Haukur - 30.05.1900, Blaðsíða 11

Haukur - 30.05.1900, Blaðsíða 11
m. 4—6. ffAUKUR. 23 gufulag utan um fingurinn, og ver hann í svip fyrir kali eða hruna. En varlega verður þú að fara við þessar tilraunir, því að annars áttn á hættu, að fá slæm kaisár eða brunasár. Fingurinn verður ekki votur, þótt þú dýflr hon- um ofan í loftvökvann. Slettist dropi af honum á treyjuermina, vöknar ermin ekkert, en dropinn dreif- ist út, og verður að hrími. Ef skelflskur er rekinn ofan 1 vökvann, verður hann á svipstundu eins harð- ur og skelin, sem hann var í. Hrátt kjöt má »herða<r unz það hljómar eins og klukkukopar, ef á það er slegið. Meðan kjötið er þannig, er það stökkt eins og leirsmiði, og má mylja það með hamri. Á sama hátt má breyta smjöri í þnrt og smágert duft. Sama er og að segja um ávexti og egg. Eins og flestum mun kunnugt, frýs kvikasilfur í 40 stiga kulda. Vjer búum oss til dálítið mót úr pappír, hellum í það nokkrum pundum af kvikasilfri, og þekjum yflrborð þess með ofurlitlu af loftlegi. Innan lítils tíma verður kvikasilfrið — þrátt fyrir nafn sitt — að stálharðri hellu, sem syngur í, ef slegið er á hana. Vjer höfðum sett sína skrúfuna í hvorn enda mótsins, þannig, að þær ná inn í kvikasilfrið, og eru augu á þeim endunum, sem standa út úr mót- inu. Skrúfurnar eru nú orðnar blýfastar i málmhell- unni. Vjer bindum snæri í aðra skrúfuna, og festum það upp i þakið, en í hina hengjum vjer einhvern þunga — vjer skulum hafa það 50 pund. Það líða nú 15—20 mínútur þar til kvikasilfrið er orðið svo þiðnað, að önnur hvor skrúfan dregst út vegna Þungans. Vinanda-hitamælar eru einnig alveg gagnslausir í öðrum eins kulda og hægt er að framleiða á þennan hátt. Ef vjer hellum svo sem mörk af vínanda i ílát, sem loftlögur er í, þá breytist vínandinn bráðum í snævi líka krystalla. Ef vjer svo tökum tein, og hrær- nm I vínandanum, verður hann að seigri, þjóttulegri leðju, sem hangir við teininn, þegar vjer tökum hann npp úr, og myndar þannig ljómandi fallega, 7—8 þumlunga langa klakadröngla. Loftlögurinn, sem notaður heflr verið við þessar tilraunir, heflr breytzt dálítið meðan á tilraununum stóð. Hann er orðinn bláleitari á litinn, og efnasam- Uönd hans eru í raun og veru örðin nokkuð önnur eu þau voru. Þetta kemur til af því, að í tinkönn- Unni voru í raun rjettri tveir ólíkir vökvar, sem sje fljótandi ildi (súrefnisloft, lifsloft) og fljótandi hyldi (köfnunarloft, dauðaloft), og með því að hyldið gufar fyr upp, verður lögurinn auðugri af ildi eftir því ®em lengur líður. Þetta gefur aftur tilefni til ýmsra Uýrra tilrauna. Ef vjer nú t. d. tökum ofurlítinn flókasnepil, dýfum honum ofan í þennan ildisríka vökva, og kveikjum í honum, þá fuðrar han» upp, eins og það hefði verið púður. Vjer skulum hella Aálitlu af leginum í sljetta ölkollu, og reka hana síð- an ofan í vatn. Kemur þá þegar dálítið íslag utan á kolluna, og ef vjer rekum hana aftur og aftur ofan i vatnið, verður íslagið smám saman svo þykkt og aterkt, að vel má fara með það, þótt kollan sje tekin innan úr því. Vjer skulum nú hella dálitlu af loft- 'egi í þetta íshylki. Því næst festum vjer eldspýtu við endann á dálitlum stálvírs-bút, kveikjum á henni, °g rekum svo eldspýtuna og stálvírinn ofan í loftlög- lnn, sem nú er orðinn mjög ildisborinn. Stálvírinn Irennur þá eins og eldfluga með brestum og braki, °g áköfu neistaflugi í allar áttir, svo að íshylkið kringum hann verður skínandi bjart. Þegar tilraun- inni er lokið og vjer förum að aðgæta íshylkið, þá sjáum vjer, að botn þess er þakinn ofurlitlum storkn- uðum stáldropum — vjer höfum hjer í raun og sann- leika brætt stál í ísdeiglu. * * * Hjer hefir þá verið lýst ýmsum af hinum fróðlegu og skemmtilegu tilraunum Triplers, og vegna rúm- leysis verður það að nægja í bráðina. En »Haukur« mun innan skamms gera nákvæmari grein fyrir þess- ari afar-mikilvægu uppgötvun, sem nú virðist ætla að umturna öllu í heiminum. Fróðleiks-molar. Mó-pappi. Þýzkur kvennmaður hefir fundíð aðferð til þess, að búa til pappa og umbúðapappír úr mó, og hefir hún nú sett sjer upp verksmiðju til þess starfa nálægt Groningen á Hollandi. Aðferðin er ieyndarmál enn þá, en það er sagt, að hún hafi þann kost fram yfir aðra pappírsgerðaraðferðir, að engar sterkar sýrur sjeu við hatðar, nje heldur önnur eiturefni. * * * Magnaiium heitir ný máimblanda, semÞjóðverjan- um, dr. Ludwig Mach, hefir hugkvæmzt. Hann blandar dálitiu af magnesíumálmi saman við ái (aluminium), og það hefir sýnt sig, að álið heldur þá öllum sinum góðu eiginlegleikum, en losnar við ókostina. * * * Storkið vetni hefir enska efnafræðingnum Dewar nú tekizt að framleiða. Það lítur út sem hvítt hjóm eða malað giuggagler. Það rennur við 16 stiga hita. Áður hafði Dewar heppnazt að framleiða vetnis-lög, eins og getið er um á 22. bls. hjer að framan. * * * Skip úr áli ónýt. Fyrir nokkrum árum gerðu menn sjer mjög glæsilegar vonir um, að ál gæti orðið gott efni í skip, en þær vonir hafa brugðizt. Málmurinn þolir alls ekki áhrif saltsins í sjónum, og sá hluti skip- anna, sem er ofansjávar, hefir einnig reynzt mjög ending- arlaus. Tfir höfuð hefir ál ekki reynzt nærri svo góður málmur til neins, sem menn höfðu í fyrstu gert sjer vonir um. * * * Stjörnuhitinn. Fyrir nokkrum árum reyndi stjörnufræðingurinn Vernon Boys að mæla hita stjarnanna með geisla-smæðarmælir, sem var svo viðkvæmur, að hanu sýndi t. d. hita af kertaljósi í 1400 faðma fjarlægð. Hann gerði nákvæmar tilraunir með jarðstjörnur og íasta- stjörnur þær, sem næstar eru, en tiiraunir hans urðu árangurslausar. Nú hefir E. F. Nichols við Yerkes stjörnu- turninn i Bandarikjunum reynt geisla-mælir sem erfimm- falt viðkvæmari, heldur en Boys’s og hefir honum hepnazt að finna hita nokkura stjarna. Þannig kveðst hann hafa komizt að raun um, að hitinn, sem vjer fáum frá stjörnunni Arktúrus, sje hjer um bil jafn hita af kertaljósi í rúmrar mílu fjarlægð. * * + * Gif tingarbann. I Dakóta í Ameríku er öllumþeim, sem þjást af áfengissýki, berklaveiki, bleikjusótt (ungfrúr- gulu), heilakviksveiki (móðursýki) og ýmsum öðrum sjúk- dómum, sem hafa skaðleg áhrif á afkomendurna, bannað að gitta sig. Lögin þykja ef til vill harðneskjuleg — en látið þau vera í gildi einn mannsaidur, og þá verða þau áreiðanlega búin að færa mönnum heim sanninn um það, að þau eru rjettlát og þörf. Hver drepur flesta menn? t Jeg hefi heyrt æfintýri, sem mjer þótti svo merkilegt, og lika svo lærdómsríkt, að jeg ætla að segja iesendunum frá aðal-efni þess.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.