- inu við Hverfisgöíu annað kvöld kl. 8Ý2. Skemtiatriði m. a.: Sænsk fræðslukvikmynd, sameiginleg kaffidrykkja, söngur, kveðskapur, Sigurður Einarsson flyt- ur stutt erindi um Albaníu. Á skemtuninni verða lesnir palladómar um nokkra forvígismenn Alþýðuflokksins. DANZ frá kl. 11%. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 á laugardag í skrifstofu fé- lagsins og á afgr. Alþýðublaðsins og við innganginn frá kl. 8. Dans feeldais* Félag harmoníknlelkara ,í ;ðddfellow húsinu sunnudaginn 16 |i. m. kl. 10. e. h. Nýju danzarnir niðri og eldri danzarnir uppi. Harmonikuhljómsveitir spila ásamt hljómsveit Odd- fellowhússins undir stjórn Bjarna Böðvarssonar. Aðgöngu- miðasala hefst sama dag kl. 4. Tryggið yður miða í tíma, því aðgöngumiðasalan er takmörkuð. Tilky frá GjaWeyris- 09 innflDtningsneM Nefndin hefir ákveðið að heimila tollstjórum og bönk- um að afgreiða þau gjaldeyris- og innflutningsleyfi, sem út voru gefin fyrir 4. þ. m., með álagi, sem svarar til þeirr- ar gengisbreytingar (21,9%), sem þá var gerð. Nær þetta að sjálfsögðu aðeins til þess hluta leyfanna, sem í gildi voru og ónotuð • nefndan dag. Þetta tilkynnist hér með þeim, sem hlut eiga að máli. Reykjavík, 12. apríl 1939. Gjaldejrris- og innflDtningsnefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.