Haukur - 28.08.1899, Síða 8

Haukur - 28.08.1899, Síða 8
88 HAUKUR. n. 21.----22. bjátrúaríullur, skal jeg segja þjer, og með þyí aö frænka sáluga segir í eriðaskránni, að klukkan muni verða mjer til heilla og hamingju, þá hefi jeg ekki almennilega getað fengið það af mjer, að íarga henni<. »Já, kannske hún verði þjer til lukku og blessunar, — hver veit?« »0, ekki get jeg nú sagt, að hún hafi orðið mjer til mikiliar hamingju það sem af er. Nábúar mínir bölva og ragna, og þeir sem búa í næstu herbergjum við mig, berja stundum í þilin um miðjar nætur, og húðskamma mig fyrir það, að þeir geti ekki sofið fyrir galinu í klukkunni, og Isabella, sem býr i herbergi við hliðina á mínu her- bergi, hefir sagt upp húsnæðinu, og flytur sigmeð vorinu«. * * * Enn liðu nokkrar vikur. Svo rakst jeg af einberri til- viljun inn til Raouis vinar míns. Raoul sat í iegubekkn- um. Hann bjelt á brjefi í hendinni, og var mjög rauna- mæddur og áhyggjuiegur á svipinn. »Það var regiulega gott, að þú komst«, sagði hann, »því að nú get jeg sagt þjer stórar og mikiar frjettir*. >Hefir þú íengið arf enn þá einu sinni?< »Nei, þvi fer íjarri. En aftur á móti get jeg þakkað biessaðri kiukkunni minni það, að sú hamingja, sem jeg einu sinni bafði gert mjer von um að höndla, er nú alveg óhöndianleg orðin!< »Er það hún Isabella, sem þú átt við?< »Já. Kæruieysi hennar og tilfinningarleysi hefir nú snúizt upp í banvænt hatur við mig«. »Aí hverju dregur þú það?< »Lestu þetta brjef. Jeg fjekk það í morgun«. Brjefið var þannig. »Herra minn! Ef þjer hættið ekki nú þegar að elta mig og of- sækja mig, þá er jeg nauðbeygð til þess, að grípa til hins síðaBta varnar-úrræðis«. »Nú, hvað segir þú um þetta?« »Það er hálf skritið«, svaraði jeg. »Mjer finnst, að þú ættir að svara því«. >Jeg hefi þegar svarað«. >Ja-svo. Og þú hefir náttúrlega komið sem iðrandi syndari, og beðið hana lyrirgefningar ?« »Nei. Þar skjátiast þjer. Jeg veit ekki, hvernig það atvikaðist, en jeg herti upp hugann, og svaraði ósköp stuttort og gagnort: »Það væri gaman, að fá að kynnast þessu síðasta varnar úrræði«. »Það var nokkuð bíræfið. En, i alvöru talað, myndu flestir fara að verða íorvitnir, ef þeir ættu kost á að læra að þekkja síðasta varnar-úrræði ungrar og iaglegrar stúlku«. »Hvað heldur þú, að hún muni gera?« spurði hann. »Jeg hefi ekki nokkurn grun um það«. »Heldurðu, að hún snúi sjer tif lögreglunnar ?« »Það getur hún ekki. Hún hefir engan rjett. til þess. En hún getur skorað þig á hóim«. »Nei, það held jeg varla, að hún geri«. »Eða máske að hún kaupi einhvern áflogahundinn til þess, að berja þig eða hýða þig*. »Já, því gæti jeg betur trúað. Það væri rjett eftir henni«. >Eða þá, að hún fái einhvern til þess að stela kiukk- unni þinni«. »Já, bara að hún gerði það, því að þá fengi jeg ástæðu tii þess, að leita að henni inni hjá henni«. Það var hreinn óþarfi, að vera að brjóta heilann um þetta. Það var barið að dyrum, og ofurlítill drenghnokki kom inn með brjef, sem hann aíhenti Raoul. Það var frá Isabellu, og hljóðaði þannig: »Herra minn! Með því að jeg sje það, að þjer eruð með öliu óbetr- anlegur, og fáist alls ekki til þess, aö bætta ofsóknum yðar, þá befi jeg einsett mjer, aö hefna mín grimmilega á yður, og ætla jeg í því skyni að grípa til míns siðasta úrræðis og — giftast yður!« Yið hlupum báðir yfir í herbergi það, sem ísabella bjó I. Hún tók brosandi á móti okkur, og endurtók nú munniega ákvörðun sfna. Hún kannaðist við það, að hún heíði lengi elskað Raoul, og að hann væri þar af leiðandi fyrir löngu búinn að vinna sigur á sjer, en kvaðst hins vegar hafa álitið, að hann væri vel að þvf kominn, að fá dálitla ráðningu fyrir áfergjuskapinn og áieitnina. Raoul var sem hann hefði himin höndum tekið. Hann ætlaði þegar að ráðast á klukkuna sína, og mölva hana í mjel, til þess að geðjast ísabeliu. En ísabella bað fyrir klukkunni. »Þá vil jeg heldur selja kanarífuglana mina, þvi að nú eru þeir orðnir ónýtir hvort sem er«. »Ónýtir? Hvers vegna eru þeir orðnir ónýtir?« >Vegna þess, að þeir gala allir orðið eins og hanar, í stað þess að syngja. Þeir hafa tekið það eftir klukk- unni yðar«. »Það er þó stórkostlegt!« >Já, en það er heldur mikið af því góða, að bafa bæði galandi kanarífugla og galandi klukku í sama herberginu, og þess vegna ætla jeg að setja auglýsingu í blöðin á morgun um það, að þeir fáist keyptir«. * * * Kanarífuglarnir seldust allir með háu verði. í suma þeirra var jafnvel boðið margfalt meira, en þeir voru verð- ir. Klukkan var hötð í hávegum, og gól hún á hverri klukkustundu, án þess að neinum kæmi til hugar að hneykslast á því. En einn dag gói hún ekki, og þá varð uppi fótur og fit í húsinu. Klukkan var tekin ofan af veggnum og skoðuð. Ofurlítill böggull hafði íallið inn á milli sigur- verksins og hanans. Það var allt og sumt. Þegar böggullinn var tekinn burtu, gól haninn jaln hátt og hvelt eins og áður. En innan i þessum litla, móleita brjefa- böggli voru íjöldamargir miðar, og á þeim öllum var stimp- ill og merki þjóðbankans. Erænka Raouls hafði sagtþað satt, að klukkan myndi verða honum til hamingu, þvi að þegar hann fór með seðla þessa i bankann, þá tjekk hann þá borgaða með 14,000 ríkismörkum (nál. 12,600 kr.), og með þeim, Isabellu og klukkunni, byrjuðu sæludagar þessa ungmennis, sem áður hatði átt að ýmsu leyti andstætt í heirn inum. S k r í 11 u r. —o:o— Á LÖGREGLUSKRIFSTOFUNNI. Ferðamaður: Þegar jeg var að fara inn á veitinga- húsið í gærkveldi, þá skaut einhver á mig úr skamm- byssu, svo að kúian flaug í gegnum hattinn minn. Sko, hjer eru götin eltir hana á hattinum. Lögreglustjórinn: Hvern þremilinnsjálfan varðar mig um það? Jeg er enginn hattasali. Ef maðurinn sendir kúluna í gegnum hausinn á yður, þá getið þjer komið til min, og þá get jeg reynt að taka það fyrir til rannsóknar. * * * »Hvað á jeg að gera, veslingurinn?« spurði maður einn mjög angistarfullur. »Jeg hefi lofað henni dóttur minni 2000 krónum í heimantylgju, og jeg á ekki nema annað þúsundið víst«. »Vertu rólegur«, svaraði vinur hans. »Tengdasonur þinn er allra mesta valmenni, og gefur þjer efiaust eftir hitt þúsundið*. »Það hefi jeg líka huggað mig við! en — það er ein mitt það þúsundið, sem jeg tel mig hafa, hitt þúsundið aftur á móti vantar mig alveg«. * * * Eyrsti leikari: Hvernig geðjaðist þjer að því í gærkveidi, hvernig jeg ljek þingmanninn, sem er að halda ræðu á þinginu ? Náði jeg þingmönnunum ekki vel þar? Annar leikari: Jú, ágætlega! Þar var ekki nokk. ur munur á — helmingurinn af áhorfendunum var farinn að hrjóta. Prentsmiðja Stefáns Runólfssonar.

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.