Haukur - 23.04.1898, Qupperneq 4
76
ÍIAUKUR.
I. 19.—20.
hrikti og brakaði í hverju trje; það hrast og marraði
í stýrinu, rjett eins og það myndi þá og þegar hrökkva
í sundur; toppstengur og rár brotnuðu og fjellu niður.
En »Tígurinn« varðist prýðilega í baráttunni gegn
hinum ólmu og ægilegu höfuðskepnum; hann sakaði
ekki neitt, en brauzt knáleg í gegnum risavöxnu
öldurnar, sem iömdu hann og börðu á allar hliðar.
VIII.
Það voru liðnir margir dagar frá því ofviðrið
byrjaði, og nú var aptur komið bezta veður.
I nýlendumannabænum á Gtuadeloupe hvildi sorg-
arblær yfir öllu; allir voru raunamæddir yfir fráfalli
landshöfðingjans, sem þeir höf'ðu unnað mjög; ofviðrið
hafði líka valdið þar ýmsum töluverðum skemmdum,
en verst af öllu var þó óvissan um framtíðina. Ut
af öllu þessu voru bæði hinir hvítu og hinir mislitu
menn mjög áhyggjufallir.
Enn þá hafði ekkert frjetzt af landshöfðingjafrúnni
eða syni hennar, 0g skildu engir í því, hvað af
þeim hefði getað orðið. En nú barst sú fregn út á
meðal manna, að hr. von Chandelle hefði kallað saman
á fund alla helztu menn eyjarinnar, til þess að skýra
þeim frá því, að hann ætlaði að takast á hendur
stjórnina, þangað til frjettir kæmu frá Frakklandi.
Mönnum var mikil forvitni á að vita, hvernig frú
Eugenia myndi snúast við þessu áformi Chandelles,
hvort hún myndi ekki mótmæla slíku fyrir sonarsíns
hönd. ílr. von Chandeiie ætlaöi einmitt að fara að fara
inn í salinn, þar sein allir helztu menn eyjarinnar
voru saman komnir, þegar þjónn einn kemur hlaupandi
til hanns, og segir honum að Sarah gamla vilji fá að
tala við hann.
»Láttu hana koma inn!« sagði markgreifinn,
Gamla konan kom inn, másandi og blásandi, og
öskraði:
»Hún er farin, massa! í gærkvöidi strauk hún!«
»Þá hefir þú staðið illa í stöðu þínni, kona!«
mælti markgreifinn reiðulega. »Bíddu hjer svo sem
hálfa klukkustund, Sarah, jeg þaif aðtalaum nokkuð
við þig á eptir«. Svo skildi kann gömlu konuia eina
eptir, og fór inn í salinn til höíðingjanna. Haun
hafði kuldalegt f'yrirmennskusnið á sjer, þpgar hann
gekk inn í salinn. Menn stóðu upp og heilsuðu
honum frá öilum hliðum, og hann tók kveðjunum
alvarlega og kurteislega.
Svo setti hann sig í stellingar, 0g byrjaði
ræðu sína:
»Það er alvarlegur og sorglegur atburður, sem
komið hefir fyrir á eyju vorri, þar sem hinn rjettláti
og elskuverði greifi af Chambre er látinn. Hann var
vinur minn og velgerðamaður, og enginn bjer á
Guadeloupe getur saknað hans eins sáit og innilega,
eins og jeg. Þjer hafið heyrt, hvernig jeg hefi hefnt
hans, hvernig jeg hefi rekið Iudíanana á flótta. Þess-
ir undirförulu og svikráðu Rauðskinnungar munu
aldrei dirfast, að áreita oss framar. En til þess, samt
sem áður, að regla og agi skuli ekki alveg leggjast
niður hjer á eyjunni, þá hefi jeg tekizt á hendur bráða-
byrgðarstjórn hjer, þar til konungur á Frakklandi
ákveður, hver hjer skuli verða landshöfðingi eptirleiðis.
Jeg skal reynast ekkjunui og barni hins látna lands-
höfðingja sem sannur, tryggur og hoilur vinur, jeg
skal---------«
Hjer þagnaði hr. von Chandeile alit í einu. Allir
litu íorviða á hann, og sáu, að hann horfði fram að
salsdyrunum.
Kona ein kom inn, fölleit í andliti, og raunaleg
á svipinn. Við falið hennar stóð hár og grannvaxinn
Indíani; það var Chuquisala.
»Það er blessuð drottningin okkar!« hrópuðu
aðalsmennirnir, hver í kapp við annan.
»Hvað hefir hin náðuga frú vor fram að flytja?«
spurði hinn elzti af nýlendumönnunum.
»Hún er komin til þess, að ákæra þennan mann
þarna fyrir svikráð gegn manuinum mínum og barninu
míuu«, sagði Eugenia, og benti á hr. von Chandelle,
sem árangurslaust reyndi, að láta sjer bregða sem
minnst.
Undrunaróp kvað við um allan salínn.
»Þessi Indíanahöföingi er vitni mitt«, mælti
Eugenia enn fremur eptir litla þögn. Svo skýrði
hún frá því, hvernig markgreifinn hefði fengið Indí-
anana til þess, að ráðast að manni hennar, meðan
hann lá hættulega veikur. Og síðan tók Indíana-
höfðinginn við, og endurtók ákæruna í langri ræðu,
skreyttri með hinu venjulega málskrúði Indíananna.
Aptur opnuðust salsdyrnar, og nýir og kynlegir
gestir koma inn. Fremstur gekk ungur og laglegur
maður, í skipstjóra-einkennisfötuh!; því næst kom
risavaxinn S /ertingi, og sjómaður einn, sver og saman
rekinn, er bar barn á handleggnum. Óðara en frú
Eugenia kom auga á harnið, hljóp hún á móti þvi:
»Ó, Heniy minn! Elsku barnið mitt!«
»Hr. von Chandelle«, mælti skipstjórinp; »jeg
heiti Henry de Marly, og er frakkneskur aðalsmað-
ur------«
Hátt fagnaðaróp kom skipstjóranum til þess, að
þagna um stund; Eugenia von Chambre hafði kannazt
við mann þann, er bjargaði henni förðum.
»Hr. von Chandelle!« bætti skipstjórinn við- eptir
litla þögn, »jeg er sá sami maður, sein ^einu sinni
kom að yður óvörum á veginum milli Parísarborgar
og Versala. Hjerna stendur vitni ,mitt«. Hann benti
á Renard stýrimann.
S.o hóf Henry de Maly röddina, og mælti svo
hátt, að það gluindi um allan salínn:
»Jafnvel þótt jeg hafi ekkert umboð til þess, þá
er það samt sem áður sannfæring mín, að jeg starfi
bæði í þarfir rjettlætisins og sannleikans, og sömuleiðis
að heill og velferö eyjar þessarar, þegar jeg tek þig,
markgreifi von Chandelle, fastan, og afhendi þig hin-
um írakknesku dómstólum! — Renard stýrimaður,
flytjið fangann um borð í «Tígurinn!« Því næst lýsi
jeg yfir því, að Iíenry von Chambre er hinn eini
rjetti og löglegi eríingi að landshöfðingjastöðunni á
eyju þessari. Móðir hans tekur við völduur og annaA
stjórnina í hans stað, þar til Hans Hátign, konungurinn
á Frakklandi, hefir ákveðið annað fyrirkomulag
Drottningin iifi, landshöfðingja sonurinn lifi!«
Fagnaðar- og samþykktar-óp giumdi við um allan
salinn.
Skipstjórinn gekk til Eugeniu, greip hægri hönd
hennar, og þrýsti á hana koisi, til þes3 að votta henni
lotningu sína.
»Guðs vegir eru undarlegir«, hvíslaði hann lágt að
hinni ungu ekkju.
»ViJjið þjer vera faðir sonar míns?« spurði Eugenia
í lágum hijóðum.
»Það vil jeg, og guð almáttugur gefi mjer náð
til þess, að geta alið hann upp sem góðan og sann-
an aðalsinannU
Nokkrum dögum siðar hjelt »Tígurinn« af stað til