Haukur - 28.01.1898, Page 3
I. II.—12.
HAUKUR'.
43
Landshöfðingja sonurinn.
(Frásaga eptir Berth. Ilansen.)
—<o»—
(Framh.) Eptir því sem skipið færðist nær eyj-
unni, virtiit farþegum eyjan fegurri og fegurri. Mörg
hundruð manna höfðu safnazt saman í fjörunni, til
þess að taka íl móti landshöfðingja síuum. Negrar,
Múlattar, Kvadrónar, Mestizar, Indíanar og hvitir menn
stóðu þar í stórum hópum, veifuðu höttunum sínum,
og hrópuðu: »Lifl. landshöfðinginn! Lifi frúin, sem
hann færir okkur með sjer frá Frakklandi!«
Margir af Svertingjunum lögðust tii sunds, og syntu
langt út á höfn, til þcss að vera þeir fyrstu, er heils-
að gætu höfðingjanum, og óskað hann velkominn.
Ea allt í einu kölluðu skipverjar til þeirra: »Há-
karl, hákarl!«
Sundmennirnir sneru sem skjótast við, og syntu
sem mest þeir máttu tii strandarinnar aptur, án þess
að líta við, og þegar þeir komu á land, gerðu fjelag-
ar þeirra gis að þeim fyrir hugleysið,
Áður en sólin seig til viðar, hafði skipið lagzt
við akkeri, og nú kom bátur í land með lands-
höfðingjann og frú hans. Negrar, Indíanar og kyn-
blendingar þyrptust að hvaðanæva, tóku ofan hattana,
og sungu fagnaðarsöng, er þeir settu saman undir-
búningslaust um leið og þeir sungu hann.
Þegar söngur þessi var á enda, veifuðu þeir apt-
ur höttunum sínum, og hrópuðu: »Piktara, piktara!«
Landshöfðinginn fleygði nokkrum hnefafyllum af
þessum umbeðnu peningum inn í mannþröngina, og
tóku menn þegar að glíma um þá. En áður en því
var lokiö, vjeku allir td hliðar allt í einu fyrir sendi-
nefnd einni, sem komin var á fund land9höfðingja-
hjónanna. Framsögumaðurinn gekk í broddi fylking-
ar, og var það hár og grannvaxinn Múlatti.
Það var skrítin sjón að sjá, bæði búning hans og
látbragð. Hann var í gulum nankínssokkum, blá- og
rauð röndóttum frakka, og voru ermarnar að minnsta
kosti 6 þumlungum of stuttar. Um hálsinn hafði hann
stóran kraga, sem var nældur saman með gylltri
nál. Hann hafði stráð mjeli í hið svarta og hrokkna
hár sitt, í staðinn fyrir hársalla. Neðri hluta líkam-
ans hafði hann litað grænan, en efri hlutann að
mestu leyti hvitan.
»Göfugu hjón! Hlustið á orð Júpíters!® mæiti
Múlattinn, og brýndi röddina með hátíðlegum alvöru-
svip, og setti sig í svo ákaflega tilgerðarlegar stell-
ingar, að aðkomumennirnir, sem hann átti að flytja
fagnaðartöluna, gátu varla varizt hlátri.
»Hver kemur frá hinu fjarlæga landi? Yor ást-
fólgni landshöfðingi, höfðinginn yfir Guadeloupe!
Elskuleg vera stendur við hlið hans. Hver er hin
fagra frú, með augun, sem Ijóma, eins og perlur í
ostru, og með kinnar svo blómlegar, eins og fjalla-
hlíðarnar, þegar sólin skíu á þær? Það er vor ást-
kæra drottning, eiginkona vors elskaða landshöfðingja.
Sjáið Negrana, sjáið Múlattana, sjáið alla hina
margvíslega litu menn, og litið á, hversu ánægjan og
gleðin skin út úr andlitum þeirra! Hvers vegna skín
ánægjan út úr andlitum þeirra? Vegna þess, að
drottningin er komin, til þess að gera okkur alla ham-
ingjusama. Lengi lifi hin fagra frúU
Þegar ræðumaður hafði þannig mælt, hneigði
hann sig, til þess að gefa í skyn, að ræðunni væri
lokið.
Landshöfðinginn hjelt nú með konu sinni heim
til hallarinnar. Múgurinn fylgdi með, og laust upp
hverju fagnaðarópinu á fætur öðru. Heima við höll-
ina biðu liðsforingjarnir og kaupmennirnir, og fluttu
höfðingja sínum og l’rú hans fagnaðarkveðjur, og ósk-
uðu þau velkomin. Því næst sýndi landshöfðinginn
þjónum sícum og ráðsmönnum hina nýju húsmóður
þeirra, og að því búnu var þessum viðhafnarsiðum
lokið, og urðu þau hjónin því fegin mjög.
Frú Eugenia mátti sannarlega vera ánægð með
hlutskipti sitt. Það hafði lika opt mátt sjá gleðibros
leika um varir hennar, en ætíð hafði jafnframt brugð-
ið fyrir einhverjum raunasvip á andliti henuar, eink-
um kringum augun. Hún var að hugsa um ungling-
inn, sem fyrir nokkrum mánuðum bjargaði henni svo
drengilega úr ógnandi hættu. Hún vissi það, að hún
myndi aldrei sjá Henry von Marly framar — aldrei,
aldrei framar, og —--------En hr. von Chambre var
mjög ástúðlegur eiginmaður, göfuglyndur og glaðleg-
ur í viðmóti. Við hlið hans hlaut því að vera auð-
velt að gleyma hinum unga manni.
III.
Á þeim dögum var allt miðbik eyjarinnar Gua-
deloupe óbyggð ein. Risavaxin pálmatrje, mahónitrje
og magnaliur gnæfðu við himin; þau teygðu sig hvert
öðru hærra, og var enga líkara, en að þau væru að
keppa eptir, að verða jafnhá fjöllunum, sem þau uxu
hjá. Fuglarnir vögguðu sjer í viðarkrónunum, og
fiðrildin flugu af einu bióminu á annað. Það voru
liðin mörg ár frá því landshöíðinginn og frú hans
komu til eyjarinnar. í skógarrjóðri einu lengst inni
í óbyggðinni þyrlaðist mjór reykjarstrókur upp í lopt-
ið. Stór flokkur Indíana kynti þar eld. Það voru
viltar, hálfberar mannskepnur, með hringi í eyrunum,
nefinu, og jafnvel í vörunum. Einn hvitur maður
hafði látið svo lítið, að taka sjer sæti meðal þessara
barna eyðimerkurinrar. Lesendurnir þekkja hann
þegar, því að það var hr. von Chandelle, og var hann
nú klæddur í veiðimannabúning.
»Jeg segi þjer það, Chuquisala«, mælti hann, og
sneri sjer að Indíanahöfðingjauum, »ættflokkur þinn
mun hverfa algerlega, eins og skógurinn fyrir öxi
nýlendumannanna«.
»Jeg veit það«, svaraði villimannafoiinginn; »jeg
veit það, og hjarta mínu blæðir, eins og viðarkvoðu-
trjenu, þegar skorið er í það. Hvers vegna minnir
hinn hvíti maður mig á raunir mínar og kvalir?
Hvers vegna lætur hann vera, að benda mjer á rneðal,
til þess að loka sárinu?«
»Það er að eins eitt meðal til, og það vilt þú
ekki þiggja, höfðingi«, sagði von Chandelle.
»Tunga hins hvíta manns talar undir rós«, sagði
Chuquisala, alvarlegur mjög. »Myndi deyjandi mað-
ur fleygja frá sjer því eina meðali, sem gæti bjargað
honum frá dauðanum? Þegar hann vill ekki benda
oss á meðalið, þá getur hann þagað, til þess að gera
oss ekki þunglynda«.
»Jeg skal skýra frá meðali mínu mælti«, hinn
frakkneski maður, og horfði inn í eldinn.
Iudíanarnir tóku út úr sjer tóbakspipurnar, og
störðu á hann.
En hann þagði um hríð, og reyndi það mjög á
forvitni Indíananna.
Loksins mælti Chuquisala hægt og stillilega: »Tal-
aðu, bróðir minn, við hlustum«.