Haukur - 28.08.1899, Síða 1
Kemur íit 1—2 í má.nuði,
ab minnsta kosti 8 blað
siður í bvert skiiti. Árg.
minnst 30 arkir, kostar
2 kr. (erlendis kr. 2,60),
er borgist fyrir 1. apríl.
HAUKUR
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sje til út-
gefanda fyrir 1. júní, og
uppsegjandi sje skuld-
laus fyrir Hauk. Útgef-
andi: Steíán Runólfsson.
ALÞÝÐLEGT 8KEMMTI- OG FRÆÐI-RIT
\s 21.—22, |
ÍSAFJÖRÐUR, 28. ÁGÚST 1899.
II. ÁR.
Á fimm mfnútum.
(Þýsk glæpamálssaga.)
—:o:—
(Framb.) Þegar þjónninn var farinn út, sneri
Hofifmeier sjer aö Nordeck, og fjekk honum bijef það,
er hann hafði tekið upp af gólflnu.
»Lesið þjer þettaU sagði hann.
Nordeck tók við brjeflnu og las það. Ilmefni
höfðu verið borin í pappírinn, en skriftin var mjög
viðvaningsleg. Brjeflð var þannig orðað:
»Ástkæri vinur minn!
Margfaldar þakkir fyrir fallegu blómin, sem þjer
hafið verið að senda mjer, mjer til mikillar ánægju.
Ho það er hreinasti óþarfl, að vera að hafa þau svona
^ýr. Jeg er ánægð, ef jeg að eins sje merki þess,
að þjer hugsið til mín einstöku sinnum. Og það sem
Þjer skriflð um Leó Helbig, er allt saman eintómt
þvaður, það get jeg fullvissað yður um. Reyndar er
það satt, að hann heflr nú i margar vikur verið að
^raga sig eftir mjer, og kvelja mig með ástarjátning-
útti sínum, heimskinginn sá arna, en jeg hefl enga ást
4 honum — ekki snefil. Þótt það hafl kannske ein-
hvern tima verið svo, að jeg hafl haldið, að mjer þætti
v»nt um hann, þá var það þó að minnsta kosti áður
en jeg sá yður. Og nú er það fyrir löngu búið að
Vera. Nú finnst mjer hann blátt áfram viðbjóðslegur
a®ninn þessi. Jeg hefl hvað eftir annað gert hann
afturreka, eða rjettara sagt, látið móðir mina gera það.
Hn svo í gær gerir hann svo vel, og skrifar mjer hót-
nnarbrjef. Hvað segið þjer um það? Að hann skuli
'áta svona, asninn þessi! Jeg hefl svarað honum
hreinskiinislega, að hann skuli láta mig í friði, því
a& annars skuli jeg hefna mín á honum á annan hátt.
^að heflr að likindum dugað. — Sje jeg yður ekki
eitt augnablik í kvöld, áður en jeg fer á leikhúsið?
Með innilegri hjartans kveðju er jeg
yðar hamingjusama
Natascha.
P. S. Þjer megiö um fram allt ekki vera hrædd-
Ur um mig lengur — heyrið þjer það? Það er svo
hlægilegt, þegar karlmennirnir eru hræddir um stúlk-
^rnar sínar. Jeg get enn þá hlegið að því, þegar
Jeg hugsa til þess, hvernig hann Leó Helbig ljet einu
Slnni. Hann ijet alveg eins og Óthelló, márinn frá
Feneyjum, og sór þess dýrann eið, að hann skyldi
hrepa hvern þann mann, sem tældi mig svo, að jeg
ýrði honum ótrú. Nú, þjer megið þess vegna vara
ýður á honum, þessum gulhærða Feneyja-mára!
Yðar sama
N atascha*.
Nordeck var orðinn sótrauður í framan. Hann
fjekk Hoflfmeier brjefið aftur og mælti:
»Nú, nú? Trúið þjer því nú loksins, að það sje
Heó Helbig, sem heflr myrt baróninn?*
Hoflmeier gaf honum bendingu um að halda sjer
í skefjum. »Hægan, hægan, vinur minn! Engar sann-
anir eru enn komnar fram fyrirþví, aö honum hafi far-
izt illa við barón v. Waldhausen — þetta bijef sann-
ar ekkert f því efni. Jeg játa það hreinskilnislega,
að jeg myndi ekki hafa byggt hið allra minnsta á
þessu brjefi, ef þjer hefðuð ekki jafnframt tekið eftir
því, að klukkan gengur vitlaust. Eins og nú er kom-
ið, verð jeg auðvitað að álíta, að nauðsynlegt sje að
gera gangskör að þvf, að rannsaka þetta mál. En
jeg vara yður enn þá einu sinni alvarlega við þvl,
að hlaupa ekki á yður, og gera yður ekki allt ot
miklar eða glæsilegar vonir. Svona brjeflappi frá gjá-
lífri og gálausri söngmær er langt frá því að vera
næg sönnun í svona alvarlegu máli«.
»Hve nær er brjeflð dagsett?*
Hoffmeier brosti: »Haflð þjer nokkurn tfma vitað
söngmeyjar dagsetja brjef sln? Til þess að fá vitn-
eskju um það, hve nær brjeflð er skrifað, verðum við
að spyrja hana sjálfa að því við tækifæri«.
»Og hvað eigum við nú að gera? Hvað ætlið
þjer að gera?«
»Ef yður sýnist svo, þá skulum við hugsa um
það, og tala okkur saman um það, hvað hyggilegast
muni að gera. En við skulum samt ekki gera það
hjer á þessum stað, þvf að hjer höfum við ekki meira
að gera í svipinn. Við skulum því fara hjeðan.
Mjer skyldi þykja reglulega vænt um það, ef þessi
för okkar gæti orðið að einhverju liði«.
Hann lokaöi dyrunum, og stakk lyklinum í vasa
sinn. Svo hjeldu þeir Nordeck og Hoffmeier heim-
leiðis, og voru í ákefð að tala eitthvað saman í hálf-
um hljóðum.
VII.
Málstofa ungfrú Charles var lítið herbergi, fullt af
ýmis konar skrautgripum og alls konar ilmefnum, en
annars með ýmsum auðsæjum merkjum þess, að
smekkvísi og reglusemi ungfrúarinnar myndi vera á
fremur lágu stigi Nordeck varð að bíða lengi eftir
henni. Hann hafði afhent þjónustustúlkunni nafn-
seðil sinn, og hafði honum verið sagt, að ungfrúin
kæmi undir eins, en nú voru þegar liðnar tíu mínút-
ur, og ungírúin hafði enn ekki látið sjá sig.
Þegar Nordeck skildi við Hoffmeier fyrir hálfri
klukkustundu, hafði honum ekki verið farið að detta
það í hug, að heimsækja ungfrú Charles. En svo
hafði hann allt I einu farið að hugsa um það, að
ungfrú Charles fengist máske ekki til þess, að segja
allt það, er hún vissi eða hefði ástæðu til að ætla,
þegar hún yrði kölluð til yfirheyrslu, vegna þess, að
hún myndi ef til vill óttast, að verða sjer til minnk-
unar, ef kunningsskapur hennar við baróninn og
Helbig yrði lýðum ljós. Og eftir þvi sem hann hugs-