Haukur - 10.05.1899, Blaðsíða 3

Haukur - 10.05.1899, Blaðsíða 3
tl. 15.—16. HAUKUR. 59 Sonur plantekrueigandans. Frásaga úr þrælastríðinu í Norðurameríku eftir W. Frey. —«0»— (Framh.) »Er þú það?« spurði Ellís aftur 1 hljóði. »Nei, það er Júnó«, svaraði blökkustúlkan skjálf- rödduð. »Hvar er Bella?« »Hún er hjá honum Brewer*. Ellís reis upp í bæli sínu. »Farðu burtu, Júnó!« sagði hann. »Hún er aitur komin í sátt við hann. Hann fyr- irgefur henni allt, raeð þvi skilyrði, að hún hætti al- Veg að hugsa um veslings Ellís«, mælti Júnó með grátinn í kverkunum. »Fláráða naðra! Nú hefi jeg gengið úr skugga á© það, hver þú ert í raun og veru«, tautaði Ellís fyrir munni sjer. »En hvaða erindi áttir þú hingað, J únó ?« »Mig langaði til að sjá, hvort þú værir lifandi enn þá«, svaraði blökkustúlkan. »Þakka þjer fyrir«, mælti Ellís og tók í hönd huinai. Húu skalf öll og nötraði. »Hvers vegna skelfur þú svona?« spurði hann. »Það er þín vegna«, svaraði hún. »Jeg skelf af ótta fyrir forlögum þínum. Massa Brewer spurðist fyrir um það i dag, hvort þú værir ekki farinn að hressast. Hann var víst að hugsa um svipuna og önnur píslarfæri*. »Hvað gerir það til, Júnó!« mælti unglingurinn. *Jeg hlýt að deyja, og jeg óttast ekki dauðann«. »En Júnó getur ekki þolað, að þú eigir bágt og Kveljist*, svaraði stúlkan. »Ó, hún heiir beðið guð, öæði dag og nótt, að frelsa þig frá öllu illu. Þegar massa Brewer lagði af stað með víghunda sina, til þess að veita þjer eftirför, þá bað hún guð, að láta hann ekki finna þig, Jeg gleymi því aldrei, þegar M kenndir veslings Júnó að lesa í biflíunni, og ekki heldur því, þegar þú talaðir við hana og sagðir henni fil i sunnudagaskólanum; þú gerðir það betur og með Bieiri alúð, heldur en uokkur annar, já, betur en presturinn sjálfur«. »Jeg þakka þjer fyrir það, hversu þú ert mjer vinveitt«, mælti sjúklingurinn. »En, í guðanna bæn- úm, láttu engan verða áskynja um það. Gæt þín fyr- ir njósnarauga umsjónarmannsins*. »Júnó veit af dyrum, sem enginn annar veit af«, sagði stúlkan. »Jeg get komið og farið, þegar jeg vil«. Hún dróg litið glas upp úr vasa sinum, og var það fulit af mösursafa. Hún bar glasið að vörum ajúklingsins, og gaf honum að drekka. »Jeg man vel eftir þvi, Ellís«, mælti Júnó, »þeg- ar þú komst fyrst hingað á heimilið. Massa hafði Reypt þig á, þrælamarkaði í Noshville. Jeg var þá ofurlítill krakki, og var að leika mjer í sandinum, en þú varst 14 ára að aldri. Þú kunnir bæði lestur, skritt, reikning og dráttlist, en jeg kunni ekki neitt. Svo varzt þú nokkurs konar tignarþræll, og jeg varð eldastúlka. En svo kom Bella. Það varð til ílls eins fyrir Júnó«. Ellís kinnkaði kolli, og Júnó mælti enn fremur: »Massa Brewer er slæmur maður. Hann hefir aldrei verið kvongaður, og veit ekki, hvað kærleikur eða ástriki er. Það er slæmt fyrir okkur. Jeg heyri þann oft tala um þig við tilsjónarmanninn, og segja, að þú sjert duglegur 0g vel að þjer, en óttalega þrár og ófyrir.’átsamur strákur. Það á að hýða þig með svipu, til þess að þú verðir auðsveipnari. Júnóhlust- ar á þetta allt, og grætur, — grætur lika, þegar þú talar vingjarnlega við Bellu«. Fótatak heyrðist fyrir utan skúrinn. Júnó hvarf út um sömu leynidyrnar, sem hún haiði komið inn um, og í sömu svifum komu þrír menn inn í skúrinn, og námu staðar frammi fyrir fieti sjúklingsins. Þeir höfðu látið dyrnar standa opnar, og lagði því birtu um þær inn i skúrinn. Brewer leit á Ellís og var æði þungbrýndur. Hann var lágur maður vexti og gildur mjög, fremur ófríður í sjón og harðýðgislegur. Hann var nálægt fimmtugu. í æsku hafði hann verið fátækur, og hafði hann um tima verið tilsjónarmaður hjá plantekrueig- anda einum. Með einstakri sjerplægni, hörku ogým- is konar brögðum hafði honum tekizt að komast svo áfram, að hann var nú fyrir nokkru sjálfur orðii n auðugur plantekrueigandi. »Ellís!« kallaði hann með drynjandi röddu, þegar hann hafði horít litla stund þegjandi á sjúklinginn. Ellís lauk upp augunum i svip, en lo’caði þeim þegar aftur, er honum varð litið á kvalara sinn. »Uai n gerir sjer bara upp veiki, þrjóturinn j essi«, sagði plantekrucigandinn við tilsjónarmennina, sem eftir útlitinu að dæma, svipaði i mörgu til húsbónda sins. »Jeg ímynda mjcr, að tiu til tuttugu svipuhögg nægi til þess, að hressa hann dálitið við«. Tilsjónarmennirnir glottu við tönn. »Hvernig fjellst þjer á vatDÍð í Ohió, drengur minn?« spurði Brewer. »Þú hefðir gert mjer mikið tjón, ef þú hefðir komizt undan með hana Bellu. En þú skalt fá að komast að raun um það, að önnur eins uppátæki, og þessi, hafa ekki annan árangur, en að lumbrað verður vægðarlaust á þeim seka. í dag verður þú i verksmiðjunni. og á laugardaginn verður þú hýddur. Það er gaman að því, eða er ekki svo?« Ellís leit með fyrirlitningarsvip á húsbónda sinn, og Brewer varð enn þá æfari, en áður. »Rístuupp, drengur!« grenjaði hann eins og óður maður. Ellís hreifði s’g ekki. Brewer reiddi reyrprikið um öxl sjer. En þrællinn hrærði hvorki legg nje lið. Svo dundu höggin hveit á fætur öðru. Ellís þagði eins og stemn, og leit út rjett eins og liðiðlik; Brew- er bjelt áfram að berja hann, en loksins vöktu til- sjónarraennirnir athygli húsbónda síns á því, að Ellís væri fallinn í ómegin, og væri því tilfinningarlaus, Þeir bentu honum einnig á það, að ef þessu færi fram, hefði hann engan til þess, að koma vinnuvjel- inni uf stað. »Þvoið þið fantinn!« mælú plantekrueigandinn, og gnísti tönnum af reiði, um leið og hann hætti að berja sjúklinginn. Svo fór liann út úr skúrnum. TLsjónarmennirnir lauguðu mesta blóðið af Ellís, og bundu stærstu skeinurnar. Ellis var svo marinn og lcmstraður eftir höggin, að tilsjónarmennirnir þótt- ust þess fullvissir, að hann yrði aö minnsta kosti i viku ófær úl allrar vinnu. »Þetta verður húsbóndanum dýrt gaman«, mælti annar þeirra. »Hann má eiga það víst, að þetta kost- ar hann að minsta kosti 1000 dollara, því að cnginn kann að koma vjelinni af stað, og stjórna henni, nema Ellís«.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.