Alþýðublaðið - 28.04.1939, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1939, Síða 2
FÖSTODAGINH 38. april 1«3S. AliÞYPtlBLAW UMRÆÐUEFNI Fagrir morgnar. Árrisnlir menn. Ég og Ólafur Thors á hafnarbakkanum. Hvað um pólitíska rifrildið? Jóhann Sigurjónsson og Fjalla-Ey- vindur. Neðanmálssögurnar og Guðlaugur. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. UNDANFARNIR MORGNAR hafa verið fagrir. Ég er einn af þeim, sem ekki get sofið eftir kl. 7 frá því fer að birta. Ég fer því á fætur, hugsa um lífið og þess leyndardóma nokkra stund — og aldrei er maður eins gáfaður og á morgnana, fer síðan út og geng mér til hressingar til að fá stað- festingu á niðurstöðum mínum um lífið og byrja svo að vinna mín daglegu störf. Þegar ég rölti þann- ig um göturnar, aðallega í Vestur- bænum snemma morguns, endur- fæðist ég oft eins og Þórbergur kallar það og ég hefi jafnvel upp- götvað nýja bæjarhluta, sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til. Var það mér til ósegjanlegrar gleði. EN ÞAÐ ERU FLEIRI en ég, sem fara snemma á fætur. Verka- mennirnir, sem eru í stöðugri leit að vinnu eru komnir á fætur á und- an mér og síðan stjórnarskiftin urðu hefir nýr fugl bæzt í hóp hinna árrisulu, fugl, sem aldrei fyr hefir sést svona snemma á fót- um. Þó er þessi fugl maður, sem um margra ára skeið hefir haft forstöðu fyrir einhverju stærsta fyrirtæki þjóðarinnar og hefði því átt fyrir löngu síðan að taka upp þá ágætu reglu að fara snemma fætur og snemma í rúmið, taka daginn snemma, því að með því er áreiðanlega hægt að ná beztum árangri af starfi sínu daglega. ÞESSI MAÐUR er Ólafur Thors og býð ég hann velkominn á skraa- plan lífsins snemma hvern morg- un. Hann er orðinn atvinnumála- ráðherra og á nú að gegna því vandasama og vanþakkláta starfi. sem Haraldur minn Guðmundsson, augasteinn okkar Alþýðuflokks- manna, gegndi áður. Ólafur er með morgunferðum sínum að kynna sér atvinnuleysið, sjá svona með eigin augum, hvort atvinnuleysisskrán- ingarnar séu ekki helber lygi, og ég hef næstum því hans eigin orð fyrir því að þær séu ekki rangar, atvinnuleysið sé alt of mikið og alt verði að gera, sem unt er, til að ráða bót á því. Barátta Haralds Guðmundssonar fyrir umbótum g DAGSINS. atvinnuleysismálunum mætti aldr- ei öðru en svívirðingum og per- sónulegum illdeilum íhaldsmanna. Mér dettur ekki í hug að mæta morgunrannsóknarferðum Ólafs Thors með sama hætti. Nýl. sagði hann við hóp af verkamönnum snemma morguns: Það er blóðugt að sjá ykkur standa svona og bíða, ég vona að hitaveitan reynist ekki svik í sumar. Ég efast ekki um að Ólafur meinar þetta, hann vill gera alt, sem í hans valdi stendur, til að ráða bót á ástandinu, yfirleitt er það helvítis vitleysa, sem allir stjójrnmálaflokkar hafa gert sig seka um, að halda því fram, að allir andstæðingar væru falsarar og svikarar. ÉG ER FYRIR LÖNGU vaxinn upp úr svoleiðis kjaftæði. Það er alveg sama hvaða skoðun þessi eða hinn maðurinn hefir, enginn vill gera öðrum bölvun viljandi. hitt er alt annað mál, að menn greinir á um hvaða leiðir skuli fara til að ráða fram úr vanda- málunum, og skoðanir manna á því fara venjulegast eftir því, hvava stétt menn tilheyra. Sjálf- stæðisflokkurinn túlkar sjónarmið þeirra manna, sem eru betur settir með launakjör og lífsafkomu, Al- þýðuflokkurinn túlka sjónarmið hinna. En eiga fulltrúar þessara mismunandi sjónarmiða að berjast eins og grimmir rakkar? Eiga þeir ekki heldur að reyna að komast að éinhverri niðurstöðu? Og er það ekki einmitt tilgangur lýðræð- isins? ÉG VEIT að hinn nýi atvinnu- málaráðherra nagar sig nú í hand- arbökin fyrir að hafa haldið uppi rangri stefnu á undanförnum ár- um í ýmsum málum, eins og fleiri. En ef framtíðin markast af sam- starfi og heilhuga vilja til góðrar lausnar á vandræðum lands- manna, þá er mikið unnið. Ég vil láta okkur, þessar sárfáu ' hræður, sem byggjum þetta ágæta land, hætta að haga okkur eins og fífl, en til þess að það sé hægt má ekki hafa neinn útundan. Allir, sem landið byggja, verða að fá að njóta gæða þess, ef þeir nenna að vinna fyrir þeim. Og ekkert svindl! S. SKRIFAR MÉR: „Slæm villa hefir slæðst inn í smágrein mína um Eyvindar-Eftirspilið í dálkum þínum 8. apríl s.l. Þar stendur orð- ið breiðist fyrir greiðist. Ég var að minnast á skuggana, sem menn framkalla á jarðlífsbraut sinni. í Snæ- drottningin. Og hann gekk óhikað fyrir prinzessuna, sem sat á stórri perlu með þernurnar og undirþernurnar, þjónana og und irþjónana í kringum sig. Og ungþjónninn, sem stóð í dyrunum, var svo stoltur, að maður þorði varla að líta á hann. Hann Óli var mælskur. þegar hann gekk fyrir prinzess- una. En hann var ekki kominn til þess að biðja hennar, heldur til þess að vfta. hvað hún væri gáfuð. — Já, víst hefir það verið Óli, sagði Gerða, — hann var svo gáfaður, að hann gat reiknað brot í huganum og kunni bæði stóru litlu margföldunartöfluna. Viltu leiða mig inn í höllina? . MMm ■■ . ■ / ■ r •yV' • • mmmm Afy.rié tf/tifcr, — Það er hægar sagt en gert, sagði krákan. Bíddu þá eftir mér hérna við hliðið, sagði — En ég skal tala um það við kærastann krákan og svo sperti hún stélið og flaug minn, sem er taminn. af stað. B skáldriti Jóhanns Sigurjónssonar eru örlagaskuggarnir, sem lagst hafa yfir líf Eyvindar og Höllu, svo þungir og svartir, að það virð- ist vera fullkomin endileysa að hugsa sér þá greiðast sundur, svo að segja alveg í einum augnabliks- hvelli, eins og Eftirspilið sýnir. Af greiðsla vandamála gengur senni- lega ekki í neinum loftköstum í öðrum heimi, fremur en á jarð- ríkinu. Lögmál lífsins er þróun. Og að leggja dýnamit-sprengju við endann á honum Jóhanni heitnum Sigurjónssyni hæfir áreiðanlega ekki.“ ENN FREMUR skrifar S.: „Guð- laugur" getur ekki verið mér sam- mála um rómantík „Kynjalands- ins“. Ég álít að rómantíski æfin- týraljóminn hyrfi gersamlega af „Þúsund og einni nótt,“ ef þýðandi „Kynjalandsins“ settist við að innrita hana, — og að hann hafi einmitt vísað allmiklum ljóma á bug úr „Kynjalandinu,” með því að kunna ekki að ná töfrum í stíl. En nóg komið um þetta! Að gamni mínu vil ég spyrja hr. „Guðlaug” einnár spurningar, sem hefir verið að velkjast fyrir mér undanfarið: Skyldi mórauða tíkin í ritum Kiljans eiga að vera rómantík?” „Þá er blessuð pólitíkin. Þeirri ”tík” má alls ekki gleyma! Hr. Kjartan G. og frú A. K. óska eftir að henni verði frekar bægt úr blöðunUm. Ég felli mig ekki alls- kostar við þá ýtni. Pólitískra orða þarf mjög við nú til dags. Ekki sízt vegna þess, að öfgastefnur vaða uppi, og til andmæla þeim verður að ætla nægilegt rúm. Þó skal ég viðurkenna, að ef blöðin — „Þjóðviljinn” í Reykjavík og „Verkamaðurinn” á Akureyri væru bönnuð, þá mundi verða að mun hægara um vik, með kurteisi og orðhóf í stjórnmálaumræðum, svo mjög skyrpa þessi blöð og erta til hatramlegra orðahnippinga. í því efni er „Verkamaðurinn” sýnu lak ari. Það má einsdæmi telja, hve mjög höfundar þess blaðs gera sér far um að tína upp gömul, hvít- veðruð úrgangsefni föruseppa, við veginn, og kasta þeim sótbölvandi á eftir andstæðingum sínum. Því segi ég: Meðan slík blöð eru ekki heft duglega, þá verður að ætla höfundum annara blaða nóg frelsi og rúm til andmæla.” Hannes á horninu. Lífið er leikur. Hin bráðskemtilega mynd verð- ur sýnd á vegum Hvítabandsins i Gamla Bíó í kvöld kl. 61/2- Al- þýðusýning. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund í ltvöld kl. 9. Magnús Gíslason flyt \ir erindi um listir. MsiDroniiing Alexandrine fer þriðjudaginn 2. maí kl. 6 síð- degis til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Pantaðir farseðlar þurfa að sækjast á morgun fyrir kl. 3 eða í síðasta lagi fyrir hádegi á mánu dag. Fylgibréf yfir vörur komi sem fyrst. Skipaafgr. Jes Zinsen, Tryggvagötu. — Sími 3025. Barði Guðmundsson: Frh. Að aflokinni bænagerðinni í Rirkjubæ hélt Flosi ferð sinni áfram til brennunnar, svo sem hér segir: „Síðan stigu þeir á hesta sína og riðu upp á fjall og svo til Fiskivatna og riðu nokk- uru fyrir vestan vötnin og stefndu svo vestur á sandinn — létu þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd sér — og svo ofan í Goðaland og svo til Markar- fljóts, og komu urn nónskeið annan dag vikunnar á Þríhyrn- ingshálsa og biðu til miðaftans." Fyrir löngu hafa fræðimenn tekið eftir því, að ferðalýsing þessi er ótæk. Hvorki til Goða- lands né Fiskivatna gat Flosi nokkurt erindi átt, og þar að auki var hann að strekkja við það að komast á sem allra skemstum tíma til Þríhyrnings- hálsa — sem eitt út af fyrir sig er nógu merkilegt atriði. Ekki virðist hann hafa óttast svo mjög njósnir eða skyndi-Iiðsafnað fjandmannanna. Þegar til Berg- þórshvols kom fóru þeir sér að engu óðslega. Þeir komu þangað fyrir náttmál, og er nú bezt að nota orð höfundar sjálfs: „Dalur var í hvolnum og riðu þeir þangað og bundu þar hesta sína og dvöldust þar til þess er mjög leið á kvöldið." Þá fyrst hefja þeir Flosi árásina, og eftir að þeir höfðu b'rent bæinn biöu þeir á staðnum fram á næsta dag og fóru því næst að eltast við Ingjald á Keldum um miðja byggð héraðsins. Þegar höfundur lætur frá sér fara öll þessi býsn, dvelur hug- ur hans sýnilega aðeins að litlu leyti við Brennu-Flosa. Hugur hans hvarflar ekki á Fjallabaks- vegi og framhjá Fiskivötnum Rangæinganna, heldur svífur andi höfundar yfir Arnarvatnsheiði og Fiskivötnum hennar. Hugsana- tengslin leyna sér hér ekki. Mun- um vér nú sjá hvað samleikur sálfræði og sögu megnar, þótt i litlu sé. Að síðustu orðunum í lýsing- unni af ferð Flosa um Fjalla- baksveg hefi ég áður vikið. Hann kom á stefnumótsstaðinn um nón skeið á mánudaginn og beið eftir bandamönnum sínum nokkra hríð. Þessi ummæli sýndu oss, að hugur höfundar, er hann skráði frásögn þessa, dvaldi með Þor- varði Þórarinssyni að Rauðsgili um nónskeið mánudaginn 13. júlí 1255. Maður , skyldi nú ætla, að öll ferðasagan væri af líkum toga spunnin. Og svo er það. Daginn eftir hélt Þorvarður ferð sinni á- fram til móts við þá Eyjólf og Hrafn. Reið hann dagfari og nátt- fari norður um Arnarvatnsheiði, framhjá Fiskivötnum 0 g kom morguninn eftir niður að Hvammi í Vatnsdal. Hugðist hann þar hremma Ásgrím. Þorsteinsson, bróður Eyjólfs, sem ekki heppn- aðist. Hafði Þorvarður hraðað svo mjög för sinni, sökum þess að hann óttaðist að Ásgrím myndi undan bera. Nú þarf ekki frekar að óska skýringar á hrað- ferð Flosa um Fjallabaksveg og því síður á því áður óskiljan- lega atriði, að höfundur skuli miða það ferðalag við Fiskivötn Suðurlandsöræfanna, sem á eng- an hátt gat snert þá sögu. End- urminningin um eigið ferðalag fram hjá Fiskivötnum Arnar- vatnsheiðarinnar leiða huga höf- undarins að samnefninu sunn- lenzka. — En hann vissi óglögt skil á legu þeirra Fiskivatna. — Hafi höfundurinn þökk fyrir það. Hvað nú um önnur ferðalög Flosa. Þau eru þrjú sem nánar er greint frá og skulu öll að nokkru athuguð. Fyrst er þá að tala um ferð Flosa heiman frá Svínafelli til alþingis eftir að hann frétti fall Höskulds mágs síhs. Frá Svína- felli reið FIosi til Kirkjubæjar Þar sendi hann eftir Kolbeini Eg- ilssyni burðarsyni sínum, „og kom hann þar“. Annars kemur sá maður ekki við sögu nema nafn hans er getið í sambandi við fund Flosa í Almannagjá. Frá Kirkjubæ reið Flosi til Höfða brekku, þar bjó Þorgrímur skrauti son Þorkels hins fagra. Flosi bað hann riða til alþingis með sér. — En hann játaði ferðinni og mælti til Flosa: „Oft hefir þú glaðari verið bóndi en nú, og er þó nokkur vorkun á, þó að svo sé“. Þessa manns er hvorki fyr né siðar getið í NjálssÖgu. Frá Höfðabrekku reið Flosi um Arnarstakksheiði og kom á Sól- heima um kvöldið. Þar bjó LoÖ- mundur Olfsson. Hann var vin- ur Flosa mikill. Flosi var þarum nóttina. En um morgunin reið Loðmundur með honum í Dal — og voru þar um nótt. Þar með er söguhlutverk Loðmundar þessa búið. Daginn eftir borðaði Flosi hinn fræga dagverð hjá Hildigunni i Vörsabæ og reið síð an áfram til alþingis og er nú ekki greint frá gistingarstöðum hans á þeirri leið. Þeir koma síðar fram. Það þarf nú ekki mikla skarp- skygni til þess að sjá, að ferða- lýsing þessi á ekkert skylt við arfsagnir frá byrjun 11. aldar. því hvernig mættu slík sundur- laus smáatvik varðveitast í Iminn- um manna um 3 aldir. Bn b#t- ur sjáum vér þó hvernig í pott- inn er búið þegar sögunni víkur að liðsbónarferð Flosa austurum land eftir Njálsbrennuna. Frá Njálsbrennu reið Flosi með alla sveit sína — eitt hundrað manns til Svinafells og sat all- ur hópurinn þar fram um jól og er nú ekkert fárast um hey- annir né önnur þarfaverk á bú- um. Er lokið var jólum mælti Flosi til sinna manna „Nú ætla ég að vér skulum fara heiman, því að mér þykir sem vér munum eigi setugrið hafa mega. Skulu vér nú fara í liðsbón" — Síðan bjuggust þeir heiman allir. Flosi var í leistabrókum þvi hann ætl- aði að ganga. Vissi hann að þá myndi öðrum minna fyrir þykja að ganga. Þeir fóru heiman á Knappavöll, en annan aftur til Breiðár, en frá Breiðá til Kálfa- íells, þaðan í Bjarnaírnes í • Horna fjörð, þaðan til Stafafells í Lón, en þá tíl Þvottár til Síðu-Halls. Öll þessi frásögn er ein sam- hangandi keðja af sönnun- um fyrir því að hún sé Brennu-Flosa óviðkomandi. Það er sjálfgefið að Flosi átti ekkert erindi með 100 manna sveit til iiðsbónar um vinsamleg héruð. 10 eða 20 manna fylgdarsveit hefði átt að nægja til þess að sína höfðingjaskap hans og þá heföi hann liklega getað farið ríðandi, sem meira var um vert. Og enn veröctr manni á að spyrja. Hvers- vegna getur hann ekki útvegaö næigilega marga hesta til farar- innar? Auk þess skyldi maÖur ætla, að liðsmenn hans hefðu haft með sér hross. Það var sann arlega ekkert spaug að þvælast fótgangandi eftir krókaleiöum unr hávetur frá Svínafelli alt norður að Hofi í Vopnafirði. En slepp- um því. Samhengi þessa máls liggur fyrir, sem opin bók. — Hér ræðir ekki um ferðarupphaí heldur ferðarlok, sem von er til. Þann 22. júlí 1255 var Þor- varður Þórarinsson staddur með sveit sína við Vatnsskarð eftir fjögra vikna látlaust ferðalag. Þangað hafði hann fylgt banda- manni sínum Þorgilsi skarða af Þve árfundi. Bað Þorgils Þorvarð að fylgja sér vestur á land, en Þorvaldur þóttist eigi til hafa hestakost og taldist undan alla vega að fylgja honum í Vest- f jörðu segir söguriíarinn sem sjálf ur var viðstaddur. Skyldu þar leiðir þeirra og hélt nú Þorvarð- ur heim tfl sin. Þótt vér hefðum ekki haft þessa frásögn, geíur hver ogeinn gert sér í hugarlund hvernig hestakosti Þorvarðar og sveitar hans hafi verið háttað á síðustu dagleiðunum austur að Hofi eft- ir fimm vikna hringsól um larid- ið. Látum vera að hver þeirra hafi í upphafi haft tvó til reið- ar svo sem Flosi í brennuförinni Samt sem áður má víst telja, að á Dimmafjallgarði hafi þeir Þ*rvarður ekki vakurt riðið. Má

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.