Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 3

Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 3
I. 17-—18. HAUKUR. 67 Landshöfðingja sonurinn. (Frásaga eptir Berth. Hansen.) —«0»— (Framh.) Henni varö litið aptur, og sá hún þá kyndil Negranna skammt frá sjer. Hún sá, að þeir veittu henni eptirför, 0g nálguðust óðum. Bara að hún gæti fundíð eitthvert fylgsni! En það var svo dimmt, að þótt eitthvert fylgsni hefði verið i nánd, þá hefði verið gersamlega ómögulegt að flnna það. Hún átti því engan annan kost, en að hlaupa — hlaupa eins og fætur toguðu út í myrkrið. En þótt hún hlypi svo hart, sem henni var auðið, þá heyrði hún þó raddir Negranna ávalt nær og nær. Að lítilli stundu liðinni komu Negrarnir að henni; hún lá í yfirliði, föl í framan eins og liðið lik. Barn- ið var vaknað, og kallaði grátandi á föður sinn. »Við hitta þau vel, og það er gott«, sagði Samho hlæjandi. »Þú fara með frúna heim í kofann, ogjeg með drenginn að sjónum«. Gamla konan kinkaði kollinum, 0g tók Eugeniu í fang sjer, og þótt hún væri gömul og hrum að sjá, veittist henni það furðanlega ljett. Sambo reyndi að hugga drenginn, sem hafði meitt sig lítið eitt á steini, þegar móðir hans fjell niður. Sambo tók hann í fang sjer, og lofaði honum, að fara með hann til föður hans. Svo gaf hann móður sinni ýmsar reglur um það, hvernig hún skyldi haga sjer, og skundaði síðan með Heury litla niður að ströndinni. Drengurinn sofnaði aptur innan skamms, því að Svertinginn bar hann gæiilega, og hlúaði að honum eptir föngum. Hann hafði engan grun um það, hvílíka framtíð hann átti í vændum, og svaf því vært, og dreymdi yndis- lega drauma. VI. Lengst í austri gægðist nýr dagur upp fyrir hafs- brúnina, og sendi geisla sína vestur yfir hinn ókyrra útsæ. Þeir þurftu viða við að koma, og meðal ann- ars ráku þeir sig á veifur og siglutoppa á stóru og tíguiegu þrísigldu skipi, sem lá við akkeri i smáfirði einum á Guadeloupe. Á þiifarinu mátti þegar sjá menn á ferii. Hásetarnir komu upp úr klefum sín- um, neru svefninn úr augunum, og tóku til starfa sinna. Sumir fóru upp í reiðann, til þess að fram- kvæma skipanir manns þess, er á foringjapallinum stóð. Það var skipstjórinn, ungur maður og fríður sýnum. Aðrir tóku að vefja upp kaðla, er á þilfar- inu voru, og enn aðrir fóru að ræsta þilfarið. »Renard stýrimaður!* kaliaði skipstjórinn. »Hjer er jeg, herra«, svaraði Renard; það var mið- aidra maður sver og samanrekinn. »Svo sannarlega sem jeg heiti Henry de Marly«, mælti skipstjórinn, »þá lízt mjer hreint ekki á veðrið. Jeg er hræddur um, að við fáum reglulegan storm. Hvað haldið þjer um það, Renard?« Stýrimaður virti útlitið fyrir sjer litla stund, og svaraði síðan: »Það er mjög líklegt, að þjer hafið rjett fyrir yður; en jeg vona, að við höfum samt sem áður nægan tíma til þess, að ná höfn nýlendumann- anna, áður en veðrið skellur á«. Einhver einkennilegur skuggi breiddi sig yfir hið veðurtekna andliti skipstjórans. »Jeg hefi litla löngun til þess, að leita hafnar«, mælti hann eptir nokkra þögn. «Raunalegar endur- minningar spilla allri þeirri ánægju, er jeg annars gæti haft af því, að lenda á Guadeloupe*. »Þá vil jeg samt játa það hreinskilnislega, að mig langar mikið til þess, að koma í land á eyjunni«, sagði stýrimaðurinn. »Einn af fornkunningjum mínum á þar eignir miklar, og jeg vildi gjarnan leita hann uppi, og heimsækja hann, og það því fremur, sem hann skuldar mjer enn þá dálitla upphæð, sem hann átti að borga mjer fyrir að taka þátt í smáævintýri einu, en sem aldrei varð neitt úr að hann borgaði, vegna þess að það lá við sjálft, að ævintýrið endaði með skelfingu*. »Hvers konar brellur voru nú það?« spurði Henry de Marly. »Það liggur við, að jeg skammist min fyrir, að segja frá því«, svaraði Renard, »því að þetta ævintýri gerði mig, ef svo mætti segja, að landflóttamanni. Það kom mjer tll þess að flýja ættarland mitt, hið fagra Frakkland, og gefa mig í siglingar. En ef þjer, nágugi herra, óskið að heyra ævintýri þetta, þá er jeg auðvitað reiðubúinn að segja frá því«. »Látið þjer það bara koma, Renard*, mælti skip- stjórinn brosandi; »það er stundarkorn enn þá, þang- að til við ljettum akkerum«. »Fyrir nokkrum árum var jeg í þjónustu mark- greifa von Chandelle«, mælti Renard. Hann hafði þá i hyggju, að flytja af landi burt, og slást í för með greifa von Chambre, er þá var staddur á Frakklandi, en átti heima hjer á Guadeloupe. Einu sinni sem optar vorum við staddir á gistihúsi einu í Versölum, og vorurn að bíða eptir ýmsum vinum og kunningj- um húsbónda okkar, sem ætluðu að heimsækja hann. En þá vitum við ekki fyrri tii, en húsbóndi okkar kemur inn, fjúkandi reiður, og skipar okkur að söðla hesta okkar þegar í stað, kaupa okkur grímur, og búa okkur undir að taka þátt í gamni nokkru. Við hlýddum honum auðvitað tafarlaust, og urðum meira að segja glaðir við, því að satt að segja hafði okkur fundizt lífið vera fremur tilbreytingalaust og leiðin- legt. Við hjeldum af stað, og riðum sem leið liggur frá Versölum til Parísarborgar; við riðum eins og fantar, en allt í einu riðum við fram á vagn einn, sem ók eptir veginum. Og í vagni þessum sat fngl sá, sem hr. von Chandelle ætiaði sjer að ná í. Okkur lánaðist, að halda ökumanninum i skefjum, en það leit svo út, sem húsbónda okkar gengi ver, að halda kvennmönnunum, sem í vagninum voru, í skefj- um, þvi að þær hrópuðu og æptu í öllum mögulegum tóntegundum, og spjölluðu svo hátt, að hr. von Chandelle heyrði ekki fótatak hesta, er komu á harða- spietti eptir veginum. Þegar jeg kom auga á aðkomumanninn, sem nálgaðiot óðum, fór jeg að vagndyrunum, og kallaði til húsbónda míns, að honum myndi bezt að leggja á flótta, en hann gaf því engan gaum, og þá hlupum við á bak, og riðum sem mest við máttum, eitthvað út í buskann. Nokkru síðar frjetti jeg, að hr. von Chandelle hefði komið heim með stóreflis glóðarauga; en jeg kom mjer þegar fyrir á kaupskipi einu, 0g fór í siglingar, því að jeg var svo hræddur um, að þessar ólukkans brellur kynnu að komast upp. — En hvers venga horfið þjer svona skrítilega á mig, herra skipstjóri? Þekkið þjer líka markgreifa von Chandelle?* »Þjer hafið kennt mjer að þekkja fantinn*, mælti Henry de Marly. »Og nú skuluð þjer fá að vita, að það var jeg, sem í það skipti kom konunum í vagn- inum til aðstoðar; það var jeg, sem slengdi þessum ótætis markgreifa út úr vagninum«.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.