Haukur - 28.08.1899, Síða 7
II. 21.—2 2.
HAUKUR.
97
hjeldu því fram, að slikt fyrirtæki væri stakasti barna-
skapur í fjárhagsiegu tilliti, var þó myndað hlutafjelag,
er ljet byggja skip, til þess að hafa í slíkum íerðum.
HinD 4. apríl 1838 lagði gufuskipið »Sirius« út frá Cork á
írlandi, og komst á 19 sólarhringum til New-York. Og
hinn 7. apríl lagði >Great Western« af stað frá Bristol á
Englandi, og kom til New-York sama daginn sem >Sirius«,
og hatði því ekki þurft nema 16 sólarhriga til fararinnar.
í»að var mikið um dýrðir í Now-York, þegar skipin komu
þangað, og þegar »Great Western« lagði attur at stað frá
Ameríku, höfðu yíir 100,000 manna safnazt saman, til þess
að horfa á brottsigling skipsins, og á gufuskipunum, sem
höfðu satnazt í flota til þess að kveðja það, voru að skiln-
aði helztu þjóðlög Ameríku leikin á ýmis konar hljóðfæri.
A þessari ferð voru meðal annara 68 farþegar, sem borg-
Uðu sínar 700 krónurnar hver í fargjald.
Samt sem áður rættist spá hinna vantrúuðu um það,
að ferðir þessar myndu ekki borga sig, því að skömmum
tíma liðnum varð íjelagið gjaldþrota, og ferðirnar urðu að
hætta. Beyndar var aftur kornið á guíuskipa sambandi
milli Ameríku og Evrópu árið 1840, en stjórnin varð að
veita linunni yfir miij. kr. árlegan styrk, gegn þvi, að
línan annaðist póstflutning milli Ameríku og Evrópu.
En svo þegar þessi barnaveikindi voru um garð gengin,
þá fóru í ramfarirnar að sýnasig; þá var byggt hvert skip-
ið á fætur öðru. Það kom þá brátt i ljós, að stóru gufu-
skipin höfðu mestan arð at ferðurn sínum, og þess vegna
fóru menn nú að hugsa um það, að smíða margíalt stærri
skip, heldur en áður höfðu verið til. Skipsbáknið mikla,
‘Great Eastern«, hljóp aí stokkunum 1868. Ferliki þetta
Var yfir 200 metra (640 fet) á lengd, enda haíði hjer verið
farið lengra, en góðu hófi gegndi, að því er stærðina snerti.
Skipið reyndist svo óhentugt f alla staði, að það varð
alls ekki notað. Það lá aðgerðalaust í fjölda mörg ár, og
Var að lokum selt til rofs fyrir lítið verð. Margir spáðu
því, að svona stórt skip yrði aldrei smíðað framar. En
*það er fátt, sem fortaka má«. Hinn 14. janúar 1899, eða
rúmum 40 árum eítir að »Great Eastern« var smíðaður, hljóp
gufuskipið »Oceanic« af stokkunum í Belfast á Irlandi.
Það er eign »White Star-línunnar«. Skipsbákn þetta skar-
®r I öllu langt fram úr »Great Eastern«, og yfirburðir þess
yfir hann eru stórkostlegir. Beyndar er lengd þess og
tarmtaka að eins litlum mun meiri, en vjeiaútbúuaður
þess er margfalt meiri og betri. Gufuvjelarnar á »Great-
Eastern* höfðu samtals 2,000 hesta afl, en vjelarnar á
*Oceanic« geta framleitt 46,000 hesta afl. Af þessu má
ráða, hversu geisimiklum íramíörum vjelfræðin hefir tekið
á síðast liðnum 40 árum. Þetta fádæma vjelaafl hefir það
auðvitað til síns ágætis, að skipiö getur haft mikla ferð,
þrátt fyrir stærðina. Það á að geta íarið 48 kílómetra
(nærri því hálfa sjöundu milu) á klukkustundinni, og er
þannig töluvert hraðskroiðara, heldur en skip það sem
næst því gengur, »Keiser Wiihelm der Grosse«, sem fer
að eins 41 kílómeter á klukkustundinni. Eljótasta ferð
þess skips yfir Atlantshafið, frá New-York til Southampton
á Englandi ,stóð yflr í 6 sólahringa og sjö og einn fjórða
fir klukkustund. En vjer megum vænta þess, að »Oceanic«
áomist þessa sömu leið á töluvert skemri tíma.
Skip þessi þurfa auðvitað fjarskaleg ógrynni af kolum
fil ferða sinna. »Oceanic« birgir sig í einu upp með 4000
smálestir af kolum (8 milj. pund), en þýzka gufuskipið,
»Keiser Wilhelm der Grosse«, lætur sjer nægja 3000 smá-
lestir. Til þess að annast um vjelarnar í »Oceanic« þurfa
yfir 200 kyndara. Það gegnir furðu, ef það svarar kostnaði,
að halda þannig áfram að auka vjelaafl og kolaeyðslu
skipanna að svona miklum mun, til þess að komast fáum
klukkustundum fyr yflr Atlantshafið. Annars fær að
minnsta kosti »Keiser Wilhelm der Grosse« styrk hjá
ri'kinu, gegn þvi að eigendnr skipsins skuldbinda sig til,
að hafa skipið á takteinum í þarfir ríkisins, ef ófrið skyldi
bera að höndum. Skipið er þess vegna þannig úr garði
gert, að það getur útbúið sig með tólf stórar, hraðskeyt-
ar fallbyssur. Það er mjög sennilegt, að bið sama eigi
sjer stað, að því er snertir »Oceanic«.
PantaDÍr þær, sem hinar ýmsu stórskipasmiðjur eiga
nú sem stendur óafgreiddar, sýna það, að samkeppni út-
gerðarfjelaganDa heldur jafnt og þjett áfram, jafnvel þótt
ekkert skip sje enn þá í smíðum, er jaínist að öllu á við
»Oceanic«, sem að líkindum fær að haldasæti sínu í nokk-
ur ár, sem stærsta skip í heimi.
Arfu rinn.
(Eftir Oscar v. Kúcken.)
»Nei, vinur minn, þú þarft ekki að hugsa, að jeg sleppi
þjer, fyr en þú hefir sagt mjer allt eins og er. Hvar hefir
þú verið allan þennan tíma?«
»Yertu nú ekki að tefja mig, vinur minn góður; jeg
á svo íjarskalega annríkt. Hún gamla frænka mín er
dáin, og nú á jeg einmitt að fara að taka við arfinum.
Þegar jeg hefi fengið hann í hendur, þá flyt jeg mig. Jeg
hefi fengið leigt herbergi i nítjándu borgargötu, einmitt í
sama húsinu, sem hún Isabella býr í, þessi yndisfagra
stúlka, sem aldrei kærir sig um neitt annað, en kanarí-
fuglana sina. Hún á heilan hóp af þeim, og — hvað
henni þykir vænt um þá! Hún elskar þá og ann þeim
hugástum. Ó, bara að jeg væri orðinn að kanarifugli!«
»Kærir hún sig þá ekkert um þig máske?«
»Hún lítur ekki einu sinni við mjer. Hún lætur eins
og hún viti ekkert af því, að jeg er til. Stígi jeg á kjól-
inn hennar, þá bíður hún róleg þangað til jeg tek fótinn
upp aftur, og lætur sem hún heyri það ekki, þegar jeg
bið hana að afsaka aðgæzluleysi mitt. Ætli hún að stíga
upp í vagn, og jeg rjetti henni höndina, til þess að hjálpa
henni, þá fær hún mjer fimm aura, og lætur sem hún
haldi, að jeg sje beiningamaður. Einu sinni hafði hún
leigt sjer bát, og íengið mann til þess að róa með sig um
tjörnina í Suðurgarðinum. Jeg mútaði róðrarmanninum,
fjekk lánuð tötin hans og hattinn hans, og bjó mig í þau.
Og nú vonaðist jeg eftir góðum árangri. En hvað gerði
hún? Ljet tikina sína í fangið á mjer, settist sjálf á
stein á tjarnarbakkanum, og fór að lesa í skáldsögu, sem
hún haíði hatt með sjer. Leit ekki einu sinni við mjer
eða bátnum. Svona er hún. Skoðar mig bara sem núll!«
»En hvers vegna ertu þá allt af að eltast við hana?
Og hvernig hefir þjer farið að detta það í hug, að flytja
þig i sama húsið, sem hún býr í ?«
»JÚ, jeg skal segja þjer nokkuð, jeg er ekki með öllu
vonlaus enn þá. Og svo heíi jeg hugsað mjer, að nú,
þegar jeg fæ arfinn, og hún heyrir, að jeg er orðinn vel
efnum búinn, þá hætti hún ef til vill að líta á mig með
jafnmikilli fyrirlitningu, eins og hún hefir gert. Nú á
dögum er mikið farið eftir þvi, hvort menn eru ríkir eða
fátækir, s-kal jeg segja þjer«.
*
* *
Nokkrum vikum síðar hitti jeg K-aoul. Hann ljet sem
hann sæi mig ekki, en jeg fór í veginn fyrir hann og
mælti:
»Nú, hvernig gekk það með arfinn?«
»Yið skulum tala sem minnst um það, vinur minn!
Hún hafði ekki látið grænan eyrir eftir sig, kerlingarhrotan.
Og geturðu gizkað á, hvað hún hafði ánafnað mjer í eríða-
skrá sinni?«
»Nei. Hún hefir þó ekki arfleitt þig að ástarbrjefun-
um sínum?«
»Nei, gettu betur!«
>Þá hefir hún arfleitt þig að hörundslitarkrukkunum
sínum«.
»Onei — hún arfleiddi mig að stundaklukku, sem gel-
ur eins og hani, í stað þess að slá eins og klukka«.
»Það var nú ekki sem verst. Slíkar klukkur eru bara
leiðinlegar, meðan verið er að venjast þeim«.
»Mjer er svo meinilla við þær, að jeg ekki einu sinni
hlustað á þær, þegar þær eru að gala. Þær eru svo ótta-
lega leiðinlegar. En jeg er ekki laus við, að vera ofurlítið