Haukur - 28.08.1899, Qupperneq 5
ÍI. 2Í. 2 2.
HAtíKUR.
05
Er hiti sólarinnar óþrotlegur?
(Þýtt úr »Yor Jord«.)
Jörðin heflr að líkindum einu sinni verið glóandi,
fljótandi eldleðja. Eftir því sem lieimsins mest metni
núlifandi eðlisfræðingur, William Tflomsen — nútek-
inn i aðalsmanna tölu undir nafninu Kelvin lávarður
—■ heflr reiknað út, eiga að vera liðnar milli 200 og
400 miljónir ára, síðan yflrborð jarðarinnar tók að
storkna.
Á bernskudögum jurta- og dýra-ríkisins, heflr
jarðskorpan líklega verið svo þunn, að hitinn úr iðr-
um jarðarinnar heflr getað haft áhrif á lífið á jörð-
inni. En nú á dögum er skurnið svo þykkt, og leið-
ir hitann svo illa, að hitamagn það, sem árlega berst
út að yfirborðinu, hefir engin eítirtakanleg áhrif á
veðurlagið. Jafnvel þótt ekki sjeu nema fáar mílur
inn að glóandi eldleðjunni í iörum jarðarinnar*, fáum
vjer þó allan vorn hita sendan frá sólinni sem er í
20 miljón mílna íjarlægð.
Af hita þeirn, sem sólin sendir jörðinni, sendir
jörðin aftur meginið út i geiminn, en gæti hún hald-
ið honum öllum, þá myndi hann nægja til þess að
bræða 50 metra (rúml. 150 feta) þykka isbreiðu, sem
lægi á öllu yfirborði jarðarinnar. Það sýnist auðvit-
að svo, að til þess myndi þurfa afskaplegt hitamegin,
en þrátt fyrir það myndi hiti sólarinnar ekki þverra
eftirtakaniega á þúsundum ára, ef hún sendi ekki
rneiri hita frá sjer, en það. ísbreiða sú, sem áður var
minnst á, myndi sem sje að eíns verða 4 til 5 milli-
metrar (2 línur) á þykkt, ef henni væri jafnað um
allt yfirborð sólarinnar, með því að yfirborð hennar
er meira en 10,000 sinnum stærri, heldur en yfirborð
jarðarinnar. En í raun og veru sendir sólin hitageisla
sína jafnt í allar áttir, svo að það, sem jörðin fær af
þeim, er að eins örlitið brot, að eins agnarlítill hluti
af þeim öllum í heild sinni. Hitamegin það, sem sól-
in sendir frá sjer á ári hverju, myndi nægja til þess
að bræða ísbreiðu, sem væri ekki að eins 4 til 5 milli-
metrar, heldur 10,000 kílómetrar (yfir 1,300 mílur) á
þykkt, þótt hún lægi á öllu yfirborði hennar. Þegar
vjer athugum þetta, hljótum vjer að verða forviða á
því, að hitabirgðir sólarinnar skulu ekki vera þrotn-
ar fyrir löngu síðan. Það er iíka hægt að finna það
með útreíkningi, að slíkur hitamissir hlýtur að minnka
hita sólarinnar urn eitt eða máske fleiri stig á ári.
Og með því að allt bendir á, að hiti sólarinnar sje
að eins fá þúsund stig, þá hlyti eins stigs hitaminnk-
un á ári að hafa gjörbreytt veðurlaginu hjer á jörð-
inni á tímabili því, sem sögur ná yfir, og að fáum
þúsundum ára iiðnum hlyti allt líf hjer á jörðinni að
verða liðið undir lok.
Sem betur fer f'ræðir sagan oss um það, að þetta
er ekki svona i raun og veru. Veðurlagið áEgypta-
landi er ekki nú eftirtakanlega frábrugðið því, sem
það var fyrir 5 þúsundum ára. Það liggur því næst
að ætla, að sóiin fái á einhvern hátt bættan hitamissi
þann, er hún verður fyrir, og virðist sú hugmynd
iggja beinust við, að hiti framleiðist á sólinni, eins
og í eldstó, við það, að eitthvað brenni. En jafnvel
þótt sólin væri öll úr kolúm, þá myndi hún brenna
upp til agna á 5 þúsundum ára, ef hún ættiaðsenda
frá sjer jafnmikinn hita, eins og hún gerir. Vjer verð-
úm því að leita annara útskýringa á þessu efni, og
~ *) Sjá »Hauk« II. ár, bls. 61.
það hafa líka smátt og sfnátt komið fram fjöldamarg-
ar fræðikenningar þessu viðvíkjandi.
Ein þeirra er sú, að hiti sólarinnar haldist við af
stjörnuhröpum. Víðsvegar í alheimsgeimnum er fjöldi
örsmárra himinhnatta, hinna svo nefndu loftsteina.
Þegar þeir snerta gufuhvolf jarðarinnar, dregur jörð-
in þá að sjer, og af núningnum við andrúmsloftið
verða þeir glóandi, og sjást þá sem stjörnuhröp eða
vígahnettir. Nú er það sennilegt, að i nánd við sól-
ina sje margfatt meira af slíkum loftsteinum, heldur
en annarsstaðar í geimnum, og að þess vegna sje sí-
felldur straumur af stjörnuhröpum í gufuhvolfi sólar-
innar, og með því loftsteinarnir hljóta að falla með
miklu meiri hraða þar, heldur en hjer, vegna þess
hve aðdráttarafl sólarinnar er mikið, hlýtur mjög mik-
ill hiti að framleiðast á þennan hátt, sem kemur sól-
inni að liði. Að þetta sje svona í sraun og veru, er
ekkert efamál. En ef allur hitamissir sólarinnar ætti
að bætast henni á þennan hátt, þyrftu að falla svo
margir loftsteinar á ári hverju, að þeir gætu myndað
nál. 20 metra (60 feta) þykkt lag yfir allt yfirborð
hennar. Við þetta hlyti nú þyngd sólarinnar að auk-
ast, og þar með aðdrát.tar-áhrif hennar á jörðina.
Árið (umferðatimi jarðarinnar um sólina) myndi með
tímanum hafa stytzt svo mjög, að menn hlytu að hafa
veitt því eftirtekt. 0g með því að enginn hefir getað
fært neinar sönnur á það, aö svo sje, þá getur þessi
fræðikenning ekki gert grein fyrir nema nokkru af
hitaframleiðslu sólarinnar.
Þá er sú kenning aðgengilegr, sem hinn mikli
þýzki eðlisfræðingur, Helmholtz, hefir komið með.
Hann byggir sína ágizkunarkenningu á því, að sólin
hafi upphaflega myndazt úr afskaplega stórum þoku-
bólstra, sem smám saman hafi dregizt saman og orð-
ið þjettari. Við samdrátt þennan myndast hiti. Bæði
hiti sá, sem sólin hefir sent írá sjer á liðnum öldum,
hiti hennar nú, og hiti sá, sem hún hjer eftir sendir
frá sjer, ætti þá að myndast við þennan samdrátt,
sem Helmholtz álítur, að eigi sjer jafnt og þjett stað,
og muni ætíð eiga sjer stað. Enn þá samsvarar
þjettleiki sólarinnar að eins */, af þjettleika jarðar-
innar. 0g til þess að hitaframleiðslan geti bætt úr
hinum árlega hitamissi, þarf þvermál sólarinnar að
eins að minnka um einn tuttugu-þúsundasta hluta á
hverjum 1000 árum. Það yrðu því að líða nokkur
þúsund ár, þangað til hægt væri að sýna fram á það
með rökum, að sóiin færi minnkandi, jafnvel þótt það
ætti sjer í raun og veru stað. Enda þótt þessi tilgáta
Helmholtz sje sú sennilegasta af öllum þeim ágizkun-
arkenningum, sem enn þá hafa komið fram, þá meg-
um vjer eftir þessu ekki vonast eftir neinum beinum
sönnunum fyrir henni, fyr en eftir margar þúsundir ára.
Samdráttur sólarinnar um einn tuttugu-þúsund-
asta hluta á 1000 árum, sýnist auðvitað ekki vera
mikil skerðing á stærð hennar, en það liggur þó í
augum uppi, að það getur ekki haldið þannig áfram
í mjög margar miljónir ára.
Mannvirkjafræðingurinn William Siemens, meö-
eigandi að hinum heimsfrægu verksmiðjum »Siemens
& Halske« og formaður fyrir útibúi þeirra í Lundún-
um, hefir komið með tilgátu eina, sem gefur von um,
að sólinni — og þar með jörðinni — verði margfalt
lengri lífdaga auðið. Af hitageislum þeim, sem sölin
sendir frá sjer, fellur nokkuð á jörðina og hinar aðr-
ar jarðatjörnur, og hitar þær. En meginið af þeim
fer út í geiminn, án þess að verða sólkerfinu að neinu