Haukur - 29.03.1898, Side 6

Haukur - 29.03.1898, Side 6
7o HAUKUR. I. 17.—18. láglendi því, er vjer nú köllmn hafsbotn, og þó að eins á þeim hlutum þess, þar sem hægt er að koma við ræsum og skurðum, til þess að leiða vatn það, sem enn er til, að, og nota það á sem hagfelldastan hátt, því að þar verður einnig tilfinnanlegur hörgull á vatni. í allra lægstu dældunum munu þá myndast seltutjarnir og seltuflóar í líkingu við »dauða hafið«. En loptið mun einnig smám saman þverra; það bland- ast einnig saman við og tengist öðrum efnasambönd- um. Á Mars er gufuhvolfið víst þegar orðið mjög litið og loptið mjög þunnt. Undir slíkum kringum- stæðum hljóta skýin að hverfa, og stormarnir að breytast í hægan kalda. Snjór getur þá að eins fall- ið við heimsskautin og á hæstu fjöllum, og frá þeim stöðum, einkum samt frá heimsskautunum, streymir svo vatnið yfir hinn skrælnaða jarðveg. Yatnsföll þessi verða þá allar þær vatnsbirgðir, sem hnöttur- inn hefir, og það munu verða gerðar öflugar tilraunir til þess, að reyna að tryggja tilveru og viðhald mann- kynsins, með því að grafa síki og viðlagasafnker fyr ir vatnið. Brunnur með vatni í verður þá meira verður, heldur en steinolíubrunnur nú á dögum. Með stökustu nákvæmni, og á sem allra skynsamlegastan hátt, verður þá, ef svo mætti segja, að vega vatnið í sundur, og skipta því niður milli mannanna. Allar fiskveiðar hverfa gersamlega úr sögunni, og sjómanna- fræði 0g siglingalist öll verður algerlega óþörf. En jafnframt því, sem loptið þynnist og þverrar, munu lungu mannanna að öilum iíkindum smátt og smátt taka ýmsum sjerstökum breytingum. Það er alkunnugt, að lopttegund sú, sem er nauðsynleg til viðhalds lifinu, súrefnið, er nú sem stendur einn fimmti hluti andrúmsloptsins. Áður fyrri hefir eflaust verið hiutfallslega meira af þessari lopttegund. Súr- efnið er ákaflega áhrifamikil lopttegund, og samein- ast því auðveldlega fjöldamörgum efnum. Aðalefni loptsins, eða fjóiir fimmtu hlutar þess, er hið svo nefnda köfnunarefni, og er það miklu seinvirkara og áhrifaminna að eðlisfari. Eitt út af fyrir sig er það jafn ónýtt, til þess að viðhalda lífiiiu, eins og askan er til þess, að halda eldinum við. Eins og áð- ur er tekið fram, er ekki óhugsandi, að lungu mann- anna verði smám saman fær um, að venjast þessum nýju kringumstæðum, og þoia þær. En þrátt fyrir allt og allt, verður það þó samt sem áður að eins tíma-atriði, hvenær mannlífið hlýtur að bíða algerðan ósigur í baráttunni gegn hinum miskunnarlausu nátt- úruöflum. Hin gamla móðir vor, jörðin, leggst þá fyrir með f'ölar kinnar, eða rjettara sagt: liún heldur áfram hringferð sinni um sólina, en hún er ekki leng- ur broshýr og blómlegur hnöttur, heldur afármikill kirkjugarður, sem geymir í skauti sínu leifarnar af öllu því, sem lífið hetír leikið sjer við á liðnu öldun- um, hinar jarðnesku leifar — mannkynssögunnar. Það er óneitanlega ömurleg mynd af framtíðinni, sem hjer er brugðið upp. En aldrei skyldum vjer ef- ast um það, að sú almættishönd, sem í öndverðu mynd- aði allan þennan hnattafjölda i geiamum geti fram- leitt hina sömu hluti á ný. Vjer ættum að trúa því og treysta, að skaparinn hafi bæði vilja, mátt, og nóg úrræði til þess, að framleiða aptur af rústum grafar- heims þessa, nýjan himin og nýja jöið. Það er ekki hin ástúðlega hugulsemi, er maðurinn sýnir þjer, heldur áhrif þau, er skapraun eða rangindi af hans hálfu hafa á þig, s«m kennir þjer fyrst til íulls, hversu miklar mætur þú hefir á honum. Hergeir. (Sögubrot eptir F. J.) Uppi í einum þrönga dalnum á íslandi, milli himin- gnæfandi fjalla, sem lokuðu útsýninu á þrjá vegu, bjó fátækur bóndi. Hann átti mörg börn, og vann fyrir þeim með óþreytandi elju og dugnaði. Hann var sonur þessa bónda hann Hergeir. Þarna, í þrönga dalnum, sá hann fyrst sólarljósið, og þarna ól hann aldur sinn, þar til hann var 20 ára. Þarna hatði hann lifað margar glaðar stundir, og skemmt sjer með systkinum sínum við það, að skoða fegurð náttúrunn- ar; þarna hatði hann hlegið fyrst og grátið fyrst. Þegar náttúran sýndi honum hina betri hlið sína, þá var hann barn náttúrunnar. Hann elskaði sumarið og vorið, blómin og fuglana, og lifði ánægður í fjelagsskap þeirra. En svo þegar haustið og hretviðrin komu, þegar blómin hnigu að velli, og söngíuglarnir flúðu til annara hlýrri og betri landa, — þá vildi bann helzt vera inni, og lesa um sígrænu löndin, stóiu borgirnar, og mennina, sem bjuggu í þessum fjarlægu löndum, og skoðuðu nátturu- fegurð þeirra. Hann langaði sárt til þess, að komast eitthvað burtu úr þrönga dalnum, eitthvað burtu, þangað, sem sjóndeildar- hringurinn væri stærri — eitthvað burtu, þangað, sem hann gæti sjeð fleira, heyrt fleira, og — um fram allt — lært, að beita kröptum sinum sjer og öðrum til gagns og ánægju. Hann eiskaði fegurð og gleði líísins, og langaði sárt til þess, að njóta þessara unaðsemda í fyllri mæli, heldur en kostur var á heima í þrönga dalnum. Og honum var það ljóst, að einmitt til þess að geta það, þurfti hann að afla sjer menntunar, einkum þekkingar á náttúrunni. En bann var svo fátækur, að allir vegir til menntunar sýndust algerlega lokaðir. Þannig liðu árin, þar til hann var tvítugur að aldri. En þá hafði hann sparað og lagt fyrir dálitla ljárupphæð, og hugðist myndi geta kostað sig á skóla í tvö eða þrjú ár. Svo bjó hann för sína á skólann, og einn góðan veður- dag lagði hann af stað. Förinni var heitið til eins af hinuin æðri alþýðuskólum á Jandinu. Hann var dapur og hryggur í huga, þegar hann kvaddi foreldra sírra, systkini sín, og æskustöðvar sínar. Því enda þótt hann hefði lengi þráð það, að fá að litast ofur- lítið um í heiminum, þá hafði hann þó ætíð elskað heim- ilið mest af öllu, og nú Atti hann að yfirgefa það, og og leggja einn af stað útíheiminn, með litla lífsreynslu og og ljetta pyngju, Móðir hans fylgdi honum á veg, og um leið og þau kvöddust mælti hún: sYiljir þú af alhug verða nýtur og góður maður, þá getur þú þaö. Vertu hughraustur. Þú ert orðinn stór og sterkur, og töluvert ætður í því, að berjast við ýmsa erfiðleika. Jeg kveð þig nú, sonur minn; vertu ætíð sæll, og guð veri með þjerU Og tárin hrundu niður um vanga hinnar öldruðu móður. Hún hefir eflaust vitað það, að það er ekkert barnameðfæri, að brjóta sjer veg í heiminum. Svo kom hann Hergeir á skólann. Hann átti þar engan að, engan, sem rjetti honum hjálparhönd. Einn varð hann að striða við alla erfiðleikana, og einn naut hann þeirrar einu gleði, sem hann átti kost á. Hennar gat enginn notið með honum, því að hún var innifalin í því, að rifja upp endurminningar frá æskuárunum, og skoða enn þá einu sinni sólskinsbletti æskulífsins, og þó fjekk hann ekki að njóta þessarar gleði ómeingaðrar; hún var ætíð blönduð söknuði og eptirsjá. En þótt honum leiddist, þá ljet hann ekkert á því bera. Hann gekk glaður ogrólegur að námi sínu, og reyndi að láta vonina nm betri og bjartari framtíð breiða hulins- blæju sína yfir allt það liðna. Hann hafði ekki dvaliö nema eitt missiri við skólann,

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.