Haukur - 10.05.1899, Blaðsíða 6

Haukur - 10.05.1899, Blaðsíða 6
62 HAUKUR. n. 15.—16. ina í heild sinni1. Hversa þykk myndi jarðskorpan verða að rjettu hlntfalli á litla hnettinum, sem vjer höfum valið oss til samanburðar við jörðina? Vjer höfum hugsað oss hnöttinn 112 fet að þvermáli, og yrði þá hin fasta skorpa, — að rjettri tiltölu við þykkt jarðskorpunnar, — að eins sex þumlungar. í sex þumlunga dýpi frá yflrborði hnattarins væri allt ein glóandi eldleðja og gastegundir, og eldfjöllin á slíkum hnetti þyrftu ekki að seilast lengra í eildinn, en það. Meiri hluti af yfirborði jarðarinnar er sævi þakinn. Sjórinn hylur næstum því þrjá fjórðu hluta af öllu byrði jarðarinnara, og er hann sumstaðar áaðramílu á dýpt8. Rúmur fjórði hluti af yfirborði jarðarinnar er þurlendi, og þar af er ísiand hjer um bil hluti. Töluverðar mishæðir eru á þurlendinu, því að hæsta fjall i heimi er 27,200 fet á hæð. Svo hátt hafa engir komizt landveg, en í loftfari hefir maður einn komizt litið eitt hærra, 28,674 fet, og er það sú mesta hæð, sem nokkur maður hefir náð1. í saman- burði við þessar háu tölur, er að eins um lágar töl- ur að ræða, þegar talað er um það, hve djúpt menn hafl komizt inn í iður jarðarinnar. Við námavinnu hafa þeir að eins komiztrúm 3,000 fet, og hinn dýpstj borbrunnur, sem grafinn hefir verið, er 6,500 fet5 * *. Þekking vor á jarðarhnettinum nær þannig að eins til yfirborðs jarðarinnar, og um hnöttinn í heild sinni vitum vjer lítið sem ekkert. Og hvað eru nú þessir hlutar jarðarinnar, sem mennirnir geta skoðað og rannsakað, i samanburði við alla jörðina. Vjer skulum aftur hugsa oss, að kúla, 112 fet að þvermáli, væri komin í stað jarðarinnar. Þá yrði hin fasta harða jarðskerpa nál. 6 þumlungar á þykkt. Sjórinn yrði hjer um bil einn þumlungur á dýpt, þar sem dýpst væri, og hæsta fjall í heimi yrði þá nál. þumlung á hæð frá sjavarmáli. Loftfarið hefði þá komizt iúman þumlung upp í gufuhvolfið, sem næði hjer um bil 8 þuml. út frá kúlunni á alla vegu, og dýpsti borbrunnur væri þá tæplega x/4 úr þumlungi á dýpt. Og hvað yrði maðurinn, — sem kallar sig kon- ung allrar skepnunnar — í samanburði við þetta? Hann yröi x!m úr linu á hæð, og þyrfti því góða smásjá til þess, að geta sjeð hann. Hann myndi geta 1) Jarðskorpunni hefir verið líkt við skurn á eggi, en sú samlíking á ekki við. Jarðskorpan, er miklu þynnri en svo, í samanburði við eldhafið innan í henni. Miklu rjettara væri, að líkja henni saman við himnuna, sem er undir eggjaskurninu, og ef vjer hugsum oss jörð ina á stærð við egg, þá yrði hún eins og iyknabelgur íullur at eldi og glóandi gastegundum. Sumir merkir visindamenn eru þeirrar skoðunar, að innan f jörðinni sje harður kjaini, og að milli hans og jaiðskoipunnar sje að eins lítið bil, sem fullt sje af bráðinni eldleðju og ýmis konar gufum. En auðvitað eiga þeir eftir að sanna, að svo sje. 2) At yfirborði jarðarinnar eru 73°/0 sævi huldir. öll lönd heimsins eru að saman lögðu að eins hjer um bil a1/^ milj. ferhyrningsmilna, og i/í6 þar af eru eyjar. 3) Hið mesta sjávardjúp, sem f'undizt hefir, 27,120 fet, er norðan til i Kyrrahafinu. 4) Berson, er fór upp frá Straezfurt 4. des. 1894 í loft- fari sínu >Phönix«. Hann hafði með sjer súrefnisloft til innöndunar. Þegar hann var kominn 28,674 fet i lott upp, var kuldinn orðinn óþolandi, 47,9 stig. Andlit hans og hörund var orðið dökkbl&tt á lit, og hann var orðinn syo óstyrkur, að hann varð að halda sjer, til þess að velta ekki útaf í körfunni. 5.) Sjá siðasta tölubl, >Hauks<, gengið tæpan hálfan þumlung á klukkustundinni, eða tæplega eitt fet á sólarhringnum, og myndi því þurfa töluvert meira en eitt ár til þess, að komast i kring- um kúluna, þótt hann hjeldi viðstöðulaust áfram dag og nótt1. Mynd sú, er hjer fer á eftir, sýnir það, hversu litlar allar mishæðir á yfirborði jarðarinnar eru í sam- anburði við jörðina sjálfa2 3 4. Hún sýnir 60 mílur af hinu bungumyndaða yfirborði jarðarinnar, eins og það myndi líta út i jarðlíkani, er væri 8 fet að þvermáli, og sýndi allar stærðir minnkaðar eftir sama hlutfalli. Þá yrði a hæðin á Montblanc (»hvítafjalli«), sem er hæsti fjalltindur í Evrópu (14,800 fet); b yrði hæðin á Gaurisankar (»ljómagnýpu«), hæsta fjalli í heimi (27,200), c mezta dýpt, sem fundizt hefir í sjónum, og d yrði þá hjer um bil þykkt jarðskorpunnar, eftir því sem gizkað er á, að hún sje, Frá d og yfir að skorpunni hins vegar á jarðlikaninu yrðu nærri því átta fet, og það rúm yrðum vjer að hugsa oss fullt af glóandi og bráðnum efnum. Eins og eðlilegt er, virðist oss jörðin vera ákaílega stór hnöttur, þegar vjer berum hana saman við sjálfa oss. En í raun og veru er jörðin mjög lítil, bæði í samanburði við suma aðra hiietti i sólkerfi voru, og þá ekki síður í samanburði við hina geysimiklu fjarlægð, er aðgreinir hana frá hinum öðrum hnöttum. Rúm- mál sólarinnar er næstum því l1/^ miljón sinnum meira, en rúmmál jarðarinnar, og þyngd hennar er hjer um bil 355,000 sinnum meiri en jarðarinnar. Jörðin er álika stór í samanburði við sólina, eins og grátitlingsegg í samanburði við kúlu þá, 112 fet að þverm&li, er vjer höfum notað í samanburði vorum. Hversu stórt er þá þvermál sólarinnar? Fjarlægð tunglsins frá jörðinni er nál. 30 sinnum þvermál jarð- arinnar; en þvermál sólarinnar er nærri því ferfalt meira, heldur en vegalengdin frá jörðinni til tunglsins. Eins er því varið að því er snertir fjarlægðirnar í geimnum, að í samanburði við þærerjörðin fjarska- lega litil. Það hefir þegar verið tekið fram, að fjar- lægð tunglsins við jörðina er þrítugfait meiri, en þver- mál jarðarinnar; en sólin er 400 sinnum lengra í buitu, heidur en tunglið, og Neptúnus, sem er yztur af jarðstjörnunum, er 30 sinnum lengra frá jörðinni, heldur en sólin. Og þó eru þessar afskaplegu Ijar- lægðir sama sem ekki neitt í samanburði við vega- lengd þá, sem er frá jörðinni til hinna næstu stjarna fyrir utan vort sólkerfi. Milli sólarinnar og jarðarinn- ar eru 20 milj. mílur, og þann veg berst sólarljósið á 81/.. mínútu. En ljósið frá hinni næstu fastastjörnu (hinni næstu sól fyrir utan vort sólkerfi) þarf 3 ár til þess, að komast til jarðarinnar. Og þó berst ljósið á sekúndu hverri annan eins veg, eins og 8 sinnum um- hvefl8 jörðina. Vjer skulum nú minnka þessar stærðir á sama hált, eins og þegar vjer vorum að virða fyrir oss 1) Sbr. >Hauk« I. ár, bls. 79. 2) Mishæðunum á yfirborði jarðaiiunar hefir verið líkt við ójöínur á eggi, og á sú samlíking vel við. Reynd- ar eru ójöínur á eggi oít töluvert stærri að tiltölu, heldur en hæstu fjöll jarðarinnar,

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.