Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGINN 12. MAÍ 1939 ALÞYÐUBLAfMÐ UMRÆÐUEFNI Knattspyrnuviðburðir í sum- ar. Fyrsta mótið hefst á sunnudag. Bréf frá „Gesti“ um „neyðardyr“ í samkomu- húsum. Garðarnir og þeir, sem hafa haft þá. Gert við holur. Pósthússtræti opnað. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. EINS OG KUNNUGT ER verða allmiklir knattspyrnuviðburðir hér í sumar. Og það er vinsælt, enda eru margar þúsundir Reyk- víkinga, sem hafa mikinn áhuga fyrir þessari íþrótt. Undanfarna tvo sunnudaga hafa knattspyrnu- menn þreytt með sér leik. Fyrst kepptu Valur og K.R. og síðan Fram og Valur. Allir vita, að Valur sigraði með talsverðum yfirburð- um, bæði hvað þolgæði snerti og leikni. Spáir það vel fyrir þessu ötula félagi í sumar, þó að K.R. t. d. sé kunnugt að því allt af, að sækja sig, þegar líður á sumarið. ENDA VEITIR K.R. sannarlega ekki af því, að taka á honum stóra sínum í sumar. Af tilefni 40 ára afmælis síns tekur það á móti stórfrægum enskum knattspyrnu- flokki, frægasta knattspyrnu- flokki, sem hingað hefir komið, og þreytir við hann leiki og svo koma Færeyingar, og þó að þeir eigi við eríið skilyrði að búa til iþróttaiðkana. þá eru þeir ákaf- lega duglegir og snarpir í sennu. K.R. ER EINA FÉLAGIÐ, sem ekki fær erlendan knattspyrnu- þjálfara í sumar. Ef til vill er það ekki gott fyrir félagið, þó að það hinsvegar njóti ágætrar leiðsögu á okkar mælikvarða. FRAM FER TlL Norðurlanda og keppir víða. Verður Brynjólfur Jóhannesson leikari fararstjóri, og er þar vel' valið. Býr félagið sig af kappi til þessarar farar og nýt- ur tilsagnar Lindemanns hins þýzka, hins mesta snillings, en kraftar Fram eru ekki miklir, liðs- mennirnir flestir svo smávaxnir. Þá er talið fullvíst, að Valur og VíkingUr myndi sameiginlega lið til Þýzkalandsfarar, en hvenær farið verður í þá ferð, er rhér ekki kunnugt. A SUNNUDAGINN HEFST fyrsta knattspyrnukappmótið. — Það eru þriðju flokkar félaganna, sem eigast við .Verður það harð- ur og skemtilegur leikur og sann- arlega ekki síður ástæða til að sækja hann en kappleiki hinna eldri. „GESTUR” skrifar mér .í morg- un á þessa leið: „Mér hefir oft dott- ið það í hug, hve illa er yfirleitt gengið frá samkomuhúsunum hér í bænum. Svo að segja ekkert þeirra — ef það er nokkurt þeirra — hefir svokallaðar „neyðardyr”, en þær er skylt að hafa á öllum stærri DAGSINS. samkomuhúsum. Engar slíkar dyr eru á Gamla Bíó og þó er ástand- ið enn verra í Nýja Bíó. sérstak- lega fyrir þá, sem sitja uppi í pall- sætunum. Ef sprenging verður í vélásál kvikmyndahússins, geta gangarnir gjörsamlega lokast og fólkið króast inni á pallinum. ÞÁ ER RÉTT að geta þess, að öðrum megin í gangi Nýja Bíó, niður stigann, eru járngrindur, sem alt af eru aflæstar rammlega og aldrei opnar hvað svo sem mikið er af gestum í kvikmyndahúsinu. Þetta er stórhættulegt, og þó svo kunni að vera, að hinn ágæti dyra- vörður Nýja Bíó hafi lykilinn að járngrindunum í vasa sínum, þá tel ég mikið vafamál, að það yrði hægur vandi fyrir hann, að fá dyrnar opnaðar, ef eitthvað ó- venjulegt bæri við, sem allt af á að gera ráð fyrir. Að minsta kosti er hægt að segja það, að ef ekki er gert ráð fyrir slíkum möguleikum, þá er enn meiri hætta á slysum. Vilja nú ekki forráðamenn Nýja Bíó bæta úr þessu, eins og í þeirra valdi stendur, með því að opna járngrindurnar? ÉG VIL VEKJA athygli á aug- lýsingu, sem birtist hér í blaðinu í gær, frá bæjarverkfræðingi. — Hann áminnir alla þá, sem haft hafa á leigu garða frá bænum og sem enn hafa ekki látið vita, hvort þeir ætla að hafa þá áfram, að tilkynna það fyrir 16. þssa mán- aðar. Er þetta nauðsynlegt, svo að hægt sé að láta þá fá garða, sem þurfa þeirra með. Og engin ástæða virðist til þess að láta þá halda görðunum, sem ekki hugsa al- mennilega um þá. ÞAÐ ER MIKIL NAUÐSYN að auka sem allra mest garðræktina hér í bænum eins og annarsstaðar á landinu. Það gekk lengi vel illa að fá stjórnarvöld bæjarins til að skilja nauðsyn þessa, en skilningur þeirra hefir farið vaxandi og er það vel. Betur má þó ef duga skal. Takmarkið ætti að vera, að flestir heimilisfeður í bænum hafi lítinn garðblett til að rækta í kartöfiur, rófur, rabarbara og ann- að grænmeti. Það er gott verk að vinna svolítið í garðinum sínum á kvöldin að afloknu venjulega dag- stritinu — og það borgar sig. HOLURNAR HVERFA. í gær var gert við skotgröfina á gatna- mótum Hverfisgötu og Ingólfs- strætis og eins var gert við hol- una í Bankastræti, það var ekki seinna vænna. PÓSTHÚSSTRÆTI var í gær aftur opnað eftir breytinguna á Landsbankanum. Leikur mörgum forvitni á að sjá bankann eftir að búið er að taka utan af honum. Hannes á horninu. Útbreiðið Alþýðublaðið! drottningin. — Ég á alla þessa fugla, sagði litla ræningjastúlkan, greip í fótinn á þeim næsta og hristi hann, svo að hann baðaði vængjunum. Snæ- Og hérna er gamli kunninginn minn, sagði hún og greip Og litla ræningjatelpan dró í hornið á hreindýri, sem var bundið. Við verðum að binda langan hníf út úr sprungu í hann, þennan. annars hleypur hann út í buskann. Á hverju veggnum kvöldi kitla ég hann á hálsinum með hnífnum mínum, hann er svo hræddur við það. og dró hann eftir háls'i dýrsins. Veslings dýrið Og ræningjatelpan hló og dró Gerðu með sér varð hrætt og sparkaði fram undan sér. upp í rúmið. Lokað í dag, fostudag vegua fliitn* ings skvifstofu vorrar í Hafnarhúsill. Sðlnsamband ísl. fiskfranileiðenda. Póstar á morgun. laugardaginn 13. maí 1939. Frá Reykjavík:. Mosfellssveitar-, Kjal- arness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Hafnarfjörður, Sel- tjarnarnes, Grímsness- og Bisk- upstungna-póstar, Þingvellir, Fljótshlíðarpóstar, Súðin austur um í hringferð, Álftanespóstur, Fagranes til Akraness. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Grímsness- og Biskupstungnapóstar, Þingvellir, Fljótshlíðarpóstar, Álftanespóst- ur, Fagranes frá Akranesi. Altaf sjáifnm sér samkvæmir. ÞJÖÐVILJINN skýrði frá því i fyrradag, að hið svonefnda bandalag stéttarfélaganna, öðru nafni „varnarbandalagið“, sem kommúnistar hafa stofnað, hafi nú opnað skrifstofu hér í bæn- um og ráðið Benjamín Eiríksson hagfræðing fyrir starfsmann þar. Benjamín er ekki þektur af öðru hér en því, að það var hann, sem fyrstur manna gerðist talsmaður þess á opinberum vett- vangi, í riti, sem hann gaf út snemma í vetur, að lækka gengi íslenzkú krónunnar. Maður skyldi ætla, eftir þeirri afstöðu, sem kommúnistar hafa tekið til gengislækkunarinnar, að rnargir hefðu verið líklegri til þess að verða fyrir valinu sem starfsmaður "„varnarbandalags- ins“ en þessi maður. En kommúnistar eru alt af sjálfum sér samkvæmir. Og Benjamín er — þegar sú nasa- sjón, sem hann hefir fengið af hagfræði, er frá dregin — sagður vera sanntrúaður kommúnísti og vantaði atvinnu. Kommúnistum fanst því „varnarbandalagið“ ekki vera of gott til þess að veita honum bitlinginn, þrátt fyr- ir skrif hans með gengislækkun- inni. Kartðflur, íslenzar og danskar í sekkj- um og lausri vigt. Bögglasmjör, nýkomiS. Harðfiskur, riklingur ©g reyktur rauðmagi. Egg, lækkað verð. Komið, símið sendið! Verzlunin BREKKA Ásvallagötu 1. Simi ÍWS. Bergstaðastræti 33. Stesi 3IM6. Vinna. Stúlkur! Ef ykkur vant- ar vinnu í vor og sumar, þá komið til okkar við höfum fjölda af vistum, hér í bænum. Einnig vor- og kaupavinnu í sveit, vist- ir á hótelum úti á landi o. fl. Vinnumiðlunarskrifstofan, Sími 1327. Útbreiðið Alþýðublaðið! MAÐURINN SEM HVARF 35. lotta. „Ég veit aðeins að ég myndi hafa getað verndað hann gegn sjálfum sér, — en ég gerði það ekki. — Ég trúði því sem Önnur kona sagði mér, — kona, sem aðeins vill honum ilt. — Ó, að ég hefði bara ekki hlustað á hana. Hefði ég viður- urkent að ég elskaði hann.“ Hún hætti í miðri setningu, svo hélt hún áfram. — „Ég var heimsk — hræðilega heimsk. Hefði ég ekki hagað mér eins barnalega og ég gerði, mundum við vera saman á þessu augnabliki. Og þá hefði ég ekki þurft að líða þær kvalir, sem ég verð að þola meðan óvissa varir.“ ,,Er lögreglan líka farin að leita þessa manns?“ spurði hann. Og í raun og veru sagði hann þetta frekar til að verj- ast þeirri freistingu að grípa hana í faðm sér, — en vegna þess að honum léki nokkur forvitni á að fá að vita, hvort bú- ið væri að tilkynna hvarf hans. „Nei, ekki ennþá. Ég hefi látið konu hans og nánustu kunningja halda að hann væri í löngu verzlunarferðalagi. En nú get ég ekki dulið sannleikann mikið lengur. Ó, skiljið þér ekki, að ég verð að fá að vita, hvað hefir komið fyrir hann. — Ef hann skyldi vera á lífi, — ef hann feíur sig —.“ „Er nokkur ástæða til að ætla að hann feli sig?“ „Já, það eru sannarlega nægar ástæður til þess. Líf hans er í hættu. Ef til vill er þegar búið að myrða hann af þeim, sem sóttust eftir lífi hans.“ Við þessa hræðilegu hugsun spratt hún á fætur og þagn- aði. Og svo stóðu þau þarna augliti til auglitis maðurinn og konan á þessu augnabliki, sem ef til vill var það undarlegasta í öilu þeirra lífi. Og Blake fann að þessu örlagaþrungna augna- bliki gat hann gjörbreytt aðeins með einu orði, — aðeins með því að nefna nafnið hennar, — Charlotta — með sinni eigin rödd. En allt sem hann sagði, var aðeins stutt setning sögð í ró- legum og kurteisum tón: „Viljið þér gjöra svo vel og láta mig fá heimilisfang yðar. ,,Við skulum svo athuga vandlega öll bréfaviðskifti doktors Grimshaw,“ bætti hann svo við. „Það hljóta að hafa farið bréf á milli þeirra doktorsins og herra Blake, annars hefðuð þér ekki fundið umslag með nafni hans í skjölum Blakes. Hún skrifaði svo heimilisfang sitt og rétti honum miðann. Og svo snéri hún sér við og gekk út úr stofunni þegjandi. Hún var farin, — farin, án þess svo mikið að segja eitt einasta orð, án þess svo mikið að þakka honum. Gegnum gluggann sá hann hana stíga inn í bifreið, sem beið hennar. Þarna hnipraði hún sig sman út í einu horninu og fól andlitið í höndum sér. Bifreiðarstjórinn skelti hurðinni í lás. Svo rann bifreiðin af stað. En það voru ekki aðeins vagndyrnar sem lokuðust. Það var kafli úr æfi tveggja — karls og.konu — sem lokaðist fyrir fullt og allt. Blake gat ekki beðið eftir því að sjá bifreið- ina hverfa. Hann gekk út úr herberginu og upp stigann. Og nú gekk hann reikulum skrefum og lotinn í herðum eins og gamall maður.--------- En nú varð hann að ná fullu jafnvægi aftur. — Síðustu mánuðina hafði hann blátt áfram þjálfað líkama sinn svo að hann starfaði nærri því eins og tilfinningalaus vél eftir geðþótta hans. — Nú reyndi á þessa þjálfun. Og svo var ann- að:. Ef hvarf Jim Blakes yrði tilkynnt lögreglunni innan skamms, þá var sannarlega kominn tími til þess fyrir Francis Carter að ryðja Blake úr vegi. Hann hafði fyrir löngu komist að niðurstöðu með það hvernig það skyldi framkvæmast. En honum var jafnframt ljóst, að það yrði það erfiðasta af öllum þeim erfiðu við- fangsefnum, sm hann glímdi við, og einkanlega vegna þess, að hann varð að framkvæma það aleinn. Hann greiddi svo reikning sinn á sjúkrahúsinu og á meðan hann taldi fram á borðið hina mörgu þúsund dollara seðla, sá hann að doktor Grimshaw horfði á hann. Og hann sá hann virða fyrir sér sköpunarverk sitt með stolti og gleði í svipnum. „Nýtt vín á gömlum flöskum, segir orðtækið,“ mælti skurð- læknirinn. „En í þessu tilfelli er flaskan líka ný. — Og ég aðvara yður, Carter, — látið engan dropa af hinu gamla víni verða eftir í hjarta yðar.“ IAFSKEKKTU bifreiðaskýli í Painted Post, sem er htið þorp norðarlega í New Yorkríki, átti Blake bifreiðina sína geymda. Hann ók burtu frá sjúkrahúsi doktors G-rirn- shaws í spánýrri grænni Sedan-bifreið, sem Francis Carter hafði keypt. Með hina þungu ferðatösku sína við hlið sér ók hann á fleygiferð yfir landið. Ennþá var eitt verk óunnið, það hrikalegasta, hættulegasta og hræðilegasta, og svo — svo var hann frjáls maður. Hann varð að finna látinn mann, — lík, sem hann gæti notað í hlutverkið: James L. Blake, — lík, sem líktist honum að stærð og vexti, hvort andlitið líktist, hafði minni þýðingu, þar sem þurfti að eyðileggja það, hvort sem var, svo það yrði óþekkjanlegt. En öll önnur ytri teikn urðu að líkjast Blake svo mikið, að engum kæmi til hugar að rannsaka það frekar, en létu jarða það athugasemdalaust. I töskunni við hlið Blakes voru ennþá nærri því fimm millj. á©ll«mr í pMingum. M#i þ««m foamaaatwtiuum v»r Mmt m*§a-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.