Alþýðublaðið - 25.04.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1939, Blaðsíða 4
OAMLA BtÖMj Saklausa skrlfstofustúlkan. Afar fjörug og bráðskemti- leg amerjsk gamanmynd, „EASY LIVING", um unga stúlku, sem alt í einu er gefiö: 50,000 dollara skinn- kápa, yndislegur unnustu og miður gott mannorð. Aðalhlutverkin leika hinir fjörugu og vinsælu leikarar: Jean Arthur og Ray Milland. Aukamynd: Paramount talmyndafréttir. L O* G* T. ST. MÍNERFA nr. 172. Fundur annað kvöld kl. 8V2- Kosning embættismanra. Hagnefndarat- riði annast Þorsteinn G. Sig- urðsson. Mætið stundvíslega. ELDUR í EIMSKIPAFÉLAGS- HÚSINU. (Frh. af 1. síðu.) komu að og logaði þá í tóbaks- búðinni og var allmikill reykur um allan ganginn. Var slökkvi- liðinu gert aðvart og tókst fljót- lega að slökkva eldinn. Urðu nokkrar skemdir á tóbaksbúð- inni og klukkukassanum. Um upptök eldsins er ekki kunnugt, en álitið er að einhver hafi fleygt vindlingi með eldi i, eða logandi eldspýtu í ruslakass- ann. 3 fermingartöskur seldar fyrir aðeins kp 8.0010.00 og 12.00 allar með buddo og spegli. 2 drengjaveski úr egta skinni seld fyrir aðeins 4.25 og 5.00 tilsvarandi budd- ur Vrá 1.00. Aðelns petta verð til fimtndagskvSlds. HljóðfærahAsið. Nýr fermaðnr útsarps- ráðs, skipnn i stjðrn S.Í.F. og framkvæmda- stjðri S. R. Jón Eyþórsson var í gær skipaður formaður hins nýja útvarpsráðs. Mun gamla út- varpsráðið hafa skilað af sér í gær og hið nýja tekið við. í hinu nýja útvarpsráði eiga sæti: F. R. Valdemarsson, Jón Eyþórsson, Valtýr Stefánsson, Pálmi Hannesson og Árni Jóns- son. Stjórn SÍF fullskipuð. í gær skipaði atvinnumála- ráðherra fulltrúa sinn í stjórn Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda. Skipaði hann þá Jónas Guðmundsson ritstjóra og Geir Thorsteinsson útgerð- armann, er hann nýr í stjórn sambandsins. Auk þeirra skipa stjórn sambandsins: Magnús Sigurðsson bankastjóri, Ólafur Jónsson, Sandgerði, Jón Árna- son framkvæmdastjóri, Sigurð- ur Kristjánsson og Jóhann Þ. Jósefsson. Á fundi hinnar ný- kosnu stjórnar í gær var Magn- ús Sigurðsson kosinn formað- ur stjórnarinnar. Nýr framkvæmdastjóri S. R. Jakob Möller fjármálaráð- herra var áður framkvæmda- stjóri Sjúkrasamlags Reykja- víkur. J stað hans var í gær skipað- ur til bráðbirgða Gunnar Möll- er cand. jur. KENNARASAMTOKIN. (Frh. af 3. síðu.) Að 50 árum liðnum, þegar kenn arasamtökin verða 100 ára, verð- ur það sem þið vinnið núna bor- ið saman við það sem börnin þá vinna — árið 1989. Máske verðið þið þá mörg orðin afar og ömmur og getið sýnt barna- börnum ykkar, hvað þið unnuö árið 1939, þegar kennarasamtökin voru 50 ára. Og þá þykir ykkur áreiðanlega vænt um að hafa unnið sem allra b'ezt. Biðjið kennarann ykkar að að- stoða ykkur, ef þið eruð í vafa um, hvernig þið eigið að gera eitthvað það, sem kennarinn í útvarpinu segir ykkur. Ég hlakka til að sjá það sem þið vinnið. Gleymið ekki að setja nafnið ykkar á hvert vinnublað, aldur ykkar og nafn skólans ykkar. Headerson í sérsíðk- um erindum f Birlin? LONDON í gærkvöldi. FÚ. CHAMBERLAIN lét svo imi mælt í dag í neðri deild brezka þingsins, að för Sir Ne- ville Henderson til Berlín, þar sem hann á að taka aftur upp sendiherraembætti sitt, hefði enga sérstaka dýpri merkingu og þýddi engan veginn, að brezka stjórnin viðurkenndi innlimun Tékkóslóvakíu í Þýzkaland. För Hendersons til Berlín í gær kom mönnum á óvart, þar sem ekki var gert ráð fyrir, að hann færi frá London fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Þegar Chamberlain var spurður þess, hvort brezka stjórnin hefði viðurkennt inn_ rás ítala í Albaníu og hvernig stjórnin myndi framvegis láta ávarpa Ítalíukonung, svaraði hann, að stjórnin hefði ekki enn tekið neinar ákvarðanir um þessi tvö atriði. Annari spurningu, sem Mr. Chamberlain var spurður, svar- aði hann á þá leið, að hann sæi sér ekki fært að svo stöddu, að gefa neina yfklýsingu um við- ræðurnar við Sovét-Rússland, Tyrkland og önnur þau ríki, — sem brezka stjórnin stæði nú í nánu sambandi við. Sendiberrar 'Frakka i Ber- lín og Pjóðverja t Par- is fara einoig aftnr i embættl sin. LONDON í gærkveldi. FÚ. Ákveðið hefir verið, að sendi- herra Frakka í Berlín, sem kall aður var heim til að gefa stjórn sinni skýrslu eftir innlimun Tékkóslóvakíu, fari til Berlín á ný, og mun hann leggja af stað þangað í kvöld. Sendiherra Þjóðverja í Lond- on mun verða sendur þangað innan skamms, en þó er ekki búizt við, að það verði fyrr en eftir að Hitler hefir haldið ræðu sína á föstudaginn kemur. Afllnn I slð« ustu viku. Vestmannaeyjar: Hér voru á- gætar gæftir síðastliðna viku og afli sæmilegur fyrrihluta vikunnar. Síðustu daga hefir afli verið mjög tregur á nálæg- um miðum, en nokkrir bátar, sem sótt hafa á Selvogsbanka, hafa fengið allgóðan afla, eða 1200—1500 fiska. Sandgerði: Gæftir voru hér fremur góðar síðastliðna viku og voru farnir fimm róðrar. Afli var mjög misjafn, eða frá 2—16 skippund á bát í róðri. Keflavík: Hér voru ágætar gæftir síðastliðna viku. Róið 5 daga vikunnar, en afli var afar- tregur. eða 3—12 skippund á bát í róðri. Síld veiðist öðru hverju í lagnet. Hjá netabátun- um var góður afli 1 fyrri hluta vikunnar, en tregur síðustu daga. Hólmavílt: Nú undanfarið hefir veiðst allmikill þorskur á línu í Steingrímsfirði. Rétt hjá Hólmavík hafa árabátar og opn- ir trillubátar stundum dregið lóðir sínar tvisvar til þrisvar á dag. Frá útgerðarstöðvunum við Steingrímsfjörð hefir alt af aflast dálítið í vetur, þegar gef- ið hefir, en gæftir hafa y.erið stirðar, svo að ekki hefir gefið á sjó langan tíma. Veðrátta hef- ir verið mjög mild í vetur, en afar umhleypingasöm. Oftast hefir verið snjólétt. Sandur: Héðan gaf á sjó alla vikuna, en afli var mjög tregur, svo að vélbátar þeir, sem hafa ró- ið hafa ekki aflað fyrir beitukosn aði. Árabátar hafa einnig aflað mjög treglega. « Grindavík: Síðustu viku voru sæmilegar gjæftir og reitingsafli, einkum á línu. í þorskanet var afli mjög tregur, enda hafa marg- ir tekið þau á Iand. Verstöðvarnar austanfjalls: Á Stokkseyri og Eyrarbakka voru mjög stirðar gæftir í vikunni sök- um brims. Fyrri hluta vikunnar var gott útlit með afla, en síð- ara hluta vikunnar breyttist það snögglega til þess verra. I Þor- lákshöfn voru gæftir nokkru betri en aflahorfur þær sömu. Frá Þor- lákshöfn var róið fimm daga vik- unnar og öfluðust alls 250 skip- pund. Frá Stokkseyri var róið þrjá daga og öfluðust 290 skip- pund og frá Eyrarbakka var róið tvo daga og öfluðust 31 skip- pund. í dag voru aflahorfur nokk uð betri. Akranes: Héðan var róið fimm daga vikunnar sem leið nokkrir bátar hvern dag. Afli á línu fer fremur vaxandi en netaafli mink- andi. Á smábáta hefir fengizt góður afli á handfæri. Alls hafa aflast í vikunni 450 skp. F.Ú. f DA Augiýsið í Aiþýðublaðinu! Næturlæknir er Alfreð Gísla- son, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Veðrið: Hiti í dag 3 stig. Yf- irlit: Grunn lægð fyrir suð- vestan land. önnur að nálgast frá Suðvestur-Grænlandi. Út- lit: Norðaustan og norðan kaldi og bjartviðri í dag, en gengur í sunnan átt í nótt. ÚTVARPIÐ 20.15 Erindi: Auðæfi jarðar, I: Gúmmí (Guðjón Guðjónsson skólastjóri). 20,40 Tónleikar Tónlistarskó’.ans tríó. 21,20 Symfóníutónleikar (plötur): Symfónía nr. 3, eftir Mend- elssohn. 22,05 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. Dvöl 1. hefti 7. árg. er nýkomið út og er það fjölbreytt og skemti legt að vanda. Það flytur riokkr- ar úrvalssmásögur eftir þekta er- lenda höfunda, kvæði eftir Ragn- ar Jóhannesson, Guðmund Böðv- arsson, Pétur Benteinsson, Sverri Áskelsson og Jónas frá Hofdöl- um. Fræði- og skemtigreinar eft- ir Eðvarð Árnason verkfr., Jón Magnússon skáld, Richard Beck prófessor, Þórarin Guðnason stúdent, um Reykjavíkurstúlkuna 1939, ýmislegt eftir ritstjórann o. m. fl. Hvert hefti Dvalar er tals- verð bók, en kostar þó til á- skrifenda ekki nema kr. 1,50. Og munu fá bókakaup vera betri nú á dögttra. Féíag ungra jafnaðarmanna. Fyrri aðalfundur ársins verður haldinn annað kvöld, miðvikudag kl. 8,30 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Til umræðu verða aðalfundarstörf. Starfstilhögun 1. maí. Erindi. Árroði. Upplestur. Félagar, fjölmennið stundvíslega. Eimskip: Gullfoss fer vestur i kvöld kl. 10, Goðafoss er í Hamborg, Brú- arfoss er á Blönduósi, Selfoss foss er í Vestmannaeyjum, Lag- arfoss er á Blönduósi, Selfoss er á leið til Rotterdam. Drottningin er í Kaupmannahöfn. Súðin var á Eskifirði kl .5 í gær. Sendisveinafélag Reykjavíkur. Fundur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 8V2- Á- ríðandi að félagar fjölmenni og mæti stundvislega. — Stjómin. Sænska samvinnusambandið hefir skorað á almenning íSví- þjóð að birgja sig upp að mat- vælum og heitir að veita þeim afborgunarmöguleika, sem þetta vilja gera F.Ú. Frammarar! Æfing í 2. flokki kl. 7—8 í kvöld. 3. flokkur kl. 8—9. Mætið vel og stundvíslega. Á heilbrigðismálasýningu í Forum í Kaupmannahöfn sýn- ir Island nokkrar ljósmyndir í baðlífssýningardeildinni. Ljós- myndirnar sýna, hvernig hinar heitu laugar á íslandi hafa ver- ið notaðar í þjónustu heilbrigð- ismálanna, alt frá Snorralaug í Reykholti til baðstöðvanna við Laugarvatnsskóla. F.Ú. Lakk- og Málningarverksmiöjan H MRPAp s 3 NYJA BRO EF '0 Hvitar aibðttir Amerísk stórmynd frá Warner Bros, er sýnir á ó- gleymanlegan hátt skugga hliðar stórborgarlífsins. — Aðalhlutverkið leikur fræg asta „karakter“-leikkona Ameríku, Bette Davis. Börn fá ekki aðgang. Sænski sendikennarinn ungfiú Ostermann flyturíkvöld næstsiöa^ta háskólafyrirlestur sinn um Gustav Fröding. Vinnumiðlunarskrifstofan í Alþýðuhúsinu hefir úrval a'f vistum, bæði í bænum og utan bæjar, ráðskonustöður í sveit og vor- og sumarvinnu. Einnig staði fyrir stúlkur í fiskvinnu úti á landi. Opið frá 2—5 e. h. daglega, sími 1327. Tilkynning um breytingu á ferðaáætlun á leiðinni Rvik — Hafnarfjorður. Frá og með deginum á morgun (miðvikud. 26. apríl) verður sú breyting á áætlun sérleyfisbílanna á leiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður, að í stað þess að aka á V\ klst. frésti frá Jcl. 12—24, verður ekið á 20 mín. fresti, þannig, að ekið verður á heilum tíma, 20 mín. eftir og 20 mín. fyrir heilan tíma frá báðum stöðum. Síðasta ferð frá burt- farárstað verður 0,30. Frá sama tíma verður sú breyting á leið vagnanna um Hafnarijörð, að ekið verður upp Reykjavíkurveg, en niður Vesturbraut. Reykjavík, 25. apríl 1939. SÉRLEYFISHAFAR á leiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður. ðublaðið REYKJAVÍK Má láta í póst ó- frimerkt Viðsjðr í Suðvestnr- Afriku. LONDON í gærkvöldi. FÚ. SMUTS hershöfðingi, dóms- málaráðherra Suður-Af- ríku, ræddi í þinginu í dag um ástandið í Suðvestur Afríku. — Sagði hann, að um hríð hefði ástandið þar verið óviðunandi, og hefði það versnað við heims ástand síðustu tíma. Þá sagði hann, að lögreglu- liðsauki sá, sem sendur var til Suðvestur-Afríku í síðastliðinni viku, hefði nú þegar haft tilætl- uð áhrif, og myndi lögregla þessi verða kölluð heim aftur, þegar hefði batnað svo, að hennar þyrfti ekki lengur með. Þó lagði Smuts hershöfðingi til, að lög- regluliðið í Suðvestur-Afríku yrði til bráðabirgða aukið enn um 100 marow Ég undirritaður óska að gerast kaupandi ALbÝÐUBLABSINS NEB SUNNDDAOSBLAÐI Nafn ...................................... Heimili .................................. Staða ............................... ÚtfylllS miðann, klippið hann út úr blaðinu og látið í póst. 750 000 vopnlausir menn drepnir í Spáiarstriðini! Auk 450 000 hermanna á háða bóga ------——------- TVTÚ þegar borgarastyrjöldinni á Spáni er lokið, hefir ver- ið gerð tilraun til þess að komast svo nærri því, sem hægt er, hve margir hafi beðið bana í styrjöldinni, og telst mönnum í Madrid svo til, að 1 200 000 manns hafi alls verið drepni^ á bá§a bóga, þar af 450 000 hermenn og 750 000 af óvopnuðu, varnarlausu fólki. Af þeim 450 000 hermönnum, sem féllu, voru 130 000 úr liði Francos, en 320 000 úr her lýð- veldisstjórnarinnar. Þessi mikli munur á mann- falli í liði Francos og lýðveldis- stjórnarinnar er talinn stafa af því, að Francoherinn hafði svo miklu fleiri flugvélum á að skipa en stjórnarherinn. Það var óvenjulegt, að stjórn- arherinn hefði ráð á eins miklu stórskotaliði og í bardögunum við Teruel í ársbyrjun 1938, en þar hafði hann 180 fallbyssur. I bárdögunum sunnan yið Bbr* á árinu 1 m* »<ur en úrstitasóknin hófst gegn Kataloníu, hafði stjórnarherinn hinsvegar ekki nema 120 fall- byssur. En Franco hafði þar hvorki meira né minna en 1400. 30 nor. kir sjómenn hafa verið ráðnir á 3 ítalska togara, sem eiga að fara tilveiða í Norðuríshafi á næstunni. Eiga togarar þessir að hafa bækistöð sína í Petsamo í Norður-Finn- landi. F.Ú. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.