Haukur - 10.05.1899, Blaðsíða 2
5«
HAUKUR.
II. 15.—-i 6.
sama máli og þjer, ungfrú góð, en í þetta skifti hlýt-
ur yður í raun og veru að skjátlast, þvi að á þessum
tiltekna tima var jeg á allt öðrum stað í bænum.
Jeg var sem sje á leið til Suðurstöðvanna, því að þaðan
lagði jeg af stað með eimlest klukkan átta um kvöldið*.
Geirþrúður ypti öxlum, og sneri sjer frá bonum,
án þess að svara neinu.
Rannsóknardómarinn hafði hlustað þegjandi á
samtal þeirra, og varazt, að grípa fram í fyrir þeim.
Hann hafði einblínt á ungf'rú Geirþrúði, 0g hafi ná-
kvæmar gætur á svip hennar og augnaráði, meðan á
samtalinu stóð. Nú brýndi hann röddina, og mælti
mjög alvarlega:
»Nú-nú, ungírú v. Berka? Finnst yður nú ekki
ráðlegast, að kannast við, að yður muni hafa skátlazt?«
»Nei«, svaraði hún tafarlaust. »Jeg held fast við
það, sem jeg hefi sagt. Hjer getnr alls ekki verið
um neinn misgáning að ræða«.
»Þjer viljið þá bera þessum manni það á brýn,
að hann fari með ósannindi? En hvað segiðþjerum
það, ef jeg nú segi yður, að framburður hans er þeg-
ar staðfestur sem í alla staði rjettur, og það af vitni,
sem þjer haflð að líkindum ekkert út á að setja?
Herra Leó Helbig heflr ekki getað hitt yður í Amalíu-
stræti klukkan þrjú koitjer í átta, þegar hann í raun
og sannleika lagði af stað frá Suðurstöðvunum klukk-
an átta, því að þá vegalengd ekur enginn maður á
skemmri tíma, en 15 mínútum, hversu hart sem ekið
er. Sjálfrar yðar vegna gerðuð þjer þess vegna rjett-
ast í því, að halda ekki lengur svona vitlausri stað-
hæflngu áfram af eintómri þrjózku«.
Geirþrúður reigði sig þóttalega, og það mátti sjá
það á svip hennar, að hún var orðin töluveit reið.
»Þjer eruð auðvitað alveg sjálfráður um það,
hvort þjer trúið mjer, eða þjer álítið mig fara með
lýgi. En það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar fyrir
yöur, að vera að reyna að sannfæra mig um, að það,
sem jeg hefl sjeð með mínum eigin augum, geti ekki
hafa átt sjer stað. Það gæti i mesta lagi orðið til
þess, að jeg kæmist að þeirri niðurstöðu, að þessi
maður þarna hefði þann eiginiegleika, að geta sam.
timis dvalið á tveim stöðum«.
Það var með öllu ómögulegt, að fá hanatil þess,
að breyta framburði sínum, eða gefa aðra skýrslu,
enda þótt rannsóknardómarinn hjeldi enn um langa
hríð áfram tilraunum sinum i þá átt. Eftir tilmælum
rannsóknardómarans var Leó Helbig svo ljúfmannleg-
ur, að gefa nákvæma skýrslu um það, hvar hann
hefði verið, og hvað hann hefði aðhafzt kvöld það,
er morðið var framið, og gat hann ekki varizt þess,
að biosa hæðnislega öðru hvoru, meðan á þvi stóð.
Klukkan sex hafði hann borðað miðdegisverð
með nokkium af vinum sínum, og nefndi hann fús-
lega nöfn þeirra allra. Þegar klukkan var rúmlega
sjö, hafði hann svo farið heim til þess að hafa fata-
skifti, og búa sig undir ferðina. Hús það, er hann
bjó i, var beint á móti húsi því, sem foreldrar hans
bjuggu i, og nú mundi hann af tilviljun eftir því, að
þegar hann var að fara upp riðið við dyrnar, hafði
hann sjeð þjón föður síns á götunni, og talað nokkur
orð við hann. Þegar klukkan var þrjú kortjer i átta
samdi hai n við ökumann, sem einmitt var að aka
framhjá húsinu, um að aka með sig í snatri til Suður-
stöðvanna, og með því að ökumaðurinn hafði farið
töluverðan óþarfa krók, þá hafði legið við sjálft, að
hann kæmi of seint á járnbrautarstöðina.
Öll atriði þessarar skýrslu, sem Leó Helbig rök-
studdi með því að benda ótiJkvaddur á fjölda manna,
sem gætu staðfest þau sem sönn og áreiðanleg, voru
bókuð orðrjett, og undirrituð af rjettarvitnunum. Svo
sneri jústizráðið sjer að Leó Helbig, og skýrði honum
ofur kurteisislega frá þvi, að hann hefði ekki meira
að gera í dag, og mætti því fara. Leó Helbig hneigði
sig á svipaðan hátt og þegar hann kom, og fór svo út.
Rannsóknardómarinn sneri sjer nú með hátíðleg-
um alvörusvip að Geirþrúði, og mæiti:
»Hafið þjer ekkert meira að segja, ungfrú v.
Berka?«
»Nei, alls ekkert*.
»Og þjer skorizt enn þá undan, að nefna nafn
stúlku þeirrar, sem sendi yður á fund baróns v.
Waldhausen?*
»Jeg hefi aldrei sagt, að stúlkan hafl sent mig
þangað. Jeg fór þangað öllu heldur af eiginhvötum,
jafnvel þótt það væri i stúlkunnar þágu. En nafn
hennar kemur mjer ekki til hugar að nefna, með því
að það er málinu óviðkomandi«.
»Og þjer höfðuð ekkert vopn á yður, þegar þjer
fóruð inn í húsið?«
»Nei«.
»Eftir því sem þjer haflð sagt, var erindi yðar
til barónsins það, að heimta af honum ijósmynd og
einhver sendibrjef. Og fjekk hann yður nú þetta
allt sjálfviljugur?*
»Þegar jeg talaði við hann fyrir utan anddyrið,
neitaði hann því fyrst, að hann hefði þessa muni
undir höndum. En jeg gat sannfært hann með fáum
orðum um hið gagnstæða, 0g þá skoraðist hann ekki
lengur undan því, að veiða viö kröíu minni*.
»Viijið þjer hafa upp fyrir mjer orð þau, er ykk-
ar fóru á milli, eftir það að þið voruð komin inn í
heibergi hans? Ef yður sýnist svo, þá getið þjer
sleppt nafni þessarar þriðju persónu*.
»Að því er mig minnir, töluðum við ekki eitt
einasta orð eftir að jeg var komin inn í húsið. Jeg
nam staðar á þröskuldinum, og með því að herra v.
Waldhausen þurfti ekki að leita lengi að munum
þessum, þá þurfti jeg ekki að bíða þar nema örfáar
mínútur*.
»En þegar þjer svo höfðuð tekið við brjefunum
og ijósmyndinni — fylgdi hann yður þá ekki til dyra,
eins og hver jafn kurteis maður og hann hlaut að á-
lita skyldu sína, þegar stúlka átti í hlut?«
»ViðkynnÍDgu okkar var ekki þannig varið, að við
lcggðum neina sjerstaka áherzlu á slika samkvæma-
siði. Að þvi er mig minnir, stóð herra v. Waldhausen
með krosslagðar hendur fyrir framan skrifborðið sitt,
þegar jeg fór út«.
»Og þjer vitið ekkert um það, sem honum bar
síðar að höndum?*
»Nei«.
»Segið mjer að eins eitt enn þá, ungfrú v. Berka:
Ef baróninn hefði nú neitað, að verða við áskorun yð-
ar — og það máttuð þjer í raun 0g veru búast við,
að hann gerði — hvað mynduð þjer þá hafa gert?«
»Það veit jeg ekki, því að mjer hafði alls ekki
komið til hugar að það gæti komið fyrir«. (Meira.)
Neistar.
Mjög margir eru þeir, sem heldur vilja gefa hinum
rika, en l&na hinum fátæka.
• Sulturinn er hið bezta krydd« — Skaði, að menn
skuli ekki geta lifað af kryddi einu saman.