Haukur - 30.05.1900, Blaðsíða 8

Haukur - 30.05.1900, Blaðsíða 8
20 HAUKUR. III. 4—6. »Yður skjátlast stórlega, herraminn; mjer er hjart- anlega sama um það, hvernig viðskiftin ganga bjerna«. »Jð, náttárlega, því get jeg svo vel trúað«, mselti Vavasour, og broeti í kampinn. »En það sem kom mjer til að halda, að þjer þekktuð Hunter lávarð, var það, að hann sagði mjer að hann hefði nýskeð kvatt fiúna yðar«. Saint Alha varð í háifgerðum vandræðum, en hann áttaði sig fljótt, og svaraði: »Þjer misskiljið mig algerlega. Jeg vissi mikið vel, að John lávarður hafði verið kallaður beim, en mjer hafði ekki komið til hugar, að hann myndi fara alveg svona fljótt. Jeg var ekki heima, þegar hann kom að kveðja konuna mína«. Vavasour áleit ekki rjett, að fara lengra út í þessa sálma. »Það var leiðinlegt fyrir mig, að Hnnter skyldi fara i burt«, mælti hann, »því að nú hefl jeg engan til að koma í knattborðsleik við mig. Við ljekum báðir álíka vel, og höfum oft skemmt okkur vel við það«. »Jeg get vorkennt yður það«, mæiti Saint Alba, »en kannske jeg geti að nokkru leyti bætt yður skað- ann. Mjer skyldi þykja vænt um það«. »Þjer, Saint Alba? Nei, þakka yður fyrir. Þjer leikið vist allt of vel til þess. Maður kærir sig ekki um að tapa í hverjum leik«. Saint Alba svaraði þessum gullhömrum með því að yppta öxlum, og hjelt svo áfram að reykja vindil- inn sinn. »Það er merkilegur atburður, þetta morð við Hamiltonveginn*, mælti Vavasour eftir lltla þögn. »Akaflega merkilegur,« svaraði Saint Alba, án þess að sýna þess nein merki, að honum væri málið neitt áhugamál. »Jeg sá það í blöðunum, sem komu út í kvöld, að lögreglan þykist hafa náð í einhverjar upplýsing ar, sem hún heldur að geti orðið til þess að koma morðinu upp. En lögreglan heldur það nú allt af, svo að það er ekki víst, að það sje hægt að byggja neitt á því«. »Jeg verð að játa það, að mjer er nokkurn veginn sama um þetta mál«, svaraði Saint Alba. »Jeg hefi andstyggð á öllum slíkum hroðaviðburðum, sem menn geta aldrei hætt að tala um, og jeg skil ekkert í því, hvernig menn geta haft gaman af því, að vera allt af að hugsa nm slíkt*. »Jeg get nú ekki heldur sagt, að jeg hafl gam- an af svona hryllilegum viðburðum. En jeg verð samt sem áður að játa, að jeg get ekki látið vera að hugsa um þetta mál. Mjer virðist þetta mál ein- mitt svo einkennilegt og merkilegt að ýmsu leyti. Stúlka er myrt á næturþeli í herberginu sínu, og enginn veit, hver hún var, eða hvaðan hún hafði komið. Að eins eitt þykjast menn vita með vissu: Það kom kvennmaður og myrti hana, og hvarf svo gersamiega í sömu svipan. Hugsið yður, hr. Saint Alba, kvennmann, svo grimman, tilflnningarlausan og bíræflnn, eins og þessi kvennmaður hlýtur að hafa verið. Mjer er hjer um bil ómögulegt, að hugsa mjer slikan kvennmann*. »Ekkert er óhugsandi, hr. Vavasour*, svaraði Saint Alba. »Þjer sögðuð áðan, að upplýsingar þær, sem lögreglan hefði fengið, myndu vera einskis verðar. Vitið þjer nokkuð um það, í hverju þessar upplýsingar eru fólgnar?* »Nei, slíku er ætíð stranglega haldið leyndu, þvi að það gæti oft haft slæmar afleiðingar, að gera þess konar leyndarmál heyrum kunn. Enjegimynda mjer kelzt, að hjer sje ekki um neinar upplýsingar að ræða. Tilgangurinn er auðvitað að eins, að reyna að sefa almenning*. »Mjer er lika uokkurn veginn sama, hvernig í þessu liggur«, mælti Saint Alba. »Ekki get jeg sagt, að mjer sje sama um, hvernig málið fer«, svaraði Vavasour. »Það lítur út fyrir að glæpamennirnir ímyndi sjer, að þeim sje óhætt að lifa og láta eins og þeir vilji. Það er óttalegt að hugsa til þess, hvílíkur fjöldi af glæpum það er hjer á landi, sem aldrei kemst upp. Góður og ráðvandur maður á ef til vill morðingja fyrir einkavin, án þess að hafa nokkurn grun um það. Jeg hefl til dæmis enga tryggingu fyrir því, að þjer sjeuð ekki morð- inginn, sem drap stúlkuna í Rob-Roy-Villa«. »Nei', það er alveg satt«, mælti Saint Alba, og glotti ófrýnilega, »og jeg hefl ekki heldur neina tryggingu fyrir því, að þjer sjeuð ekki launmorðingi*. »Nei, það er einmitt það, sem jeg segi. Það verða ávallt fleiri og fleiri morðingjar, sem ekki hefir komizt upp um, og það er ekki gott að þekkja þá frá öðrum mönnum. í þetta skifti hefir morðingjan- um heppnazt að komast eitthvað undan, og það er ætíð auðveldara að fela en að finna. Jeg þori óhrædd- ur að veðja um það, að lögreglan verður steinuppgef- in við málið og vonlaus um, að morðið komist upp, áður en misserið er liðið«. »Það getur svo hæglega skeð, að þjer hafið rjett fyrir yður í því«, svaraði Siint Alba kæru- leysislega. »Þetta er annars allra bezta kafii, og jeg hefi miklu meiri ánægju af því, heldur en af morð- ingjum og morðkvendum«. í þessum svifum kom einn af þjónum gistihallar- innar inn til þeirra, og skýrði Saint Aiba frá því, að menn væru komnir og vildu fá að taia við hann. »Hverjir geta það verið? Jeg átti ekki von á neinum í kvöld«. »Jeg veit ekki, hverjir þeir eru«, svaraði þjónn- inn. »Þeir sögðu, að það væri ekki nauðsynlegt að að skila neinu um það, hvað þeir hjetu«. »Jeg skal undir eins koma fram til þeirra. Jeg bið yður að afsaka, að jeg verð að yfirgefa yður snöggvast, hr. Vavasour. Jeg skal undir eins koma aftur«. Menn þeir, er hjer var um að ræða, biðu i gang- inum rjett fyrir innan aðaldyr hallarinnar. Einn þeirra gaf sig fram til þess að tala við Saint Alba. »Það er víst hr. Saint Alba, sem jeg tala við, eða er ekki svo?« spurði hann. »Jú, eða hvaða erindi eigið þjer við mig?« »Jeg ætla að láta bíða að skýra frá því, þangað til þjóninn er farinn«. Þegar þjónninn var farinn spurði Saint Alba aftur: »Nú-nú, hvert er erindi yðar?« »Að eins það«, svaraði gesturinn, sem var há- vaxinn maður með hvössu augnaráði, miklu, dökku kjálkaskeggi og stóru, niðurbjúgu nefi, »að jeg hefi fengið skipun til þess, að taka, Charles Saint Alba fastan, og setja hann í varðhald. Jeg er yflrlögreglu- þjónn í leynilögreglanni, og hjerna er varðhaldsúr- skurðurinn. Þjer eruð grunaður um, að hafa myrt einhverja Madeleine Paure nóttina milli þess 24. og 25. þessa mánaðar«.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.