Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 3
l’ÖST UDAGINN 12. MAÍ 1939 ALÞÝÐÚBLADIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ MTSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON. 1 fjarveru hans: JÓNAS GUÐ3MUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. VUhjálm* (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ' Bræðslnsíldar- verðið. S\'0 sem kunnugt er af grein- um hér í blaðinu undan- farna daga, hefir meirihluti : tjóruar Síldarverksmiðja ríkisins 1 agt til við ráðuneytið, að Ivræðslusíldarverðið í sumarverði úkveðið kr. 6,70. Finnur Jónsson itlþm., sem sæti á í verksmiðju- : tjórninni, hefir haft þar sérstöðu ug leggur til að síldin verði 1 ,eyp t föstu verði á 7 krót;ur málíð. Þegar litið er til þess, hve þorskveiðarnar hafa brugðist á íoguranum á þessari vertíð og iilveg er sýnilegt, að þrátt fyrir ]iað þó verð á saltfiski hækki i tokkuð frá því sem var, vegna : ;engisbreytingarinnar, hljóta tog- ; irafélögin að hafa tap á saltfisk- vertíðinni, er þeim aðila, sem : ildíirvcrðinu ræður að mestu, : kylt að taka tillit til þess, að togumnum verði gert kleift að : tunda síldveiðar, ef nokkur tök oru á því. Þá ber og á það að ] ita, að þó fiskmagnið sé nú viokkru meira en í fyrra, fer því ;ills fjarri, að nokkuð megi draga vir .‘-íldveiðunum, þar sem þjóðar- liúið þarfnast allrar þeirrar út- jlotningsvöm, sem fáanleg er, til ]iess að staðið verði undir : kuldbindingum þjóðarinnar við vitlönd og hæfilegur innflutning- ur fáist greiddur. Nú er það við- urhent af öllum, að togaramir uru afkastamestu skipin á síld- xeiðunum, þann tíma, sem miklár : íh'argöngur em, og því vert að •reia alt sem unt er til þess, að Veir geti gengið á síld. Verði ]iað útilokað með of lágu verði, ,uð þeir geti farið á síldveiðar, er : ýnílegt, að þeir verða að liggja jnestan hluta sumars vegna þess, Jive innflutningur isfiskjar til línglands er takmarkaður. Það er kunnugt, að í fyrra, er br.eðslusíldarverðið var kr. 5,30, báru þeir togarar sig ekki, seni bezt öfluðu, hvað þá hinir, sem jninna fengu. Með 7 króna verði c.r hius vegar von til að togarar beri sig á síldveiðum, ef veiði voröur í góðu meðallagi, miðað \ið síðustu þrjú árin. Með því að gera togurunum Jdwft að stunda síldveiðar er og mjög aukin atvinna í landinu. b'jöldi sjómanna fær atvinnu á Siáím og í landi þarf miklu meira af fólki. Ýmsir munu telja, að þar sem tvö af togarafélögunum eiga : jálf verksmiðjur, muni lítil I ætta á að þeirra togarar gangi i kki á síldveiðar, og er það að' \ ísu rétt, en gæta verða menn ] ess, að það er mikill minni- Iduti togaraflotans, sem svo : tendur á fyrir og því er jafn ; kylt að greiða fyrir hinum. Sjálfsagt er að gæta fullkom- loga hagsmuna sildarverksmiðj- ;mn», þagar verð er ákveðiðr en i>ir því vfí’éwt jkillkomlegii séð, Herskyldan á Englandi er ekki enn komin til framkvæmda og á ekki í fyrstu að ná til nema manna á aldrinum 20—2i árs. En straumurinn í enska herinn hefir undanfarnar vikur stöðugt verið að vaxa. Á myndinni sést stór hópur manna, sem býður sig fram til herþjónustu og bíð- ur eftir því að vera innritaður í herinn á einni skráningarstofu h ans í London. Herstyrkur stórveldanna. EINS og öllum er kunnugt er málum nú svo komið í Evrópu, að menn eiga von á því frá degi til dags, að stríð brjótist út. Sú spurning hlýtur því að vera efst vá baugi manna á meðal, hve herstyrkur vænt- anlegra styrjaldarþjóða sé mik- ill. Nákvæmar upplýsingar um það eru ekki fyrir hendi og ó- mögulegt að afla þeirra. En ýmsir merkir hernaðarsérfræð- ingar fara þó mjög nærri þar um. — í merku norsku tímariti, „International Politik", sem fjallar um alþjóðamál, hefir sænskur ofursti og hermála- fræðingur nýlega gefið nokkurt yfirlit. Honum segist svo frá: Þýzkaland. í landhernum eru 18 herfylki (armékorps):' 43 fðtgönguliðs- deildir, 3 fjallaherdeildir og 5 skriðdrekadeildir, alls 51 her- deild. Öll hernaðartæki eru af nýjustu gerð þar á meðal 3000 skriðdrekar. Þýzki flotinn hefir á að skipa þessum skipakosti: 3 bryndrekar, 10 000 smálestir hver. 2 orustuskip, 26,000 smál, hvort. Auk þess eru í smíðum 3 orustuskip, sem hvert um sig verður 35 000 smálestir. Þá eru í flotanum ennfremur: 4 stór beitiskip, og eitt í smíðum, 6 létt béitiskip, 22 tundurspillar og 12 torpedobátar. Þá eru í smíðum auk þess sem áður er sagt frá: 4 létt beitiskip, 20 tor- pedóbátár, 8 tundurspillar og tvö móðurskip fyrir flugvélar (hangarskip). Þjóðverjar ráð- gera að árið 1941' samanstandi floti þeirra af 142 stærri skip- um auk fjölda smærri, samtals 440 000 tonn. Loftflotinn telur 4—6000 flugvélar af nýtízku- gerð og auk þess er álitið að nú upp á síðkastið séu fram- leiddar 5—600 flugvélar á mán- uði. Að öllu samanlögðu var talið að Þjóðverjar hefðu getað haft tilbúnar undir vopnum 7 millj- ónir manna árið 1938, — auk Austurríkis og Tékkóslóvakíu. Bretland. Fram á þessa síðustu daga eins og Finnur Jónsson hefir sýnt fram á, þó verð á sfldarmáli verði ákveðið 7 krónur. Væntanlega tekur ríkisstjórnin ákvörðun um málið næstu daga, því ékki er nú nema rúmur mán- uður þar til vænta má aö fyrstu skipin f«ri á síldv*ið*r. hefir ekki verið herskylda í Bretlandi, svo herstyrkur þess er mjög lítill á friðartímum. 1938 var heimaherinn 150 þús- und manns, landvarnarherinn 180 000 manns og 500 000 í varaliði. Brezki flotinn er áætl- aður um 1 milljón og 200 þús. tonn. Og samkvæmt upplýsing- um, sem fengust um síðustu áramót, voru þá í smíðum 7 or- ustuskip, þar á meðal 2 45 þús. smálestir hvort, 5 móðurskip fyrir flugvélar.. 17 beitiskip, 40 tundurspillar og 18 kafbátar, eðá samtals 659 þús. smálestir. Síðan hefir verið ráðgert að byggja 2 ný orustuskip, stærri en nokkru sinni fyr hafa sést á floti, 4 stór beitiskip, 2 tundur- spilladeildir, 1 móðurskip fyrir flugvélar og 20 hraðskreið kon- voiskip (fylgdarskip). — Brezki loftflotinn var talinn fyrir 3—4 mánuðum 2300 flugvélar og nú eru bygðar þar um 400 flug- vélar á mánuði. Frakkland. 34 herfylki geta verið fullbú- in á 5—6 dögum og á meðan er hinum sterku landamæravíg- girðingum og liði því, sem þar er fyrir, ætlað að stöðva innrás óvina. — í væntanlegu stríði segja Þjóðverjar að Frakkar geti haft 4Vé milljón hvítra her- manna á að skipa og auk þess IVz milljón svertingja og Ar- aba. Flugher Frakka hafði ekki yfir að ráða s.l. haust (1938) nema 2000 flugvélum af full- komnustu gerð. En í fTanska flotanum eru 7 orustuskip, 2 móðurskip fyrir flugvélar, 19 beitiskip, 32 torpedó-beitiskip, 40 tundurspillar og 76 kafbátar. Samtals 600 000 smál. Og í smíðum eru 3 orustuskip 35 000 smálestir hvert, 3 beitiskip 8000 smál. hvert, 18 tundurspillar, 20 kafbátar og 40 smáskip af ýmsum gerðum. Alls 260 þús. smál.' Sovét-Rússland. Það er erfiðara að fá upplýs- ingar um herstyrk Rússa en nokkurs annars stórveldanna. Þýzkt hernaðarmálgagn gerir ráð fyrir því seint á árinu 1938, að Sovét-Rússland muni á frið- artímum hafa um 1 milljón og 800 þús. manna undir vopnum. Rússneski flugherinn hefir um 8000 flugvélum á að skipa og franskir lofthernaðarsérfræð- ingar hafa um langan tíma full- yrt að flugvélaframleiðsla og loftharnaðariðxuiður Rúsia sé hinn langsamlega mesti og full- komnasti í heiminum. Rússneski flotinn er í fernu lagi: Eystrasalt, Norður-íshafið, Svartahafið og við Asíustrend- ur. í Eystrasalti er álitið að Rússar eigi 7 stór herskip, 12 tundurspilla, 14 torpedóbáta, 70 kafbáta og 60 torpedo-mótor- báta, samtals á að gizka 152 000 smál. Rússneski Eystrasalts- flotinn mun því vera allmiklu minni en sá þýzki. En nú er fullyrt að þeir vígbúist af kappi á sjónum og hafi mikinn flota í smíðum. Ítalía. ítalski heimaherinn kvað vera samansettur. af 61 herd. Samkvæmt síðustu tveggja ára áætlun á flotinn 1940 að hafa á að skipa 8 stórum nýtízku or- ustuskipum og kafbátaflota, sem samkvæmt því er Mussolini seg- ir, — „mun eiga engan sinn líka að stærð og fullkomnun.“ 1937 var tveimur 35 000 smál. orustuskipum hleypt af stokk- unum. Tvö jafnstór eru í smíð- um, auk þess 12 beitiskip og 20 kafbátar. — Engar upplýsingar er hægt að fá um það, hve mörg- um flugvélum ítalir ráða yfir. Japan. A friðartímum telur japanski landherinn 319 000 manns, en á stríðstímum er áætlað að þeir geti haft reiðubúna 1 milljón og 700.000 æfðra hermanna. Við lok ársins 1937 nam japanski flotinn 865.000 smálestum þann- ig: 9 nýtízku orustuskip — 6 móðurskip fyrir flugvélar, 34 beitiskip, 5 bryndrekar, 100 tundurspillar, 62 stórir kafbát- ar. — Hvað flotinn hefir verið aukinn mikið síðan í árslok 1937 er engar upplýsingar hægt að fá um. — Loftflotinn er áætl- aður 1938 um 2600 flugvélar fullbúnar, en flugvélafram- leiðsla hefir nú verið áukin stór kostlega. Bandaríkin. Her Bandaríkjanna telur að- eins 180.000 manns á friðartím- um. í smíðum til aukningar flotans eru nú 6 orustuskip, 4 35000 smálesta og 2 45000 smál. Óhemju fjárframlög hafa ný- lega verið veitt til flotans og öllum er kunnugt um að stór- kostlegar framkvæmdir eru þegar hafnar. Engar skýrslur fyrirfinnast, svo að hægt sé að átta sig á, hve herfloti Banda- ríkjanna sé stór, en enginn vafi er á því, að hann er stærsti eða næststærsti floti heimsins. Árið 1937 höfðu Bandaríkin ekki nema 400 fullbúnar hernaðar- flugvélar, en nú hefir verið samin áætlun, þar sem ákveðið er að fjölga þeim á skömmum tíma upp í 10.000. Foríngi í einn Upphefð og endalok tékkneska fasistaforingfans Radula Rajda. ÞEGAR Hitler liðaði Tékkó- slóvakíu í sundur fyrir fullt og allt um miðjan marz í vetur og innlimaði tékknesku héruðin Böhmen og Máhren í Þýzkaland, gerði hann tékk- neska fasistaleiðtogann Radula Gajda að undirforingja sínum í þessum héruðum og gaf honum nafnbótina „foringi tékknesku þjóðarinnar.“ Það var skyndileg og óvænt upphefð fyrir Gajda, því að á meðal tékknesku þjóðarinnar hafði hvorki hann sjálfur, né flokkur hans, átt neinu fylgi að fagna meðan hún var frjáls og óháð. — En dýrðin stóð ekki lengi. í lok aprílmánaðar var þessi „foringi tékknesku þjóð- arinnar“ skyndilega tekinn fast- ur í Prag af þýzku leynilög- reglunni, fluttur til Þýzkalands og komið þar fyrir í fangabúð- mn Hitlersstjórnarinnar. Um ástæðuna til þessara ó- væntu umskifta er ennþá með öllu ókunnugí. Radula Gajda var hvergi nærri óþekkt nafn fyrir innlim- un Tékkóslóvakíu, enda þótt fáa óraði fyrir því, að sá maður ætti eftir að nefnast „foringi tékknesku þjóðarinnar," eftir þá viðburði, sem hann hafði vwið við riðinn. GAJDA. Fyrir 10—12 árum var nafn hans á allra vörum í sambandi við óvenjulegt hneykslismál í Prag. Gajda er einn af þekkt- ari lukkuriddurum þess órólega tímabils, sem gengið hefir yfir Evrópu síðan á heimsstyrjald- arárunum. Hann er af tékk- neskum ættum, en fæddur suður í Dalmatíu (nú í Júgósla- víu) árið 1892, og hið rétta nafn hans er Rudolf Geidl. Hann ólst upp í Mahren, sem þá tilheyrði Austurríki, og var í austur- ríska hemum. þegar heimsstyrj- öldin skall á árið 1914, Skömmu síðar strauk hann til Monten- egro, gekk í her Svartfjallasona og varð þar á stuttum tíma lið- þjálfi, eins og Hitler um sama leyti í þýzka hernum. - Eftir allskonar æfintýri suður á Balkanskaga lenti hann aust- ur til Rússlands og gekk þar í tékknesku herdeildina, sem barðist með Rússum í stríðinu á móti Austu'rríkisjmönnum í þeirri von, að geta á þann hátt; átt þátt í að frelsa þjóð sína undan oki Austurríkis. Þar varð Gajda strax liðsforingi, og steig svo fljótt í metorðastigan- um, að hann var árið 1918, að- eins 26 ára að aldri, orðinn hers- höfðingi — sá yngsti í Evrópu. Eftir heimsstyrjöldina gekk Gajda í hinn nýstofnaða her Tékkóslóvakíu, en þar sem hann vantaði alla þá fræðilegu ment- un, sem af hershöfðingjum er heimtuð, sendi Sirovy niar- skálkur, yfirmaður hersins, sá sami, sem var hermálaráðherra, þegar Hitler innlimaði Tékkó- slóvakíu í vetur, hann á herfor- ingjaskóla. Og að loknu námi þar var hann gerður að forseta herforingjaráðsins. En hann varð ekki langlífur þar frekar en annarsstaðar. Honum var fyrirvaralaust vikið frá, eftir að hann hafði orðið vís að því, að selja agentum sovétstjórnar- innar í París þýðingarmikil leyndarmál tékkneska hersins. Þetta mál vakti ógurlðgt hneyksli í Tékkóslóvakíu, og því lauk með því, að Gajda var sviftur öllum embættum og virðingarmerkjum í hernum. Skömmu síðar skaut Gajda ipp á ný sem foringja fyrir ný- stofnuðum fasistaflokki í Tékkó slóvakíu. Réðist hanri eirikum hatrammlega á Eduard Bénes, þáverandi utanríkismálaráð- herra Tékka, sem síðar varð lýðveldisforseti, að Thomas Masaryk látnum, og sakaði hann um að hafa svarið rangan eið 1 málinu á móti sér. Eftir að hann hafði í þessu mólavastri staðið að árás á ejbtm af embætt- ismönnum tékknesku stjómar- innar og reynt að stela af hon- um þýðingarmiklum skjölum, sem f jölluðu um mál hans, var Gajda nokkru síðar dæmdur í 2 mánaða fangelsi. Og að því loknu í 6 mánaða fangelsi fyrir nýja árás, í það sinn á her- mannaskála í Prag. Eftir að Benes lagði niður völd sem lýðveldisforseti í haust, þegar landið hafði raun- verulega verið ofurselt þýzka nazismanum með samningunum í Miinchen, fór Gajda á stúfana á ný og heimtaði að Benes væri ákærður sem íjársvikari og landráðamaður. En sú krafa fékk litlar úndirtektir meðal samlanda hans, sem flestir heiðra Benes, hinn garnla sam- verkamann Masaryks, sem einn af göfugustu. sonum tékk- nesku þjóðarinnar. En hjá þýzku nazistunuin fékk Gajda fljótt áheyrn. Eftir örstuttan tíma fékk hann sam- kvæmt skipun þeirra „upp- reisn æru sinnar“ og var aftur gerður að hershöfðingja, og skömmu síðar „foringi tékk- nesku þjóðarinnar,“ samtímis því, sem hún var svift sjálf- stæði sínu og her hennar afvöpn- aður, einnig samkvæmt skipun frá Berlín. En nú er einnig þessi síðasta upphefð hans á enda og Gajda farinn að taka út launin fyrir þjónustu sína við þýzka naz- ismann í fangabúðunum norður á Þýzkalandi. Útbreiðið AlþýðaWaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.