Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 7
I. i7-—18.
HAUKUR.
71
þegar hann yarð fyrir þvi láni — (ða óláni — að fá ást
á ungri stúlku þar í nágrenninu. Stúlkan var af góðum
ættum, vel menntuð og vel eínuð.
Og nú hugsaði hanu um þessa stúlku á daginn og
dreymdi um hana á næturnar. Hann gat varla um annað
hugsað, en hana. En svo kom skynsemin, og sagði: »Það
er ómogulegt, að þú getir fengið þessa stúlku; hún er
svo miklu ríkari, en þú, og margfalt betur menntuð að
öllu leyti, heldur en þú. Og hvað átt þú líka að gera
við konu, þú, hláfátækur maðurinn«. En það fór hjer,
sem optar, að skynsemin varð að lúta í lægra sessi; hún
varð að vægja. sReyndu þá«, sagði hún, »að læra mikið,
og ávinn þjer virðingu og traust allra vandaðra manna!«
Og vonin sagði: »Et' þú gerir þetta, þá er þjer sigur-
inn vis«.
Hann setti sjer nú það mark og mið, að verða meiri
skólabræðium sínum í öllu þvi, er honum væri auðið.
Hann las og lærði, hugsaði og ályktaði. Hann kepptist
við námið, eins og kraptar hans frekast leyfðu, en honum
fannst það samt sem áður ljett. Hugurinn ræður hálfum
sigri, og hann þóttist eiga vís launin fyrir kappsemi sina,
þau bestu laun, sem nokkur maður getur hlotið — góða
og fagra konu.
Svo var það eitt vorkvöld, rúmu ári síðar, þá fann
hann stúlku þessu á förnum vegi. Leið þeirra iá saman
nokkuð langan veg, svo að nú höfðu þau bæði tíma og
næði til þess, að ræða um hitt og þetta. Honum virtist
hún líta svo hlýlega til sin, og tala svo vingjarnlega við
sig, að hann þóttist þess viss, að hún bæri hlýjan hug til
sín. Nú var líka hentugt tækifæri til þess, að láta henni
í ljósi ást þá, er hann bar til hennar, þar sem þau voru
tvö ein, langt frá öllum öðrum mönnum, svo að engin
þvættitunga gat þvaðrað neitt um það, sem þau sögðu.
Hann heiti þvi upp hugann, og minntist á eiginorð
við hana. Hún roðnaði við, en sagði ekki neitt. Svo
gengu þau litla stund þegjandi, en um leið og þau skildu,
rjetti hún honum hönd sína, og mælti:
»Vertu sæll! Jeg skal svara þjer innan íárra daga.
Þetta er ofmikið vandamál til þess, að hægt sj9 að svara
því án umhugsunar«.
Tveim dögum siðar fjekk hann svarið. Hún sagðist
elska hann, en samt sem áður ekki vilja heita honum
eiginorði, fyr en hann hetði lokið skólanámi sínu. Hann
mætti vera óhræddur, hún biði þangað til. Hún elskaði
hann, og sín ást myndi ekki breytast á þeim tíma.
Nú áleit Hergeir sigurinn unninn og þótti, sem hann
hefði himin höndum tekið. Það voru fagrar framtíðar-
vonir, sem nú runnu upp í huga hans. Þær fæddust
hver af annari, klæddar f'egursta skrautbúningi, svifu
fram og aptur, ráku sig hver á aðra, og hurfu út í geim-
inn, svo að aðrar nýjar og fegurri huldu þær sjónum.
Þannig liðu árin, eins og inndæiasti draumur, þar til
hann hafði lokið námi sicu með hezta vitnisburði. Hann
hafði náð því takmarki sínu, áð verða meiri, en skóla-
bræður hans. Og hann hafði jafnframt áunnið sjertraust
og virðingu allra þeirra, er nokkur kynni höfðu af honum.
• Þau höfðu opt fundizt á þessu tímabili, Hergeir og
stúlkan, og talað hlýlega saman um hitt og þetta og ekki
neitt, þegar engir heyrðu til.
Skömmu eptir að Hergeir hafði lokið prófi, fundust
þau enn þá einu sinni að máli. Það var fagurt vor-
kvöld; sólin var að síga til viðar. Þau töluðu um liðna
tímann, hversu rólega og þægilega hann hefði liðið, án
þess að gera þeim neitt mein. Þau töluðu um það, hversu
Hergeir hefði gengið námið vei, hve margar glaðar stund-
ir þau hefðu lifað saman o. fl. o. fi., þar til hann að lok-
um herti upp hugann, og spurði hana í lágum hijóðum,
hvort hún ætlaði nú að lofa sjer því, að verða konan sín.
»Nei, það ætla jeg ekki að gera«, svaraði hún.
Hann leit framan í hana, lorviða; hann stóð sem högg-
dofa at undrun, og gat ekkert sagt.
Að lítilli stundu liðinni tók hún aptur til máls.
»Jeg hefi aldrei lofað þjer því, að jeg skyldi verða
konan þín, og jeg ætla mjer aldrei að lofa því. Jeg
elska þig enn þá, eins og jeg hefi gert, en minni ást er
eins varið, eins og þegar stúlka elskar stúlku, eða piltur
pilt. Jeg ætla mjer aldrei að giptast, og aldrei að eiska
öðru yísi, en svona«.
»Þú hefir verið að gabba mig«, stundi Hergeir upp.
Það var það eina, sem hann gat sagt.
»Nei, það hefi jeg ekki gert«, svaraði hún. »Mjer átt
þú það að þakka, að þú ert orðinn dugandi maður, og
mikiis metinn. Þú hefir gert allt, sem þjer var auðið, til
þess, að verða þess maklegur, að þú fengir mig íyrir
konu, og þess ertu líka fyrir löngu síðan maklegur orð-
inn, en — jeg er þess ekki verð, að þú veljir mig, þótt
það hefði verið vilji okkar beggja. Vertu mjer þakklátur
fyrir það, að jeg hefi gert þig að meiri manni, og svo
getum við verið vinir, eins og áður«.
»Já, vinir getum við verið, en ekki eins og áður«,
svaraði hann.
Svo kvöddu þau hvort annað, og hjeldu sína leiðina
hvort. Og hvorugt þeirra var ánægt með málalokin.
Hergeir var lengi fálátur eptir þetta. Fegursta von-
in haiði brugðizt, hugsjónirnar orðið að reyk, og ástin
verið fótum troðin.
Eyrst í stað lá við sjálít, að hann hataði þessa stúlku,
en svo fór hann að hugsa betur um það, sem þau hötðu
talað saman, er þau fundust síðast. Og eptir því sem
hann íhugaði orð hennar betur, eptir því sannfærðist
hann betur og betur um það, að hún hefði í flestu eða
öllu haft rjett fyrir sjer. Hann sá það vel, og kannaðist
við það, að hefði vonin ekki lofað honum þessari hnoss,
þá hefði hann aidrei notað krapta sína eins vei, aldrei
reynt eins kappsamlega, að vinna traust og virðingu ann-
ara, og yfir höfuð, aldrei breytteins vel, hvorki við sjálfan
sig nje aðra. Hann hlaut að játa, að hann átti henni
mikið að þakka, en hann hlaut líka að finna sárt til þess,
að þnð var hún, sem hafði lítilsvirt það dýrmætasta, sem
hann átti — hina hreinu og saklausu ást.
Það eiu liðin mörg ár síðan þetta gerðist. Straumur
tímans hefir fyrir löngu fleygt þessu atviki út í haf
gleymskunnar, og þar liggur það vel geymt, innan um
svo margt fleira af sama tagi. Að eins lifir endurminning-
in enn i brjóstum hlutaðeigenda, og sárfáar afleiðingar
hefir það lika haft í för með sjer, öðrum til leiðbeiningar
eða viðvörunar. En eitt er víst, og það er það, að hann
Hergeir hefir aldrei elskað neina stúlku eptir þetta. En
ekki vitum vjer, hvort stúlka sú, sem sagan getur um,
hefir efnt það loforð sitt, að elska aldrei karlmann, eins
og stúlkur eru vanar að elska þá, enda kemur það þessu
sögubroti ekkeit við. Stúlkan, hún hveríur eins og
hún kom.
Hergeir lifir enn þá, og þykir í hvívetna nýtur mað-
ur og góður drengur. Hann komst í góða stöðu, og
fjekk að því leyti til makleg laun kappsemi sinnar.
Hann hefir látið sjer mjög annt um það, að hvetja menn
til framtakssemi, dugnaðar og þolgæðis; og enn má opt
heyra hann segja við meðhræður sína:
»Setjið takmarkið hátt, því að þá munuð þið betur
nota kraptana! Kljúfið þrítugan hamarinn, til þess að
ná takmarkinu! Þótt þið aldrei náið takmarkinu, sem
auðveldlega getur komið fyrir, þá komizt þið þó lengra
áleiðis samt, ef takmarkið er hátt. Sleppið aldrei
voninni, og traustinu á ókomna tímanum, því ef þið
gerið það, þá er mjög hætt við því, að þið leggið árar
í bát«.
Þessi heilræði gefur Hergeir öðrum, og eptir þeim
breytir hann líka sjálfur.
En þegar sólin er að ganga til viðar, og hann situr
einn úti í kvöldkyrrðinni, og horfir á hina síðustu
kvöldgeisla sólarinnar iærast upp eptir fjallatoppunum,
eyðast og deyja, þá grúfir sig stundum svartleitt sorgar-
ský yfir sálu hans. Þessir kvöidgeislar minna hann
svo sterktega á kvöld það, sem vonir hans, fegurstu
framtíðarvonir hans, hnigu til viðar. Þær hurfu bak við