Haukur - 28.01.1898, Page 2
IÍAUKUR.
I. I I. 12.
42
Svo stóð hún upp og fór þegjandi inn í herbergi
Henriks. Miðdegismaturinn var ekki snertur þann
daginn.
------------------Henrik gekk fram og aptur
um góifið. Mamma hafði farið inn á herbergið okk-
ar, og lagt sig fyrir. Jeg sat við sauma mína, og var
í þungu skapi. Jeg vildi tala alvarlega við Heniik
— segja honum alit, eins og mjer þótti vera; en jeg
vissi ekki, hvernig jeg átti að byrja.
»En sá hátíðasvipur, sem á ykkur er i dag, mömmu
og þjer«.
Jeg leit upp. Henrik hafði nú mannað sig upp,
og tekið á sig uppgerðar-gleðisvip; hann vildi auðsjá-
anlega hugsa sem minnst um heimkomu sína.
»Þú gerir alveg út af við mömmu með þessu,
Henrik*.
»Nei, Ágústa, á jeg að segja þjer nokkuð — þú
ert nokkuð bráð og fljótfær, þykir mjer. Gera út af
við? Eins 0g það skyldi vera einhver skelfllegur
glæpur, að drekka sig fullan einu sinni — já, því
svona út úr fullur hefl jeg aldrei orðið áður — Góða
Ágústa, ef þú þekktir líflð dálítið betur, en þú gerir,
þá myndir þú ekki gera svona mikið veður út af
öðru eins lítilrseði, og þessu. — Mestu stillingar- og
ráðdeildar menn, eins og t. d. Þórður Jónsson og Guð-
mundur Ólafsson og — uss! Maður getur orðið svo
gramur og leiður, af því, að hiusta á þennan kvenn-
fólksþvætting!«
Hann gekk nokkrum sinnum fram 0g aptur
um gólfið.
Svo settist hann við hliðina á mjer.
»Þú veizt það vel, Ágústa, að jeg er ekkert
hneigður fyrir áfenga drykki, svo að það er ekkert
hætt við því, að jeg verði nokkurn tíma fyllisvín. Hvað
kæri jeg mig um toddy og þess konar? Það er allra
mesta ótætis skólp, allt saman«.
»En góði Henrik! f'yrst þú kærir þig ekki neitt
um það, geturðu þá ekki hafnað því algerlega?
Gerðu þaö nú, Henrik, — gerðu það fyrir hana
mömmu, og — fyrir mig! Við berum það ekki af,
að sjá þig í annað skipti til, eins á þig kominn, eins
og þú varst í gær«.
»Þið skuluð heldur aldrei sjá mig svo hjer eptir
— því lofa jeg þjer, Ágústa; en að iáta alveg vera
að smakka vín? Veiða Goodtemplar eða bindindis-
maður máske, ganga með hnapp eða mislitan borða
í hnappagatinu — ha, ha, ha! — Utiiykja mig alveg
frá fjelagsskap vina minna og kunningja, eins og
kláðasjúka kind, — verða eins og þessir tilgerðar
bjánar, sem ekki, mega einu sinni flnna lyktina af á-
fengum drykkjum! Nei, jeg þakka auðmjúklega!
Jeg hefl fengið meira en nóg af slíku. Jeg þoli ekki,
að það sje gert gis að mjer«.
»En þú þolir, að horfa á mömmu niðurbeygða og
titrandi af hræðslu og kvíða þín vegna--------ó Hen-
rik, manst þú, hverju við lofuðum með sjálfum okkur
einu sinni? Veslings mamma, hún á engan að, nema
þig — engan, sem hún elskar, nema þig — þú verð-
ur að vera góður við hana, og reynast henni vel,
Henrik!«
Jeg lagði frá mjer saumana, og rjetti honm báð-
ar hendurnar.
»Æ, iáttu nú ekki svona, Ágústa. Jeg get ekki
hlustað á allt þetta teprulega viðkvæmnisbull í þjer.
Jeg held —« hann hló — »nei, jeg held andskotann
ekki------«
Jeg kipptist við.
»Nei setur hún ekki á sig hátiðlegan sorgarsvip,
af því mjer verður það eitt é, að láta saklaust blóts-
yrði hrökkva af vörunum! Jeg var að hugsa um, að
bjóða þjer að koma með mjer í veizluna hjá Gunnari
í kvöld — bara heilaköst, eins og þú getur skilið.
Þú hjá Gunnari — —!« h inn hló aptur. — »En þú
verður að hugga hana mömmu; þú verður að tala
við hana, og fá hana til að vera rólega. Jeg er ekki
búinn að jafna mig almennilega enn þá. Eitt skemmti-
legt kvöld til þess að hrista af sjer doðann, og svo
skal tekið til starfa. Vertu sæl, Ágústa!«
Hann tók utan um mig, og ætlaði að kyssa mig;
en jeg sneri mjer undan.
Ó, Henrik, ef þú heföir vitað það og skilið, að
líf og hamingja tveggja manna var í þinni hendi, þá
hefðir þú ekki farið til Gunnars þetta kvöld, og öll
hin kvöldin — — —
— — — Þvi að hann var ekki slæmur í sjer,
hann Henrik; en hann var þreklítill. Og Gunnar —
hann sem gat biosaö svo vingjarnlega og aðiaðandi —
hann hafði hann aigerlega á sínu valdi, og Gunnar
var slæmur maður. Eða var hann að eins þreklítili,
hann líka?
Jeg veit það ekki — jeg veit einungis það, að
við Henrik var hann slæmur. Hann hjelt honum föst-
um, með því að ráðast æfinlega þar á hann, sem
hann var veikastur fyrir — það var hjegómaskapur-
inn, fordildin, sem rak Henrik af stað, þvert á móti
vilja hans.
Það var eins og tiifinningar Henriks fyrir rjettu
og röngu dofnuði og sljófguðust meir og meir. Hann
hugsaði ekki um neitt annað, en að njóta lífsins un-
aðsemda i sem ríkustum mæli, og Gunnar hafði haft
lag á, að sannfæra hann um það, að þetta — einmitt
þetta væri hinn æðsti unaður líf'sins, og að eins með því,
að lifa þessu lífi, gætu mcnn öðlazt þá þekkingu á
líflnu, sem væri alveg bráðnauðsynleg f'yrir hvern
þann, er ætlaði sjer að verða læknir —• — (Meira.)
Suniir vinir likjast farfuglunum; þeir koma og eru
oss til ánægju meðan sumarið er, en þegar veturinn og
illviðiin koma, þá eru þeir óðara horfnir, og sjást ekki
fyr en aptur kemur sólskin og sumarblíða.
Það eru smákaflar i æfisögu hvers einasta manns,
sem sýnast vera algerlega efnislausir, en sem þrátt fyrir
það hafa áhrit' á allan gang sögunnar.
Almenningur kýs heldur fullyrðingar, heldur en rök-
semdir. Röksemdatærslan gerir hann ruglaðan og hikandi.
Hugsanaskipun hans er einföld, og þess vegna skilur hann
að eins það, sem einfalt er. Það dugar ekki, aðsegjavið
hann: »Þannig« og »þess vegna«, heldur að eins: »Já«
og »nei«.
Margir menn ganga mest í augun — tilsýndar.
Sá, sem breytir illa við vin sinn, hann breytir i raun
og veru verst við sjálfan sig.
Skoðaðu mennina sem óvini þina, og þá mun ekki
liða á löngu, áður en þú átt engan verri óvin, en sjálf-
an þig.
Et vjer legðum meira kapp á, að verða gagnlegir,
heldur en lánsamir, þá yrðu méske brigðulu vonirnar
ofurlítið færri í lífi voru.
Stjórnmálamaður, þ. e. a. s. prentuð notkunarf'yrirsögn
utan um einhverja stefnu. (B. Björnson.)
Tækifærið bregzt ekki manninum nálægt því eins opt,
eins og maðurinn bregzt tækifærinu.
Hver Eden hefir sitt skilningstrje.