Haukur - 30.05.1900, Blaðsíða 6
i8
HAUKUR.
III. 4—6.
gluggann. Annars styðst þessi grunur minn einnig
við það, hversu góða handastjórn morðinginn hefir
haft, og hve rólegnr og tilflnningarlaus hann heflr
verið. Jeg sofnaði ekki nokkurn dúr í nótt, vegna
þess að jeg gat ómögulega hætt að hugsa um þetta«.
»En hvað haldið þjer um tilefnið til glæpsins?«
»Orsökina, eða hvatir morðingjans, er mjer jafn
ókunnugt um, eins og yður«, svaraði Power. »Mað-
urinn þekkti kvennmanninn, og kvennmaðurinn var
að leita að manninum, það er allt og sumt sem jeg
veit. Þjer munið víst, hvað jeg sagðiyður um stofu-
mærina á »Hotel Royal«, og fyrirspurn frakknesku
stúlkunnar um veglegustu gistihöllina í bænum.
Henni hlýtur að hafa verið kunnugt um, að Saint
Alba var orðinn auðugur maður, því að annars hefði
henni varla getað komið til hugar, að leita hans á
slíkum stað«.
Leynilögreglumaðurinn frá Lundúnum hafði nú
tekið pappírssnepilinn, og skoðað hann vandlega.
»Það er skrítin og einkennileg hönd, þetta«,
mælti hann. »Jeg hefi sjeð eitthvað svipað þessu
hjá mönnum, sem hafa verið að reyna að breyta
höndinni sinni. Jeg fjekk einu sinni nafnlaust brjefi
sem var mjög líkt skrifað, eins og þetta. Og þjer
eruð viss um, að þjer þekkið höndina?«
»Já, jeg þekkti hana undir eins«.
»Yar þessi Saint Alba vanur að skrifa svona?«
»Jeg fjekk einu sinni tvö brjef frá honum með
þessari rithönd. Hann var að leita upplýsinga hjá
mjer um ýmisleg efni«.
»Eigið þjer þessi brjef enn þá?« spurði Brusel.
»Nei, jeg ónýtti þau skömmu eftir að jeg fjekk
þau. En þessi einkennilega rithönd var mjer svo
föst í minni, að jeg þekkti hana þegar er jeg sá
hana aftur«.
»Það er leiðinlegt, að þjer skuluð ekki eiga
þessi brjef enn þá«, mælti Brusel. »Við hefðum þá
getað gengið úr skugga um þetta nú þegar. Jeg er
í töluverðum efa um það, hvort það er gerandi, að
taka fantinn fastan«.
Power og löglreglustjórinn þögðu, en Brusel hjelt
áfram.
»Ja, sjáið þjer, það er nú efst í mjer að ætla,
að Power hafi alveg rjett fyrir sjer. Hann hefir gert
ágæta uppgötvun og heppnin hefir elt hann á rönd-
um. Auðvitað sannar þessi brjefsnepill ekki mikið,
en hann getur þó ef til vill orðið okkur að liði.
Jeg hefi vitað margfalt smávægilegra atriði útvega
einum náunga ókeypis húsnæði á kostnað föður-
landsins«,
»En haldið þjer nú annare, að það sje eigandi
undir því, að setja hald á manninn, meðan við höf-
um ekki við neitt meira að styðjast?« spurði Gadd
lögreglustjóri. »Við höfum ekkert, nema þessa rit-
hönd, og hún er meir að segja að eins byggð á á-
gizkun Powers. Eruð þjer viss um, að Power geti
fært sönnur á mál sitt?«
»Sá fær aldrei sigur, sem ekkert hefir áræðið,
segir gamalt máltæki, og sannast það ekki síður á
okkur lögreglumönnunum, en öðrum«, svaraði Brusel.
»Jeg er nú þeirrar skoðunar, að hafi þessi náungi
skrifað þetta brjef, þá muni hann hafa eitthvað í
fórum gfnum með sömu hendi. Ef við tryggjum
okkur hann svo, að hann hlaupi ekki úr höndunum
á okkur, þá finnum við máske einhverjar öflugri
sannanir gegn honum«.
Lögreglustjórinn hristi höfuðið.
»Jeg skal ekki bera á móti því«, mælti Brusel
enn fremur, »að það er nokkur áhætta að setja þenn-
an náunga i varðhald, einkum þegar við tökum til-
lit til stöðu hans í þjóðfjelaginu. Hann er auðvitað eng-
inn skynskiftingur, og þrætir náttúrlega meðan hann sjer
sjer það fært. En hvað eigum við að gera? Jeg er hjer
um bil sannfærður um, að Power hefir á rjettu máli að
standa, og við verðum að hamra meðan járnið er heitt«.
»Auðvitað eruð þjer kunnugastur því, hvernig
bezt er að haga sjer í slíkum málum sem þessu«,
svaraði lögreglustjórinn, »en mjer virðist samt sem
áður, sem þetta geti komið okkur í slæman bobba«.
»Það er hverju orði sannara. Og einmitt þess
vegna þurfum við að hugsa okkur vel um. Power
hefir fært góðar ástæður fyrir sinni skoðun. Við
skulum nú hugsa okkur, að honum skjátlist, og að
það hafi verið kvennmaður, sem framdi morðið.
Hvernig eigum við þá að botna í þessu. Enginn
þekkir hana, og enginn hefir neinstaðar sjeð hana,
og þó hlýtur hún að hafa dvalið hjer í bænum að
minnsta kosti nokkra daga. Allur bærinn hefir verið
sem í uppnámi vegna morðsins, en enginn hefir get-
að gefið neinar upplýsingar um morðkvendið. Er
þetta ekki blátt áfram ósennilegt, hr. lögreglustjóri?«
»Leynilögreglumaðurinn einblíndi í augu Gadds,
til þess að sjá hver áhrif spurningin hefði á hann.
»En svo við hverfum aftur að þeirri ágizkun, að
það hafi verið karlmaður, sem myrti stúlkuna«, mælti
Brusel enn fremur, »þá höfum við þó að minnsta
ko;ti eitthvað að styðjast við. Yfirlögregluþjónninn
sá þegar er hann fann brjefsnepilinn, að gamall kunn-
ingi hans hafði skrifað hann. Honum gat ef til vill
skjátlazt í þessu; en síðar um daginn sjer hann svo
einmitt mann þann, sem honum hafði dottið í hug
um morgunum, jafnvel þótt hann hefði ekki sjeð
hann í raörg ár. Sýnist yður þetta ekki merkileg
tilviljun, hr. Power?«
»Og hjer við bætist svo það«, svaraði Power,
»að þessi Saint Alba hefir nú um hríð búið í
»Sjávargistihöllinni«, einmitt á slíkum stað, sem hin
látna stúlka bjóst við að finna hann«.
»Já einmitt«, mælti Brusel, »við verðum um fram
al)t að nota þær upplýsingar, sem eru fyrir hendi.
Jeg vona þó, að þjer hafið ekki iátið hann sjá yður,
þegar þjer virtuð hann fyrir yður?«
»Nei, jeg er viss um, að hann hefir ekki sjeð
mig«.
»Það er ágætt! Þetta er auðvitað mál, sem út-
heimtir dálítinn hug og dug, en það er líka allt og
sumt. Við getum gengið út frá því sem gefnu, að
hann hafi þekkt stúlku þá, sem hann myrti, og haft
einhverja ástæðu til þess, að fyrirkoma henni. Þau
hljóta að hafa verið búin að koma sjer saman um
það, að hanu skyldi hitta hana i kvennmannsfötum,
og svo hefir hann farið með henni heim til hennar
og myrt hana. Það hljómar nokkuð rómantískt og
hryllilega í eyrum, en jeg hefi vitað mörg dæmi þessu
lík. En hvernig er okkur nú sjálfum borgið? Mað-
urinn álítur sig öruggan, h^nn veit ekkert um vin
okkar, lögregluþjóninn, og heldur að við sjeum allt
af að leita að kvennmanni. Hver veit, hvað fyrir
getur komið, ef við nú allt i einu tökum hann fast-
an, og sökum hann um morðið? Það er töluverð
áhætta, en vogun vinnur og vogun tapar«.
Brusel talaði snjallt og sannfærandi, en lög-