Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 3

Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 3
II. 3-—4- HAUKUR. Yaha-Hajo, höfðingi semínólanna. (Frásaga eftir J. Grnndmann.) — «0» — (Framh.) Randólfur hljóp sem fætur toguðu, og og að lítilli stundu liðinni var hann kominn að tjörn- inni. Það, sem hann sá þar, var í sannleika hræði- leg sjón. Yirginía var langt úti í tjörninni, og stefndi að landi, þangað sem Víóla amhátt beið hennar, hljóðandi af skelfingu og núandi hendurnar. Krókódíllinn lamdi vatnið með halanum, og það lá við sjálft, að hinn hvæsandi kjaftur ófreskjunnar, snerti baðföt Virginíu. Á næsta augnabliki mátti búast við því, að krókódíilinn gripi hana, og færði hana i kaf. Rand- ólfur hafði allt i einu dregið upp byssubóg sinn, mið- að byssunni á krókódílinn og hleypt úr henni skotinu. En kúlan kom ekki að tilætluðu liði; hún skall á skeljahúðina, og hrökk af henni, eins og af stáiplötu. Skotið fældi ekki einu sinni ófreskjuna; hún tók á ný að lemja vatnið með halanum, renndi sjer áfram, og greip með hvoftinum í baðföt Virginiu. Randólfur fleygði frá sjer byssunni, og varpaði sjer í tjörnina. Hann náði í systur sína, einmitt í sama bili sem krókódíilinn var að færa hana í kaf. Hann æpti hástöfum, til þess að reyna að hræða ófreskjuna. En það kom fyrir ekki. Ófreskjan sleppti ekki tökunum. Þá heyrðist alJt í einu eitthvert skvamp í vatninu við hakkann hinum megin. Maður einn kom syndandi yfir tjörnina, og synti knáiega. Randólfur sá að eins rauðbrúna andlitið og mikla og síða hárið hans. Það var ókunnur unglings maður, sem hafði lagt sitt eigið iíf í hættu, til þess að reyna, að bjarga stúlkunni. Hann synti ókvíðinn að krókódílnum, studdi annari hendinni á herðakambinn á honum, og stökk á bak honum. Hnífur glampaði í hinni hendi unglingsins, sem hann hafði reitt til höggs, og í sömu svifum sat önífurinn á kafi í auga krókódílsins. Þegar krókódíllinn kenndi sársaukans, sreppti hann bráð sinni, og Randólfur hjelt þegar til lands með systur sína. Þegar hann svo ætlaði að fara að hjálpa hinum ókunna manni, sá hann, að hann kom heill á hófi til lands, og upp á tjarnarbakkann. Hingwood gamli var nú kominn að með nokkra svert- ingja, og lögðu þeir þegar að krókódílnum, ogdrápu bann með bareflum. Ringwood og kona hans þökk- hðu aðkomumanninum lifgjöf dóttur þeirra með mörg- Blfl og innilegum orðum, og hið sama gerði Virginía sjálf, áður en foreldrar hennar fóru heim með hana. Hinn ungi maður tók þegjandi við öllum þakk- lætisviðurkenningum þeirra. Að eins hneigði hann ofurlítið öðru hvoru. Randólfur hafði staðið hjá, Rieðan þessu fór fram, og horft undrandi á ókunna Manninn. Það var Indíani, en þó fremur móleitur en eirrauður á hörund, og leit því helzt út fyrir, að hann v®ri kynblendingur, kominn af Indíana og hvítum hianni. Andlitið var smáfellt og laglegt, og augun e!dfjörug. Hárið svart og smágert, mikið og gljá- aedi, eins og á manni af óblönduðum ættstofni. Hað hefði að eins þurft fá ár, til þess að gera ungl- lng þennan að reglulegu snyrtimenni. Búningurinn var snotur. Mokkasínurnar voru úr sútuðu hjartar- skinni, legghosurnar úr skarlatslitu klæði, og kyrt- dlinn úr smágerðum Bómullardúk. Og allur búning- hunn var alsettur röðum af ýmislega iitum perlum. 11 Höfuðdjásn hans var gert úr þrem stjelfjöðrum af gammi. »Þjer eruð allur gegnvotur«, mælti Randólfur, þegar hann hafði þakkað Indiananum fyrir hjálpina. »Má jeg ekki fá yður önnur föt? Jeg held, að eitt- hvað af mínum fötum hljóti að vera yður mátulegt«. »Þakka yður fyrir«, svaraði Indíaninn neitandi. »Fötin mín þorna undir eins«. »Þá verðið þjer þó að minnsta kosti að koma inn, og þiggja einhverjar góðgerðir«. »Jeg þakka«, svaraði Indianinn. »Jeg heflalveg nýskeð borðað, og þarfnast því einskis«. Randólfur var í hálfgerðum vandræðum. Ungl- ingurinn hafnaði öllu því, er honum var boðið, en virtist þó ekki vilja fara af stað. Ef til vill vænti hann einhverra annara launa fyrir hjálp sína, heldur en þakklætisins eins. Randólfur tók upp pyngju sína, sem var full af peningum, og lagði hana í lófa ókunna mannsins, en hann fleygði henni þegar í tjörnina. »Jeg hefi ekki krafizt neinna peninga af yður«, mælti hann þóttafullur. Randólfur varð bæði gramur og sneyptur, og vildi fyrir hvern mun bæta úr óháttlægni þeirri, er hann hafði gert sig sekan í. Hann steypti sjer í tjörn- ina, kafaði, og kom upp aftur með byssu sína, sem hann hafði sjeð á tjarnarbotninum. Hann rjetti unglingnum byssuna, og bað hann þiggja gjöfina til endurminningar um þennan atburð. Indíaninn tók við gjöfinni með ánægjulegu brosi. Þá liggur næst, að jeg bæti úr óháttlægni minni«, mælti hann, fleygði sjer í tjörnina, og kom að svip- stundu liðinni upp aftur með peningapyngju Rand- ólfs, og rjetti honum hana. »Þjer hafið veitt mjer sann- arlega og rnikla ánægju, með því að gefa mjer þessa byssu«, mælti Indíaninn, og virti byssuna nákvæmlega fyrir sjer, »en jeg hefi, ekkert, er jeg geti gefið yður. Indíanar hafa yfirleitt ekki margt, sem hvítum mönn- um þyki nokkuð varið í — að eins landið okkar, hefir mjer verið sagt«. Hann lagði sjerstaka áherzlu á þessi siðustu orð. »Það sem vjer framleiðum*, mælti hann ennfremur, »eru einskis verðir munir, i samanbcrði við muni þá, er þjer framleiðið, og þegar bezt lætur, geta þeir að eins haft gildi í yðar augum, sem fásjeðir munir. En þjer eruð veiðimaður; viljið þjer þiggja af mjer einar mokkasínur, og haglapung, sem hún systir mín hefir búið til?« Randólfur þakkaði honum gjöfina, og spurði hann nú, er hann sá, að hann var á förum, hvað hann hjeti. Hinir hvitu menn kalla mig Powell, eftir föður mínum. Hann er nú dáinn fyrir löngu. En móðir mín, sem á land hinum megin við fljótið, er úrflokki Indíana, eins og þjer sjálfsagt getið sjeð ámjer. Áð- ur en jeg skil við yður, vildi jegleyfamjer að spyrja yður að einu: Er nokkur Múlatti meðal þræla ykkar, sem ber illan hug til heimilisfólksins?« »Hjá okkur er þræll einn, sem við höfum ástæðu til að trúa til slíks«. »Ef þjer viljið sjá förin hans, þá er bezt fyrir yður, að koma með mjer«. »Jeg veit, hvað þjer munið eiga við. Jeg veit það allt saman. Jeg sá það af klöppinni þarna. En hvernig hafið þjer fengið vitneskju um það? »Jt-g var á dýraveiðum þ.irna inni í grátviðarfló- anum«, svaraði Indíaninn, »og þar sá jeg fórin. Mjer þótti það hálf-ískyggilegt, og rakti því förin

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.