Haukur - 10.05.1899, Blaðsíða 4

Haukur - 10.05.1899, Blaðsíða 4
6o HAUKUR. II. 15.—16.. m. Ny misþyrming. Svalur morgunblær hristi laufið á trjánum, sem stóðu kringum aðal-íbúðarhúsið á búgarði Brewers. í fjarska heyröist söngur Negranna, er voru við vinnu sina. Þeir sungu ýms raunakvæði og var söngur þeirra átakanlega dapurlegur. Næturgalarnir suDgu úti í skógarjaðrinum með dillandi hljóðum, og aðdá- anlega margbreyttum hljóðbreytingum. Þá heyrðist fótatak fyrir innan dyr þær, er sneru út að veröndinni, dyrnar opnuðust, og plantekrueig- andinn Brewer rak höfuðið út um gættina. Þegar hann sá, að það var gott og fagurt veður úti fyrir, kom hann út, og reikaði dálitla stund fram og aftur á veröndinni. Hann var þrútinn í framan, og leit út fyrir að vera eitthvað ringlaður í höfðinu. Hafði hann máske drukkið heldur ríflega af pálmavíninu? Augnaráð haus sýndist fremur bera vott um gremju og áhyggj- ur, heldur en það, að hann væri ölvaður. »Svei mjer ef hann setur mig ekki alveg á haus- inn með þessu háttalagi, þrjóturinn þessi«, tautaði hann allt i einu við sjálfan sig og nam staðar. »Nú hefir vjelin staðið aðgerðalaus í Dærri því sex vikur — vjelin, sem jeg fjekk mjer einmitt með hans full- tingi, og sem kostaði mig yfir 15,000 dollara*. Svo tók plantekrueigandinn aftur að ganga um gólf á veröndinni. »Það er ekki ein báran stök«, tautaði hann aftur fyrir munni sjer. »Þvílikt bölvað ólán, sem eltir mig! Mágur minn deyr stórskuldugur, og nú liggur ekkjan hans — hún systir mín — upp á mjer. Jeg sagði honum þetta einlægt, að hann yrði að vera dálítið varkárari með nýungagirni sina og nýbreytingar. En hann ljet, sem hann heyrði það ekki. 10,000 doll- arar hrukku varla til að stinga upp í skuldheimtu- mennina*. í þessum svifum rak svartur kvennmaður höfuð- ið út um dyragáttina. Það var Bella. »Hvernig hefir massa sofið?« spurði hún. »Láttu mig í friði«, nöldraði Brewer. »Það liggur illa á massa, og það er mjög svo eðlilegt«, mælti ambáttin. »Jeg kom til þess að segja massa frá nokkru. Vill massa hlusta á það?« »Segðu hvað sem þú villt«, svaraði Brevrer. »Pikes hefir komizt að því, hver það er, sem stolið hefir mösursafanum nú um langa hríð«, mælti Bella. »Hver hefir gert það?« spurði Brewer. »Það skal jeg segja massa, það hefir ódóið hún Júnó gert«, svaraði ambáttin, og kom út á veröndina. »Pikes hefir haldið vörð í nokkra daga, þvi að hann sá, að það var farið að minnka í stóru ámunni. í gærkveldi sá hann einhverja blökkustúlku laumast að ámunni, og þegar hann kom að, þá var það Júnó«. »Það er gott«, sagði Brewer. »Pikes skal þegar veita henni maklega ráðningu. En jeg þarf að tala nokkur orð við þig, Bella«. Ambáttin leit spyrjandi augnaráði á húsbónda sinn. »Þú veizt það, að Ellís liggur einlægt veikur úti í skúr«, mælti Brewer. Bella leit undan. »Það er svo að sjá, sem þú hafir helzt dálitið vald yfir honum«, mælti plantekrueigandinn. »Farðu þess vegna yfir til hans, og reyndu að fá hann til þess, að hætta þessari þverúð og þrjózku, og koma honum til þess, að biðja fyrirgefningar«. »Jeg er hrædd við hann«, sagði Bella óttaslegin. »Ó, hann er stundum trylltur eins og Ijón, 0g það er eins og eldur brenni úr augum hans«. »Er nú sjálf töframærin líka orðin hrædd við strákinn!* tautaði Brewer gramur í geði, ogsnerisjer undan. »Nú, það er víst ekki annars kostur, en að sætta sig við allt það tjón, sem af þessu leiðir, og bera það með þolinmæði, þó illt sje. En honum skal svei mjer hefnast fyrir þetta. Jeg skal láta berja hann, þangað til ekki er nokkur líftóra eftir í skrokkn- um á honum*. »Ó, massa er slæmur! Massa vill drepa veslings Ellís«, mælti Bella. »Jeg bið honum vægðar*. »Reyndu þá að fá hann til að biðja fyrirgefning- ar. Villtu gera það?« »Jeg skal reyna það«, svaraði ambáttin. »Þegar dimmt er orðið í kvöld, þá skal jeg fara, og tala við hann, þvi að þá sjer hann mig ekki, og þá sje jeg ekki heldur augnaráð hans«. í þessum svifum heyrðist nfstandi kvalaóp utan úr garðinum. Júnó var að taka út hegninguna. Bella skundaði sem fljótast aftur inn í húsið. En Brewer fór ofan af veröDdinni, til þess að horfa á refsingu þjófsins. Júnó hafði verið bundin við hýðingarstaurinn, og Pikcs var að berja hana með svipu. »Hefir hún meðgengið?« spurði Brewer, og sneri sjer að tilsjónarmanninum, sem nú lagði frá sjer svipuna. »Stelpan stendur á því fastara en fótunum, að hún hafi að eins stolið á ofurlitið glas«, svaraði Píkes. »Júnó«, kallaði Brewer með hrottalegum rómi, »?jtlarðu ekki að meðganga, stelpan þín?« »Jeg get ekki kannazt við meira, en jeg hefi gert«, svaraði hún, veinandi af kvölum. Plantekrueigandinn gaf tilsjónarmanninum bend- ingu, og tilsjónarmaðurinn ljet höggin aftur dynja í sífellu á bert bakið á veslings stúlkunni. »Vægð, vægð, massa!« veinaði hún hástöfum. »Við skulum lækna þennan lasleika þinD í eitt skilti fyrir öll«, grenjaði tilsjónarmaðurinn, og hjelt á- fram að berja hana jafn miskunnarlaust eins og áður, þar til aumingja stúlkan hneig niður mátvana og meðvitundarlaus. Svo var hún tekin, og borin inn í sjúkraskúrinn, og þar var henni fleygt í hálmfleti andspænis Ellís. Ellis hafði orðið áskynja um það, er við hafði borið, og fjell honum það mjög þungt. Þegar tilsjón- armennirnir voru farnir út, skreið hann fram úr fleti sínn, og yfir að bæli stúlkunnar, sem ennþávarmeð- vitundarlaus. Hann heyrði, að hún dróg andann, og það var það eina, sem bar vott um, að hún væri með lífi. Hann þerraði blóðið af líkama hennar með á- breiðunni af fleti sínu, og skreið yfir að vatnsfötu er þar var, til þess að þvo blóðið úr ábreiðunni. Þegar Eilís hafði endurtekið þetta nokkrum sinn- um, raknaði Júnó við úr yfirliðinu. »Æ, hvar er jeg?« stundi hún upp. »Eru mann- vargarnir farnir?« »Veslings Júnó, það hefir verið farið smánarlega illa með þig«, mælti Ellís. »Við erum orðnir píslar- nautar, jeg og þú. Ó, gæti jeg bara strádrepið alla þessa sálarlausu böðla með einu hnefahöggi! Já, þá myndi jeg deyja ánægður. En hvað hefir þú til saka

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.